Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 7
Vestmannaeyjar (séðar í hillingum frá Odda á Rangárvöllum) í blámóðu-fjarlægð þær bera hátt sín brimsorfnu hamraþil. Stefnuna marka frá unnar átt sem ætli þær himna til með tign sína og fegurð úr fallandi hrönn, á fluginu kunna skil. Stórbrotna sögu og örlög öll þú átt hefur langa hríð. Eldhjartað brast en þín hamra-höll þá hófst — fyrir örófa tíð. Svo greyptist þín mynd í hin harðbrunnu hraun við hrynjandi alda stríð. Aldirnar liðu og Ægir svarf í andlit þitt hverja rún. Úr tilliti þínu allt tildur hvarf, en tign skín af þinni brún. Nú fóstrar þú börn þín við önn og arð og allsnægta móður tún. 9. apríl 1966. Gísli V. Vagnsson. lengra millibili, svo að eyrað greinir þær betur. Elzta dæmi þessa háttar er sex línum úr kvæði sem maður einn frá Suðureyjum kvað árið 1000 á leið til Grænlands. Mörg skáld ortu síðan ágætlega undir þessum hætti, og öldum saman hefir hann verið kunnur hverj- um íslendingi fyrir það, að um 1340 orti Eysteinn Asgrímsson undir honum trúarlegt kvæði, Lilju, sem talið hefir verið slíkt meistaraverk að þar af er komið orðtakið að „öll skáld vildu Lilju kveðið hafa“. Óslitin aðdáun á þessu kvæði gegnum aldirnar er gott dæmi um órofa samhengi íslenzkra bókmennta, og hún er, svo að dæmi se tekið, gagnstæð því, er átti sér stað ism enska kvæðið Pearl frá sama tíma, því það kvæði var ekki grafið upp úr langvarandi gleymsku fyrr en um nitjándú öld. Gagnstætt því, sem átt hefir sér stað um dróttkvæðan hátt, hafa íslenzk nútíðarskáld ort vel undir hrynhendu. Hún er í rauninni hinn eini bragarháttur fornaldarinnar sem er enn í dag jafn áhrifamikill og á fyrri tið. . .... . ... En nákvæm þekking og skilningur á háttum og ljóðaformi var ekki hið eina sem skáldið þurfti að hafa á valdi sínu. í ofanálag á þetta var nauðsynlegt að læia og kunna að fara með hið yfir- griþsmikla skáldamál, en það tók yfir orð, sem ekki voru í hversdagslegri notkun .heldur heyrðu til skáldskapn- um einum, og að öðrum þræði var það myndað af kenningum, þ. e. orðasam- bpndum þar sem nafnorð var nptað í óeiginlegri merkingu, en tengt öðru oríji eða orðum á þann hátt að fram kom ný merking. Kenningar voru tvennskonar: einfaldar, þar sem notuð var eðlileg líking, éihs og þegar étigil- saxnesk skáld nefna skipið „sæfák“ og hafið „hvalabraut", og hörpuna „kæti- tré“, og var létt verk að mynda slíkar kenningar eftir auðfengnum fyrir- ingar ríkulega. Þó að okkur veitist nú erfitt að skilja hina íburðarmiklu gerð kveðskaparins og njóta hennar, þá er það ekki gildari ástæða til þess að lítilsvirða kveðskap íslenzkra forn- skálda heldur en að víkja til hliðar kórsöngvum Aiskýlosar eða kviðum Pindars fyrir þá sök, að þar sé um myrkan skáldskap og torskilinn að ræða. Iregar athugað er hve strangar kröfur voru gerðar til íslenzks skálds um kunnáttu og hagleik, er auðsæ ástæðan til þess, að til varð hið fræga rit Snórra Sturlusonar, er hann samdi um 1220, og annaðhvort hann sjálfur eða einhver sem eftir hann kom gaf heitið Edda. Fyrir lesandanum nú á dögum er hún mikilvægust og fróðleg- ust fyrir það sem hún segir um hina fomu goðafræði, en sú frásögn er fyrsti þáttur bókarinnar, og fyrir þann meistaralega stíl sem er á snjöllustu köfiunum. En þó að þetta sé undirstaða beildarinnar, er það samt allt saman ekki annað en inngangur að öðrum þætti bókarinnar, sem er lengri, og fjallar um skáldamálið. Þar sýnir höf- undurinn þá þekkingu, sem nálega má lygileg kallast, á öllum greinum ís- lenzkra bókmennta, frá öndverðu allt til tólftu aldar. Þriðji þátturinn fjallar eingöngu um braglistina, og eru hætt- imir hver af öðrum sýndir með 102 erindum, sem eru samfellt lofkvæði er Snorri kvað sjálfur um þá Hákon kon- ung og Skúla