Morgunblaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 20. des. 1968 MORCUNBLADID 17 Sagan af Dafnis og Klúi Longus: Sagan af Dafnis og Klói. Friðrik Þórðarson snéri úr grísku. Með myndum eftir Aristide Maillol. 168 bls. Mál >'' og menning, Reykjavík 1966. ÍÆEÐ fjögurra ára millibili hefur ■hiðrik (Þórðarson lektor í Osló fært löndum sínum heima á Fróni tvser gersemar úr grískum bókmenntum, og eru þýðingar Ihans þann veg af hendi leystar, «ð telja verður til viðburða í ís- lenzkum bókmenntum. Þó ekki *é fyrir annað en málkennd og Btílleikni iþýðarans eru bæði þessi verk meðal öndvegisbóka, en þar við bætist að efsni þeirra eg innviðir veita okkar einkar glögga vitneskju um tvö ólík •keið í grískum bókmenntum og ferúa að nokkru bilið milli verka fíómers og annarra forngrískra •kálda, sem þýdd hafa verið á felenzku, og þeirra fáu grísku Rútímaverka, sem út hafa komið hérlendis. „Grískar þjóðsögur og æfin- týri“ (Heimskringla, 1962) er •ýnisbók þeirra geysimerkilegu •agna sem orðið hafa til á vör- um grískrar alþýðu á undan- förnum öldum. Kennir þar ínargra grasa og sundurleitra, enda munu fáar þjóðir Evrópu eiga önnur eins kynstur munn- tnælasagna og Grikkir. Margt í þessum sögum er keimlíkt okkar eigin þjóðsögum, t.d. samneyti Við álfa og afturgöngur, sterk forlagatrú og ákaflega jarðbund- iB skopskyn, stundum með klúru ivafi. Aðrar sagnir eru grísk til- brigði alþjóðlegra minna. Hefur þýðarinn gert safnið eins yfir-, gripsmikið og kostur var í ekki •tærri bók, og leyfi ég mér að fullyrða að bókin sé kjörgripur og nálega einstæð á sínu sviði í felenzkum bókmenntum. Þeir •em eitthvað þekkja til grískra þjóðhátta og þess dstýriláta Imyndunarafls sem almúgafólk f Grikklandi einatt býr yfir, bljóta að játa að betur varð grískri söguskemmtun vart til •kila komið en í þeim kjarnyrta ©g alþýðlega búningi sem Frið- •ik Þórðarson hefur léð þjóðsög- *im og ævintýrum hinna fjar- Bkyldu frænda okkar í andan- um. í haust kom svo á markaðinn I þýðingu Friðriks Þórðarsonar „Sagan af Dafnis og Klói“, og Itekur það verk af öll tvímæli um ®ð hann er meðal málhögustu og listrænuistu þýðenda sem við •igum völ á, og sannarlega verð- ugur arftaki snillingsins Svein- bjarnar Egilssonar. Höfundur sögunnar, Longus, ▼ar meðal síðustu heiðnu skálda grískrar menningar, og er talið sð hann hafi verið uppi kring- «m árið 200 e.Kr. Annars er fátt «em ekkert kunnugt um hagi bans, og þýðarinn gefur jafnvel t skyn að nafnið sé ekki annað •n forn ritvilla. Gilbert Murray *elur hann hinsvegar ásamt Helíódórosi bezta sagnasmið •íðhellenískrar menningar og Ifinnst hann taka öllum öðrum bam um ljóðræna töfra: hann hafi verið síðastur þeirra Crrikkja sem helguðu sig fegurð- inni heilir og óskiptir. „Sagan af Dafnis og Klói“ ber vitni ríkri fegurðarþrá sem •tundum jaðrar við heimsflótta; höfundurinn er altekinn aðdáun á einföldu og óspilltu lífi sveit- •nna, dreymir um fullsælu í kyrrð náttúrunnar og hefur ber- •ýnilega ímugust á lífsháttum toorgarbúa. Er því ekki kyn þó hann hafi mjög höfðað tíl rómantískra lesenda, og «r jafnvel haft