Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 1
Hvað kemur okkur fyrst- í
hug, þegar minnst er ársins
1918? Tvennt er það einkum,
sem menn mundu vilja nefna á
undan öðru: ísland varð full-
valda ríki og fyrri heimstyrj-
öldinni lauk. Þetta veit hvert
mannsbarn, sem komið er til
vits og ára. Árið 1918 táknar
markverð tímamót, bæði fyrir
fslendinga og allan hinn vest-
ræna heim. Fyrir íslendinga
var endurheimt fullveldis stór-
kostlegur sigur og áfangi, sem
menn höfðu beðið eftir með ó-
þreyju. Það táknaði raunar, að
ný öld var að renna upp, en
það sama mátti segja að gilti
um flest Evrópulöndin eftir
styrjaldarlokin.
Sú skoðun hefur oft heyrzt,
að lok heimstyrjaldarinnar
1918 hafi valdið aldahvörfum.
Hin raunverulegu aldamót hafi
verið þá. Tímabilið frá alda-
mótunum fram að fyrri heim-
styrjöldinni var í rauninni
meira í ætt við 19. öldina. Menn
hrifust af nýjum hugsjónum,
voru bjartsýnir, trúðu á frið
og mátt vísindanna. Á ytra borð
inu var talsverður glæsileiki
ríkjandi, að minnsta kosti í
borgum Evrópu, en það var í
rauninni hrörnandi þjóðfélags-
form, engan grunaði þá að fram
tíðin ætti eftir að bera í skauti
sér önnur eins átök, grimmd
og skelfingar, sem raun bar
vitni um. Við lok heimstyrj-
aldarinnar 1918 voru menn ■■
jafnvel bjartsýnir á það, að
nú hefði verið háð stríðið til
að binda endi á öll stríð. Þeir ■
sem kynntust óhugnaði styrjald
arinnar á Vesturvígstöðvunum
í Evrópu voru sannfærðir um,
að aldrei mundi mannkynið
framar kalla slíka viðurstyggð
yfir sig.
Auk hins merka áfanga í sam
skiptunum við Dani og styrj-
aldarlokanna minnast ís-
lendingar þess frá 1918, að ]»á
urðu meiri frosthörkur um
land allt en dæmi voru tU um.
En það f jórða, sem setti mark
sitt á árið var vágestur sunn-
an úr Evrópu, spánska veikin.
Skal nú rakin saga ársins 1918
hér á íslandi, eins og hún birt-
ist í frásögum dagblaða, þar
sem skýrt er frá atburðum frá
degi til dags. Einkum verður
stuðst við fréttafrásagnir Morg
unblaðsins.
MESTA FROST í
MANNA MINNUM
Fyrstu daga ársins 1918
verður ekki séð á fréttum, að
stóratburðir séu í nánd. Allt
er með friði og spekt. í Gamla
bíói geta Reykvíkingar séð
„Þorgeir í Vík“, og Erlingur
Pálsson sundkennari hefur unn
ið nýárssundið, sem hófst frá
Jes Ziemsensbryggju á nýárs-
dag. Sjávarhitinn var 1,5 stig
en vegalengdin 50 metrar.
Bjarni Jónsson frá Vogi flutti
ræðu og afhenti verðlaunin í
vörugeymsluhúsi Eimskipafé-
lagsins við Steinbryggjuna.
Viku af janúar berast fregnir
af ís, sem kominn er inn á ísa-
fjarðardjúp, það er norðanátt
og hörkufrost og stórviðri um
mestallt landið. Jafnframt var
í Reykjavík 20 stiga frost, og
segja kunnugir að slíkt fár-
viðri hafi ekki komið hér síð-
ustu 7 árin þar á undan.
Það fór eins og margir höfðu
búizt við, að hafísinn mundi
ekki láta á sér standa í norð-
anstorminum. Mikill ís var á
Húnaflóa og ófært til Siglu-
fjarðar. Áttunda janúar er
mannheldur ís á höfninni og
sagt að fjöldi manns sé þar að
spóka sig milli skipa og vél-
báta.
Frá Finnlandi berast þær
fréttir að þar í landi hafi menn
ekki farið varhluta af ógnum
og skelfingum borgarastyrjald
airnnar í Rússlandi. Sést það
bezt á bréfi því, er hér fer á
eftir og er frá danskri konu í
Finnlandi.
„Stjórnleysi rússnesku bylt-
ingarinnar nær einnig til Finn-
lands, því að hinir rússnesku
hermenn sem hér eru hafa hrist
af sér allan aga og slá sér sam-
an við versta þorparalýðinn í
landinu. Grimmdaræðið hófst
fyrir nokkrum vikum með því að
hinir ríkustu óðalsbændur
voru myrtir, en nú eru menn
drepnir hrönnum saman, hver
svo sem staða þeirra er.“
Frostið heldur áfram og 12.
janúar berast þær fregnir að
kol séu nær uppseld og því
miður engar líkur til þess að
kolaskip muni koma á næstunni.
Vegna frostgrimmdarinnarfalla
messur niður og menn hafa
varla haldizt við vinnu. 235
manns eru í svokallaðri dýr-
Gísli Sigurðsson tók saman.
Fiskvinna á Kirkjusandi. Á efri myndinni blaktir danski fán-
inn enn við hún.
rr
Austurstræti haustið 1918.
tíðarvinnu. Þeir vinna að grjót
mulningi og holræsagerð og
undirbúningi hins nýja Hafnar-
fjarðarvegar.
H inum árlega styrk til
skálda og listamanna er úthlut- I
að þrátt fyrir gaddinn og Ein-
ar Kvaran rithöfundur er efst- ;
ur með 2,400 kr. Næst hæsta
styrkinn hlýtur Einar Jónsson '
myndhöggvari, 1500 krónur, |
Guðmundur Magnússon rithöf- j
undur, 1200 kr. Guðmundur ;
Guðmundsson skáld 1000 kr. og i
Jóhann Sigurjónsson rithöfund- j
ur 1000 kr. Ásgrímur Jónsson
málari, er aftarlega á listanum i
með 500 kr.
Uppúr miðjum janúar er talið
óhugsandi að nokkurt skip
komist fyrir Langanes og ófært
á flestar hafnir á Norðurlandi.
Um þetta leyti hefur sézt í
enskum blöðum, að landi vor,
Vilhjálmur Stefánsson land-
könmuður, isé kominn fram í Al-
aska eftir rúmlega fjögurra ára
útiveru á norðurslóðum. Vil-
hjálmur hafði lagt af stað í
þennan leiðangur 1913 og feng-
ið ríflegan styrk hjá Kanada-
stjórn, en áform hans var að
ferðast um löndin norðan Beau
forthafsins. Þá ætlaði Vil-
hjálmur einnig að rannsaka ná-
kvæmlega skrælingja þá, sem
þar búa og færa sannanir fyrir
staðhæfingu sinni, að til væru
svokallaðir hvítir skrælingjar.
Fleiri landar hafa getið sér
góðan orðstír erlendis, Harald-
ur Sigurðsson er orðinn kenn-
ari í píanóleik við sönglistar- *
skólann í Erfurt og ætlar að
halda hljómleika í Dresden, en
Pétur Jónsson er í Kiel og
syngur þar við góðar undir-
tektir. Meðal annars hefur
hann sungið Siegfrid, og hlot-
ið mikið lof fyrir. Um þessar
mundir er hinn frægi Kína Lífs
-Elexír í miklum metum og í
byrjaðan febrúar, þegar Lagar-
foss kemur að austan, var stol-
1. desember 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17