Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 61 .1 Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR Síld finnst mér alveg ómiss- andi á jólaborðið. Það er gott að grípa til hennar, því þá er alltaf eitthvað ætt í kotinu til að gæða sér og sínum á. Og þá þarf ekki að vera að stússast í eldhúsinu, sem getur stundum verið kostur. Svíar eru mikil síldarþjóð, eins og reyndar hinir frændur okkar, Danir og Norðmenn. Þess er skemmst að minnast, að þegar síldveiðar íslendinga stóðu með sem mestum blóma fyrr á öld- inni, var jnikið af Svíum í síldarbæjunum. Þeir voru í út- vegunum fyrir landa sína, svo þeir þyrftu ekki að sitja uppi síidarlausir á jólunum. En það eru fleiri en Norður- landabúar sem kunna að nota sér síldina. Þeir sem búa hinum megin við Eystrasalt hafa lengi gætt sér á síldinni þaðan. Auk þess sem þeir borðuðu nýja síld, þegar hún gafst, var mikið saltað. Þeir búa t.d. til alls konar salöt úr saltsíld, t.d. með kjöti, soðnum kartöflum, súrum gúrk- um, eplum, eggjum í sósu úr sýrðum rjóma, piparrót, ediki og sinnepi. Einnig búa þeir til heitar mjólkursósur sem þeir sjóða saltsíldina í. Eyjaskeggjar á Bretlandseyj- um hafa lengi sótt í Norðursjáv- arsíldina. Kokkurinn í Croy- landklaustri 1405 var t.d. þekkt- ur fyrir að kunna ýmislegt fyrir sér í eldamennsku. Kúnstin fólst m.s. í því að vera nógu hug- myndaríkur á föstunni, þegar aðeins fátt einn mátti snæða. Þá bauð hann munkunum t.d. upp á síldarpæa. Útvötnuð og þerruð saltsíld var hrærð saman við perubita, kúrenur, rúsínur, döðl- ur, ofurlítið af sykri og salti, kanel, hvítvíni og svo smjöri. Síld Síðan var sett deiglok yfir og þetta bakað í ofni. Eins og þið sjáið er þetta svolítið ólíkt því sem okkur dytti helzt í hug nú, en á þessum tíma var mjög algengt að setja sykur, krydd og þurrkaða ávexti saman við kjöt og fisk. Það var þó aðeins efnafólk, sem gat lefyt sér þenn- an munað. Aðarir suðu síld í ediki, og gjarnan krydd með, eftir því sem efnahagurinn leyfði. Síðan var síldin kæld og borðuð þannig. Þessi háttur er enn hafður á og síldin kallast þá pickled. Þarlendir borða einnig gjarnan reykta síld, sem þykir hið mesta hnossgæti. í Austur- Anglíu er mikið um þessa reyktu síld, sem kallast rauð síld, eftir litnum. Sagan segir að bóndi nokkur þar um slóðir hafi hengt nýja síld upp í strompinn sinn til geymslu. Eftir nokkra daga tók hann eftir því að síldin, sem var hvít sem hvalbein þegar hún var hengd upp, var nú orðin rauð eins og humar. Fréttin flaug og brátt varð þetta megin- iðnaður. Síld heitir herring á ensku, en í íslensku er til gamalt orð um síld, hæringur, sem er auðvitað skylt því enska. En þá er það jólasíldin okkar, hvorki í sósu né pæa, heldur súrsuð... Síld í edikskryddleKÍ Það er nokkurt umstang að eiga við síld, ekki þannig að það sé erfitt heldur af því að þetta er at, því að síldin er bæði feit og sölt. Uppskriftirnar hér á eftir eru fyrir um sex síldar. Það er þó ekki nákvæmt, heldur þarf aðeins að gæta þess að lögurinn sé nógur. Síld er drjúgur maður, því að hún er feit. Það er gaman að eiga fleiri tegundir, og þá er tilvalið að leggja síldar í mis- munandi lög, t.d. þrjár í hvorn lög. Fyrst er að kaupa góða sykur- saltaða síld. Kryddsíld getið þið einnig notað. Hún er útvötnuð í 12—24 klst. í daufu tevatni. Það er gert til að ná úr henni mesta saltinu. Það er smekksatriði hvað hver og einn vill hana þrungna pæklinum. Þá er að flaka hana. Það er aðaltörnin. Ef þið hafið við- kvæmar hendur, t.d. vegna kulda, er ekki ósennilegt að ykkur svíði af saltinu. Gott ráð við því er að smyrja þær feiti, t.d. salatolíu. Þið eruð e.t.v. ekki alvanir flakarar, en handtökin lærast fljótt. Þið notið bæði fingurna og hníf. Ristið kviðinn og takið innan úr síldinni. Gerið þetta við vaskinn og hafið þar plastpoka og setjið úrganginn í hann. Það er bezt að gera þetta á bretti, en til þess að skemma það