jarl. ir.yndum. En fyrir hinn flokkinn út- heimtist rækileg þekking á goðafræði og kynjasögum, sem skáld og sagna- menn fyrri kynslóða höfðu skapað af miklu örlæti. Þannig varð skáldið að kunna skil á því, hversvegna hann mátti nefna gullið „Fróðamjöl", „Fýris- valla sáð“, „drekabæli“, „Grana byrði“, eða „Rínar eld“, eða geta þess með ýmsum öðrum háttum. Að baki hverrar slíkrar kenningar var saga, sem bæði skáldið og áheyrendur hans þekktu gjörla. En viðeigandi notkun kenninga gæddi vísuna dýpri merkingu en ein- faldara orðalag hefði getað gert. Stöð- ug notkun kenninga stafaði þó einkum af því, að þegar ort var undir hinum erfiðu háttum, sem fornskáldin tíðk- uðu, veittu þær mikla hjálp við kvæðasmíðina sökum þess, hve ótelj- andi og fjölbreytilégar þær voru. tTr meiru var þannig að veljá til þess að stuðla, sniðríma og alríma. Kenning- arnar urðu þannig eitt af höfuðein- kennum hins forna skáldskapar, og með þeim gat skáldið bezt sýnt bæði' kunnáttu sína og hagleik. En jafnframt urðu þær það, sem mestum erfiðleikum veldyr nútíðarmönnum um, skilning á miklu af hinum forna skáldskap. Og nútiðarmanni hættir líká til að líta á þær sém tíldur eða tilgerð, eða sem orðaleik án alls innihalds. Tvennt er það, sem hætt er við að efli þessa skoðun erlendis; fyrst það, að í sumum beztu sögunum eru aðeins (eða aðal- lega) lélegar vísur, rétt kveðnar, en alyeg andlausar. Og í öðru lagi það, að al augljósum óstæðum mistekst þýður- um að gera vísunum skil, jafnvel þeim sem góðar eru. Sannleikurinn er sá, að gott skáld — og þau vorú mörg góðu skáldin — gat búið til góðan skáldskap, ekki bara þrátt fyrir hina erfiðu brag- arbætti, heldur beinlínis vegna þeirra, og hann gat gert svo sem hann orti á mjög einföldu máli eða notaði kenn- E, I dda var þannig samin beinlínis til þess að hún skyldi vera kennslubók í skáldskaparíþróttinni, ungum skáld- um til leiðbeiningar, og í þvi ljósi var réttilega á hana litið síðar. Það varð siðvenja alþýðuskálda síðari tíma að aísaka ófullkomleika sinn með þeim rökum, að þau þekktu ekki Eddu, eða þá ekki nema lítillega: „enda er verkið erfitt mér, Eddulausum manni“, eins og eitt þeirra segir. Allt það er laut að sk áldskaparlegu málfari, varð smám saman táknað með orðinu edda, en kunnátta í eddunni gerði skáldunum kleift að ráða við hina dýrustu hætti, þó að jafnframt freistaði hún þeirra til að gerast myrk og óeðlileg í málfari. ,„Það er eddan sem gerir mér það svo eríitt", sagði við mig íslenzkur maður, sem hugðist þurfa að endursegja mér eíni nokkurra vísna, svo að ég mætti skilja það betur. Að vera fróður í Eddu og kunna að nota hana, var talið íslenzku skáldi til hróss allt fram á nitjándu öld, og var jafnvel þá nauð- synlegt við eina tegund skáldskapar, hvað sem hver kann að segja því til niðrunar. Vitaskuld urðu áheyrendur engu síð- Ur en skáldið að hafa þekkingu á öllum þessum ströngu kröfum um bfagar- hætti og málfar, til þess að geta skilið verk hans og notið þeirra. Auk kenn- inganna var það tvennt, sem gert gat það erfitt að skilja efnið í hversdags- legri vísu skáldanna í fornöld. Annað var það, hve orðaskipunin, var fágæt- lega óbundin; hítt var sá siður, að smeygja einni setningu inn í aðra, eða jafnvel að láta tvær setninigar hlaupa samSíða gegnum sama vísuhelminginn. Fræðimanni nú á dögum jafnvel þó íslenzkur sé, getur iðulega reynzt það torvelt, og það þótt hann hafi vísuna íyrir sér á prenti, að grípa merkinguna til.fulls, nema með gaumgæfilegri íhug- un og með því að leysa hana upp 1 óbundið mál. Samtíðarmaður skáldsins varð að grípa meininguna um leið og örðin riáðu eyrum hans, en slíkt gat ekki verið mögulegt nema fyrir lang- vsrandi venjú ásamt kunnléik' á stiín- um. Jafnvel fyrir það gat þetta vefið hægar