Morgunblaðið - 04.05.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.05.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1980 7 Umsjón: Gísli Jónsson 47. þáttur í nýju tímariti um íslenskt mál og almenna málfræði rit- ari Helgi Skúli Kjartansson í Reykjavík um eignarfalls- flótta. Meðan ég var með útvarpsþáttinn Daglegt mál, skrifaði hann mér um þetta efni, en hann hefur enn safnað dæmum um fyrirbærið og birt þau í grein sinni. í fyrstu hélt ég að þessi eignarfallsflótti væri einkum fólginn í því að kvenkynsorð, sem beygjast eins og virðing og laug (ó- stofnar) misstu eignarfalls- endinguna -ar, en í staðinn kæmi -u. Væri þetta þá áhrifs- breyting frá þágufalli og þolf- alli (eins og það er orðið nú af -ing-orðunum). Málið er alls ekki svona einfalt, og Helgi Skúli kemst að þeirri niðurstöðu, sem hann dregur af merkilegum dæm- um, að „eignarfallsflótti í ann- ars vönduðu máli gæti staðið í nokkru sambandi við þá stílreglu íslenskunnar að var- ast beri að hrúga um of saman orðum í eignarfalli." Ekki dreg ég það í efa, en „eignarfalls- flóttans" gætir líka í mjög einföldum setningum, þar sem stíllinn virðist engu skipta. Ég lagði við hlustir um helgina og heyrði þá með stuttu millibili tvö athyglisverð dæmi. Þjóð- kunnur stjórnmálamaður sagði til eflingu ekki eflingar, milliliðalaust, og ræðumaður á fundi sagði: Árangur tók ekki að gæta fyrr en o.s.frv. Tilfinning manna fyrir eign- arfallsendingu virðist því meira en lítið vera farin að sljóvgast, hvort heldur sem hún hefur verið -ar eða -s og hvort heldur sem málsgreinar eða setningar eru einfaldar eða flóknar. Fyrr hefur verið um það fjallað í þessum þáttum hvern- ig nafnorð hafa breytt um kyn á aldanna rás og sum hver notuð langtímum saman í fleiri kynjum en einu. Ég var spurður um kyn orðsins bjúga= pylsa, sperðill, og kalla reyndar sumir þetta grjúpán. I orðabók Menningarsjóðs er bjúga sagt tvíkynja, þ.e. hvor- ugkyns og kvenkyns, það bjúg- að og þau bjúgun, svo og hún bjúgan og þær göbjúgurnar. Mér er ótamt að hafa orðið kvenkyns, annars nota ég það lítið. Ég nefni fyrirbrigðið sperðil. Upprunalega er bjúga hvorugkyns og beygist eins og auga, milta, hjarta, eista, nýra, lunga o.s.frv. Hvers vegna breytist þá kynið? Mér þykir trúlegast að um sé að ræða margnefnda áhrifsbreytingu. Nokkur orð, sem ríma á móti bjúga, eru kvenkyns, svo sem hrúga, tjúga=gaffall, heykvísl og lúga = stigagat, söluop. Þar að auki kemur til að orðið merkir svipað og kvenkynsorðið pylsa, svo að þarna á hvorugkyns- myndin í vök að verjast. Það er líka í tiltölulega sjaldgæfum beygingaflokki, og ekki bætir það úr skák fyrir bjúganu, að forðast breytinguna yfir í: hún bjúgan og þær bjúgurnar. En skelfing þykir mér það álappa- legt, rétt eins og sagt væri að stinga úr einhverjum augurn- ar eða skera í eyrurnar. Af hverju er sagt að maður sé sallarólegur? Á það eitt- hvað skylt við karlkynsnafn- orðið salli? Ég held ekki. Mér þykir trúlegast að hér hafi myndast eitt orð úr þremur. Ég ímynda mér að þetta hafi verið sæll og rólegur, borið fram í einni bunu, og breyst svo í eitt orð: sallarólegur. Alkunna er að æjaí] missir oft seinni þáttinn, einfaldast, á undan tvöföldum samhljóða. Sall og blessaður, segja menn stundum. Oft þarf ekki tvö- faldan (langan) samhljóða til. Tvö