Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Skógrækt All alda afmæli fs- landsbyggðar, sem naidió var hátíölegt að Þingvöllum við Öxará á sl. ári, samþykkti Alþingi einum rómi myndarlega fjárveitingu til nýrrar landgræðsluáætlunar. Sú samþykkt, sem og ákvörð- un ríkisstjórnar landsins um útfærslu fiskveiðiland- helgi okkar í 200 sjómílur, vóru tímabær viðurkenn- ing á meginforsendum byggðar í landinu, auðlindum moldar og sjávar. Með þessum ákvörðunum var mörkuð sú stefna, sem eftir á að skila drjúgum arði í þjóðar- búið, að'varðveita og auka við þær undirstöður, sem kynslóðir 11 alda hafa byggt á tilveru íslenzkrar þjóðar. íslenzkt atvinnulíf styðst við fleiri stoðir í dag og tækni- og iðnvæðing þjóðarinnar eykur á fram- tíðarmöguleika þjóðar- innar, en frumatvinnuveg- ir hennar, landbúnaður og sjávarútvegur, verða eftir sem áður burðarásar í þjóðarbúskapnum. Viðamikill þáttur í þeirri viðleitni að klæða landið gróðri, hamla gegn þeirri eyðingu gróðurlendis, sem tímans tönn, náttúru- hamfarir og mannleg mis- tök hafa valdið, er starf- semi Skógræktarfélags fs- lands. Skógræktarfélögin í landinu vörðu á sl. ári um 20 milljónum kr. til skóg- ræktarstarfa og gróður- settu um 350 þúsund trjá- plöntur. Þannig hafa skóg- ræktarfélögin ár eftir ár aukið á skóglendi landsins, en skjólbelti skógar eru jafnframt þáttur í annarri landræktun. Skógræktarþáttur hinn- ar nýju landgræðslu- áætlunar, sem Alþingi samþykkti á Þingvöllum 28. júlí sl., skapar Skóg- ræktarfélagi íslands verð- ugri starfsmöguleika. Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri sagði á nýlega afstöðnum aðalfundi félagsins, að byggð yrði ný gróðrarstöð að Mógilsá á Kjalarnesi, þar sem beitt verður nýjustu aðferðum við plöntuuppeldi. Að öðru leyti verður höfuðáherzla lögð á friðun nýrra lands- svæða til skógræktar og útivistar. Þá gat skóg- ræktarstjóri þess, að nú væri unnið að skýrslugerð um skógræktarmöguleika og árangur skógræktar í landinu. Á niðurstöðum þessarar skýrslu verður síðan byggð áætlun um skógrækt í framtíðinni. Á aðalfundi Skógræktar- félags íslands, sem haldinn var að Bifröst í Borgarfirði dagana 22.—24. þessa mánaðar, og sóttur var af 60 fulltrúum frá 20 aðildar- félögum, auk fjölmargra gesta, vóru viðfangsefni íslenzkrar skógræktar ítar- lega rædd og rakin. Gerðar vóru ýmsar samþykktir, sem rétt þykir að vekja athygli á, og hér verða lauslega raktar efnislega: 0 — Bent var á nauðsyn þess að héraðsskógræktar- félögum verði tryggður fastur tekjustofn, sem renni óskiptur til skóg- ræktar, t.d. með framlagi frá sveitarfélögum lands- ins. % — Fagnað var nýjum lögum um landgræðslu- daga skólafólks og æskilegt talið, að skógræktarfélög- in, hvert á sínum stað, ættu hlut að framkvæmdinni með leiðbeiningum, verkefnavali, plöntu- útvegun og verkstjórn. 0 — Jafnframt beindi fundurinn þeim eindregnu áskorunum til mennta- málaráðuneytisins, sem samkvæmt lögum þessum er falin yfirumsjón með starfinu, að hraða sem frekast er unnt, að lögin komi til framkvæmda. 0 — Þá vóru gerðar ályktanir um nauðsyn stöðlunar plöntugæða, leið- sögn og fræðslu meðal sumarferðafólks um helztu skóglendi landsins, kerfis- bundnar áburðartilraunir á sviði skógræktar og Náttúruverndarráði færð- ar þakkir vegna friðunar tiltekinna landssvæða. Skógræktarmenn hafa í áratugi unnið ómetanleg störf í þágu góðs málefnis. Þeir hafa ekki alltaf mætt þeim skilningi eða stuðn- ingi, sem vænta mátti, eða notið þeirrar starfs- aðstöðu, er æskileg var. Starfsárangur þeirra er þó smám saman að opna augu almennings og stjórnvalda á gildi skógræktar í landinu og er það vel. Skógrækt stuðlar ekki einvörðungu að fegurra landi eða æski- legum útivistarsvæðum fyrir landsmenn, þó sízt skuli dregið úr gildi þess árangurs, heldur jafn- framt og ekki síður að alhliða baráttu fyrir gróðurvernd og gegn upp- blæstri lands. Hún á og eftir að skila þjóðarbúinu því margföldu, sem til hennar hefur verið og verður varið, í beinum arði í einni eða annarri mynd. Ljósmyndir Mbl. ól. K.M. Guðrún að tálga sjómann Sérstæður liststíll Guðrúnar Nielsen í Granaskjóli „Hvaða við notar bú?