Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRlL 1977 Bragi Ásgeirsson: Myndlistarsyrpa I Þetta stflhreina hús (æskuheimili höfundar) stóð þar sem nú er útibú Búnaðarbankans við Hlemm. Þótt ótrúlegt megi virðast þá var á byggingarsvæði bankans ásamt bdastæðum 40—50 manna byggð með 6 fbúðarhúsum, nokkrum vel hirtum matjurtagörðum, reisulegum útihúsum með búpeningi, hestum kúm og fuglum. Eftirtektarvert ævintýri þessa banka og borgarinnar... Húsfriðun og minjavernd Undanfarið hafa farið fram miklar umræður í fjöimiðlum varðandi friðun húsa, skipu- lagsmál og vistfræði og hafa þar komið fram ólík sjónarmið um markmið og leiðir eins og að líkum lætur. Þó munu flestir hallast að þeirri meginlausn, að stefna beri að „manneskju- legu“ umhverfi en skilningur á því hugtaki vill mjög vefjast fyrir mörgum. Sumir sjá slikt fyrst og fremst i nýbyggingum en aðrir i fornri einfaldri hús- gerð, en flestir vilja þó þræða i þessu tilviki bil beggja, sem beinast liggur víð að telja einu færu leiðina. Skylt er að leggja rækt við forna arfleifð í húsa- gerðarlist, en hér þarf ný- sköpun einnig að fá eðlilegt svigrúm. Opin frjálsleg umræða um þessi mál er gagnleg og líkleg til að eyða öfgum og óhollum hjáleitum áróðri —vettvangur- inn er opinn og verður aldrei að fullu krufinn. Margt gagnlegt hefur hérkomið fram í ræðu og riti og minnist ég t.d. ágætra greina eftir Jón Óskar, Hróbjart Hróbjartsson, Vil- mund Gylfason og Sigurð Harðarson. Leitt er að slíkar umræður og áhugi í minja- vernd skyldu ekki koma nokkr- um áratugum fyrr fram, því að þá hefði verið komist hjá mörg- um afdrifaríkum mistökum. Ný byggðahverfi hafa risið hér í borginni án eðlilegs tillits til þeirra bygginga, sem til staó- ar eru, eða svipmóts og fegurðar umhverfisins. Nefiia mætti hér mörg dæmi, jafnvel vísa til heilla svæða eða borgar- hverfa, svo sem t.d. þau er markast af hverfinu frá Hlemmi og Rauóarárstíg, holtin þar fyrir ofan að Vatns- geyminum gamla svo og Rauðarárvík um Kirkjusand og Laugarnes að Sundahöfn ann- ars vegar, en um Borgartún að Laugarási hins vegar. Það sem hér hefur gerzt á undanförnum áratugum er, með fáum undan- tekningum ferleg misgerð gagnvart því unaðsfagra náttúruríki er hér hafði varðveitzt lítt spjallaó fram á okkar tið. Lítum á alla þessa ljótu sálarlausu kassa og vöru- skemmukumbalda, sem komið hafa í stað hinna vinalegu smá- hýsa og bóndabýla. Einstök þokkafull hús, þótt gildi hafi, skipta hér ekki miklu máli. Hið reisulegasta þeirra, Héðins- höfði, stendur nú einn vörð við ströndina, eftir að hið forna sögulega og reisumikla höfuð- ból Laugarnes var lagt ó áhugnanlega rúst. Engu af gildisríku skipulagi gömlu Sundlauganna sér stað í þeim nýju, og víðsvegar risa mistökin svo að jafnvel ömurleg hrófa- tildur reist til bráðabirgða, sem svo Höfðaborgarhúsin al- ræmdu, voru auganu nokkur fróun frá steinkössunum sem upp af þeim hafa sprottið. Sæmilegt viðhald gömlu hús- anna hefði trúlega gert þau vistlegri, að ekki sé vikið að þekkilegri litum og mynd- rænum umsvifum. En spyrja verður, hvað er til ráða gegn slíkum minja- og náttúruspjöllum? Engum getur dulizt að hér