Tíminn - 21.01.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.01.1962, Blaðsíða 16
Myndin hér að ofan er af þýzku keisarahjónunum á Tjörn- inni með ungum sínum frá síð- asta vori. Myndin til hliðar er af -tauða svaninum. (Ljósm.: Timlnn Um claginn vai'ð slys á Tjörninni. Einn af ungum þýzku keisarahjón- anna frá því í hittiðfyrra flaug á Tjarnarbrúna og dauðrotaðist. Hann hóf sig til flugs ásamt tveim- ur svanbræðrum sínum af ísnum á tjörninni, en hefur sennilega eitt- hvað hlekkzt á við flugtakið og ekki náð nægilegri hæð til þess að komast yfir brúna. Vindurinn gaf honum byr undir báða vængi, svo að hraði hans var mikill, þegar hann lenti á brúnni. Svanurinn er þungur fugl, svo að það var ekki að sökum að spyrja, — höggið næði honum til bana og braut báða fætur hans að auki. Hann féll á ís- inn og þar lá hann með litlu lífs- marki um stund og háði dauðastríð sitt meðan bræður hans beindu flugi sínu til himins og hurfu sjón- um, — ef til vill hefur hann fylgt þeim í anda. Á öllum öldum og í öllum lönd- um hefur svaninum verið sungið lof og prís. Hann er fugl skáldskap- arins. Ástfangin skáld með tárvot- ar kinnar og skáldkökk í hálsinum senda ást sína flugleiðis með svan- inum í þeirri von að hvorki hún né, svanurinn vængbrotni á leið- inni: Jómfrúin, heitkonan, ástkon- an, ástin er svanur. Valkyrjur bregða sér i svanham, kóngsdætur verða svanir í álögum, og svana- söngur cr indælastur allra söngva. Þannig hefur hin hvíta fegurð þessa fugls flogið um víða veröld og átt inni jafnt hjá keisaranum í Kína sem fátækum afdalabónda á íslandi. Þótt fegurð svansins og ágæti sé tignað í ævintýrum, sögum og ljóðum, fer því fjarri, að hann sé göfugri öðrum fuglum. Hann er grimmur og miskunnarlaus, þegar því er að skipta, og leikur oft aðra fugla grátt, sem standa honum fyr- ir þrifum 1 lífsbaráttunni, í krafti stærðar sinnar og afls. Meðal svan- anna innbyrðis eru oft háðar grimmilegar orustur, — er í því sambandi skemmst að minnast áfloganna, sem urðu milli þýzku i Fran.h a ið si'.u 17. tbl. Sunnudagur, 21. janúar 1962 46. árg. 27% hækkun út- svara á Akranesi ReksturskostnaSur bæjarins eykst um meira en miiljón Fjárhagsáætlun Akraness- kaupstaðar fyrir árið 1962 var lögð fram á bæjarstjórnar- fundi s. I. fimmtudag, 18. þ. m. Niðurstöðutölur áætiunarinn- ar eru 16.3 milljónir. Útsvör eru áætiuð 14 milljónir og hækka þau um hvorki meira né minna en 27% frá því í fyrra. Um meöferö kúabólu Heilsuverndarstöðin hefur sent blaðinu eftirfarandi leiðbeiningar um meðfcrð kúabólu: 1. Látið bóluna þorna í 4 mínútur eftir bólusetn- ingu. 2. Það er mikilvægt, að’ loft fái að leika um bólusetn- ingarstaðinn. Forðizt því að setja plástur yfir ból- una. Forðizt einnig ullar föt, þangað til bólan er gróin. 3-Látið ekki börnin fara í bað', sund nc Icikfimi dag inn, sem þau cru bólusett, og ekki heldur eftir að bólan fer að komai út. 4. Hreinsa má í kringum ból una með spritti, en forðizt að rífa ofan af henni. 5. Bólan fer venjulega að koma út 3—4 dögum eftir bólusetningu. Bólga og roði myndast í kringum bóluna. Á 7.—11. degi fá flest börn liita. Við því má gefa Y\—1 magnyl- töflu á 4—6 tíma fresti, eftir aldri barnsins. Hiti helzt oftast í 3—4 daga. 6. Ef barnið fær bólgna eitla í handarkrika eða á hálsi, má láta kalda bakstra cða íspoka við. 7. Ef barnið verður óvenju- lega veikt eða bólgan fer að dreifa sér um líkam- ann, cr til við því mótefni. Hefur barnadeild Heilsu- verndarstöðvarinnar það undir höndum á daginn, en Slysavarðstofan á kvöld in og næturnar. Framlög upp í skuldir bæjarút- gerðarinnar eru áætluð 3.6 millj- jónir króna og hækka þau um 2.3 milljónir frá þvi í fyrra. — Reksturskostnaður bæjarins I hefur aukizt hröðum skrefum síðan núverandi bæjarstjóri tók við völd- jum og Daníel Ágústínussyni var bolað frá — eins og fræg er oiðið. Áætlað er að reksturskostnaður bæjarins aukizt um rúmlega eina milljón. Margir kostnaðarliðir í fjárhagsáætlun Akianess hafa orð- ið fyrir mikilli hækkun fyrir áhrif „viðreisnarinnar". norræna bók- mennta- ráðið Eins og áður hefur veiið getið í, fréttum er ráðgert, að bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs verði; afhent í fyrsta sinn í sambandi við! 10. þing ráðsins, sem hefst í Hels- ingsfors 17. marz n.k. Dó.mnefndi verðlaunanna hefur verið skipuð,. og eiga sæti í henni eftirtaldir að-' almenn: ! Frá Danmörku: Rithöfundarnir: Karl Bjarnhof og Tom Kristensen. | Frá Finnlandi: Lauii Viljanen,! prófessor og J. O. Tallqvist, mag-' ister. Frá íslandii Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor og Helgi Sæmundsson, formaður Mennta- málaráðs. Frá Noregi: Johannes A. Dale, prófessor og dr. ’philos. Philip Houm. Frá Svíþjóð: Victor Svanberg, prófessor og fil. dr. Erik Hjalmar Linder. Dómnefndarmenn eru skipaðir af menntamálaráðherra hver í sínu landi, til þriggja ára. Fyrirhugað er, að dómnefndin komi saman á fund í Stokkhólmi í næsta mánuði til að ákveða um veitingu verðlaunanna að þessu sinni. Verður þá valið úr bókum, sem dómnefndarfulltrúar hinna einstöku landa hafa tilnefnt, en benda má á tvær bækur hið mesta frá hverju landi, og skulu þær hafa komið út á tveimur síðustu árum. Verðlaunafjárhæðin er 50 þús- und danskar krónur. (Menritamálaráðuneytið, 10. janúar 1962).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.