Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 ICELANDAIR lG.7Gfl.422 thi raci /iGmmmrmf- SUNNUDAGUR 11 SEPTEMBER 1988 Að sögn Ólafs deyja árlega 7 milljónir bama í heiminum af völd- um niðurgangs. Aðrar 7-8 milljón- ir bama deyja árlega af völdum bamasjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningu og annar eins fjöldi fatlast andlega eða líkamlega. Áætlunin sem köll- uð er Child Alive var gerð til að efla hjálparstarf Rauða krossins og Rauða hálfmánans á þessu sviði. Starfsemi Rauða kross hússins einsdæmi á Norðurlöndunum Þeim hluta söfnunarfjárins sem rennur til innanlandsmála verður varið til þróunar á starfsemi Rauða kross hússins í Tjamargötu. Tæp þijú ár eru liðin síðan þar var opn- að neyðarathvarf fyrir böm og unglinga af öllu landinu. Athvarfið er opið allan sólarhringinn og þjón- usta sem þessi er einsdæmi á Norð- urlöndunum. „Þetta er sérhæfð þjónusta fyrir böm og unglinga. Þetta fólk getur leitað til okkar nákvæmlega þegar það hefur þörf fyrir hjálp en þarf ekki að bíða eftir viðtali í svo og svo langan tíma. Starfsemi Rauða kross hússins er viðurkenning á því að unglingar hafi þörf fyrir svona þjónustu og hún er ekki síst mikil- væg fyrir það að nöfn og heimilis- föng eru ekki skráð niður. Bamið þarf ekki að segja til nafns þó það hringi til að leita ráða eða spjalla um vandamál sín. Þetta skiptir miklu í okkar smásamfélagi sem gerir ráð fyrir því að allir bjargi sér sjálfir." Að sögn Ólafs eru vandamál þeirra bama sem leita aðstoðar Rauða krossins af öllum tegundum. Rætt við Ólaf Oddsson framkvæmda- stjóra Heimshlaupsins á Islandi HEIMSHLAUPIÐ REYKJAVÍK Heimshlaupið ’88: HEIMSHLAUPIÐ hefst næstkomandi sunnudag á sama tíma um allan heim, á íslandi klukkan 15.00. Hlaupið verður ræst við byggingu Sameinuðu þjóð- anna í New York að viðstödd- um tveimur börnum frá hveiju __ þátttökulandi. Að sögn Ólafs Oddssonar er markmið hlaupsins að vekja athygli á slæmri stöðu barna víða í heiminum og safna fjármagni til að bæta úr henni. Tekjuöflunin hér á landi mun fyrst og fremst fara fram með sölu á þátttökunúmerum sem fengin verða hjá Sport Aid sam- tökunum í London. Um 80% af söfnunarfé renna til aðstoðar Ólafur Oddsson framkvæmdastjóri Heimshlaupsins á íslandi. bömum utanlands en 20% renna til innanlandsverkefna. „Söfnunarfénu vegna erlenda verkefnisins verður ráðstafað í gegnum „Child Alive“, verkefni Alþjóða Rauða krossins sem berst gegn bamadauða af völdum niður- gangs og bamasjúkdóma. Talið er að 290.000 böm deyi í hverri viku af þessum sökum.“ Hlaupiö í þágubama Kortið sýnir hlaupaleiðina í Reykjavik. Morgunblaðið/Einar Falur Þátttökunúmer í Heimshlaupinu. Heimshlaupið ’88 Hlaupið víða um land ÁHERSLA hefur verið lögð á að landsbyggðin taki þátt í heimshlaupinu og hafa ung- mennafélög og deildir Rauða krossins átt veg og vanda af undirbúningi hlaupsins viða um land. Jenný Gíslason á Grundarfirði sagði í spjalli við Morgunblaðið að undirbúningur hlaupsins gengi vel og vonast væri til að í plássinu seldust um 150 þátttökunúmer. Það myndi samsvara því að 20% Grundfirðinga tækju þátt í hlaup- inu. „Við ætlum að hlaupa frá Búnað- arbankanum í miðbænum, í gegn- um plássið, fram í sveit og sömu leið til baka. Að þessu loknu á .að bjöða öllum þátttakendum í bíó. Hér hefur ekki verið kvik- myndasýning í mörg ár og marg- ir krakkar hér á Grundarfírði hafa aldrei farið í bíó. Það er því tals- verð eftirvænting hjá yngstu Grundfírðingunum. “ Skokkað um borð Á Fáskrúðsfírði er ætlunin að hlaupa hring inni í bænum að sögn Sigríðar Jónsdóttur. „Við hlaupum frá kaupfélaginu, út Skólaveginn, út að Heiði, inn Búðaveginn og aftur að kaup- félaginu. Hringurinn er hafður inni í bænum til að allir geti verið með. Við vonum auðvitað að sem flest- ir taki þátt í þessu. Ég er til dæmis búin að senda áskorun til skipveija á togaranum okkar, Hoffellinu, um að þeir skokki um borð í skipinu!" Sveinbjöm Njálsson sagði að í Skagafírði yrði hlaupið á þremur stöðum, í Varmahlíð, á Sauðár- króki og Hofsósi. „Fjarlægðir hér í Skagafírði eru svo miklar að ekki þótti stætt á öðru en að hlaupa á þessum þrem- ur stöðum. Á Hofsósi verður lagt af stað frá félagsheimilinu Höfða- borg, á Sauðárkróki frá gagn- fræðaskólanum og í Varmahlíð frá hótelinu. Ég þori ekkert að segja til um þátttöku því þetta ber upp á heldur slæmum tíma; smalamennska og réttir fara fram um helgina." Páll Pétursson í Vík í Mýrdal sagðist ekki vita fyrir víst um þátttöku í hlaupinu en hann taldi að ef veður yrði gott myndu 50-60 manns hlaupa. „Við hlaupum í kring um þorpið og austur með því, alls 4-5 kíló- metra. Stefnt er að því að allir geti verið með, ungir, gamlir og fatlaðir, enda geta menn hlaupið, skokkað eða gengið ef þeir vilja. Tilgangurinn er að allir hafi gam- an af þessu.“ Hundaeigendur í Heiðmörk Að sögn Magnúsar Ámasonar í Garðabæ verður ekki skokkbraut inni í sjálfum bænum heldur í Heiðmörk þar sem sérstök áhersla verður lögð á að hundaeigendur geti tekið þátt í heimshlaupinu. „Við stefnum á að hundaeigend- ur af öllu höfuðborgarsvæðinu geti komið í Heiðmörk og tekið þátt í hlaupinu um leið og þeir viðri hunda sína. Þetta er þó ekki bundið við hundaeigendur, allir eru velkomnir. Hlaupið hefst við innkeyrsluna í Heiðmörk Garða- bæjarmegin og við vonum að a.m.k. 400 manns mæti.“ VERTU MEÐ! PU GEHGUR - SKOKKAR EÐA HLEYPUR VEGALENGD VIÐ PITT HÆFI. 11. SEPTEMBER KL. 15.00 Það sigra allir sem taka þátt í Heimshlaupinu '88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.