sagt en gert, og skáldið gat haft íþað til, að kveða svo ;flókið að meiningin yrði myrk. Stundum var þetta jafnvel leikið af ráðnum hug, ef við megum treysta þvi sem fornsögurn- ar segja. Svo er sagt, að Þorleifur kvæði níð sitt um Hákon Hlaðajarl, um 990, á þann veg, að jarl hugði það vera lofkvæði um sig. Og það var upphafið að raunum Gísla Súrssonar, að hann gekkst við því í flókinni vísu að hafa vegið Þorgrím, en Þórdís systir hans skildi vísuna. Þó að ekki sé nauð- synlegt að taka það sem óyggjandi sennleik, er í því nokkur sennileiki er sagan segir að Sneglu-Halli flytti Har- aldi Guðinasyni Englandskonungi lof- kvæði, sem hirðskáldið kvaðst ætla að gott væri, enda þótt Halli hefði viljandi kveðið eintómt bull. En þó að slík til- felli kunni að hafa átt sér stað, voru þau fyrir víst undantekningar. Skáldið gerði auðsjáanlega ráð fyrir því, að áheyrendurnir væru færir um að skilja kvæði það, er hann flutti, enda þótt þeir hefðu aldrei áður heyrt það, og getan til þess að gera svo, bendir að- ems á svipaða — þó ef til vill ekki eins fullkomna — þjálfun heyrnar og huga sem þá, er haldizt hefir almenn á íslandi allt til þessa dags. Hinir eldri bragarhættir vorii yfirgnæfandi í notkun á íslandi allt íram á síðara helming fjórtándu aldar, þegar algerlega nýtt ljóðaform var tek- ið upp. Það vann sér hylli nálega á svipstundu og hélt velli næstu fimm aldirnar. Þetta nýja ljóðaform, sem r.efnt var ríma, á greinilega rót sína að rekja til þjóðkvæðanna, sem þá voru orðin föst í sessi annars staðar á Norð- urlöndum. En þjóðkvæðaformið var of einfalt, of fátæklegt bæði um form og málfar, til þess að íslenzkt skáld og áheyrendur þeirra gætu sætt sig við það. Því var þessvegna tekið aðeins sem bendingu um nýtt og æskilegt ljóðaform, er líka gæti komið í stað hins óbrotna fornyrðislags til þess að segja einfalda sögu, en til þess hentuðu hinir dýru hættir fornskáldanna alls ekki. Hinu venjulega þjóðkvæða-erindi, fjórum braglínum, var því breytt í reglubundnara form, stuðlar og höfuð- stafir settir á sinn stað, og endarím (sem sjaldan var notað í hinum eldri skaldskap) tekið upp, algerlega full- komið og reglubundið. Þetta sama er- indisform var líka vel þekkt af latnesk- um sálmum, því í þeim var það tíðkað. Margar hinna elztu rímna, frá því um 1400, eru ortar undir þessum hætti (er síðar var kallaður ferskeytt) án frekari íburðar, en jafnvel á þeim tíma fer að gæta margra afbrigða,, og hraðvaxandi fjöldi þeirra, eigi síður en rímnanna sjálfra, sýnir með hvílíkum feginleik hinni nýju skáldskapargrein var tekið, rétt eins og stuðluðu Ijóðunum á sama tíma á Englandi. Þegar búið var að - fullþróá þessi afbrigði, voru erinda- form þau, eða hættir, sem rímur voru ortar undir, komin yfir tuttugu, og hyern hátt mátti margfalda með því að nota innrím svo margbreytileg að einu takmörkin voru tala áherzlu-atkvæða í línunni. Þetta dálæti á dýrum háttum leiddi til hins sama í nýja skáldskapn- um sem það hafði gert í hinum forna: það mátti kallast óumflýjanlegt að nota allar tilfæringar skáldamálsins til þess að fá nógu mörg atkvæði svo að rjma irætti og stuðla. Því er það, að í rím- unum er sífelt verið að minnast á Eddu og biðja um að það verði virt skáldinu til vorkunnar, hve lítil kynni hann hafi af henni haft. Útkoman verð- ur sú, að til þess að lesa rímur eða lilýða á þær með hröðum skilningi, þarf á að halda meir en lítilli þekkingu og þjálfun. Á fyrra helmingi fimmtándu ald- ar hlutú rímurriar óbifanlegán seSs í hylli alihelinings, og þær fóru órofna sigurför næstu fimm hundruð árin. Svo var mikill sægur rímna þeirra, er ortcir voru á því tímabili, að meiri hluti Framhald á blaðsíðu 10. 28. ágúst 1966 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.