eftir Goethe »ð holiræði sé að lesa bók- ina einu sinni á ári hverju. Ýmsum islenzkum höfundum, bæði eldri og yngri, ætti að hugnast lifsskoðun höfundarins, því hennar gætir furðuvíða í •kkar eigin bókmenntum í teinni tíð. Eins og títt er um slíkar „draumsýnir" sveitasælunnar er sagan skráð á máli sem er fjarkomið bændamenningu og sveitalífi eins og því er lifað í raunveruleikanum. StíUinn er ávöxtur langrar og þaulræktaðr- ar bókmenntahefðar með mennt- aðri yfirstétt, þar sem höfuð- áherzla er lögð á íburðarmikið og glæsilegt orðfæri, ear í hví- vetna hlíti ströngustu reglum grískrar málsnilldarlLstar. Þess- ari eigind verksina hefur Friðrik Þórðarson skilað með svo frábærum hætti, að við sjálft liggur að lesarinn komi ekki auga á skóginn fyrir trjánum: hver setning er meitl- að listaverk og býr yfir töfr- um sem einatt leiða athygl- Friðrik Þórðarson ina frá sjálfum söguþræðinum eða knýja a.m.k. lesandann til að marglesa hverja málsgrein, svo ekkert fari forgörðum af ljúfum keimi stílsins. Dafnis var éin af eftirlætis- söguhetjum Grikkja, og fóru af honum sundurleitar sagnir. Hann var upphaflega sikileyskur hjarðsveinn á gullaldarskeiðinu og vann hjörtu dísa og annarra goðkynjaðra kvenna með feg- urð sinni frábærri. f einni sögn er hann sönn fyrirmynd dyggra elskhuga og ann dís sinni heils- hugar, enda þótt bæði Afródíta og Eros freisti að leiða hann af- véga. í annarri svíkur hann ástvinu sína í tryggðum og er sleginn blindu í refsingarskynL Þeókrítos segir enn eina sögu af honum í fyrsta „Hirðingjaljóði" sínu. Þar er hann gerður jafni Narkissosar, vill hvorki heyra ástina né sjá, þar til Afródíta leggur á hann ólæknandi ástar- þrá sem hann fær ekki svalað, og verður það hans bani. Af ókunnum ástæðum velur Dongus frásögn sinni vettvang á Lesbey, þar sem Sapfó gerði garðinn frægan, og rekur sögu hjarðsveinsins Dafniss og smála- stúlkunnar Klói, sem í öndverðu eru borin út, en eru mylkt af geit og á, unz þau komast í fóst- ur hjá góðum og grandvörum bændum. í uþpvextinum sitja þau yfir hjörðum fóstra sinna og leggja ástir hvort á annað, rata í margháttaðar raunir, en ná saman um síðir fyrir atbeina .góðra dísa og goða. Sagan angar öll af unaði náttúrunnar, blóm- um, trjám, skepnum og sólbök- uðum beitilöndum. Tónar hjarð- pípunnar svífa yfir vafcnandi ást íákunnandi ungmenna, tærri og saklausrl Friðrik Þórðarson fer m.a. svofelldum orðum um söguna í eftirmála: „Það ©r eftirlætisfþrótt grískra höfunda að tala allt í likingum, svo að hvert orð og málsgrein hefur tvíræða merkingu eða jafnvel margræða, allt eftir því hvernig lesið er; undir yfirborði sögunnar grillir einhver dulin fræði sem sérstaka kunnandi þarf til að skilja.....Sagan af Dafnis og Klói virðist vera sam- in handa safnaðarmönnum i launhelgum Díonýsusar; þetta má ráða sumpart af orðfæri sumpart af atburðum sögunnar. Sitthvað verður þar skiljanlegra ef allegoriskar skýringar eru við hafðar, auk þess tollir þá sagan betur saman, ef þess er gætt að hver viðburður í lífi þeirra Dafniss og Klói er 1 raun og veru vígslustig í launhelgunum, eða fet áleiðis á framfarabraut- inni, áður en þau hverfa í faðm goðsins og samlagast því til fullnustu. . . . .