Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 5
Sprengjur hryöjuverkamanna hafa sprungiö víösvegar um Evrópu og Mið-Austurlönd, og sérfræðingar segja, aö þaö sé aö styttast í tundurþráðnum í Bandaríkjunum. Hryöjuverk, sú aöferö „aö drepa einn til að skjóta 10.000 skelk í bringu“, er nú orðin margslungin og útsmogin alþjóðleg starfsemi, sem hrjáir Evrópu og Miö-Austurlönd miklu meira en Bandaríkin. Á undan- förnum árum hafa ekki ýkja margir Ameríkumenn orðið fórnarlömb hryöjuverkastarfsemi heima eöa er- lendis. En eftir því sem margir þeirra telja, sem gerzt ættu aö vita, er nú hætt viö því, aö slíkar árásir á bandaríska borgara og bandarískar eignir færist mjög í vöxt. „Ég er ekki spámaður," segir Robert Kupperinan, einn af helztu sérfræöingum Bandaríkjanna í mál- um, er varða hryðjuverk, „en ég verö aö segja, aö þaö eru verulegar líkur á því, aö viö munum eiga viö nokkur mjög alvarleg vandamál aö glíma á næstu árum. Viö höfum ekki orðiö fyrir meiri háttar áföllum af völdum hryöjuverkamanna ennþá í Banda- ríkjunum, en þaö mætti segja sem svo, að klukkan gengur.“ William Webster, forstjóri hjá FBI, sagöi nýlega: „Reynslan hefur sýnt, að þegar farsótt á borö viö þessa geisar víösvegar í heiminum, er mjög sennilegt, aö hún berist til Banda- ríkjanna." Kemur rööin aö Banda- ríkjunum á næsta áratug Háttsettir embættismenn Carters hafa í eitt ár haft undir höndum trúnaöarskýrslu frá CIA, þar sem segir aö gera megi fastlega ráö fyrir, aö Bandaríkin veröi fyrir heiftar- legum árásum hryöjuverkamanna snemma á tímabilinu 1979—80. CIA telur, aö hryðjuverkamenn í Vestur- Evrópu og Miö-Austurlöndum hafi samband viö fylgjendur sína meöal vinstri öfgasinna í Bandaríkjunum og búast megi viö atlögum aö olíu- stöövum og orkuverum (þar á meöal kjarnorkuverum) sem og flugstöðv- um. Bandaríkjamenn fá sinn skammt af blóðugu ofbeldi heima fyrir gegn- um sjónvarp og blöö. Ýmsir halda því fram, aö fólk fái svo mikiö af ofbeldi þar í landi, aö þaö skapi sljóleika fyrir því. En hvaö myndi svo ske, ef hryöjuverkamenn tækju til viö sprengingar, mannrán og morö aö verulegu marki? Það eru ýmsar ástæöur tii þess, aö veitzt er aö Bandaríkjunum og öllu, sam amerískt er erlendis, í þessum blóöuga leik. Gremjan út af velgengni Bandaríkjanna, hinum góöu lífskjörum þar, festu og stöö- ugleika í stjórnmálum og þjóölífi samanboriö viö aöra heimshluta, hefur grafiö um sig í hugum hryöju- verkamanna hvar sem er. Þeir eru margir, sem fá ekki skiliö eöa vilja ekki skilja, hvernig þeir gætu breytt neinu til batnaöar meö þjóö sinni, og þess vegna finnst þeim, aö þeir veröi aö eyöileggja eitthvaö. Bandaríkin eru lifandi tákn þess, sem þeir gætu ekki stuöiaö aö því aö skapa, og þess vegna leggja þeir fæö á þau og sjúklegt hatur. Annað er þaö, aö Bandaríkin hafa haft mikil afskipti af málefnum Miö- Austurlanda, meö því aö ríkisstjórn þeirra hefur haft úrslitaáhrif á friöar- samninga ísraels og Egyptalands. Meöal róttækra og einnig hófsamra Araba er litiö á Bandaríkin sem óþokkann, sem brást vonum Pale- stínumanna og neitaði þeim um þaö réttlæti, sem þá haföi svo lengi þyrst eftir. Ef palestínskir