Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 62
142 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 Bíóhöllin: HUN var sannkölluö drauma- dís Allens; hún hafði stór og dökk augu, fallegt bros, mikið og Ijóst hár og kraftmikinn sporð. Þannig hljóðar lýsingin á aðal- persónunni í næstu mynd sem Bió- höllin mun sýna. Myndin heitir SPLASH og er splunkuný, hún var frumsýnd vestanhafs í mars síð- astliönum og naut hún griöarlegra vinsælda þar. Leikstjóri myndarinnar er Ron Howard, einn yngsti leikstjórinn í Hollywood. Hann lék eitt aðalhlut- verkið í „American Graffiti" fyrir rúmum tiu árum, en nú beinir hann kröftum sínum eingöngu aö leik- stjórn. Honum hefur tekist allvel upp á því sviöi, myndir hans, til aö mynda Night Shift (sem Austur- bæjarbíó sýndi sl. vetur) hafa notiö allmikilla vinsælda. SPLASH er fyrsta kvikmyndin sem hinn nýi armur Walt Disney- hringsins Touchstone Films sendir frá sér. Á undanförnum árum hefur Walt Disney oröiö eftir í þróuninni, myndir fyrirtækisins þóttu gamal- fræga í New York, og veröur held- ur en ekki ástfangin af ungum manni, sem hún rekst á — og get- iöi hvar — úti á hafi. Ungi maöur- inn kemst ekki hjá aö veröa ást- fanginn og byrjar þá eitt sérkenni- legasta ástarsamband sem um getur á léreftinu. En þrátt fyrir ást- ina, þá er líf þessa pars ekki eilíf sæla, þvi ákafir visindamenn þefa hafmeyjuna uppi og vilja þeir rann- saka fyrirbærið. Aö lokum þarf Madison aö velja milli lífs á landi hjá kærasta sínum eöa lifs i söltum sjó. Gervi og útbúnaöur hafmeyj- Hún þarf að borða ains og aðrar varur, kúsksl og krabba. Hafmoyjan, Doryl Hannah. Kvoöjustundin? Hafmoyjan stigur á land, gangandi vogfarondum til mikillar furðu. dags og engir nenntu aö sjá þær. Þaö hlaut því aö koma aö þvi aö Ijós rynni upp fyrir forráöamönnum þess. SPLASH ber þaö meö sér aö Walt Disney-fyrirtækiö sé aftur komiö á réttan kjöl. Aöalhlutverkiö, hafmeyjuna sjálfa, leikur hin unga Daryl Hann- ah. Hún er ekki beint fiskur, en hvaö getur hún aö þvi gert þó aö henni vaxi fætur þegar hún stígur á land og henni vaxi tveir myndar- legir sporöar þegar hún dýfur sér í saltan sjóinn. Eöa í baökeriö heima hjá kærastanum. Hún heitir Madison, eftir torginu unnar hefur hvarvetna vakiö at- hygli, svo meistaralega þykir til hafa tekist. Eins og sést á mynd- unum hér á síðunni er útbúnaöur- inn hvorki mikill né flókinn, stúlkan er svo aö segja nakin. Þannig eiga hafmeyjur einmitt aö vera, en leikkonan Daryl Hannah er ekkert hrifin af nektarsenum. Hún lét sig samt hafa þaö og lék hlutverk sitt eins og til var ætlast. Hún huggaöi sig viö aö siöa Ijósa háriö huldi hin voldugu brjóst aö mestu. Bíóhöllin mun frumsýna mynd- ina um hafmeyjuna, SPLASH, um miöjan septembermánuö. IJE hiEIMI rVirMYNDANNA Austurbæjarbíó: Hörkutólið Harry Clint Eastwood snýr aftur í hlutverki Dirty Harry Clint Eastwood hefur aöeins eina ímynd: ímynd hörkutólsins. Hann vakti fyrat athygli i hlut- vorki manns með stáltaugar, mannsins sem drap án þess aö blikka auga. Clint hefur reynt aö breyta þessari ímynd, hann hefur leikið i nokkrum kvikmyndum þar sem hann gengur þvert á hina klassísku ímynd sína, en ekki meö nógu góöum árangri, segir bankareikningurinn hans. Clint hefur því alltaf snúiö sér aft- ur aö gamla hlutverkinu, hörku- tólinu Dirty Harry. Þaö hefur alltaf gefiö góöa raun, því þnr myndir hafa rakaö inn peningum. Clint hefur nú gert enn eina myndina um Dirty Harry, og nefnist hún Sudden Impact. Hún var ein aöal- jólamyndin í Bandaríkjunum nú síöast og varö hún gríöarlega Sondra Locke leikur konuna meö morö í huga. vinsæl. En spurningin er: hefur Clint Eastwood gengiö of langt aö þessu sinni? Þaö er nefnilega meö þessa mynd karlsins, aö höröustu aödáendur hans blikna þegar þeir sjá allt ofbeldiö í myndinni. Af réttlæti í heiminum Dirty Harry kemur inn á kaffi- stofu. Afgreiöslukonan er hrædd við þennan fræga byssumann. Harry tekur ekki eftir henni, hann sest og les í blaöi. Afgreiöslukonan er svo úttauguö aö hún fyllir bolla Harrys af sykri í staö kaffis. Harry stendur upp og gengur út meö byssu í hönd. í þann mund koma ungir vandræöaseggir askvaöandi inn meö rán í huga. Harry heldur á bollanum og þegar hann ætlar aö drekka hann veröur hann fyrir sætum vonbrigöum." A meöan ræna ungu glæpamennirnir kaffi- stofuna. Harry snýr til baka og þá fyrst tekur hann eftir ráninu. Augu Harrys eru kaldari en ísmoiar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.