“ Yitaskuld eru þessi tengsl sög- unnar við trúarlíf Grikkja undir lok heiðins siðar ákaflega for- vitnileg, og hefði verið fengur að nánari útlistun þeirra í eftir- mála eða skýringum, en hitt er jafnsatt að sagan þarf hvergi fræðilegra skýringa til að veita lesandanum þá listrænu' nautn sem góður skáldskapur miðlar ævinlega. Hún er umvafin þeim sólríka þokka sem er svo ná- kominn grískri náttúru og lund- arfarL krydduð angurværri kímni og borin uppi af fágætri tilfinningu fyrir umhverfi og árstíðaskiptum. Aðeins eitt atriði í þýðingunni er mér ráðgáta: hvers vegna notuð er latneska endingin -us, en ekki gríska endingin -os I sögu sem snúið er af grísku. Friðrik Þórðarson mun vera lærðastur núlifandi íslendinga á fornar tungur, svo lærður að hann hefur orðið að hasla sér starfsvettvang erlendis, og er það fámennri þjóð tilfinnanleg- ur missir. En skerfur hans til ís- lenzkra bókmennta er ómetan- legur og vegur á sinn hátt upp á móti missinum. Vonandi held- ur hann áfram iðju sinnd, úr því hann er kominn svo innarlega á bekk öndvegisþýðenda, og væri t.d. ekki ónýtt að fá við tæki- færi frá hendi hans einhverjar þýðingar á for npersnes kum skáldskap. „Sagan af Dafnis og Klói“ er mjög smekklega úr garði gerð af hálfu Máls og menningar, prýdd tréskurðarmyndum eftir franska listamanninn Aristide Maillol, sem túlka anda sögunnar með látlausum og nærfærnum hættL Sigurður. A. Magnússon. Erlendur Jónsson skrifar um BOKMENNTIR Sögur og sagnir SÖGUR OG SAGNIR ÚR VESTMANNAEYJUM. Safnað hefur Jóhánn Gunnar ólafs- son. 2. útgáfa. 268 bls. Skuggsjá, 1966. TIL SflKAMMB tíma höfum vér flestir íslendingar amazt við al- þýðusögum af því þœr væru -hjátrú. En dæmi nú aðrir um það hvort betra sé hjátrú en vantrú.“ Svo mælti fyrsti og mesti safnari íslenzkra þjóðsagna, Jón Árnason. Ekki skal í efa draga, að ummæli hans hafi haft við nofckur rök að styðjast, þegar þau voru í letur færð fyrir röskum hundrað ár- um. Má ekki einmitt ráða af þess- um ummælum hans, að margt fólk hafi þá trúað sögum þeim, sem hann nefnir svo réttilega al- þýðusögur? Athyglisvert er einnig, að hann skírskotar til hjátrúar og van- trúar. Þá var nefnilega — vel að merkja — litið á vantrú eíns og nú mundi litið á forhertustu vanþekking. Hjátrú var auðvitað ekki vel séð af þeirn, sem til þess voru kallaðir og skipaðir að kenna hina einu sönnu trú. Ekkert var þó verra en vantrúin, svo sem fyrrgreind ummæli vitna gerst um. Það er engum vafa undirorpið, að vinsældir þjóðsagnanna á síð- ari hekningi nítjándu aldar og fyrsta þriðjungi þessarar stöfuðu af því, að þeiim var — á sinn hátt — trúað. Hér skal að sönnu tekið fram, að ekki er átt við, að fólfc hafi almennt trúað, að til væru drauigar Qg sfcrímsli. Etf til vill hafa færri heldur en fleiri trúað, að slíkar kynjaver- ur væru í raun og veru til og gengju svo Ijósum' logum, sem frá er sagt í sögunum. Hitt væri sönnu nær að segja, að fcnyndun fólfcs hafi verið svo opin og trú- girni þess hafi verið svo