Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ r Föstudagur 1. nóv. 1963 diplomatar skáldskapar? Hvaðan fá innblástur til Sulzborger skrifar um Nobelsskdldið Seferis VEITING bókmenntaverð- launa Nobels til gríska ljóð- skáldsins og stjórnarerind- rekans, Giorgios Seferiades, minnir okkur á skemmtileg- an hátt á þá staðreynd,- að jafnvel á hinum argsömu tím- um, sem við nú lifum á, er ekki nauðsynlegt fyrir stór- skáld að loka sig frá umheim- inum, til að viðhalda snilli- gáfu sinni. Og þótt merkilegt kunni að virðast, þá sýnast diplomatastörf bezt til þess fallin að skara upp í hugar- fylgsnum þeirra. Þrír nóbelsverðlaunarithöf- undar hafa starfað á þeim vettvangi, sem einkennist af ráðstefnum og kokteilpartí- um! Claudel, St. John Perse og nú síðast Seferiades. Hinn vingjarnlegi, virðu- legi Grikkji, var einn af þekkt ustu sendiherrum lands síns, unz hann dróg sig í hlé eftir langa þjónustu. Seferiades, sem skrifar und- ir nafninu Seferis, er gaman- samur, greindur og viðfeld- inn maður, sem skýlir djúpri þekkingu og tilfinningaríkri skapgerð undir vingjarnlegu og ljúfmannlegu yfirbragði. Hann blandaði ekki persónu- legum tilfinningum í vanda- samar samningagerðir, sem féll í hans hlut að taka þátt í, t.d. meðan stóð á harm- leiknum í sambandi við Kýp- ur. Flestu fólki verður hugsað til fornra tíma, þegar Homer, Perikles og Alexander voru uppi, ef um er að rseða grísk- ar bókmenntir. En Grikkland nútímans hefur eignast þrjá, litla risa: Cavafy, sem hefði verðskuldað a ðfá Nóbelsverð laun, Kazantsakis, sem hreppti þau næstum því, og Seferia- des, sem hreppti þau. Gagnstætt þeim skrípamynd um, sem ýmsir draga upp af skáldum, þá er ekkert fjar- rænt, skjannalegt eða sér- vizkulegt við Seferiades. Hann er feitlaginn, gamansamur, gef inn fyrir góðan mat og drykk og samræður, og maður fær það á tilfinninguna, að hann sé örlítið værukær, og ekki er örgrannt um, að mildum blæ efagirni bregði fyrir á stundum. Eftir innrás ítala í Grikk- land í október 1940, var hann útnefndur blaðafulltrúi grísku stjórnarinnar. Hann ruglaði bæði sjálfan sig og fréttarit- arana með því að reyna að skýra stjórnartilkynningarn- ar með hinum stuttorðu frétta tilkynningum herstjórnarinn- ar frá vígstöðvunum. Hann hafði nefnilega álíka litla þekkingu á hernaðaraðgerð- um og flestir hershöfðingjar hafa á skáldskap. „Hér er getið um“ „enfila- ding fire“ (skothríð yfir alla víglínuna)," sagði hann kannske stundum og rann sakaði bunka af fréttaskeyt- um af dálitlum æsingi. „Ég er ekki alveg klár á hvað það þýðir. Og getur nokkur ykk- ar sagt mér, hver er munur- inn á mótorherfylki og véla- herfylki?" Meðan E.O.K.A.-menn og Bretar börðust á Kýpur, var Seferiades stjórnarerindreki í nágrannalöndunum Líbanon og Sýrlandi og heimsótti oft hina óróasömu eyjarskeggja. Eins og allir aðrir Grikkir, var hann hlyntur uppreisn- armönnum, og þekkti nokkra af foringjum þeirra. En kaus fremur að sitja og drekka Commanderia, hið purpura- lita krossfaravin, sem enn er framleitt þar og ræða um menningarmál, en að gefa sig að byltingarmálefnum. Hann átti til að skattyrð- ast við vin sinn Lawrence Durell, sem var þá opinber talsmaður Breta á Kýpur, en auk þess ágætur rithöfund- ur, sem þýddi verk Seferia- des á ensku. Durell var álíka áihrifamikill áróðursmaður fyrir brezku stjórnina og Seferiades hafði verið fyrir þá grísku í styrjöldinni við ítali. Seferiades á það sameigin- legt með flestum diplomötum nú á dögum, að hann hefur ekki af miklu ríkidæmi að státa. Eina fasteignin, sem hann átti var að vísu mikils virði þar sem hún lá út við ströndina í Aþenu, og hafði Seferiades í hyggju að selja hana við tækifæri, en gríska stjórnin tók landið undir brezkan hermannakirkjugarð. „Árans vandræði", sagði skáldið. „Jafnvel þótt ég fengi landið aftur, þá yrði líklega erfitt að koma því í verð“. Það getur ekki verið nein tilviljun, hve hlutfallslega margir þeirra, sem hlotið hafa hina æðstu viðurkenningu í heimi bókmenntanna, eru úr diplomatastétt. Frægir höfund ar endurminninga- og sagn- fræðibóka hafa komið úr röð- um sendiherranna, t.d. George okkar Kennan og fleiri. Káðherrar utanríkismála ætlast til þess af starfsmönn- um sínum, að þeir beiti skýr- um og góðum ritstíl, og fág- aða framkomu og vitsmuni hafa slíkir menn gjarnan í ríkum mæli til að bera. En skáld þurfa á fleiri eiginleik- um að halda en siðfágun, vits munum og skýrleika. Er skýringin ef til vill sú, að diplomatar hafi svo mik- inn tíma aflögu, að leiðindin beinlínis hreki þá til skap- andi hugarstarfs? Að standa með uppgerðar hátiðleika við opinberar móttökuathafnir, að flytja meiningarlausar skjall- ræður í fínum matarveizlum, að sitja forheimskandi, ár- angurslitlar ráðstefnur, sem ■f t Giorgios Seferiades. wWv . 