Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1959næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jón Jósep Jóhannesson, cand mag. Lr sögu skóganna á íslandi ÍSLENDINGAR hafa löngum deilt um, hvernig landið hafi litið út á landnámsöld, en úr því fæst aldrei skorið með vissu. Engum getur þó blandazt hugur um, að landið hafi verið mun gróðursælla í árdögum íslandsbyggðar, heldur en seinna varð. íslendingabók Ara fróða og fleiri rit íslenzk taka það fram skýrum stöfum, svo að ekki verður um villzt. Við skulum fletta upp í nokkrum íslendinga- sögum og sjá, hvað þær segja. Borgarfjarðarsýsla I Landnámabók segir svo: „Mað- ur hét Ávangur, írskur að kyni; hann byggði fyrst í Botni. Þar var þá svo stór skógur, að hann gerði þar af hafskip og hlóð þar, sem nú heitir Hlaðhamar.“ Þessi frásögn er úr Egilssögu: „Skalla-Grímur kom þar að landi, er nes mikið gekk í sæ út, og eið rnjótt fyrir ofan nesið, og báru þar farm af; það kölluðu þeir Knarrarnes. Síðan kannaði Skalla- Grímur landið, og var þar mýr- landi mikið og skógar víðir, langt í milli fjalls og fjöru....” Frá SkagafirSi. Blönduhlíðarfjöll í baksýn. (Ljósm. Gunnar Rúnar) Snæfellsnessýsla. Eyrbyggja saga getur um Krákunesskóg og segir, að Snorri joði hafi látið gera mikið um skóg- arhögg þar. Dalasýsla Um Ólaf pá segir Laxdæla saga: „Var það að kaupi með þeim, að Ólafur skyldi reiða þrjár merkur silfurs fyrir löndin, en það var þó ekki iafnaðarkaup, því að það voru víðar lendur og fagrar og mjÖg gagnauðugar; miklar laxveiðar og selveiðar fylgdu þar; voru þar og sb' miklir. Það var á einu hausti, að í þvi saiua noiti lét Ólafur bæ reisa og af þeim viðum, er þar voru höggn- ir í skóginum, en sumt hafði hann af rekaströndum." Og enn segir Laxdæla: „Eftir það ríða þeir heiman úr Hjarðarholti níu saman; Þorgerður var hin tí- unda. Þau riðu inn eftir fjörum og svo til Ljárskóga; það var önd- verða nótt; létta eigi, fyrr en þau koma í Sælingsdal, þá er nokkuð var morgnað. Skógur þykkur var í dalnum í þann tíð.“ Hvað er unnt að ráða af þessari frásögn? Atburðir Laxdælu gerast á ofanverðri 10 .öld og í byrjun 11. aldar, en sagan mun vera skráð um miðja 13. öld. Vestfirðir Gísla saga Súrssonar getur um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3898
Tungumál:
Árgangar:
84
Fjöldi tölublaða/hefta:
4069
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1925-2009
Myndað til:
17.10.2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Greinar um menningarmál, bókmenntir
Styrktaraðili:
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (18.01.1959)
https://timarit.is/issue/241028

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (18.01.1959)

Aðgerðir: