Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1970, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1970, Blaðsíða 4
Ignazio Silone Hár Júditar BÆN Frh. af bls. 3. tók í hönd blinda mann- inum og leiddi hann út úr þorpinu og hrækti í augu honum, lagði hend ur yfir hann og spurði hann: Sér þú nokkuð? og hann leit upp og mælti: Ég sé mennina, því að ég sé þá á gangi rétt eins og tré. Síðan lagði hann aftur hendur sinar yfir augu hans, og hinn hvessti sjónina og varð albata og sá alla hluti glöggt.“ Lilbe: Þetta er mjög fallegt. Fídíó: Hann segir að það sé nauðsynlegt að vera góð ur. Lilbe: Við skulum þá vera góð. Fídíó: Og að það sé nauðsyn- legt að vera eins og börnin. Lilbe: Það er erfitt. Fídíó: Við reynum það. Lilbe: Af hverju hefurðu feng- ið svona mikinn áhuga á þessu núna? Fídíó: Ég var búinn að fá al- veg nóg. Lilbe: Bara af því? Fídíó: Við höfum lika hagað okkur mjög illa hingað til. Lilbe: Og hvað er þetta með himininn? Fídíó: Við förum þangað eftir dauðann. Lilbe: Ekki fynr? Fídíó: Nei. Lilbe: Það er ekki skemmtilegt. Fídíó: Nei, það er heldur leið- inlegt. Lilbe: Og hvað gerum við á himnum? Fídíó: Ég er búinn að segja þér það, maður skemmt- ir sór. Lilbe: Mig langaði til að heyra þig segja það einu sinni enn. (Stutt þögn.) Ég held að það sé ekki hægt. Fídíó: Víð verðum eins og engl arnir. Lilbe: Eins og góðu englamir, eða eins og hinir? Fídíó: Hinir fara ekki til hirnnia, þeir eru djöflar og fara til helvítis. Lilbe: Og hvað gera þeir þar? Fídíó: Þeir þjást mjög mikið: þeir brenna. Lilbe: Það er tilbreyting í þvi. Fídíó: Þeir englar voru mjög slæmir og gerðu upp- reisn á móti Guði. Lilbe: Af hverju? Fídíó: Af hroka. Þeir vildu vera meiri en Guð. Lilbe: En þær kröfur! Fídíó: Já, hvað finnst þér. Lilbe: Við gerum okkur ánægð með miklu minna. Fídíó: Já, miklu minna. Lilbe: Heyrðu, ég vil strax byrja að vera góð. Fídíó: Maður byrjar strax. Lilbe: Bara svona, án þess að nokkuð breytist? Fídíó: Já. Lilbe: Það sér það þá enginn. Fídíó: Jú, Guð sér það. Lilbe: Er það öruggt? Fídíó: Já, Guð sér allt. Lilbe: Heldurðu að hann sjái líka þegar ég fer að pissa? Fídíó: Já, jafnvel það. Lilbe: Ég fer þá að skammast min. Fídíó: Guð skrifar öll góðverk in þín gullnum stöfum í mjög fallega bók, og allar syndir þínar skrif- ar hann í mjög ljóta bók með afar ljótu letri Lilbe: Ég ætla að vera góð. Ég vil að hann skrifi alltaf gullstafina. Fídíó: Þú átt ekki bara vera góð vegna þess. Lilbe: Af hverju þá? Fídíó: Til þess að vera ham- ingjusöm. Lilbe: Hvaða hamingja? Fídíó: Til þess að veria glöð. Lilbe: Get ég líka verið glöð ef ég er góð? Fídíó: Já, líka. Lilbe: Br hamingjan til? Fídíó: Já. (Stutt þögn.) Það er sagt svo. Lilbe: (dapur) Og þetta sem við höfum gert hingað til? Fídíó: Það illa, sem við höfum gert? Lilbe: Já. Fídíó: Við verðum að skrifta. Lilbe: Segja allt? Fídíó: Já, allt Lilbe: Líka að þú færir mig úr, svo að vinir þínir geti sofið hjá mér? Fídíó: Já, lika það. Lilbe: (döpur) Og líka . . . að við höfum drepið það? (Hún bendir á vögg- una.) Fídíó: Já, líka. (Dapurleg þögn.) Við hefðum ekki átt að drepa það. Við erum vondar manneskj- ur. Maður á að vera góðuir. Lilbe: (döpur) Við drápum það af sömu ástæðu. Fídíó: Sömu ástæðu? Lilbe: Já, við drápum það til að gamna okkur. Fídíó: Já. Lilbe: En það var ekki nema augnabliks gaman. Fídíó: Nei. Lilbe: Ef við