Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 Guðbrandsbiblía - áhrif hennar á trú og menningu íslendinga Erindi flutt við upphaf Prestastefnu íslands 1984 — eftir séra Hjálmar Jónsson „Það er upphaf laga vorra, að menn skulu allir vera kristnir á landi hér og trúa á einn guð, föður og son og anda helgan ... “ í þess- um orðum Þorgeirs á Ljósavatni felst grundvöllur íslensks þjóðfé- lags. Allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka þeir er áður voru óskírðir. Ein lög og einn sið skyldu íslendingar hafa, að ekki yrði sundur slitinn friðurinn. Þjóðfélag festist í sessi. Trúin var ein og bárust henni áherslu- breytingar sunnan úr Evrópu, en aldrei svo miklar að hefðarrof gæti kallast. Þær féllu að trú og menningu, þjóðlifsháttum eftir þvi. sem eðlilegt má telja. A hinu veraldlega sviði var frið- urinn rofinn, sem varð til þess að Gamli sáttmáli varð friðarsamn- ingur. Svo illa var málum komið að íhlutun erlends þjóðhöfðingja varð lausn frá upplausn þjóðfé- lagsins. En meðan flokkar manna fylgdu höfðingjum i baráttu þeirra um stundleg völd og auð voru einstakir menn í skjóli kirkju að efna í sannan þjóðarauð með sagnaritun. Þar frá líður nokkur tími að fátt er ritað. Trú og menning fellur i fastar skorður. Hræringar eða straumar utan að voru ekki að því marki að miklu breytti. Sama gilti um trú og iðkun hennar. Opinber guðsdýrkun var á latínu og að- gangur þvi takmarkaður að Jesú Kristi. Þá verða straumhvörf á 16. öld- inni. Enn sem fyrr eru það áhrif utan úr heimi, sem breytinunum valda. Siðbótarhreyfingin kom til sögunnar og breytti gangi hennar og bætti. Atburðir tóku að gerast með meiri hraða en áður hafði þekkst. Ný viðhorf juku áhuga fyrir grunni kristinnar trúar og rótum vestrænnar menningar. Fyrstu siðbótarmennirnir ís- lensku fluttu hingað heim and- blæinn frá þýsku siðbótarmönn- unum og almennan þarlendan áhuga á menntum. íslenskt ritmál hafði lengi verið til. Voru nú þýdd rit Biblíunnar og flutt almenningi á íslensku talmáli, en ekki á latínu svo sem verið hafði. Því urðu áherslubreytingar i kristnum dómi til þess að fella kristna trú enn betur að íslenskri hefð og gangkvæmt. Aðgangur að ritum á íslensku, bæði sögum og þýðingum helgum, hafði ekki verið almenn- ur. Það skyldi breytast og fengu hinir fyrstu siðbótarmenn strax miklu áorkað. Gissur Einarsson náði undralangt i viðskiptum sín- um við konungsvaldið. Hugmyndir hans um alþýðumenntun þegar i kjölfar nýrrar kirkjuskipanar eru með því merkasta er þar var kom- ið sögu. Gissur hafði ætlað lands- mönnum öllum stóran hlut og góð- an með alþýðuskólum í klaustrun- um en þau höfðu verið almenningi lokuð fram til þessa og gilti það sama um fornar menntir, þar sem ein ástæða til var sú, að handrit voru að tiltölu i fárra manna höndum. Það mun mála sannast, að allur almenningur var á báðum áttum eða hafði tapað þeim i umróti og ólgu, sem varð í kjölfar þess, að hinar föstu skorður brustu. Það sem traustast var bundið í trúar- iðkun og helgivenjum var skyndi- lega laust. Hafði Gissur biskup ætlað alþýðu- og háskólum þar mikinn hlut til framfara. Þvi mið- ur gekk konungur á gerða samn- inga og varð litið úr. Þá varð frá- fall Gissurar ósegjanlegur skaði á örlagatíma þar sem margt var óvist um framhald siðbótar í land- inu. Nokkuð af þýddum ritum til uppfræðslu og sálma- og messu- söngs var prentað og fengið prest- um til nota. Með því var haldið í horfinu. Spámannlegt starf brautryðjendanna hafði skilað árangri þótt einnig hefðu þeir séð hugsjónir deyja. En árangur og ávinning varð að tryggja til fram- búðar. Og það varð. Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Guðbrandur Þor- láksson, lærdómsmaður svo af bar, framkvæmdasamur og með einbeittan vilja. Guðbrandur tók þegar eftir biskupvígslu að skipu- leggja og treysta innviði kirkju- og kristnilífs. Hann opnaöi orðinu farvegi til landsins barna og nýtti sér prentlistina eins og aðrir sið- bótarmenn, hann þó með svo stór- virkum hætti að einstakt má telja. Guðbrandur biskup skipulagði sókn til menntunar og trúarupp- var hann góður kennari og sam- kvæmt heimildum: „Hverjum manni fúsari til þess að fræða þá Sr. Hjálmar Jónsson „Útgáfa Guðbrands- biblíu var að sjálfsögðu sú framkvæmd, sem skipti sköpum. Þýðing rita Biblíunnar og út- gáfa hennar er sá at- burður, sem til mestra heilla varð bæði trúnni og annarri menningu.“ er hann náði til.“ Hann bætti menntun presta og ytri kjör, endurkskipulagði Hólaskóla og fékk þangað dugandi lærdóms- menn þrátt fyrir efasemdir Dana- konungs og embættismanna hans um það, að íslendingar gætu eign- ast nógu hæfa skólamenn til þess að annast kennslu á því stigi, er lærðu skólarnir skyldu veita. Fljótlega eftir siðbót var embætt- ismannastéttin íslensk en hvorki norsk né dönsk. Útgáfa Guðbrandsbiblíu var að sjálfsögðu sú framkvæmd, sem skipti sköpum. Þýðing rita Biblí- unnar og útgáfu hennar er sá at- burður, sem til mestra heilla varð bæði trúnni og annarri menningu. kristnin á rætur var það Heilög ritning, sem var forsenda trúar og safnaðarlífs. Útgáfu hennar fylgdi Guðbrandur eftir með útdráttum, skýringarritum, fræðum Lúters, messusöngbók, sálmabók og vísna- bók svo aðeins séu nefnd fáein rit- anna. Til þess sótti fólk helgar tíð- ir að lofa Guð og ákalla og til þess að heyra hann tala í orði sínu. Guð talaði nú Islensku við íslendinga. Þeir höfðu fengið senda dönsku bi- blíuþýðinguna og einnig danskt fermingarkver, rétt eins og Norð- menn. En fyrir einarða afstöðu stjórnenda kirkjunnar hér heima varð ekki af því að herraþjóðin legði skattlandinu til þjóðtungu sína, lesmál og embættismenn. ís- lensk Biblía varð bók allra lands- manna. Hér var sjálfstæðisbarátta háð. Davíð Stefánsson, skáld, lætur eina sögupersónu sína segja: „Auðvitað er töluð íslenska í himnaríki." Þessi, að vísu vafa- sama persóna, Jón bóndi, dró það stórlega i efa að inní himnaríki gæti nokkur sála bjargað sér á dönsku. Jón Hreggviðsson, Hall- dórs Laxness, heyrði dönskuna úr öðrum stað, upp úr Heklu. Skáldin draga upp mynd af áður nefndri baráttu, sem er í órofa tengslum við trú og kirkju, ef til vill ekki ósvipað því sem nú gerist með öðr- um þjóðum annars staðar í heim- inum. Hin nánu tengsl trúar og þjóðar er bæði rétt og skylt að þekkja og meta. Við minnumst mjög svo mak- lega Jóns Sigurðssonar, er barðist fyrir frelsi undan stjórn og drottnun erlendrar þjóðar. Það gerði hann vegna þess að áður hafði fram farið barátta á íslandi. Landsmenn þekktu uppruna sinn, trúar- og menningararfleifð. Sjálfstæðishetjurnar á síðustu öld hefðu til lítils barist ef ekki fyrir eina, heila og óskipta þjóð, sem vissi þjóðerni sitt og átti vilja til sjálfstæðis. Jón forseti barðist ekki einungis fyrir því, að lands- menn fengju að ráða efnahags- málum sinum sjálfir heldur öllum verðmætum sínum á öllum svið- um. Hann sagði hin frægu orð á örlagastund: „Ég mótmæli," og samherjar tóku undir: „Vér mót- mælum allir.