Morgunblaðið - 20.06.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.06.1974, Blaðsíða 36
mnRGFRLDRR mÖGULEIKH VÐRR FIMMTUDAGUR 20. JUNÍ 1974 Stjórn „hinna vinnandi stétta”: Heildarfiskaflinn 6% meiri en í fyrra FISKIFÉLAG Islands hefur birt bráðabirgðatölur yfir heildarfisk- aflann fyrstu 5 mánuði þessa árs og er hann samtals 681.440 lestir og hefur aukizt um tæplega 5% frá þvf f fyrra, en þá var heildar- aflinn fyrstu 5 mánuðina 649.591 lest. Athyglisvert er, að þorskaflinn, sem veiddur er af bátum, hefur minnkað talsvert frá því í fyrra, eða um 15,5%. Nú veiddist 152.571 Iest af þorski, en í fyrra 180.618 lestir. Veruleg aukning hefur hins vegar orðið á þorsk- afla, sem veiddur er af togurum. Þar hefur afli aukizt um 110,3% frá í fyrra. Nú veiddist 56.821 lest, en f fyrra 27.014 lestir. Síldaraflinn er stórum meiri nú en i fyrra. Aflanum hefur öllum verið landað erlendis, enda veiðar eingöngu stundaðar f Norðursjó. Nú veiddist 2.961 lest, en í fyrra 140 lestir. Loðnuaflinn í ár er 6% meiri en hann var í fyrra. í fyrra var afl- inn 436.841 lest, en í ár 463.251 lest, þar af var 419 lestum landað erlendis nú, en engu magni í fyrra. Rækjuaflinn er heldur minni þessa fyrstu 5 mánuði ársins nú en hann var í fyrra. Nú veiddust Framhald á bls. 20. Stjórnarráðið vatnsblásið KOMIÐ hefur f ljós, að erfið- leikum er bundið að fjarlægja tjörugums það, sem Helgi Hóseas- son sletti á Stjórnarráðið árdegis hinn 17. júní. Til þess að fjar- lægja tjöruna af veggjum hússins verður að vatnsblása það og er það gert með háþrýstu vatni. Ef tjaran er ekki fjarlægð með þessum hætti kæmi hún ávallt í gegnum málninguna aftur. Það eru að vísu aðeins tvær hliðar hússins, sem hreinsa verður með þessum hætti, en talið er þó, að þær endurbætur, sem gera þarf á þessum hliðum verði ærið kostnaðarsamar. 12 sinnum skert eða revnt að skerða kjarasamninga verkalýðsfélaga — og svikið fyrirheit um samráð Á síðustu tnánuðum hefur vinstri stjórnin í fjögur skipti vegið að kjarasamningum verkalýðsfélaganna og að auki svikið gefin fyrirheit við verkalýðssamtökin. Þau fimm atriði, sem hér er um að ræða eru: # Áfengi og tóbak hefur verið tekið út úr vísitölunni. # Kostnaður við einkabifreið hefur verið tekinn út úr vfsitölunni. # Nokkur vfsitölustig voru hreinlega tekin af launþeg- um um sfðustu mánaðamót og þar með 1000 millj. úr þeirra vasa. # Hækkun söluskatts kom ekki fram f vísitölunni. # Vinstri stjórnin neitaði að hafa samráð við verkalýðs- samtökin um fyrirhugaðar efnahagsráðstafanir f vor eins og hún hafði heitið. Þetta er ekki i fyrsta skipti, sem ríkisstjórnin hefur þannig vegið að kjarasamningum verkalýðs- félaganna. I ræðu, sem Björn Jónsson fyrrverandi ráðherra og forseti ASl hélt á fundi launþega- ráðs Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur f byrjun marz 1973, skýrði hann frá því, að ríkisstjórnin hefði gert átta tilraunir til þess að breyta þeim kjarasamningum, sem þá voru í gildi, eða skerða þá. Samtals er þvf vitað, að rikis- stjórn, sem kallað hefur sig „stjórn hinna vinnandi stétta“, hefur 12 sinnum ýmist gert til- raun til eða tekizt að skerða gerða kjarasamninga verkalýðs- félaganna og að auki svikið fyrir- heit um samráð og sú afstaða leiddi einmitt til þess, að forseti Alþýðusambands Islands sagði af sér ráðherradómi í vor. Skollaleikur með vísitölu tekið inn f vfsitöluna við valda- töku vinstri stjórnarinnar. Framhald á bls. 20. Borgarstjórinn f Reykjavfk, Birgir Isleifur Gunnarsson, var nýlega f New York, þar sem hann hitti m.a. að máli borgarstjóra New York, sem afhenti honum skrautritað skjal. Á myndinni eru borgarstjórarnir og halda um skjalið. Lengst til hægri er ívar Guðmundsson ræðismaður Islands f New York. — Sjábls. 2. I málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar, sem birtur var hinn 14. júlf 1971, sagði: „Kaup- gjaldsvfsitalan verði leiðrétt um þau 1,3 vísitölustig, sem felld voru niður með verðstöðvunar- lögunum, og komi leiðréttingin nú þegar til framkvæmda." Hér var átt við vísitölustig, sem leiddu af þvf, að áfengi og tóbak voru tekin út úr vísitölunni haustið 1970. Þá sagði Magnús Kjartansson núverandi ráðherra í forystugrein Þjóðviljans: „I öðru lagi er grundvöllur vísitölunnar falsaður með þvf að taka út úr honum hækkun á áfengi og tóbaki... “ I samræmi við fyrir- heit í málefnasamningi vinstri flokkanna var áfengi og tóbak Bráðabirgðatölur Ægis: Kagnhildur Áslaug Ragnheiður Bergljót Áuður Hvatarfund ur í kvöld Myndin er tekin við Stjórnarráðshúsið f gær, þar sem verið var að vinna við hreinsun þess. í KVÖLD kl. 20.30 efnir Sjálf- stæðiskvennafélagið Hvöt til fundar f Átthagasal Sögu, þar sem fjallað verður um stjórn- málaástandið, f tilefni þess að kosningar til alþingis eru f nánd. Munu sjö konur, sem eru á lista Sjálfstæðisflokksins f Reykjavfk, flytja ávörp, auk formanns flokksins, Gefrs Hallgrfmssonar. Þá mun Guð- rún Á. Sfmonar syngja við und- irleik Guðrúnar Kristinsdóttur. Ávörp flytja á fundinum: Ragnhildur Helgadóttir, fyrrv. alþingismaður, Geirþrúður Geir Hildur Bernhöft, ellimálafull- trúi, Áslaug Ragnars, blaða- maður, Bergljót Halldórsdóttir, meinatæknir, Ragnheiður Guð- mundsdóttir, læknir, Auður Auðuns, fyrrv. dómsmáiaráð- herra og Geir Hallgrfmsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Er Sjálfstæðisfólk hvatt til að fjölmenna á fund Hvatar. Geirþrúður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.