ekki, er ráð að vefja það dag- blöðum og setja tvöfaldan plast- poka utan um. Þá er brettið í öruggu skjóli. Þá er að halda áfram. Skerið með hnífnum eftir endirlöngum hryggnum að ofan. Síðan er bezt að nota fingurna til að losa beinin. Vegna þess að síldin er búin að liggja í pækli, er hún laus á beinunum, og þau eru orðin mjúk og ekki er stórskaði þó að eitt og eitt fljóti með. Það er misjafnt hvort roðinu er flett af, en þá er aðeins að styðja sporðendanum og renna roðinu af með hnífnum, rétt eins og þegar verið er að roðfletta hvern annan fisk. Skerið flökin í bita og látið bitana standa í sigti, þar til allt er búið. Setjið þá bitana í skál eða fat og hellið leginum yfir. Það er svolítið misjafnt, hversu lengi síldin þarf að standa. Ef edikslögurinn er daufur, er síldin lengur að taka í sig sýruna og verða vel góð. Mér finnst síldin bezt eftir nokkra daga, en eins og ég sagði er það smekksatriði. Síldin á alltaf að vera í kæliskáp, nema rétt þegar hún er borin fram. Þá geymist hún í allt að tvær vikur. Kryddlögur 3 dl edik 2 dl vatn 2 dl sykur 1 msk. einibcr 4 lárviðarlauf 3 laukar, gjarnan rauðir 1 gulrót 1. Sjóðið saman edik, vatn, sykur og krydd þar til sykurinn leysist upp. Látið nú löginn kólna alveg. Kælið hann í kæli- skáp. 2. Sneiðið laukinn í örþunnar sneiðar ásamt gulrótinni. Raðið síldarbitunum í ílát ásamt græn- metinu. Hellið köldum leginum yfir. Kælið. KúmonkrvddlöRur Edik, vatn og sykur sbr. kryddlöginn að ofan 2 msk. grófsteytt eða heilt kúmen 6 ncgulnaglar 10 piparkorn 4 lárviðarlauf 2 laukar 1. Sjóðið lög eins og lýst er hér að ofan úr öllu nema lauknum. Kælið hann rækilega. Raðið síld- inni í ílát ásamt örþunnum laukhringjum. Hellið leginum yfir og kælið síldina. Það er ýmislegt meðlæti gott með síld. Soðnar kartöflur og síld eru heil máltíð. Ef síld er á köldu borði fer einkar vel að bera gott rúgbrauð fram með henni. Sýrður rjómi og epli eru lostæti með. Súrsætar rauðrófur sömuleiðis. Salat úr sýrðum rjóma, eplum og sellerírót er ljómandi með. Það eru því ýmsir möguleikar hér, og enginn ætti að þurfa að vera þreyttur á jólasíldinni. Kjúklingar GrænmetiS- réttír Utigrill og gióðarsteikur Kökur r Svínakjöt Litlu matreiðslubækurnar frá Erni og Örlygi eru nú orönar átta talsins. Auk þeirra sem nú koma út, hafa áöur verið géfnar út eftirtaldar: Pottréttir, Kartöfluréttir, Ábætisréttir, Kökur, Kjúklingar og Útigrill og glóöasteikur. Allar þessar bækur eru enn til, en upplag sumra þeirra er á þrotum. cly; TVÆR NÝJAR MATREIDSLUBÆKUR Litlu matreiðslubækurnar hafa farið sigurför síöan útgáfa þeirra hófst, enda bækurnar einkar handhægar og hafa mikiö notagildi. Hver bók fjallar um afmarkað efni og matreiðandinn getur því gripið til viðeigandi bókar hverju sinni. Bækurnar eru þýddar og staðfærðar af hinum kunna matreiöslumeistara Ib Wessman Litlu matreiöslubækurnar eru kjörgripir sem þurfa aö vera til á hverju heimili Svínakjöt Bókin um svínakjöt fjallar í senn um meðhöndlun og matreiöslu svínakjöts. Upplýsingar eru um hvernig slíkt kjöt veröur best geymt og hvernig steiking þess eöa suöa á aö fara fram. Þá eru í bókinni margar uppskriftir um rétti úr svínakjöti, og um framreiöslu þeirra. Fjöldi litmynda er í bókinni og allar upplýsingar hennar settar fram á einkar glöggan hátt. Grænmetisréttir Neysla grænmetis hefur fariö mjög í vöxt á íslandi á undanförnum árum, og er því ekki aö efa, aö bókin um grænmetisrétti veröur mörgum kærkomin. í henni er aö finna glöggar upplýsingar um meöhöndlun grænmetis og hvernig skuli geyma þaö, svo og uppskriftir af fjölda grænmetisrétta. • Pétur prófessor • Falur í Argentínu • Orðabelgur • Umhverfis jörðina • Píla Pína • Sígildar sögur með litmyndum • Draugaspaug Barnabækur okkar verða hvorki étnar né bitnar, en án vafa töluvert mikiÖ slitnar íAjörnogÖrlygur af lestr-i og notkun Síðumúia 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.