“ Þetta var hægt þá, vegna þess að áður hafði verið mótmælt af einum og öllum þegar sótt var að og mestu verðmætin voru í hættu. Orð siðbótarmann- anna hafa ekki orðið fleyg en merking þeirra og áhrif eru fyrir eldis á mörgum sviðum. Sjálfur Svo sem annars staðar þar sem löngu komin í ljós. Þjóðin glataði ekki tungu sinni eða arfi, en fékk margt að auki á þeim tíma, siðbót- artímanum. Nafn Jesú Krists varð á hvers manns vörum og þáttur í daglegu lífi varð samfélag við hann. Hvert mannsbarn talaði við Guð á íslensku. Það var öldungis ljóst að hann var Guð vors lands. Hann var með í lífi, á hverju heimili, með hverjum einstökum. Hann var nú ekki fjarlægur Guð heldur hinn besti bróðir og heimil- isvinur, sem skildi orð og hugsun og hverja mannlega tilfinningu. „Lof sé þér besti bróðir minn bænastað fyrir, Jesú þinn, Heilagi andi, huggun traust, hljóttu þakklæti endalaust." (Sr. ólafur Einarsson.) Þannig er eitt dæmið um svar manns við miskunn Guös. Af boð- un orðsins og með því að orðið var hold og bjó með oss bundu skáld og hagyrðingar mál sitt í þökk, bæn og ákalli til Guðs föður fyrir Jesúm Krist. Þjóðin þurfti á hjá- stoð að halda og huggun traustri þar sem var harðæri á marga grein, ís og eldur, (myndað galdra- fár og næsta raunverulegt kon- ungsvald, sem beitti óþægilegum innheimtuaðgerðum. Skáldið Ingimar Erlendur Sig- urðsson hefur ritað svo: „Hinir gengnu menn, forfeður okkar, gen- gust undir kvöl sína; gengu mögl- unarlaust sína mannlegu pislarg- öngu, gengust sjálfviljugir undir dóm: gengu á krossinn með meist- ara sínum hið innra. Hallgrímur Pétursson gekk í Passiusálmum pislargöngu frelsara sins; gekk hana af þvilíkri innlifun að þjóðin, sautjándu aldar þjáningarþjóð ís- lensk, gekk kveðandi á krossinn — með honum og Kristi." Það er ekkert efamál, að það var trúin á konung konunganna, sem gerði þjóðinni mögulegt að lifa af. Trúin á Jesúm Krist, vissan um návist hans, varð til þess að fólk gafst ekki upp. Það trúði því að tilgangur væri með tilveru þjóðar- innar sem sérstakrar heildar. Hún fylgdi konunginum Kristi og vissi hann ofar öllu öðru valdi. Þjóð- skipulag þar sem einn kúgar ann- an er ekki Guðs ríkis. Þvi verður þess beðið enn og ætið í okkar heimi, að til komi Guðs riki. Ofar hverju mannlegu valdi er vald kærleikans Guðs, er umbreyta vill hverri jarðneskri herratign svo að hún stjórnist af kærleikanum ein- um. Úm islenska menningu og tengsl hennar við kristna trú eiga við orð merks skólamanns, Alf Ahlbergs, sem sagði: „Menning fæðist með trú sinni, þróast með henni, deyr með henni.