Tíminn - 07.04.1957, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.04.1957, Blaðsíða 1
Fylgizt með tímanum og lesið TÍI.IANN. Áshriítarsímar 2323 og 81SC0. Tíminn ílytur mest og fjöl- breytíasí almennt lesefiii. 41. árgangur. tmht Reykjavík, sunnudaginn 7. aprfl 1957. Innl í blaðlnu 1 dag: Rætt við frú Dagmar Freuchen, bls. 4. Rússnesk skáldsaga vekur heims- athygli, bls. 6. Skrifað og skrafað, bls. 7. 81. blaft, Ný hertækni fremur til að fyrirbyggja stórveldastríð en til be’nna landvama Forsetahfór.in ganga út úr flugafgreiðslunni á leið til vélarinnar. í fylgd með þeim er Haraldur Kröyer forsetaritari, Guðmundur í. Guðmundsson utanrikisráðherra (sem tók sér far með vélinni), Henrik Sv. Björnsson, ráðuneytisstjóri, Örn O. Johnson framkvæmdastjóri Flugfél. Ísíands yzt t. h. Forsetahjónin munu dveljast suð- ur á Ítaiín rnn páskana Fóru utan í gær í emkaermdum Forsetahjónin tóku sér far með Gullfaxa til útlanda í gærmorg- uu og fara þau þessa ferð í einka- erindum. Ferðinni mun fyrst heit ið til Hamborgar, og þaðan nú í dag til Munchen, og svo áfram suður til Rómaborgar, þar sem þau munu dvelja í mánaðartíma, að því segir í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta, sem birt var £ gær. Þegar forsetahjónin komu til flugvallarins í gærmorgun, voru þar fyrir handhafar forsetavalds, Hermann Jónasson, forsætisráð- herra, Emil Jónsson, forseti Sam- einaðs þings, og Jón Ásbjörnsson, forseti hæstaréttar, og kvöddu þeir forsetahjónin þar. Gegna þeir störfum forseta í fjarveru hans, og var birt um það tilkynning frá for- sætisráðuneytinu í gær. Með þess- ari sömu flugvél hélt Guðm. í. Guðmundsson utanríkisráðherra af stað til Helsinki til að sitja ráð- herrafund Norræna ráðsins. Með vélinni voru einnig skipbrojtsmenn irnir af belgíska togaranum, sem strandaði á Meðallandsfjöru á dög- unum. Björgunartæki handa SVFÍ Nýlega komu á skrifstofu Slysavarnaféla.gsins, formaður, gjaldkeri og varaformaður kvennadeildarinnar í Reykja- vík og afhentu Slysavarnafélag- inu 30 þús. krónur sem er fram- lag deildarinnar til félagsins af nýafstaðinni merkja- og kaffi- sölu. Sú ósk fylgdi þessu framlagi að keypt yrðu björgunartæki fyrir þessa peninga, meðal ann- ars mjög hentug tegund kallara til notkunar á björgunarstað, en þessir kallarar hafa reynzt mjög vel til að koma þráðlaus- um skilaboðum milli skipa og lands og myndu því geta komið að miklu gagni á strandstað'. Konurnar í kvennadeildinni i Reykjavík hafa verið mjög dug- legar við fjáröflun til slysa- varna á þessu ári eins og alltaf áður. Halda þær einnig uppi öflugu og skemmtilegu félagslífi sem er mjög til fyrirmyndar. Stærsta flugvél heims á að lenda Þáttaskil í landvarnasögu Breta me'S hinum nýju áætlunum í Moskvu Framsóknarféi. Reykjavíkur heldur fund um gjaldeyris- og fjárhagsmál Málshefjandi veríur Jón Árnason, fyrr. hankastjóri Framsóknarfélag Reykjavíkur liefir ákveðið að halda almennan félagsfund í Tjarnarkaffi (niðri) þriðjudaginn 9. anríl kl. 8,30. Umræðuefni fundarins verður gjaldeyris- og fjárhagsmál. IVláls hefjandi á fundinum verður Jón Árnason, fyrrverandi þjóðbanka stjóri. Framsóknarmenn, fjöl mennið á fundinn og takið þátt í umræðum um þessi þýðingar miklu mál. í dag Jón Árnason, fyrrverandi bankastjóri I dag, sunnudag 7. apríl kl. 5 e. h., verður fluttur i hátíðasal háskólans af hl.jómplötutækjum skólans fyrri hluti H-moll messu Bachs. Hljómsveit, kór og ein- söngvarar frá Vínarborg flytja, Hermann Scherchen stjórnar. Síðari hlutinn verður fluttur á sama stað og tíma á pálmasunnu dag. Dr. Páll ísólfsson skýrir verkið í bæði skiptin. Öllum er heimill ókeypis að- gangur. NATO-ráðið ræddi Moskvu, 5. apríl. — Stærsta flugvél heims mun lenda á Moskvu-flugvelli þann 18. þ.m., ef yfirvöldin í Sovétríkjunum veita heimild til* þess. Tilefnið að væntanlegri komu vélarinn- ar er brottför Bohlens sendi- herra Bandaríkjanna, sem nú fer alfarinn frá Moskvu og tek- ur við sendiherrastörfum á Fil- ippseyjum. Vél sú, sem á að sækja hann, ef leyfi fæst er af gerðinni