Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Suður-Afríka vill ódýrari alnæmislyf Langflestir þeirra milljóna Suður-Afríku- búa sem sýktir eru af alnæmi hafa ekki efni á lyfjameðferð sem gæti lengt lífdaga þeirra. AL Gore, varaforseti Bandaríkjanna, var skot- spónn mótmæla sem fram fóru í Jóhannesar- borg í síðustu viku, gegn háu verði á lyfjum við alnæmi í Suður-Af- ríku. Um þrjú hundruð mótmæl- endur söfnuðust saman úti fyrir ræðismannsskrifstofu Bandaríkj- anna með skilti sem á stóð: „Græðgi Gores drepur,“ og „Bandaríkin hætti að níðast á fá- tækum ríkjurn." „Bandaríkjastjórn virðist ein- göngu vera málpípa stóru lyfjaíyr- irtækjanna," sagði Moma Cornell, framkvæmdastjóri Alnæmissam- takanna. „Þeir eru hræddir við að Bandaríkjamenn, sem borga svo hátt verð fyrir sín lyf muni taka eftir þessu og segja: Bíðið við, þetta er ódýrara þama.“ Lög verði afnumin Bandarísk yfirvöld hafa krafist þess að Suður-Afríka afnemi lög sem eiga að leiða tii lægri lyfja- kostnaðar með því að einkaíeyfi bandarískra og annarra lyfjafram- leiðenda verði sniðgengin. Stjórn- völd í S-Afríku segja að þær millj- ónir fátækra íbúa landsins, sem hafi alnæmi, hafi ekki efni á dýrri meðferð, og vilja SAfríkumenn fá leyfi til að framleiða lyfin sjálfir eða flytja lyfin inn frá öðmm lönd-: um, þar sem þau em seld á lægra verði samkvæmt framleiðsluleyfi. S-Afrísk lyfjaíyrirtæki, sem flest era dótturfyrirtæki bandarískra og evrópskra alþjóðalyfjarisa, ráku upp ramakvein þegar lögin voru samþykkt. Bandarískir, evrópskir og s-afrískir lyfjaframleiðendur hafa með málsókn komið í veg fyrir að lögin, sem em frá 1997, taki gildi. En það sem hefur komið bar- áttufólki fyrir hagsmunum alnæm- issjúklinga í S-Afríku og Banda- ríkjunum í mest uppnám er tveggja ára herferð bandarískra stjórnvalda fyrir því að S-Afríka ógfidi lögin, eða sæti viðskipta- þvingunum ella, en slíkt gæti kom- ið illa við lýðræðisþróunina í land- inu. Gore hefur verið gagnrýndur op- inberlega fyrir að þiggja fé frá lyfjafyrirtækjum. Þá segja alnæm- isbaráttumenn það ljóð á ráði Gor- es að hann hafi rætt þessa við- skiptadeilu við Thabo Mbeki, nú- verandi forseta S-Afríku, í Höfða- borg fyrr á árinu, er Mbeki var varaforseti. Gore kveðst hins vegar hafa sett lyfjafyrirtækjum stólinn fyrir dyrnar með kröfur um við- skiptaþvinganir. Viðræðurnar við Mbeki hefðu miðað að því að finna lausn á vandanum, en slíkt yrði að gerast „í samræmi við alþjóðlegar samþykktir". Einn af hverjum átta fullorðnum S-Afríkubúum er sýktur af veiranni sem veldur alnæmi (HIV). Meðal barnshafandi kvenna er hlutfallið helmingi hærra, sam- kvæmt upplýsingum stjórnvalda. Alnæmisbaráttufólk í S-Afríku hefur einnig beint spjótum sínum að þarlendum stjórnvöldum fyrir að neita að bjóða bamshafandi konum, sem sýktar eru af HIV, ókeypis meðferð með AZT-lyfja- blöndunni, en komið hefur í ljós að blandan minnkar um helming lík- umar á að fóstur sýkist af móður. AZT-meðferð er miklu dýrari en flestir S-Afríkubúar hafa ráð á. Fyrrverandi heilbrigðismálaráð- herra, sem nú gegnir embætti ut- anríkisráðherra, sagði stjómvöld ekki hafa efni á að veita slíka með- ferð nema lyfjafyrirtækin lækkuðu verð lyfjanna. Ógn við einkaleyfin Lyfjaframleiðendur í Bandaríkj- unum halda því fram, og stjórnvöld taka undir, að fyrmefnd lög í S-Af- ríku ógni einkaleyfum þeirra og þar með tekjunum sem varið sé tfi að standa straum af miklum kostn- aði við að þróa alnæmislyfin. En þeir sem fylgjandi era lögun- um, og vestrænt alnæmis- og neyt- endabaráttufólk, líta málið öðram augum. Það segir lyfjafyrirtækin einfaldlega hugsa meira um ágóða en mannslíf. Lyfjaframleiðendur segja einnig, að jafnvel þótt verð lyfjanna yrði lækkað myndi það litlu breyta. Meðferð