“ Guð gefi að islensk menning megi áfram þróast með trú sinni, í Jesú nafni. Sr. HjÁlmar Jónsson er prófssíur i Sauóírkróki. Sighvatur Karlsson frystihússtjóri í Hvalstöðinni: „Það er eitthvað við þessa vinnu að vera í hvalnum“ BorgarfirAi, !. ágúst f Hvalstöðinni í Hvalfirði er unn- inn sá hvalur, sem veiddur er hér við land. M.a. er hluti af kjötinu frystur þar strax, þ.e. sá hluti, sem er viðkvemastur og verðmestur. Lakari hlutar af hvalnum eru frystir í Hafnarfirði og ekið þangað fersk- um jafnóðum. Frystihússtjóri í Hvalstöðinni er Sighvatur Karlsson guðfræðinemi, sem vinnur í Hval- stöðinni í sumarleyfum frá námi. Hefur Sighvatur unnið ( 7 sumur samfellt i Hvalstöðinni og verið frystihússtjóri sl. 5 ár. Var Sighvat- ur fyrst inntur eftir því, í hverju starf frystihússtjóra væri fólgið. — Frystihússtjóri hefur eftir- lit með því, að unnið sé í húsinu og sér um, að afurðir séu pakkað- ar og settar í frystinn jafnóðum. Markmiðið er að setja þetta í góð- ar umbúðir. Geysileg verðmæti liggja i hvalnum og eins gott að hafa allt í lagi. Fryst eru 22 tonn á sólarhring og er búið að frysta um 900 tonn núna hér uppfrá. Á sama tíma i fyrra var búið að frysta mun minna og alls fryst um 1.100 tonn, svo það stefnir í metvertíð. Júli hefur verið léleg- ur, en júní var mjög góður, svo það ætti að verða góð vertíð, ef veður verður skaplegt á miðunum til veiða. Þið vinnið 8 tíma vaktir og sof- ið síðan aðra 8 tíma og byrjið aft- ur að vinna 8 tfma. Er þetta ekki erfitt? — Mér þótti þetta ákaflega erfitt fyrst, þegar ég var að byrja 18 ára gamall og oft var maður þreyttur. En mér finnst eins og siðustu vertíðir hafi verið eitt augnablik miðað við hina fyrstu. Það er eitthvað við þessa vinnu að vera í hvalnum og það bætir þetta allt saman upp. Sumarið fer fram hjá alveg, nema rétt á vorin, en þá er maður bundinn i prófum í skólanum, lesa bækur, svo ég hefi lítið haft af undanförnum sumrum að segja. Er erfitt að vera fjarri fjöl- skyldunni? — Þetta tekur á eftir að fjöl- skyldan stækkaði, og þess vegna er erfiðara að vera hér en áður. Ég hygg, að þetta verði lokavertið mín, þar sem ég á eftir lokarit- gerðina i skólanum og stofnana- vinnu, sem við erum skyldug til að taka i guðfræðinni. Blaðaskrif voru um það fyrir nokkru, að dvölin hér i Hvalstöð- inni væri eins og í þrælabúðum. Er það rétt? — Menn eru ekki á sama máli Sighvatur Karlsson frystihússtjóri með 16 kg sporðkétspakkningu eftir að hún hefur komið úrpönn- unum frá hraðfrystingunni. A upp- boði i Japan fer sporðkétið, sem er dýrasti hlutinn af hvalnum, á ura 1200 kr. kflóið, svo þessi 16 kflóa pakkning gerir um 18—19 þúsund kr. og trúnaðarmaðurinn. Hann tók sér það bessaleyfi að fara með þetta í blöðin án samráðs við báð- ar vaktir. Aðbúnaður er ágætur hér. Unnið er á átta tima vöktum, farið i sturtu, étið, blöðin lesin eða bók, horft á myndvarpið eða myndbönd. Sumir fara á böll og koma þaðan hressir og endur- nærðir, jafna sig á frívaktinni. Þetta eru ekki þrælabúðir. Það er mikil vinna, en menn hafa lika mikið upp úr þessu. Næsta sumar verður að öllu óbreyttu siðasta sumarið, sem hvalveiðar verða stundaðar í þeim mæli sem verið hefur. Held- urðu að menn horfi með söknuði til þess? — Já, ég hygg nú það. Sumir hvalmenn hafa komið i sumar- leyfum sínum, eina helgi eða svo, jafnvel eina viku til þess að kynn- ast gamla góða sjarmanum hérna og endurupplifa gömlu góðu dag- ana. Ég ráðlegg forráðamönnum Hvals að huga að fiskeldi i stað hvalveiðanna. Hér er nægt land- rými, braggar til þess að hafa fiskeldiskerin í, heitt vatn og svo er unnt að frysta laxinn á staðn- um. Ef hvalurinn verður veiddur aftur, þá er fljótlegt að breyta til. — PÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.