Tíminn - 14.06.1957, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.06.1957, Blaðsíða 1
Fylgist xneð tímanum og lesið TÍMANN. Áskriftarsímar: 2323 og 8 1300. — Tíminn flytur mest og fjölbreyttast almennt lesefni 41. árgangur. Efnlt Skák, bls. 4. Vettvangur æskunnar, bls. 5. fþróttir, bls. 5. 129. bla». Stúlkan heitir Brynhildur Fri3- riksdóttir, 17 ára og starfar sem afgreiðslustúlka hjá Kaupfélagi Húnvetninga á Blönduósi. Um hvítasunnuna hafði hún farið í heimsókn fram að Breiðavaði. Á annan hvítasunnudag fór hún á bak liesti heima við bæinn og reið kringum bæinn. Ofan við gaínlan bæ skammt frá nýrra íbúðarhúsi er þvottasnúra úr vír. Fannst aðframkomin. Enginn mun hafa verið úti við, er stúlkan íór reiðferðina kringum bæinn, og vissi því enginn um stund, hvað skeð hafði, en að stundu liðinni fannst stúlkan á fjórum fótum bak við bæinn. Mátti hún sér enga björg veita og ekki mæla og átti einnig mjög erfitt um andardrátt. Kom í ijós, að hún hafði riðið undir þvottasnúruna, sem lent hafði á barkakýli hennar og brotið það, og auk þess brákað barkann meira. Sterkt sólskin var, og er talið, að stúlkan hafi blind- Banaslys á Raufar- Austur-Evrópuríkin endurskoða nú Plaststeypuvél. Einnig hefir nýlega verið sett upp að Reykjalundi ný plaststeypu vél, mjög fullkomin, og er hægt að steypa í henni ýmis búsáhöld úr plasti, leikföng og margt fleira. Þessi framleiðsla er í örum vexti í Reykjalundi, og eru verð og gæði fyllilega samkeppnisfær við er- lenda plastframleiðslu. Eisenhower búinn að ná sér Washington 13. júní. — Eisen- hower Bandaríkjaforseti hefir nú alveg náð sér eftir lasleika þann, sem hann kenndi á dögunum, til- kynnti Nydeer aðallæknir forset- ans í dag. í gær frestaði hann þó vikulegum blaðamannafundi sín- um. í dag hefir hann aftur tekið til starfa með eðlilegum hætti. Stúlka reið undir þvottasnúru og braut barkakýlið, mjög jjungt haldin Ovenjulegt og hrapallegt slys í Langadal Frá fréttaritara Tímans á Blönduósi. Annan hvítasunnudag varð óvenjulegt og illt slys að Breiða- vaði í Langadal, er 17 ára stúlka reið hesti undir vírsnúru og braut á sér barkakýlið og brákaði barkann mjög, svo að hún liggur nú þungt haldin í sjúkrahúsi og verður að anda' gegnum pípu. I áætlanir sínar um efnahag og framl. Þróun efnahagsmála í V-Évrópu bendir nú til þess aí vöxtur veríbólgunnar sé hægari Genf, 13. júní. — Efnahagsþróun Vestur-Evrópu undan- farið bendir til þess að verðbólgan sem vart varð síðustu mán- uði ársins 1956, fari minnkandi og þróun efnahagsmála sé nú með eðlilegra móti. vegna hinnar einhliða fjárfesting- ar á árunum 1950—55. Þessar yfir- sjónir hafi orðið enn tilfinnanlegri vegna hins mikla vígbúnaðarkostn- aðar og hafi skapað valdhöfunum ýmis erfið vandamál að ráða fram úr. Höfuðvandamálin séu tvö: I fyrsta lagi hafi ýmsar iðngreinar verið vanræktar undanfarin ár og af því hafi leitt skört á eldsneyti, ýmsum neyzluvörum, svo sem land búnaðarafurðum, og auk þess ýms um þýðingarmiklum útflutningS; vörum. Úr þessu verði að hæta. í öðru lagi verði stjórnir þessara landa nú að svara æ sterkari kröf- um fólksins um bætt lífskjör. Að lokum segir í skýrslunni: Þessir erfiðleikar og einnig breytt fjármálastefna Póllands og Ung- verjalands eftir atburðina í haust hafa leitt til þess að nú er verið að endurskoða allar efnahagsáætl- anir Austur-Evrópuríkjanna. Enn eru litlar upplýsingar fyrir hendi um þessar áætlanir, og sennilega eru þær enn óljósar heima fyrir. Mörg iðnfyrirtæki í Austur-Evr- ópu þekktu í apríl enn ekki áætlan ir um starf sitt á þessu ári. azt af sólinni og því ekki séð snúr- una. Læknir var kvaddur til eins fljótt og unnt var, og stúlkan flutt á sjúkrahúsið á Blönduósi, þar sem hún hefir legið þungt haldin síð- ustu daga. Ráðgert er að flytja hana suður hið fyrsta og reyna að gera á henni aðgerð til að lagfæra barkann, liversu sem til tekst. Bráðabirgðaáðgerð hefir verið gerð, og andar stúlkan gegnum pípu. SA. Jón Þórðarson, verkstjóri, stendur hér við pípusteypuvélina. Þegar pípurn ar eru kældar og fulmótaðar, eru þær undnar upp í rúllur, allt að 250 m. Akurnesikgar sigr- uðu Yal Fimmti leikur íslandsmótsins í knattspyrnu var háður á íþrótta] vellinum í gærkvöldi, og áttustj þá við Akurnesingar og Valur. Leikar fóru þannig að Akurnes- ingar sigruðu með 4 mörgum gegn 1. í hálfleik stóðu 2 mörk gegn 1. höfn I fyrradag varð banaslys á Raufarhöfn með þeim hætti, að tré féll af þilfari skips niður á bryggju