Globmaster C-124. Vél þessi er svo stór, að hún getur flutt 200 hermenn um langan veg ásamt öllum nauðsynlegum herbúnaði þeirra. Venjulega hafa yfirvöldin í Sovétríkjunum veitt leyfi til að flugvélar á veg- um sendiráðanna fengju að lenda þar, en þær hafa líka oft- ast verið af meðalstærðum. Eden styðst við London, 6. apríl. — Enn er mikið rætt um hina nýju og j róttæku stefnubreytingu Breta j í landvarnamálum. Macmillan forsætisráðherra sagði í dag, j að hernaðarmáttur Breta1 minnkaði ekki við breytingarn ar, hann færi þvert á móti vaxandi með því að leggja meiri áherzlu á nýjustu vopn- in, en kasta hinum gömlu fyr- ir borð. Duncan Sandys, landvarna- ráðherra lét svo um mælt í Lond on í dag, að hin nýja stefna Breta væri frekar við það mið- uð að koma í veg fyrir styrjöld, heldur en landvarnirnar sjálf- ar. Styrkur Breta væri í því fólg Velmetinn og vinsæll borgari var fyrrver- andi SS-böðuII Það kom í ljós fyrir nokkr- um dögum í borginni Korbach j í Hessen, að’ virtur og vinsæll borgari bæjarins, fulltrúi í bæj arstjórn og virkur þátttakandi í ýmsum menningarfélögum bæjarins, var engin nannar en gamall stríðsglæpamaður, SS- böðull, sem hafði morð á 450 j þús. ungverskra Gyðinga á samvizkunni. Lögreglan hefir um árabil reynt að finna mann þennan og láta hann sæta á- j byrgð fyrir stríðsglæpina, en Ieitin hefir engan árangur bor- ið fyrr en leynilögreglumönn- i um tókst að handsama þennan vellátna borgara í Hessen. I inn að hafa yfir að ráða nægi- legu magni af nýjustu eyðingar- vopnum til að gera mögulegum óvini það ljóst, að árás myndi ekki borga sig. ENGIN VÖRN GEGN EYÐINGUNNI Bretar gerðu sér það Ijóst, að ef til styrjaldar kæmi, væri eiig- ar varnir til gegn gereyðingar- mætti hinna nýjustu vopna, og með þeim mætti leggja Bret- land i eyði. Þess vegna yrði a'ð miða allt við að' takast mætti að koma í veg fyrir styrjöld. Aðgerðir Breta vekja heimsathygli. Aðgerðir og áætlanir Breta f landvarnamálum vekja heims- athygli. Er ekki um meira rætt í blöðum á vesturlöndum þessa síðustu daga. Nokkurs kviða virð ist gæta meðal Frakka, sem telja að e. t. v. séu Bretar full bjartsýnir á mátt hinna nýju vopna, en annars er almennt við urkennt, að eins og horfir í efna hagsmálum Breta, tjói ekki ann- að fyrir þá en grípa hina nýju tækni og sníða útgjöldunum stakk eftir vexti brezka veldis- ins. Sértúlkuii í Moskvu. Það vekur mikla athygli á Vesturlöndum, að Rússar túlka hin breyttu viðhorf í Bretlandi þannig, er þeir skýra þau fyrir sínu fólki, að þau jafngildi því, að Bretar ætli nú með auknum krafti að taka þátt í vígbúnaðar- kapphlaupi og séu að undirbúa stríð. tvo stafi París, 5. apríl. — Fastaráð N,- Atlantshafsbandalagsins ræddi í gær á fundi sinum í París um hótanabréf Rússa til Dana og Norðmanna. Fulltrúum aðildar- ríkja NATO í París hefir verið veitt vitneskja um skoðanir bæði norsku og dönsku stjórnar- innar í þessam málum. flýgur veíkur til Boston í Bandaríkjunum Lóndon, 5. apríl. — Antlzony Eden kom í dag til Fiji-eyja í einum nýjasta flugbát ný-sjá- lenzka hersins. //ann er á leið- inni til Baston í Bandaríkjun- um, þar sem hann mun ef til vill gangast undir nýjan upp- skurð undir umsjá eins fræg- asta læknis í Bandaríkjunum, dr. Richard Cattel. Er Eden steig út úr flugvélinni á Fiji- eyjum studdist hann við tvo stafi og hann var sýnilega halt ur á vinstra fæti. Hann leit mjög veiklulega út og var mið- ur sín. Ekki kvaðst hann geta talað við blaðamenn végna þieytu. 1 fyiramálið flýgur hann til Vancouver á Kyrra- hafsströnd með venjulegri far- þegaflugvél, en síðan flugvél frá kanadíska flughernum til Boston. „LiSþjálfann" kalla hermennirnir í Bandaríkjahernum í V-Þýzkalandi þefta flugskeyti. Myndin er fekin fyrir nokkru, er vestur-þýzkum yfirmönnum voru sýnd kjarnorkuvopn af ýmsu tagi, en fréttir herma í dag, a3 vesfwr- þýzka stjórnin vilji nú fá slík vopn til afnota fyrir hinn nýstofnaSa her. Slík tæki er nú ætlað að Bretar fái til hinnar nýju landvarnaáætiunar,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.