við HIV eða alnæmi sé flókið ferli og ólíklegt sé að árang- ur náist í landi með ófullkomið heil- brigðiskerfi. „Þetta er miklu flókn- ímŒS&BŒb 13 feta m/ísskáp og borðkrók o.fl. kr. 850.000 kr. 450.000 &fgrtittafl<xger.. Landsins bestu verð Qerið verðsamanburð IMetsaSan ehf Garðatorgi 3 • Garðabæ Sími 565 6241 ara en bara að koma pillum til fólks,“ sagði Tom Bombelles, full- trúi samtaka lyfjaframleiðenda í Bandaríkjunum, í samtali við fréttaritið Time. „Þar sem er einn læknir á hverja 10 þúsund íbúa, engir vegir og eng- in sjúkrahús, era það hártoganir að tala um lyfjakostnað," sagði Bombelles. Það sem meira væri, ef alnæmislyfjablöndur era ekki teknar á réttan hátt geti orðið til nýir stofnar af sjúkdómnum, sem erfiðara sé að ráða við. Fulltrúar lyfjafyrirtækja segja unnið að því að finna öraggari og raunhæfari leiðir tfi að koma lyfjum tfi fólks í Afríku, að því er fram kemur í Time. Bandaríska fyrirtæk- ið Bristol-Myers Squibb hefur veitt 100 milljónum dala tfi alnæmisrann- sókna í fimm Afríkuríkjum, þar á meðal S-Afríku. Á að verja megninu af þeim peningum tfi að finna lækn- ingu sem fólk hefur efni á. Annað bandarískt fyrirtæki, Glaxo Wellcome, hefur boðist til að selja s-afrísku heilsugæslunni AZT-meðferð með 70% afslætti frá meðalheimsverði, til að meðhöndla barnshafandi konur. Heilbrigðisyf- irvöld segja að jafnvel með þessum afslætti hafi þau ekki efni á með- ferð fyrir þær þúsundir verðandi mæðra sem séu sýktar. Reuters Algengasta dánar- orsökin í Taílandi ALNÆMISSJÚK börn í Taílandi borða hádegisverð á barnaspítala í Bangkok. For- eldrar þeirra létust úr alnæmi og ekki er talið að börnunum verði langra lífdaga auðið. Al- næmi er algengasta dánaror- sökin í Taflandi, og hafa rúm- lega 300 þúsund manns látist af þeim orsökum, að því er fram kemur í fréttaritinu Time. Flestir sem eru sýktir eru of fá- tækir til að greiða fyrir með- ferð sem gæti gert þeim kleift að lifa með sjúkdómnum í stað þess að deyja af hans völdum. Taflensk stjórnvöld hafa ekki reynt að krefja lyfjaframleið- endur um ódýrari lyf, heldur fylgt fordæmi Vesturlanda. Á síðasta ári létu yfirvöld í Taflandi undan þrýstingi frá bandarískum sljórnvöldum og breyttu höfundarréttarlögum landsins til samræmis við slík lög í þróuðum ríkjum. Alnæmis- baráttufólk hefur andmælt laga- breytingunum og tekið málið upp við fulltrúa Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna. Segir baráttufólkið að ef lyijaverð fengist lækkað um helming ættu flestir Taflendingar möguleika á meðferð. Skortur á flugmönn- um yfirvofandi Bandarísk landshlutaflugfélög eru farín að ráða til sín flugmenn sem hafa allt niður í 80 flugtíma reynslu, en fyrir aðeins tveim árum hefði verið óhugsandi að ráðnir væru menn með minna en 2.000 tíma reynslu. SKORTUR á flugmönnum í Bandaríkjunum er orðinn al- varlegur, og það eina sem getur bjargað bandarískum flugfélögum frá því að verða illa fyrir barðinu á þeim skorti er efnahags- niðursveifla. Þetta kemur fram í ný- legu tölublaði Flight Intemational. Tímaritið hefur það eftir heimild- um frá bandaríska flugfélaginu US Airways að þarlend landshlutaflug- félög séu þegar farin að finna fyrir flugmannaskorti, og þess sé ekki langt að bíða að stóru flugfélögin verði fyrir hinu sama. US Airways hefur dregið úr vexti landshluta- deildar sinnar á þeim forsendum að ekki séu nægilega margir flugmenn fáanlegir, og flugfélagið Midwest Express mun draga úr flugtíðni á sumum leiðum frá ágúst og fram í október af sömu ástæðu. Ástæða þess að landshlutaflugfé- lögin verða fyrst fyrir barðinu á skortinum er sögð vera sú, að stóru félögin ráði til sín flugmenn frá litlu félögunum, og því séu stóra félögin ekki enn farin að finna fyrir þessu. í leiðara Flight