reyndum að vera góð, það væri þá ekki það sama. Fídíó: Nei, það væri miklu meira. Lilbe: Miklu meira? Fídíó: Og miklu fallegra. Lilbe: Og miklu fallegna? Fídíó: Já, þú veizt hvernig son ur Guðs fæddist. (Stutt þögn.) Það gerðist fyrir fjölda mörgum árum. Hann fæddist í fátæk- legri jötu í Betlehem og fyrst að hann átti enga peninga til að hlýja sér fyrir, þá hlýjuðu kýr og asni honum með því að anda á hann. Og af því að kýrin var mjög ánægð með að fá að þjóna Guði, þá baulaði hún. Og asninn hneggj- aði. Og mamma barns- ins, sem var móðir Guðs, grét og maðurinn henn- ar huggaði hana. Lilbe: Mér finr.ft mjög gaman að þessu. Fídíó: Mér líka. Lilbe: Og hvað varð svo um barnið? Fidíó: Hann sagði ekki neitt, þótt hann væri Guð. Af því mennimir eru svo vondir, þá gáfu þeir honum íiæstum ekkert að bor ða. Lilbe: Alltaf er fólkið eins. Fídíó: í konungsríki, sem var mjög langt í burtu, voru mjög góðir konungar. Dag nokkurn s»u þelr ljómandi stjörnu, sem var hengd upp á himin- inn. Þeir létu stjörnuna vísa sér leið. Lilbe: Hvaða konungar voru það? Fídíó: Það voru Melkior, Kasp ar og Baltasar. Lilbe: Þeir sem láta leikföngin í skóna? Fídíó: Já. (Stutt þögn.) Ognú fylgdu þeir eftir stjörn- unni, sem vísaði þeim leiðina; að lokum komu þeir dag nokkurn til jötunnar í Betlehem. Þeiir buðu nú baminu allt, sem þeir höfðu flutt með sór á úlfaldanum símun; mikið af leik- föngum, karamellum og líka súkkulaðL (Stutt þögn. Þau brosa af hrifningu.) Einmitt, ég gleymdi að þeir gáfu honum líka gull, myrru og reykelsi. Lilbe: Það var naumast. Fídíó: Bamið var mjög ánægt, líka foreldrarnir, kýrin og asninn. Lilbe: Hvað gerðist svo? Fídíó: Seinna hjálpaði bamið pabba sínum, sem var smiður, að smíða borð og stóla. Mammankyssti það oft, af því það var svo þægt. Lilbe: Það hefur verið öðruvísi em önnuir böm. Fídíó: Það var Guð. Lilbe: Já, alvegrétt. .. Fídíó: Það bezta var, að hann gerði þá engin krafta- veffk til að fá betri mat eða kaupa sér dýr föt. Lilbe: Og hvað gerðist svo? Fídió: Svo komst hann t.il manns og þeir drápu hann; þeir krossfestu hann og ráku nagla gegnum hendumar og fæturna á honum. Get- urðu ímyndað þér hvennig það er? Lilbe: (ánægð) Maður finnur voðalega mikið til. Fídíó: Já, mjög mikið. Lilbe: Hann hlýtur að hafa grátið mikið. Fídíó: Nei, alls ekki. Hann hélt aftur af sér. En til þess að gera enn meira gy3 að honum, stilltu þeir þeir honum upp á milli tveggja ræningja. Lilbe: Voru það slæmir eða viðkunnanlegir ræningj- ar? Fídíó: Slæmir, þeir verstu, þeir lamgverstu, sem þeir gátu fundið. Lilbe: Það var illa gert. Fidíó: Já, en heldurðu ekki að hann sjái á eftir, að ann ar ræninginn hafði villt á sór heimildir. Maður, sem blekkti heiminn. Lilbe: Sem blekkti heiminn! Fídíó: Já, hann hafði talið öll- um trú um að hann væri illmenmi, en allt í einu kemur í ljós, að hann er góður. Lilbe: Og hvað gerðist svo? Fídíó: Nú, Guð dó á krossin- um. Lilbe: Já? Fídíó: Já. En hann reis upp á þriðja degi. Lilbe: (ánægð) Aha! Fídió: Og þá varð öllum ljóst að hann hafði sagt satt. Frh. á bis. 15. Þegar komið er frá Fucino og sveigt inn á veginn til þorps ins, má sjá fátæklegar húsa- þyirpingar, íbúðairhús, hlöður og gripahús við mjóa, rykuga vegi á spildunni milli þjóðveg- arins og árinnar. í einum kofanum bjó ung kona, Júdit að nafni, flétti- stúlkan öðru nafni, því að hún hélt áfram starfi föður