ræðir um mikils- vert menningarmál sem marka verður stefnu og jafnframt horfa langt fram á veginn. Hér vantar forsjá til forsagnar og stefnumarkana, og teldi ég hag- kvæmt að skipa þessum málum í velbúinni menningardeild hjá Þróunarstofnun borgarinnar. Slík deild myndi þá starfa á breiðari grundvelli en t.d. hús- friðunarnefnd, sem þá legðist að sjálfsögðu niður í núverandi mynd. Til er embætti minjavarðar og er það í tengslum við fram- kvæmdir og rekstur Árbæjar- safns og gegnir Nanna Herman- son því starfi, þá er til um- hverfismálaráð og loks áminnst húsfriðunarnefnd en allt þetta mætti fá einn hatt. Hér gegnir Nanna fullu starfi, en hitt eru nefndir á vegum borgarinnar og trúlega vel skipaðar. — En hví ekki að færa hér út kvíarnar og koma á fót stofnun um minjavernd, ekki aðeins að þvi er varðar höfuðborgarsvæðið heldur allt landið. Þá yrði mögulegt að taka þessi mál sterkari tökum og gera viðtækari framtiðar- áætlanir en hingað til hefur verið unnt og vafalítið myndi það forða margvíslegum verð- mætum frá glötun. Hin víðtæka og gagnmerka skýrlsa um Grjótaþorpið er Nanna og að- stoðarfólk hefur tekið saman: er mjög lofsvert framtak og gæti markað tímamót hérlendis um skipulagða minjavernd. Skýrslan opnar vafalítið margra augu fyrir varðveizlu- gildi þessara fornu húsa „þar sem upphaf Reykjavikur er í hnotsskurn," — en meginmálið er hér að opna augu fólks fyrir gildi minjaverndar. Almenn kynning, svo sem greinarflokkur Ingólfs Davíðs- sonar I sunnudagsblöðum Tim- ans hefur hér ómetanlegt gildi og ber að meta hátt slíka fram- takssemi. Fráleitt væri að menga þessi mál með skipta- og áróðurs- reglu stjórnmálaflokka, en starfsemin jafnan höfð eins opin og aðgengileg fyrir hvern sem er svo sem frekast er kost- ur. Hér má ekki gleymast að öll hús, gömul sem ný og ekki einungis úr timbri, eiga hlut að þeim heildarsvip er fram kemur i hverjum borgarhluta, jafnt með umhiróu þeirra sem upprunalegri gerð. Frjálslyndi, víðsýni og tillit- semi eru buróarásar farsælla samskipta og félagslegrar þróunar. Varðveizla gamalla minja í margri mynd, og upp- bygging borgar, er mikið hlut- verk og vandasamt. Hér koma fleiri við sögu en arkitektar og smiðir ef hið „manneskjulega", lif og andi, á að fá að festa rætur. Hér er náttúran sjálf hinn rétti valdhafi, og henni ber að lúta ef að vel á að fara. Allar athafnir skyldu lúta ríkri umhverfisvernd, og sérstæðar og sögulegar byggingar þarf að vernda, einkum þær er marka tímaskil í stíl og byggingarefni svo og vegna sögulegs gildi. Árbæjarsafn Ég vil víkja hér nokkrum orðum að Árbæjarsafni, sem sumir nefna „húsakirkjugarð Reykjavíkur“. Það er rétt, að þótt ákaflega fróðlegt sé að koma þangað, og þá einkum fyrir eldra fólk og útlendinga af islenzku bergi brotnu, þá er staðurinn í dag naumast nógu sannur og lifandi fyrir borgar- búa og þá sízt yngri kynslóðina. Mig furðaði á því einn góð- viðrisdag á sl. sumri hve fáir voru þar á ferli, eða raunveru- lega einungis starfsfólk staðar- ins, þjónustufólk veitingar- staðarins dvaldi við það eitt að viðra sig úti í glampandi sól- inni. Þetta kann að hafa verið til- viljun, en óneitanlega