Tíminn - 20.01.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.01.1962, Blaðsíða 1
Fjölmennasta íþrótta- mót hér á landi hefst í kvöld aö Hálogalandi. Sjá íþróttir hls. 12. 16. tbl. — Laugardagur, 20. janúar 1962 — 46. tbl. Flugfarþeg- ar i tjoldum á Grænlandi 20 milljónir danskra króna mun kosta að gera flughöfnina í Syðra- Straumfirði á Grænlandi mann- sæmandi fyrir farþega. Eins og nú er ástatt, verða farþegar á flugleið- inni Evrópa-Ameríka, að gista þar, ef eitthvað er að veð'ri. Er þeim þá vísað til amerískra, illa upphit- aðra hertjalda, þar sem þeir verða að vefja sig inn í flókatcppi, með- an þeir bíða eftir flugveðri, stund um dögum saman. Þarna korna við farþegar á flug- leið SAS-flugfélagsins til Ameríku og raunar hafa flugvélai' fleiri flug félaga oft viðkomu þar. Mjög lítið er til af vistarverum á staðnum, og þar sem SAS-áhafnirnar verða að fá 1. flokks herbergi til að hvíla sig í, verður að vísa farþegum í tjöldin. Mótmælum hefur rignt yfir ráða menn SAS vegna aðstæðna þessara og þess vegna er í bígerð í Dan- mörku að verja fjórum milljónum danskra króna til endurbygginga í flughöfninni á þessu ári, en reikn að er með, að öll uppbyggingin muni kosta um 20 milljónir danskra króna. V Unnið að uppskipun á síldarafia GOD SILDVEIDI IJOKULTUNGU Samkvæmt upplýsingum, sem blaSiS aflaði sér í gær, var síldveiðin í fyrrinótt mjög mis- jöfn. Mörg skip fengu dágóðan afla í svokáHáðri Jökultungu suðvestur af Jökli, og voru torfurnar svo þéttar þar, að sum sprengdu nótina. Við Vestmannaeyjar var aflinn fremur rýr, enda veður óhag- stætt. Heildaraflinn var um 20000 tunnur, en Auðunn úr Hafnarfirði aflahæstur með 1500 tunnur. í Jökultungu var geysimikn síld á stóru svæði, en torfurnar voru mjög þéttar, og gekk síldin upp og suður. Þar vestra var blíðskaparveð- ur í fyrrinótt. Jökultunga er um 55 mílur frá Akranesi. Við Eyjar gerði austan stinningskalda, og var aflinn eftir því. Nokkrir báta.r voru að veið um í Miðnessjó, en þar stóð síldin djúpt. Bátarnir, sem þar voru að, urðu of seini.r vestur til að ná nokkru. í Jökultungu voru 20—25 mannaeyjabáta hafa verið 2—3000 tunnur. Kristbjörg var hæst með 700 tunnur, sem hún fékk í einu kasti, en aði-ir Eyjabátar voru með 4—700 tunnur, og niður í ekki neitt. Láta mun nærri, að heildarafl'inn í fyrri- nótt hafi verið röskar 20.000 tunnur. Sprengdu nótina Sumir bátarnir, sem voru að veiðum í Jökultungu, köstuðu á svo þéttar torfur og fengu svo mik ið í kasti, að þeir sprengdu næt- urnar. Akranesbátarnir Haraldur og Skírnir sprengdu báðir og •misstu allt, en Haraldur fékk milli 2 og 3000 tunnur og Skírnir 1500 —2000 tn. í næturnar. Aðrir bát- ar, sem væntanlegir voru til Akra- ness í gær, voru Sigurður með 400 tn., Höfrungur 3-—400 tn., Heima- skagi 300. Keflavíkurbátarnir Árni Geir og Eldey sprengdu báðir og fengu ekki neitt, en Pálína frá Keflavík hafði fengið 700 tn., þeg- ar hún sprengdi. Aðrii Keflavíkur- bátar, sem fengu síld í fynrinótt, voru Bergvík með 600, Reykjaröst 650, Gunnólfur 250 og Ingiber Ól- skip að veiðum. Eyjabátar voru 10— afsson 700, en hann fór með aflann 12 mílur austur af Vestmannaeyjum, síldin stóð djúpt, og mun afli Vest- til Reykjavíkur. Sandgerðisbátarn- ir voru að veiðum í Jökultungu og voru ýmist að landa eða væntanleg ir til Sandgei'ðis í gær. Þeir voru Jón Gunnlaugs með 800 tn., Jón Garðar 200 og Guðbjörg með 5— 600. Til Hafnarfjarðar kom Fagri- (Framhald á 15 siðli) Verkfall á miðnætti Bifreiðastjórafélagið Fylkir, Keflavík, og Bifreiðastjórafélagið Frami, Reykjavík, sögðu 1. okt. s.l. upp kaup- o.g kjarasamningum þeirra bifreiðarstjóra, er aka á sér- leyfisleiðinni: Reykjavík — Kefla- vík — Sandgerði. Samningaumleitanir hafa farið fram að undanförnu milli deiluað- ila, en ekki borið árangur. Sáttasemjari boðaði til fundar með deiluaðilum klukkan 2 í gær og stóð sáttafundur yfir klukkan 6. Næðist ekki samkomulag fyrir kl. 12 í gærkveldi kemur áður boðuð vinnustöðvun til framkvæmda. Hríngja úr þjó SkiNiúskjall- ara í starfsbræiur erlendis Sæsímasambandið við meginland Evrópu verður opnað á mánudag- inn með hófi í Þjóðleikhúskjallar- anum. Þar verðúr margt stór- menna, svo sem ráðherrar, ráðu- neytisstjórar, flugmálastjóri, veð- urstofustjóri, útvarpsstjóri og fleiri. Athöfnin sjálf hefst með því að Ingólfur Jónsson ráðherra pósts og síma, talar við aðstoðar póst- og símamálaráðlierra Bretlands, Miss Pike, og er það áætlað klukkan 14.34- Þá talar þingfulltrúi flug- málaráðuneytisins í Bretlandi við flugumferðarstjóra á fjórum stöð- um á línunni. Klukkan 14.42 talar Gunnlaugur P. Briem, Póst- og símamálastjóri, við póst- og símamálastjóra Dan- merkur, Gunnar Pedersen. 14.45 talar póst- og símamálastjóri Bret- lands við Gunnlaug Briem, og að því loknu talar hánn við forstjóra Stóra norræna símafélagsins, Suer son. Og klukkan 14.15 talar Ingólf- ur Jónsson ráðherra við lögmann Færeyja, Peter Mohr Dam. Þá er gert ráð fyrir að gestir fái að reyna sambandið og tala við einhverja erlendis, en síðan verður sambandið' opnað almenn- ingi klukkan 15.40. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.