samhljóð, sitt af hvoru tagi, nægja. Sögnin að ætla verður atla í framburði. Ég hef hins vegar aldrei heyrt nafn- orðsmyndina atlun. Aftur á móti þekkjast framburða- myndirnar fakka fyrir fækka og stakka fyrir stækka. Séð hef ég ritað starfræði eða starffræði fyrir stærðfræði, en vera má að sú orðmynd sé að einhverju leyti alþýðuskýring, svona eins og þegar að leita dyrum og dyngjum= leita al- staðar vel og vandlega breytist í að leita með dunum og dynkjum. En höldum okkur við breyt- inguna æ—a. í skóla nokkrum mátti að afloknu prófi heyra háværar raddir nemenda sem töldu að þeir, sumir hverjir, hefðu ýmist verið hakkaðir eða lakkaðir, þegar einkunnir voru gefnar. Hvort tveggja verður víst að teljast vondur verknaður, þó hið seinna sé illskárra. Það ættu menn að minnsta kosti að geta lifað af. T0l il/2 m verð. GVIRAR 2“ 21/2 2% fyrirliggjandi. Hagstætt Jónsson & Júlíusson, Ægisgötu 10 — Sími 25430. „Fulninga"- innihurðir Tvímælalaust þær allra glæsilegustu hurðir, sem til eru á markaðnum. Einnig höfum viö eldhús og fataskápa í stíl við innihurðir. EIK sf. Laufainnróttingar Tryggvagötu 2, Reykjavík Sími 28966. anœsrunm Úrvalsferdir 1980 9.5. Mallorca. Uppselt. 30.5. Mallorca. Uppselt. 23.5. íbíza 3 vikur. Laus sæti. 13.6. íbíza 3 vlkur. Laus sæti. 10.5 London vikuferð. Fáein sæti laus. Verö frá kr. 252.300.-. FERÐASKR/FSTOFAN URVAL VID AUSTURVÖLL SÍMI 26900 Til sölu vöruskemma í Njarðvíkum Kauptilboö óskast í vöruskemmu aö Bolafæti 15, Ytri-Njarövík. Skemman er 248,6 fermetrar aö flatarmáli og 1095 rúmmetrar aö stærö. Brunabótamat er kr. 38,3 milljónir. Húseignin er til sýnis mánudaginn 5. maí kl. 2—4 e.h. og veröa tilboðseyðublöö afhent á staönum. Kauptilboö eiga aö berast skrifstofu vorri fyrir kl. 14:00 e.h. föstudaginn 9. maí 1980. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJOÐS: 27. apríl 1980 Kaupgengi Innlausnarverð Yfir- pr. kr. 100.- Seðlabankans gengi 4. maí 1980 m.v. 1 árs tímabil frá: 1968 1. flokkur 5.312,00 25/1 '80 4.711.25 12.8% 1968 2. flokkur 4.996,19 25/2 ’SO 4.455,83 12,1% 1969 1. flokkur 3.779,57 20/2 '80 3.303,02 14,4% 1970 1. flokkur 3.464,69 25/9 '79 2.284,80 51,6% 1970 2. flokkur 2.488,34 5/2’80 2.163,32 15,0% 1971 1. flokkur 2.310,45 15/9 79 1.539,05 50,1% 1972 1. flokkur 2.013,95 25/1 '80 1.758,15 14,5% 1972 2. flokkur 1.723,70 15/9 79 1.148,11 50,1% 1973 1. ílokkur * i 1.294,36 15/9 79 866,82 49,3% 1973 2. flokkur 1.192,30 25/1 '80 1.042,73 14,3% 1974 1. flokkur 822,85 15/9 79 550,84 49,4% 1975 1. flokkur 670,90 10/1 ’SO 585,35 14,6% 1975 2. flokkur 509,00 1976 1. flokkur 483,55 1976 2. flokkur 392,69 1977 1. flokkur 364,68 1977 2. flokkur 305,49 1978 1. flokkur 248,95 1978 2. ftokkur 196,50 1979 1. flokkur 166,16 1979 2. flokkur 128,93 VEÐSKULDABREF:A Kaupgengi m.v. Nafnvexti 12% 14% 16% 18% 20% 34 V2 % 1 ór 66 67 68 69 70 79 2 ir 54 55 57 58 60 70 3 ár 44 46 48 49 51 63 4 ár 38 40 42 44 45 58 5 ár 33 35 37 39 41 54 *)Miöað er við auðseljanlega fasteign NÝTT ÚTBOÐ VERÐTRYGGÐRA SPARI- SKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS: 1. flokkur 1980. Sala og afgreiðsla pantana er hafin. MÍRKfTinCMráM ÍSUMtDI Hfí VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. lönaðarbankahúsinu. Sími 2 05 80. Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.