hryöjuverkamenn gera atlögu aö bandarískum borgur- um og eignum þeirra, er sennilegast aö þaö muni gerast í Mið-Austur- löndum og annars staðar en í Bandaríkjunum, þó aö árásir þar séu ekki útilokaðar. Stjórnvöld fráhverf eftirliti meö grunsamlegu fólki Og loks ber þaö aö athuga, aö yfirleitt er greind hryöjuverkamanna langt fyrir ofan meöallag, og þeim er vel kunnugt um allar aöstæður í þeim löndum, þar sem þeir kjósa aö legga til atlögu. Undanfarin ár hafa menn mjög velt vöngum yfir því í Bandaríkjunum, hvert hafi veriö hiö eiginlega hlutverk F.B.I. og CIA í öryggismálum heima fyrir og á al- þjóölegum vettvangi. Gagnrýni á fyrri aöferöir og misbeitingar hjá þessum aöilum hefur gert þingiö og stjórnvöld fráhverf mjög ströngu eftirliti meö grunsamlegu fólki. Leynilegar aögeröir hafa í rauninni verið útiiokaöar. Þær hömlur, sem lagöar hafa verið á F.B.I. og sérstaklega á gagnnjósnastarfsemi hennar, og þær starfsreglur, sem fyrrum dómsmálaráöherra, Edward Levi, setti stofnuninni, hafa veikt aöstööu hennar aö verulegu leyti til aö skipta sér aö marki af sérstökum öryggis- málum innanlands. Eins er CIA miklum mun síður en áður í stakk búin til aö fást við þau, þó aö hún geti safnað upplýsingum eriendis um hættur, sem öryggi Bandaríkjanna séu búnar. Þetta vita hryöjuverka- menn betur en almenningur í Banda- ríkjunum. Evrópumenn bera miklu betra skyn á hryðjuverkastarfsemi en Ameríkumenn, því aö hún hefur mætt mest á þeim. Samkvæmt upplýsingum frá CIA varö Vestur- Evrópa aö þola 38% af öllum hryðju- verkum á áratugnum 1968—78, meira heldur en Suöur-Ameríka (27%) og Mið-Austurlönd ásamt Noröur-Afríku (16) og Norður- Ameríka (10) samanlagt. Hryðjuverk hafa veriö aöferöir skæruliöahernaöar um aldir og voru framin í stórum stíl í Evrópu á 19. öld. Þeim var beitt af hálfu þrautpíndra þjóöa, sem bjuggu viö grimmdarlegt einræöi. í Rússlandi keisaratímans voru hryöjuverka- menn ekki geðsjúklingar, stjórnleys- ingjar eöa siölausir moröingjar. Oft iðruðust þeir gjöröa sinna, eftir aö kúgurunum haföi verið rutt úr vegi. Ennfremur „störfuöu" 19. aldar hryöjuverkamenn oft sjálfstætt og tilheyröu aldrei neinum alþjóölegum samtökum. Þeir réttlættu hinar blóð- ugu geröir sínar með því, aö þær væru fyrsta áhlaupiö í baráttunni fyrir frelsi og lýöræöi. Framhald á bls. 22. Margur á um sárt aö binda í Rhodesíu eftir endalausar árásir skæruliöa. Frá Mozambique og Zambíu hafa sknruliöar kommúnista meö rússnesk vopn í höndum, flætt inn yfir landamærin og drepiö 2.500 svarta, óbreytta borgara, 390 hvíta og 680 lögregluvaröliöa. í kvalalosta sínum grípa hryöjuverkamenn til hinna fúlmannlegustu bragða. Chikombe Mazvida, sem sést á myndinni, varö fyrir hryðjuverkamönnum frá Mozambique, sem skáru af honum eyrun, nefiö og varirnar og neyddu konuna hans til aö óta þaö. Mazvida liföi samt af. Eins og enn er í fersku minni, drápu japanskir rauöliöar 27 manns á Lod-flugvelli í ísrael 1972. Þaö grimmdarverk var ekki unnið í neinum sórstökum tilgangi, nema því sem almennt gerist, aö valda glundroöa og ótta. Hór sjást líkin borin á brott.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.