vantar hér flest til afþreyingar annað en það að ganga hús úr húsi. Svíar hafa leyst slíkt sem þetta á snjallan hátt með „Skansinum" i Stokkhólmi, en þangað langar efalaust flesta þá að koma aftur, ér einu sinni vitja þeirra slóða. Þótt staðirnir séu á engan hátt sambærilegir, og verði aldrei, mætti þó biðja um fleiri minjar að Árbæ en hús, t.d. nafnkennd róðrarskip Suðurnesja — fyrstu strs s- vagna Reykjavíkur, elztu uif- reiðir — líkan af gömlu Sundlaugunum — Listamanna- skálanum og ótal margt annað forvitnilegt og fræðandi auk þess að hafa skemmtigildi. Hér mætti lika koma staður sem helgaður yrði ýmsum nafntog- uðum furðufuglum borgarinnr og sérstæðum persónuleikum. — minnismerki um Odd sterka af Skaganum og fleiri slíka kappa en minningu þeirra ber að heiðra fyrir þær sakir að þeir gáfu borgarbragnum lif og lit. Þá þarf að girða svæðið betur en gert er, með því að ekki veitir þessari fjárvana stofnun af eðlilegum aðgangseyri til sinna þarfa. Með ástundun og ræktarsemi við þjóðlegar minjar á breiðum grundvelli mætti Árbæjarsafn verða „fróðleiksgjafi um forna tíð“ — með miklu aðdráttarafli fyrir borgarbúa og aðra. Bernhöftstorfan Óvæntur bruni á hluta af Bernhöftstorfunni hefur orðið til þess að raska ró margra, sem áður létu þessi mál sig litlu skipta. Komið er nú fram frum- varp til laga um endurbyggingu þessara fornu stilbundnu húsa, og virðist eiga málefnaleg ítök meðal þingmanna. Það er heillavænlegt þegar málefni slita viðjar flokksaga og ná heil í höfn. Þessi húsasamstæða er ótvírætt hluti siðustu heillegu gatnamyndunar gömlu Reykja- víkur, og nógu er hér búið að raska þótt ekki verði einnig tortímt með öllu þeim minjum sem enn halda velli að fyrstu gerð. Nú hefur skjótt verið brugðið við, eftir eldsupptökin i þessum fornu húsum, og er þess að vænta að vel takist til með þær umbætur sem til verður stofnað og í þá veru að húsfriðunarmenn megi við una. „Héðinshöfði stendur nú einn vörð við ströndina", — sem lifandi dæmi um vandaðan byggingarstll og hvað hægt er að gera ef saman fara viðhald og umgengni. Karlakórinn Fóstbræður TÓNLEIKAR Fóstbræðra hóf- ust á tveimur lögum eftir Sig- fús Einarsson tónskáld. í efnis- skrá minnist Jón Þórarinsson tónskáld Sigfúsar og gerir lítil- lega grein fyrir tengslum hans við Karlakórinn Fóstbræður og segir í niðurlagi greinarinnar: „Þau tvö lög, sem hér eru flutt, eru meðal þeirra viðfangsefna, sem oftast hafa verið sungin á meira en hálfrar aldar söng- ferli Fóstbræðra. Og þau munu, ásamt öðrum tónsmíðum hans jafnan verða tiltæk kórnum, meðan hann heldur tryggð við þá köllun sína og hugsjón að halda til haga og sýna sóma því bezta og fegursta, sem samið hefur verið af íslenzkum karla- kórslögum.