4 M. l#\w ráðherrarnir lýsa síðan hin- um gagnlegustu í opinberum tilkynningum — er það þetta sem var andagift þeirra? Hvort sem svo er eður eigi, þá virðist andlegur hátíðleiki verka bezt á ljóðskáld. Kannske er hugur þeirra þá næmari fyrir ólgandi áhrif- um. Og kannske er of lítið lagt á sendiherra að skrifa skáldsögur, jafnhliða hinum óstöðvandi orðaflaumi af- vopnunarráðstefnanna. í öllu falli ættu diplomat- ar almennt að vera hreyknir af þessari verðlaunaveitingu. Hún sýnir enn einu sinni, að þeir menn, sem er falið það starf að fjalla um frið eða stríð, steikta kjúklinga og opinberar heimsóknir, þurfa alls ekki, eins og stundum er þó álitið, að vera leiðinlegir og glysgjarnir sérgæðingar og eru það raunar sjaldnast. Vélbáturinn Faxi þegar hann gærkvöldi. Var verið að byr 1800 tunnum. — Efst til vin kom að landi í Hafnarfirði 1 ja að landa úr honum 1700— stri er skipstjórinn Bjöm Þor- finnsson. — Ljósm. Sveinn Þormóðsson. 120 mílur á síldarmiðin HAFNARFIRÐI. — Einn síldar- bátanna, sem hingað komu í gærkvöldi, var Faxi, hinn nýi og glæsilegi bátur Einars Þorgils- sonar & Co. Var þetta fyrsti túr- inn og aflinn rúmlega 1700 tunn ur. Skipstjóri er Björn Þorfinns- son og hafði blaðið rétt sem snöggvast tal af honum í gær- kvöldi, þegar verið var að landa úr Faxa. Bjöm sagði að héðan væru um 112 sjómílur á síldarmiðin út af Jökli, og hefðu þeir verið 12 tíma á leiðinni út. Síldin væri á 30—40 faðma dýpi og ekkert benti til þess enn, a.m.k. að meira væri um síld nú en í fyrra. Þama væri mjög mikið um skip á tiltölulega mjög tak- mörkuðu svæði, og því væru þrengsli mikil. Enn ættu skip þó eftir að bætast í hópinn. — Þetta væri fyrsti túrinn og hefði Faxi reynzt mjög vel í alla staði. Þeir færu aftur út kl. um 8 á föstudagsmorgun, en síldin feng ist aðeins eftir að myrkt væri orðið. — Síldin er hin falleg- asta af Faxaflóasíld að vera. — G. E. — Árni Óla Framlhald af bls. 32 á blaðamennskuferli Árna Óla. Síðari hlutinn nær frá 1926, er Árni réðst aftur til blaðsins, og fram til 1963. Pétur Ólafsson skýrði frétta- mönnum frá því, að ráðgert hefði verið að bókin kæmi út á afmælisdegi Morgunblaðsins 2. nóvember, en vegna yfirvofandi prentaraverkfalls hefði verið af- ráðið að flýta útkomu hennar. í formála bókarinnar segir Árni Óla m.a. að stjórn Morg- unblaðsins hafi fært tvær ástæð- ur fyrir ósk sinni um að hann ritaði endurminningar sínar. „Hin fyrri var sú,“ segir Ámi,“ að endurminningar mínar yrðu um leið brot úr sögu blaðsins frá upphafi, þar sem ég hefði byrj- að að starfa hjá því áður en það hóf göngu sína, og væri enn starfandi hjá því. Hin ástæðan var sú, að það væri einsdæmi I sögu landsins, að blaðamaður hefði starfað jafn lengi við sama blað, vegna þessarar löngu blaðamennsklu væri ég ekki að trana sjálfum mér fram, þótt ég skrifaði endurminningar mínar, — mér bæri í rauninni skylda til þess vegna sögu íslenzkr* dagblaða.“ Síðar í formálanum segir Árnl að stjórnmálasaga Morgunblaðs- ins sé viðamikil1 þáttur í sögu þess, en þá sögu segist hann ekki geta sagt, því að þar hafi hann ekki komið nærri. Starf hans hafi verið á öðru sviði. Segir Árni endurminningar sín- ar bundnar frásögn af dagleg- um störfum og jafnvel viðbrögð- um almennings á ýmsum tim- um. Eins og áður segir vann Árni bók sína að mestu leyti á s.L ári og segist hann hafa stuðst við Morgunblaðið, eigin plögg og minni. í lok fundarins í gær skýrði Pétur Ólafsson fréttamönnum frá því, að eftir mánuð væri væntanleg fjórða Reykjavíkur- bók Árna Óla, en þá á Árni 75 ára afmæli. Nefnist bókin „Horft á Reykjavík" og í henni verður nafnaskrá yfir fyrri Reykjavik- urbækur Árna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.