lang- sfcóluð, að það hafi, atf þeim sök- um, lagt trúnað á sögurnar — á meðan það var að njóta þeirra. Vera má, að staðhæfingin sé óljós. Ég vil því vífcja lítillega að hliðstæðum dæmum: Alloft hef óg heyrt garnalt fólfc ræða um skáldsögur, sem það hefur verið að lesa þá stundina. Og þá ber ekki sjaldan við, að það talar um þær, eins og það, sem þær greina frá, hafi í raun og veru gerzt, vegsamar góðu sögu- hetjurnar og hallmælir að sama skapi vondu persónunum. Og þarf ekki gamalt fólk til að líta þannig á málin. Eitt sinn heyrði ég ungan mann, sem hafði þá nýlega lesið Höllu og Heiðar- býlið, velta fyrir sér í alvöru, hvort þau, Halla ag Þosteinn, hefðu ekki „náð saman“, eftir að sögunni sleppti. Hefði hann verið spurður, Johann Gunnar ólafsson hvort hann tryði raunverulega, að sögur atf þessu tagi væru sannar, hetfði hann auðvitað svar- að neitandi. Hann hefði svarið og sárt við lagt, að hann tryði ekki sögunum, ekiki bókstatflega. En kannski hefði hann bætt við, að saga væri þó alltaf saga. Mér koma þessi dæmi í hug, þar eð mér hetfur nú borizt í hendur ný bók með þjóðsögum, Sögur og sagnir úr Vestmanna- eyjum, safnað af Jóhanni Gunn- ari Ólatfssynr, önnur útgátfa. Og þar sem ég í upphatfi vitn- aði til orða Jóns Árnasonar, kemur mé í hug, hvort ekki sé nú svo komið, að snúa megi við þeim orðum hans. Nú er ekki lengur hætta á, að amazt sé við „alþýðusögum", svo sem gert hefur verið á dögum Jóns, ef dæma má af orðum hans. Þvert á móti — þjóðsögur eru nú orðn- ar klassásfcastar allra bókmennta. En hvað skal þá segja um trú þá og hjátrú, sem í upphatfi var tengd þessum sögum? Mun nokk- ur maður trúa þeim framar? Geta þær vakið svo fcnyndunar- aíl venjulegs lesanda, að hann trúi þeim — á sinn hátt — með- an hann er að lesa þær? Munu þær ekki koma fyrir sjónir eins og hver önnur fjarstæða, því fremur sem lengra líður frá upp- runa þeirra. Hér er aðeins spurt. Svör eru efcki á reiðum höndum. Alla vega hygg ég, að vinsældir þjóð- sagna framvegis séu undir þeim svörum komnar — það er, hvort lesandinn geti lagt á þær þó ekki sé nema örlítinn trúnað. Geti hann það ekiki, etfast ég um, að þjóðsögur verði hér eftir svo vinsælt og almennt lesefni, sem þær voru allt frá miðri nítjándu öld fram á íjórða eða fimmta áratug þessarar aldar. Allt um það munu þjóðsögur um alla framtíð teljast merkilegar bók- menntir, því ef til vill lýsa þær betirr en nokkuð annað inn í þá veröld, sem var. Sögur og sagnir úr Vestmanna- eyjum er góð bók og læsileg. Að sjáltfsögðu eru sögurnar misjafn- ar að frásögn og efni, enda ólík- ar að uppruna. 9á er helztur galli sumra þeirra, að óskyldu efni er sfcotið inn í aðalsöguefnið. Allt er það efni þó fróðlegt og kemur ekki að mikilli sök, etf lesandinn er að slægjast eftir hvoru tveggja: fróðleik og skemmtun. Vonandi eru þjóðsögur enn í slfkum metum, að margir lesi þessa bók sér til ánægju. Vitaskuld hefur hún mest gildi á söguslóðunum sjálfum. Þeir, sem þefckja staðhætti sagnanna, eiga auðveldara með að gera sér í hugarlund atburðina, sem þær Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.