“ „Fyrst notaði ég danskan við, mjög erfiðan, en á sínum tíma pöntuðum við Lúðvík Guðmundsson skólastjóri Handíðaskólans saman við sem ég notaði til skamms tíma, en það var amerísk sykurfura og Sér til dundurs sker hún fólk út í tré VIÐ Granaskjól f Reykjavík býr listakona sem Iftið hefur farið fyrir og listgrein hennar er sérstæð, en þannig vinna margir listamenn í kyrrþey án þess að láta sig varða ys og þys hversdagslffsins. Konan heitir Guðrún Nielsen og er móðir snilliteiknarans Alfreðs Flóka, sem býr reyndar í sama húsi. Guðrún sker út í tré litlar ffgúrur, bæði ákveðnar persón- ur og einnig svipi og sitthvað sem henni dettur f hug. Þá safnar hún steinum á förnum vegi. I einni ferð finnur hún ef til vill stein sem minnir á and- lit, stein sem minnir á fætur f næstu og þannig koll af kolli þar til hún hefur nóg til að tengja saman f eina persónu með eigin svip. Við heimsóttum Guðrúnu og röbbuðum við hana um list- grein hennar. „Þetta byrjaði þannig að eitt sinn er ég fór um með manni mínum árið 1947 keypti ég smá- fígúrur úr tré sem minjagripi. Þegar ég fór síðar að skoða þetta langaði mig að prófa þetta sjálf, taldi mér trú um að ég hlyti að geta þetta lfka úr því að einhver annar gat það. Fyrst prófaði ég með sjálfskeiðungi og það var anzi klossað, en svo kom þetta fljótlega. Ég fór að prófa að gera hina og þessa kunningja mína I tré eftir myndum og sfðan hef ég leikið mér við þetta og gert nokkur hundruð ffgúrur. Þetta hefur aldrei stoppað hjá mér og oft hefur fólk einnig beðið mig að tálga út ákveðnar persónur sem ég hef ekki þekkt sjálf. Þá hef ég þurft að fá myndir af þeim f prófíl, venjulega andlitsmynd og svo líkamann f eðlilegri holl- ingu. Maður er þó misjafnlega upplagður í þetta ein's og gengur, en þetta gefur ýmsa möguleika. Listamaðurinn Axel Petersson, sem var uppi í Svíþjóð um aldamótin, gerði magnaðar litlar fígúrur, bæði stakar og í hópum. Ég hef einnig gert hópa, söngflokka, presta, sveitakalla og sjómenn, Brúðhjón og kellingar." Kelling á koppi slnum tálguð f tré hún var orðin feikilega þurr og góð til vinnslu undir það siðasta. Upp á síðkastið hef ég verið trélaus, en á von á viði. Viðurinn verður að vera skraufþurr og helzt mjúkur, en við skurðinn nota ég hnífsblöð mismunandi að gerð.“ „Styttur úr steinum hefur þú líka gert.“ „Ég týni steina sem ég finn á förnum vegi. Ef maður finnur til dæmis stein sem lfkist and- liti, geymir maður hann þar til maður finnur búkinn. Ég kom fyrir nokkru f Meyjarsæti á Þingvöllum og fann þar býsn af steinum sem voru lagaðir eins og pils, þvf þeir geta vel staðið og eru uppmjóir, en nú vantar mig hausana. Maður finnur þó einn og einn, en f bænum er ekki hægt að vera að kfkja mikið eftir þessu þó víða sé, því fólk heldur þá að maður sé snarvitlaus. Það er gott að finna steina í þessar fígúrur í fjörum eða þar sem mulningur er og ofaníburður eða slfkt. Mér þykir voðalega gaman að steinum og á talvert steinasafn. Ég hef líka mjög gaman af ónýtum trjárótum, kræklum og renglum í berjamó, sem hefur blásið upp.“ „Teiknar þú fyrirmyndirn- ar?“ „Stundum og stundum ekki. Ég lærði teikningu f skóla hjá Jóni í Flatey og get vel teiknað, en ég hef ekki farið út í neitt. Maður verður þó að hafa auga fyrir teikningu til að geta skor- ið út og stundum ef ég hef ætlað að skera út mann, sem engin mynd hefur verið til af, hef ég orðið að teikna hann fyrst. Islendingar eru hand- lagnir og listhneigðir og ég er viss um að margir gætu gert ýmislegt meira en þeir halda og jafnvel láta sér detta f hug. Ég held að fólk geri of litið af því að þreifa sig áfram, reyna hlut- ina, og kanna þannig hvað það getur gert. Það þarf svo litið til ef fólk hefur eitthvað i sér á annað borð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.