“ Yfir voru ættarlandi er tignarlegt lag, en Sefur sól hjá ægi er með fallegustu karla- kórslögum ísle'nzkum. Fyrir smekk undirritaðs var flutning- ur þess bæði of hraður og sterk- ur, hvað svo sem líður forskrift höfundar. Þriðja lagið á efnis- skránni er eftir söngstjórann, við texta eftir Kristján frá Djúpalæk. Lagið er einfalt, skýrt í formi, blæfallegt og er ljóst að Jónas Ingimundarson, sem auk þess að stjórna Fóst- bræðrum er einn af okkar beztu píanóleikurum, á erindi við nótnapappirinn. Næst á efnisskránni voru sjö lög, sem eru eins konar endurhljómur frá ferð Fóstbræðra til Finn- lands og Sovétríkjanna s.l. sum- ar. ÖIl lögin voru sungin við íslenzka texta. Það má deilda um það hvort upprunalegur blær tónsmiðarinnar glatist við þýðingu textans, en eitt er vist, að sé vandað til þýðinga á texta skynjar og nýtur hlustandinn verksins á annan hátt, en án skilnings á efnisinnihaldi, jafn- vel þó llkindi séu til þess að blær tónverksins verði nærri Tónlist eftir JÓN ÁSGEIRSSON því ekta. Finnsku lögin voru ; Tíbrá eftir Sibelíus, Næturljóð eftir Fougstedt, sérlega fallegt og vandsungið og íkorninn eft- ir Palmgren. Tvö þau siðari voru sungin við frábæra texta- þýðingu .Þorsteins Valdimars- sonar. Rússnesku lögin voru eftir Bortniansky, Nú hnígur sól og hið fræga lag hans Ljúfur ómur og tvö þjóðlög i útsetningu söngstjórans, Rauði Sarafaninn og Rósin, gamanlag, sem Sigurður Björnsson söng ein- söng í af mikilli glettni, en allt of hratt. Kórinn er á köflum mjög vel samstilltur og einkum eru bassarnir góðir. Það er litill vandi að samstilla kór í sléttum felldum söng, en þar sem leitað er eftir blæbrigðaríkri og stekri túlkun er vandinn margfaldur. Einkum var tenórinn ekki vel samstilltur og var það allt að truflandi á köflum, einkum í lögum þar sem söngurinn að öðru leyti var frábær. Eftir hlé var frumflutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Óður um ís- land, við ljóð Hannesar Péturs- sonar. Kvæðið fjallar um Hrafna-Flóka Vilgerðarsonar og landnám þeirra og seinni hlutinn er heimkoma skáldsins á blikandi málmvængjum. Tón- verk Þorkels í heild er víða sérlega vel tengt textanum og eru sumir kaflar þess blátt áfram frábærir. Um flutning verksins er erfitt að fjalla en víða átti kórinn erfitt með að halda réttri tónstöðu t.d. í undirleikslausu köflunum, en ótengd og sjálfstæð innskot í píanóröddinni gerði þessa erfiðleika meira áberandi. Stöðugur undirleikur, sem þó þarf ekki að vera áberandi, eða hreinlega enginn undirleikur við heila þætti kæmi að mati undirritaðs betur út. Notkun píanósins, en á það lék Lára Ragnarsdóttir, var stillt i hóf og á köflum aðeins notað til að tengja saman kafla verksins. Fóstbræður þurfa að flytja þetta verk oftar, því við endur- æfingu fá svona verk oft nýjan svip, bæði hvað snertir hraða- val og túlkun. Tónleikunum lauk með tveimur atriðum úr óperum eftir Verdi, Söng munkanna úr Vald örlaganna og Miserere úr II Trovadore. Með kórnum sungu Svala Nielsen, Kristinn Hallsson og Sigurður Björnsson, sem stóðu vel fyrir sinu og vekur söngur þeirra upp þá spurningu, hvenær verður stofnuð hér ópera. Slikt ætti að geta orðið landsmönnum til mikillar skemmtunar, eftir því sem að- sókn að söngleikjum og óperum hefur verið, þá sjáldan slíkt hefur verið reynt. Þetta mál er að komast í sjálfheldu, þvi at- Framhald á bls. 31 mTÖí i r ; i i i ii i 9 i i i' < a i " < i i i i i m < I i i i < m i i i i i n i n t m i i u < m i ; m t ; n m i i i ii i t m i iu ■ m i h ( i i n ! ) i • ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.