og kom í höfuð manns, er þar var að vinnu, og beið hann þegar bana. Slysið varð, er verið var að skipa upp tómuni síldartunnum úr Jökulfelli Tunnu htaðar voru háir á þiljum og hald ið saman með trjám upp frá borð stokkum skipsins. Þegar verið var að losa um tunnulilaða, féll eitt tré niður á bryggjuna. Þar voru menn að vinna að viðgerð á bryggjiínni, þar á meðal Þor- steinn Stefánsson á Raufarhöfn, og varð hann fyrir trénu sem fyrr segir. Læknir var sóttur til Kópa skers, en það er alllöng leið. Taldi hann að maðurinn hefði látizt þegar í stað við höggið. Þorsteinn var á sjötugsaldri, bjó áður í Brekknakoti í Þistilfirði, en var fluttur að Vogi við Raufarliöfn. Lætur hann eftir sig konu og nokkur uppkomin börn. Rektorsembætfið veitt frá 17. júoí Hinn 7; þ. m. var Kristni yfir- kennara Ármannssyni veitt rektors embættið við Menntaskólann í Reykjavík frá 17. júní 1957 að telja. Skotið á bandaríska flugvél við Kína Washington, 13. júní. — Banda- ríska flotamálaráðuneytið hefir til- kynnt ,að bandarísk herflugvél, er j var á venjulegu æfingarflugi und-j an Kínaströndum hafi orðið fyrir skothríð frá kínverskum loftvarna- stöðvum, og fengið smávegis skaða af. Segir ráðuneytið, að flugvólin hafi verið 13 km. út af ströndinni. Hafði flugvélin villzt svolítið af á- kveðinni ieið í slæmu veðri. | Þetta er niðurstaða efnahags- 'nefndar Sameinuðu þjóðanna og verður hún birt í fyrra formi í árs- i fjórðungsriti nefndarinnar, sem út kemur síðar í þessum mánuði. i í skýrslu nefndarinnar segir enn fremur um efnahagsþróunina í Austur-Evrópu, að þessi ríki séu nú að reyna að bæta úr þeim yfir- sjónum, sem þeim hafa orðið á Frá þjó'óháti'ðinni í Reykjavík fyrir 30 árum. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á átíðmni 17, jóní a3 venju Merki dagsáms veríur sniSiS eftir skjaldarmerki Reykjavíkur alS þessu sinni Þjóðhátíðarnefnd skýrði í gær frá fyrirhugaðri dagskrá hátíðahaldanna 17. júní. Hátíðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár; gengnar verða skrúðgöngur, útisamkoma við Austurvöll og kvöldvaka á Arnarhóli, en að lokum verður stiginn dans á götum úti. um úti, an allur ágóðinn rennur í sjóð til að reisa minnismerki um lýðveldisstofnunina 1944. Svo hef- ir og verið undanfarin ár og á sjóð urinn nú um 150 þúsund krónur. Franska stjórnin fékk traust í þinginu París, 13. júní. — Hin nýja franska stjórn fékk í nótt traust franska þingsins með 47 atkvæða meirihluta. Á morgun mun for- sætisráðherrann ganga fyrir for- seta og ráðuneytið taka við störf- um af stjórn Mollet. Eftir tvo daga mun forsætisráðherrann fara til Bretlands og vera á hátíðahöld- um, sem þar fara fram, og verður hann þá gestur Macmillans for- sætisráðherra. Út verður gefinn bæklingur með dagskrá hátíðahaldanna, og er að þessu sinni vandað meira til hans en undanfarin ár. Þar birtist ávarp fjallkonunnar 1956 eftir Jakob Jó- hannesson Smára, greinar eru um þjóðhátíðir í Reykjavík frá önd- verðu og skjaldarmerki Reykjavík ur auk dagskrárinnar sjálfrar og söngtexta. Nokkrar myndir prýða bæklinginn. Merki dagsins verður að þessu sinni sniðið eftir skjald- armerki Reykjavíkur, og hefir Hall dór Pétursson útfært það. Merkið og bæklingurinn verða seld á göt- Dagskráin 17. júní. Dagskrá hátíðahaldanna 17. júní verður þessi í aðalatriðum: Kl. 13,15 hefjast skrúðgöngur að Ausiturvelli frá þremur stöðum i Framh. á 2. síð'.v Framleiðsla á vatnsleiðslupípum úr plasti hafin að Reykjalundi Nýlega er hafin framleiðsla á vatnspípum úr plasti að Reykjalundi, og er notuð ný og stórvirk vél, sem er þýzk og af fullkomnustu gerð. í vélinni er hægt að framleiða pípu- stærðir frá 0,5 þuml. til 6 þuml. vídd auk ýmsra annarra hluta úr plasti. Vélin vinnur þannig, að plast- efnið er fyrst brætt og síðan þrýst gegnum mót. Þegar pípan er mót- uð og komin gegnum fyrstu vél- ina, taka við henni vélar, sem kæla og ganga endanlega frá lög- un pípunnar. Þessar pípur eru eingöngu til notkunar fyrir kalt vatn og hafa rutt sér allmikið til rúms á megin- landi Evrópu, og eins virðist raun- in vera hér, að þær þykja góðar. Pípur þessar tærast ekki af sýrum í jarðvegi eins og járnpípur og einnig þola þær að vatn frjósi í þeim, þvi að þær hafa nokkurt þan þol. Er það mikill kostur hér. Þá telst það og til kosta, að þessar pípur er hægt að leggja með kíl- plóg í gljúpum jarðvegi. StarfsmaSur að Reykjalundi vinnur að framleiðslu plastíláta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.