Tíminn - 05.06.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.06.1963, Blaðsíða 1
HERMANN JÓNASSON: ÁVARP TIL KJÓSENDA S. 9 122. tbl. — Miðvikudagur 5. júní 1963 — 47. árg. Viðtal við Eystein Jónsson, formann Framsóknarflokksins I<íÞ-Reykjavík, 4. Jání. „Takist Framsóknarmönnum að sækja enn rösklega fram í framhaldi af glæsilegum sigri í bæjarstjórnarkosnmgunum fyrir einu ári, þá er- um við á góðum vegi með að gerbreyta flokka- skipun landsins og þar með öllu stjórnmálalífi þjóðarinnar í heppilegra og heilbrigðara horf.“ Þessi voru iokaorð Eysteins Jónssonar, for- manns Framsóknarflokksins í viðtali, sem Tím- inn átti við hann í gær. Eysteinn Jónsson er ný- kominn heim eftir að hafa verið á framboðs- fundum í kjördæmi sínu. Þar áður hafði hann verið á fjölmörgum stjórnmálafundum víða um EYSTEINN JÓNSSON — HvaS segir þú af ferðum þínum um landið? Meiri áhuga á kosniing- unum en oftast áður, að ég man eftir. Og það er ekkert undar- legt. í>egar menn hafa nú orðið að þola lífskjaraskerðingu í mesta góðæri og við beztu ytri skilyrði, finna menn að það er eitthvað meira en lítið bogið við stj órna rste fn un a. Margir segja: Hvers vegna hefur kaupmáttur minnkað, því er verra að búa en áður, erfið- ara að eignast skip og báta, þyngra fyrir fæti að koma upp húsnæði en nálega nokkru sinni fyrr o.s.frv.? Þetta ætti ekki að vera erfiðara, heldur þvert á móti. — Svarið liggur beint við. Þetta er vegna þess að stjómar stefnunni hefur verið breytt. — En hvers vegna gátu þeir breytt stefnunni og söðlað um? Vegna þess að nú hafa áhrif Fram- sóknarflokksins verið minni um skeið en áður lengi vel. Þá er mönnum nú ljósara en fyrr, að Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki einkaframtak almennings. Það sýnir hin nýja stefna, sem leggur björg á leið manna til framkvæmda. Eða hvað ætli unga fólikinu finnist núna? Afstaðan til EBE Þá eykur það áhugann og kappið í þessum kosningum, að mönnum er ljóst, að á næstu fjórum árum verður að gera annað hvort; stefna inn í Efna- hagsbandalag Evrópu, eða taka ákveðið þá afstöðu að vera utam við. Ég held fáir trúi á þann barnalega áróður stjórnarflokk- anna, að samrunaþrównin í V- Evrópu verði stöðvuð þangað til næsta kjörtímabil er liðið á íslandi eða næstu fjögur árin, og því eigi menn ekkert um þetta að hugsa. Hver heldur þú að afstaða manna sé tH Efnahagsbandalags Evrópu? Ég held að mikill meiri- hluti landsmanna sé á móti að- ild. Þetta vita stjómarflokkarn- ir, og því eru þeir nú hræddir við áróður sinn fyrir aðild o.g biðja menn sem ákafast að gleyma málinu. Þá leggja þeir líka mikið kapp á, með kommúnistum, að koma inn tortryggni í garð Framsóknarmanna, með því að slíta úr samhengi og hártoga eldri ummæli um málið, meðan menn byggðu á röngum og vill- andi upplýsingum úr stjórnar- herbúðunum um það, hvað komið gæti undir 238. grem Rómarsamningsins. Þessar hár- toganir eru markleysa sem sýna bara, að 'bæði stjórnarflokkarn- ir og kommúnistar óttast mjög vinsældir þeirrar afstöðu, sem Framsóknarflokkurinn hefur tekið í malinu; tolla- og við- skiptasamning án annarra tengsla, og abrátta gegn aðild, bæði fullri aðúd og aukaaðild. ÞaS er þá tilhlakk! Er ekki lofað bót og betran í efnahags- og kjaramálum af hendi stjórnarflokkanna? Ég veit ekki hvað segja á um það, eða hvað finnst mönnum, þegar þeir lýsa yfir því, að „viðreisnin" eigi að halda á- fram. — Ég held að mörgum Ifttet ekki vel á það, og oftar en eteu sinni hef ég heyrt fund- armenn segja við sessunauta sína, þegar þessu hefur verið lýst yfir af frambj. stjórn- arflokkanna: Það er þá tilhlakk! — Ég tel að þetta sé eins og talað út úr hjörtum fjölda manna um þessar mundir. í þessu sambandi vil ég koma því að, að ég tel það sem kom ið er, aðeins byrjun stjómar- flokkanna, ef þeir fá að ráða. Þeir trúa því sjálfir að upp- lausn og öngþveiti í efnahags- málum núna stafi fyrst og fremst af því, að aflauppgripin hafi skapað of mikla eftirspurn eftir vinnuaflinu, og því hafi þeim mistekizt að halda kaupinu niðri, eins og þeir ætluðu. Því munu þeú, eftir kosningar, leggja höfuðáherzlu á að draga úr eftirspum eftir vinnu, sem þeir telja séir hafa mistekizt. Annað er einnig lífsnauðsyn- legt að menn skilji. Kaupgjald og afurðaverð til bænda verður og hlýtur að hækka. En það verður aldrei að því gagni, sem þarf, ef áfram verður haldið þeirri stefnu stjórnarinnar, að „leita jafnvægis“ með beinum ráðstöfunum til að magna dýr- tíðina. Það verður að snúa við blaðinu og leita annarra ráða til að gera atvinnurekstrinum fært að greiða hærra kaup; lækka vexti, auka rekstrarfé, auka framleiðni, vélvæðingu og vinnuhagræðingu, og fara allar aðrar jákvæðar leiðir til að koma málum í það horf, að íslenzku atvinnuvegirnir geti borgað mannsæmandi kaup og bændur geti fengið viðunandi verð fyrir afurðir sínar. Ólíkleg þjóðvörn að kjósa kommúnista Vekur hún ekki athygli þessi nýja „breikkun" Alþýðubanda- lagsins? Framhald á 15. sfðu. B-LISTINN HELDUR KOSNINGAFUND Í GAMLA BÍÓ Á FÖSTUDAGSKVÖLD KL. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.