Morgunblaðið - 06.01.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.01.1985, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1985 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURDUR ÞORKELSSON Hangikjöts- og bjúgnaréttir Þrettándinn, 6. janúar, síðasti dagur jóla! Ekki er nú haldið upp á hann í líkingu við það sem áður tíðkaðist, en þrettánd- inn var talinn helgur fram til 1770. Álfabrennur hafa lengi verið haldnar þann dag og hefur þeim fjölgað aftur hin síðari ár. Sumir skjóta upp flugeldum á þrettándanum, eru það oft flugeldar sem orðið hafa eftir um áramótin. Senni- lega verður nokkuð um slíka flugelda nú hér sunnanlands, enda var illt veður á nýársnótt. Haldnar eru álfabrennur á þrettándanum og mun eitthvað vera eftir af ónotuðum brennum síðan á gamlárskvöld, sem eflaust verður kveikt í, ef vel viðrar. Sú trú var lengi að þeir draumar sem menn dreymdi á þrettándanótt væru merkastir og þýðingarmestir, en þá nótt átti Austurvegsvitringa að hafa dreymt fyrir fæðingu Krists, heitir sú nótt því draumanóttin mikla. Á þrettándanum fer síðasti jólasveinninn frá byggð til fjalla. Áður tíðkaðist að gera vel við menn í mat og drykk á þrettándanum, að „rota jólin“. Sennilega eru flestir búnir með jólahangikjötið, en handa þeim sem eitthvað eiga eftir, eru hér tvær uppskriftir með hangi- kjötsleifum, en handa öðrum eru hér aðrar tvær með bjúgum, en bjúgu munu hafa verið og eru enn algengur matur á þrettándanum. Ef eitthvað er eftir af laufabrauði, er það gott með þessum réttum. Að málsverði loknum er sjálfsagt að setjast við jólatréð með smákökur og kaffibolla, því eftir þrettándann taka flestir jólatréð niður. Aflangt brauð fyllt hangikjötsleifum o.fl. með Handa 8 1 dagsgamalt aflangt brauð, 200 g hangikjötsleifar, Vt pk. rjómaostur án bragð- efna, 250 g, 1 hálfdós kurlaður ananas, 5 dropar tabaskósósa, 1 græn paprika, 'h lítil gúrka, 1—2 bitar sultaður engifer (stem ginger), má sleppa. 1. Skerið af báðum endum brauðsins, holið það síðan að innan. Þurrkið innvolsið og notið í rasp. 2. Takið steinana úr paprikunni og skerið í litla bita, skerið hangikjötið og gúrkuna í litla bita. Síið ananasinn. Skeriö engiferið í mjög litla bita. 3. Hrærið rjómaostinn með tab- askósósu og engiferi, blandið síð- an hangikjöti, ananas, papriku og gúrku út í. 4. Setið massann inn í brauðið. Best er að troða vel út við brún- irnar, setja brauðið upp á end- ann og slá því i borðið. Þegar búið er að fylla brauðið er því vafið þétt í álpappír og sett í kæliskap í 6 klst. 5. Takið álpappirinn utan af. Skerið endasneiðarnar af, berið fram á bretti og skerið nokkrar sneiðar niður. HangikjöLsleifar með grænmeti og súrmjólkursósu Handa 4 300 g hangikjötsleifar, 1 hálfdós belgbaunir, 5 stórar soðnar kartöflur, 10 radísur, ef þær fást, væn grein fersk steinselja eða 1 msk þurrkuð, 1 msk vínedik, 1 msk milt sinnep, 2 msk matarolía, 1 bolli súrmjólk, 1 tsk hunang, 3 dropar tabaskósósa, lh tsk salt. 1. Síið súrmjólkina i kaffipapp- írspoka í 2—3 klst. 2. Blandið saman súrmjólk, vín- ediki, sinnepi, matarolíu, hun- angi og tabaskósósu. 3. Skerið kartöflurnar í þykka bita, skerið hangikjötið í bita. Síið belgbaunirnar. Blandið þessu síðan saman í skál. 4. Hellið súrmjólkursósunni yf- ir. Blandið saman með tveimur göfflum. 5. Skerið radísurnar í þunnar sneiðar og raðið yfir skálina, stráið síðan steinseljunni yfir. Meðlæti: Laufabrauð, flatbrauð eða rúgbrauð og smjör. Bjúgu með eplum, lauk, gulrótum og hnetum Handa 4 2 meðalstór bjúgu, ósoðin, 1 stór laukur, 2 græn epli, 3 meðalstórar gulrætur, 2 msk matarolía, nokkrar valhnetur eða pecan- hnetur. 1. Sjóðið bjúgun eins og segir á pakkanum. Takið síðan af þeim plastið og skerið í sneiðar. 2. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjarnann, skerið síðan í sneiðar. Afhýðið gulræturnar og skerið i þunnar sneiðar, afhýðið laukinn og skerið í sneiðar. 3. Hitið mataroliuna á pönnu, sjóðið síðan laukinn og gulræt- urnar í henni í nokkrar mínútur. Gætið þess að þetta brúnist ekki. 4. Minnkið hitann, setjið epla- sneiðarnar ofan á laukinn og gulræturnar. Setjið lok á p>önn- una og látið sjóða í 15 mínútur. 5. Raðið bjúgnasneiðum ofan á, stráið hnetunum yfir. Bregðið pönnunni smástund í bakaraofninn og látið brúningu koma á bjúgun og hneturnar. Ef pannan er með skafti, sem ekki þolir hitann í bakaraofninum, þarf að hella maukinu á eldfast fat og raða síðan bjúgunum og hnetunum ofan á. Brúna síðan í bakaraofninum. Meðlæti: Kartöflustappa. Brauðbotn með bjúgum og aspargus Handa 4 Þið getið notað hvers konar soðna pylsu eða bjúgu í þennan rétt. Botninn: 200 g smjörlíki, 250 g hveiti, 1 lh dl súrmjólk. 1. Skerið kalt smjörlíkið í þunn- ar flögur og blandið saman við hveitið. Látið það ekki jafnast vel saman. 2. Setjið súrmjólkina út í og hnoðið lauslega. Þrýstið síðan deiginu á botninn og upp með börmunum á pie-móti, geymið síðan mótið í kæliskáp í 1—2 klst. 3. Hitið bakaraofninn í 200°C og bakið botninn í 10 mínútur. Tak- ið þá úr ofninum, setjið fylling- una á hann og bakið áfram. Fyllingin: 1 stórt soðið bjúga, u.þ.b. 300-400 g, 2 msk smjörlíki, 2 msk hveiti, 1 hálfdós aspargus, 2egg, V* tsk rifin múskathneta eða tilbúið duft, 200 g rifinn mariboostur eða annar feitur ostur. 1. Hitið smjörlíkið, hrærið út í það hveitið og búið til uppbakað- an jafning. Þynnið með asparg- ussoðinu. Ef það er of lítið, er hægt að bæta mjólk saman við, en þetta á að vera þykkur jafn- ingur. Kælið síðan jafninginn örlítið. 2. Hrærið eggin og múskatið út í jafninginn. 3. Skerið bjúgað í sneiðar og raðið ofan á brauðbotninn, setjiö aspargusinn yfir. 4. Hellið síðan jafningnum yfir. 5. Rífið ostinn og stráið yfir. 6. Setjið í miðjan bakaraofninn, 180°C, og bakið í 30—40 mínút- ur. Meðlæti: Hrásalat. 30-50% AFSLÁTTUR gj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.