segir að flugfélögin virðist hafa að engu sterkar vísbend- ingar um hvert stefni. Aðeins 600 tíma reynsla Reyndar hafi stóru félögin alltaf gengið í smiðju hinna smærri og ráðið til sín starfskrafta frá þeim. Nú sé hins vegar svo komið, að litlu félögin ráði til sín flugmenn með allt niður í 800 flugtíma reynslu, en fyrir tveim áram hefði verið óhugsandi að félögin réðu menn með minna en 2.000 tíma reynslu. í helstu flugskól- um Bandaríkjanna spá menn því, að áður en langt um líður verði lands- hlutafélögin farin að ráða menn með aðeins 600 tíma reynslu. í leiðaran- um segir ennfremur, að hinar hefð- bundnu leiðir flugfélaganna til að fá til starfa flugmenn annars staðar frá en innan geirans séu að verða ófær- ar. Vegna þess að flugfélögin geri ekkert til að horfast í augu við vand- ann sé óhjákvæmilegt að þegar flug- mannaskorturinn skellur á af fullum þunga muni hann standa í nokkur ár. Hætt sé við að þetta dragi úr flugöryggi. Þá séu aðstæður einnig frá- bragðnar því sem áður hefur verið, vegna þess að hingað til hafi efna- hagssamdráttur jafnan komið flugfé- lögunum til bjargar þegar hætta á flugmannaskorti hefur verið yfirvof- andi, en horfur séu á að núverandi hagvaxtarskeið muni halda áfram. Flugfélögin hafi aldrei þurft að takast á við slíkt. Né heldur hafi þau áður staðið frammi fyrir því, að ekki sé hægt að fá nóg af flugmönnum sem hafi hlotið þjálfun í bandaríska flughernum. En kannski er ekki nema von að menn haldi að allt sé í stakasta lagi. Flight greinir frá því, að nýlega hafi Delta-flugfélagið, sem er eitt það stærsta í Bandaríkjunum, auglýst eftir nokkur hundruð flugmönnum og fengið 16 þúsund umsóknir. En næstum því hver einasti umsækj- andi sé nú þegar starfsmaður ein- hvers annars flugfélags, yfirleitt lít- ils landshlutafélags. Auk þess séu þessir umsækjendur ekki bara um- sækjendur hjá Delta, heldur sæki þeir um störf hjá öllum stóra félög- Vandann megi á endanum rekja til kennaraskorts, segir í Flight. Flestir séu kennararnir ungir og séu að safna þeirri reynslu sem flugfélögin hafi hingað til krafist, en geti ekki lengur sett sem skilyrði. Þar af leið- andi ráði landshlutafélögin kennar- ana frá flugskólunum fyrr en áður var, sem hafi tvenns konar afleiðing- ar: Það era ekki nógu margir kenn- arar til að svara eftirspum eftir námi, og framtíðarflugmenn flugfé- laganna njóti leiðsagnar kennara sem hafi litlu meiri reynslu en nem- endurnir sjálfir. Að minnsta kosti einn flugskóli í Bandaríkjunum er farinn að reyna að ráða til sín kennara erlendis frá, og við alla skólana viðurkenna menn að ástandið sé erfitt, þrátt fyrir að laun kennaranna hafi verið hækkuð umtalsvert. Eitt af því sem kann að koma til greina til að spoma við minnkandi kröfum um flugreynslu, samkvæmt Flight, er betri þjálfun flugmanna í skemmri tíma, þannig að þeir geti tekið við stjórn farþegaflugvéla jafn- vel eftir aðeins 300 tíma flugreynslu, að því gefnu að þeir hafi notið fyrsta flokks kennslu. 12% launahækkun Flugmenn margra bandarískra flugfélaga hafa hlotið þjálfim við flugdeild Western Michigan-háskóla, og þar hafa einnig verið þjálfaðir flugmenn írska flugfélagsins Aer Lingus, breska British Airways og flugfélags Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Talsmaður flug- deildarinnar tjáði Flight að kennur- um við deildina hefði nýlega verið veitt 12% launahækkun í þeirri von að þeir hyrfu ekki til starfa annars staðar. Talsmaðurinn sagði ennfremur, að jafnvel þótt hægt yrði að skipuleggja það góða kennslu að 300 tímai’ ættu að duga til þjálfunar fyrir flug- mannsréttindi væri ekki búið að svara þeirri spurningu hvar fá ætti kennarana sem veita ættu þessa vönduðu kennslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.