síns, fléttaði körfur úr stráum og pílviðarkvistum, sem uxu á ár- bökkunum. Þetta starf gaf henni svo mikið í aðra hönd, að hún þoldi ekki hungur. Júdit hefði verið ósköp venjuleg kona, smávaxin, dökk yfirlitum, og þrekin um axlir og mjaðmir, eins og ea- svo al- gengt hjá okkur í Abruzzenne, hefði náttúran ekki gætt hana óvenju siðu og lifandi hári, sem þegar í bernsku huldi bak hennar niður að mitti. í sveitinni höfðu menn aldrei séð neitt þessu líkt. Hinn mikli hárkrans, sem sveipaði höfuð hennar, virtist einmitt tilsýnd- a,r eins og fléttuð karfa, og stakk einkennilega í stúf við lítið, magurt andlitið, auðmjúkt og hrætt, sem líktist gamalli kartöflu að lit og lögun. Meðal kvennanna í þorp- inu var það útbreidd skoðun, að Júdit hefði aðeins gifzt vegna hins óvenju fagra hárs. Sá orðrómur hcifði komizt á kreik, að morgun einn, þegar hún hélt að enginn sæi til, hefði hún kropið á kné við ár- vatnið og þvegið hán- sitt, og ungur daglaunamaður hefði leynzt i kjarrinu hinum megin við ána og virt hana fyrir sér allan tímansn. Skömmu eftir brúðkaupið hafði mað«r hennar, eins og margir aðrir, farið til Amenku og tekið með sér lokk úr hári hennar sem heilla og minja- grip, þar sem ekki þótti hlýða í þann tíma, að konur létu ljós- mynda sig. Hann vonaði, eins og svo margir aðrir, að hann gæti uminið sér inn nægilegt fé til að kaupa jörð, þegar hann kæmi aftur, og ef til vill líka garðskika eða vínekru. Fynsta bréfið hans hafði gef- ið góðar vonir, og fljótlega sendi hann líka fyrstu dalina, en svo hætti hann af einhverri ástæðu að láta heyra frá sér. Þá fór í hönd tími sorgar og vaxandi einstæðingsskapar hjá veslings Júdit. Dagar hennar liðu í einmanalegri bið eftir póstinum eða í kirkjunnL Hún varð stöðugt teknari til augn- anna. Og hún þjáðist meira af blygðun yfir því að vera yfir- gefin svo fljótt, en þó að hún hefði ekki nóg að bíta og brenna. Þar kom, að hún kiknaði undir fargi örvæntingarinnar og reyndi að hengja sig einn morgun. Menn gátu gert sér í hugar- lund, hve örvænting hennar hafði verið sár, þegar þeir komust að raun um, að hún hafði svipt sig háirinu fagra, hinu eina, sem hún hafði að státa af, og kastað því á eld, áður en hún brá smörunni um hálsinn. Henni varð bjargað, því að svo undarlega vildi til, að flækingur nokkur, sem menn í sveitinni vissu engin deili á, gekk inn um dymar í sama mund til þess að biðja um brauðbita. Ókunni maðurinn losaði um hnútinn, sem hafði herzt að hálsi hennar, lagði hina meðvitundarlausu konu á stráfletið hennar og kvaddi ná- grannana til hjálpar. Enginn hefir nokkru sinni fengið að vita, hver þessi ókunni maður var, eða hvaðan hann kom, eða hvernig stóð á því, að hann kom til að biðja um ölmusu í svo aumu hmeysi. Á hinn bóg- inn vakti hann enga forvitni til að byrja með, og hann hélt leið sinni áfram. Hið misheppnaða sjálfsmorð vakti að vonum óhemju eftir- tekt. Meðaumkunin með vesl- ings Júdit var almenn, bland- in fyrirlitningu á hinum ótrygga eiginmanni. Óhamingja hennar varðaði alla, þegar haft er í huga, að tekjur allra fá- tækra fjölskyldna í sveitinni voru í þann tíma peningarnir, sem fjölskyldufeðurnir sendu heim firá Ameríku. f stóru leð- urtöskunni hans Nicola póst- þjóns vortu í þá daga langtum 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. jatnúar 1(970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.