Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 48
Sfminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980 Síminn á afgreiðslunni er 83033 Múr svölungur er svartur hvíta kverk mi-ö (Mynd úr Fuglabók AB) Múrsvölungar í Reykjavík MÚRSVÖLUNGUR er nafn á farfugli af svölungaætt og gistir hann stundum ísland sem flækingur en er algengur um alla Evrópu. Félagar í fuglaskoðunarferð Náttúru- fræðifélagsins á uppstign- ingardag sáu 2 múrsvölunga við Garðskagavita og með þeim einn blásvöiung. Erling Ólafsson, sem var leiðbeinandi í ferðinni, sagði í samtali við Mbl., að fuglarnir hefðu eflaust borist til lands- ins með vindum frá megin- landinu, sem hér hafa verið ríkjandi að undanförnu. Kvað hann menn einnig hafa orðið vara við múrsvölunga í miðbæ Reykjavíkur en fuglinn er al- gengur flækingur í Færeyjum og Islandi. Múrsvölungur er auðgreindur frá svölum af löngum, ljámynduðum vængj- um, sótsvörtum lit og hvítri kverk, sem reyndar sést sjaldnast. Sést hann sjaldan nema á flugi og veiðir hann skordýr sér til matar á fluginu og sagði Erling að stundum mætti sjá hann yfir Tjörninni í Reykjavík. Þá sagði Erling að á Suðurnesjum mætti nú sjá fjölda íslenzkra varpfugla og flækinga t.d. rauðbrysting og sanderlur, sem kæmu þar við á leið sinni til Grænlands. Mexikanar vilja kaupa Boeing 727 á 2 milljarða MEXIKANSKIR aðilar hyggjast kaupa aðra Boeing 727 þotu Flugleiða sem hefur um nokkurt skeið verið á söluskrá, en þótt samið hafi verið um kaupverð hefur ekki verið gengið endan- lega frá samningum ennþá. Sölu- verð mun vera liðlcga 4 milljónir dollara eða um 2 milljarðar króna. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða sagði í samtali við Mbl. í gær að þess væri að vænta að mál varðandi þennan hugsanlega kaupanda skýrðust fljótt kaup- endur væru í farvatninu, en hins vegar væri jafnframt verið að kanna ýmsa möguleika á því að leigja vélina ef ekki reyndist unnt að selja hana að svo stöddu. Hefjast sérviðræður VMSÍ og VSÍ á næstu dögum? V innu veitendasambandið efast enn tim umboð Alþýðu- sambands Islands til samninga „ÞAÐ liggur í loftinu. að vinnu- veitendur ætli á grundvelli sér- krafna Verkamannasambandsins að gera eitthvert tilboð og iafnvel hefja viðræður við VMSÍ fyrir næsta sáttafund ASÍ og VSÍ,“ sagði Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Verkamannasam- bands íslands i samtali við Morg- unblaðið i gær. Sagði Guðmund- ur, að gefið hefði verið í skyn, að þetta tilboð snerti fleiri aðila innan ASÍ, t.d. iðnverkafólk og verzlunarmenn, og hann kvaðst hafa svarað því til, að Verka- mannasambandið væri tilbúið til viðræðna við Vinnuveitendasam- band íslands, en VMSÍ væri þó ekki fallið frá sameiginlegum kröfum. Morgunblaðinu barst í gær svo- hljóðandi fréttatilkynning frá ASÍ: „Á fundi viðræðunefndar ASÍ og VSÍ hjá sáttasemjara í dag þokaðist ekki til samkomulags. Fulltrúar VSI tilkynntu á fundin- um, að þeir hefðu ekki lokið athugun sinni á tillögum Verka- mannasambands íslands og ýms- um fleiri atriðum og væru því ekki reiðubúnir til efnislegra um- ræðna. Skipun sáttanefndar, sem að frumkvæði ASÍ var til umræðu á fyrri fundi, bar nú aftur á góma og fulltrúar VSÍ báðust undan því að hún yrði skipuð að svo stöddu. — Næsti fundur er boðaður föstu- daginn 23. maí og lýstu fulltrúar VSI því yfir, að þá muni efnisleg afstaða þeirra liggja fyrir.“ Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri VSI sagði í samtali við Morgunblaðið eftir sáttafund- inn í gær, að vinnuveitendur hefðu verið að skoða framkomnar kröf- ur, einkum kröfur VMSÍ, en þeirri skoðun væri enn ekki lokið. „Það stendur óhaggað, að við vitum ekki, hvort hægt er að gera rammasamning við Alþýðusam- bandið. Það er ekkert ljósara um umboð þeirra enn og á meðan svo er, er allt málið í sjálfheldu. Þá stendur og enn á svörum frá ríkisstjórninni um þríhliða við- ræður og það tefur að sjálfsögðu rnálið." Þá sagði Þorsteinn Pálsson, að ein af kröfum Vinnuveitendasam- bandsins, sem samþykkt hefði verið á kjaramálaráðstefnu þess í október, hafi lotið að samræmdum kjarasamningi og einföldun launakerfisins. Hann kvað tillögu VMSÍ um kerfisbreytingu ganga að sumu leyti í sömu átt og skoðanir Vinnuveitendasam- bandsins. Um skipan sáttanefndar sagði Þorsteinn, að vinnuveitend- ur teldu, að skipan hennar myndi spilla fyrir „á þessu stigi málsins". Sjálfstæðismenn um Jan Mayen samninginn: Ekki ánægðir — en standa að samþykkt Notar Alþýðubandalagið neitunarvald í ríkisstjórninni? „ÞINGFLOKKUR sjálfstæð- ismanna styður samþykkt þessar- ar þingsályktunar um heimild til handa rikisstjórninni að stað- festa Jan Mayensamkomulagið, “ sagði Geir Hallgrimsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, á Al- þingi í gær, „þó hann sé ekki alls kostar ánægður með samnings- drögin.“ Þessi samningur væri ótvírætt betri en enginn, þ.e. norsk útfærsla við Jan Mayen, án þeirra réttinda, viðurkenningar og fordæmis, sem þrátt fyrir annmarka draganna felst i þeim, bæði veiðihagsmuni og land- grunnsrétt. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði þetta samkomulag áfanga í bar- áttu fyrir íslenzkum hagsmunum og réttindum á Jan Mayen svæð- inu. Þó ég sé ekki ánægður með samningsdrögin tel ég engan vafa leika á því, að þau eigi að samþykkja. Ef farið hefði verið að stefnumarkandi tillögum sjálf- stæðismanna frá haustinu 1978, í stað þess að láta reka á reiðanum og glata dýrmætum tíma, hefðum við staðið betur að vígi og náð lengra nú. Meginmáli skiptir nú að nýta það sem vinnst í sam- komulaginu og ná sem víðtækastri heimasamstöðu um áframhald- andi réttindagæzlu. Geir Hallgrímsson vitnaði til yfirlýsinga forsætisráðherra þess efnis, að mál væru ekki afgreidd í núverandi ríkisstjórn með at- kvæðagreiðslu. Þetta þýðir, sagði hann, að Alþýðubandalagið hefur neitunarvald um nýtingu þeirrar heimildar til handa ríkisstjórn- inni, sem þessi þingsályktun felur í sér. Spurningin er, hvort Alþýðu- bandalagið nýtir þetta neitunar- vald — eða ómerkir gagnrýnis- atriði sín með málamyndamót- mælum og áframhaldandi stjórn- arsetu, eins og það hefur raunar oftar gert. Ríkisstjórn ber að láta í té stefnumarkandi forystu í máli sem þessu, sagði Geir, og ágrein- ingurinn vitnar um hvers vænta má af núverandi ríkisstjórn. (Sjá nánar á þingsíðu Mbl. bls 27.) Álverið stækkar Tímamót voru hjá ísal í gær er tekin voru í notkun síðustu kerin af þeim 40, sem eru i viðbyggingu við kerskála 2. Við þessa stækkun aukast afköst verksmiðjunnar um 14% og verður framleiðslugetan 84 þús- und tonn á ári. Sjá nánar á bls. 19. Ljósm. Mbl. Emilía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.