Tíminn - 21.06.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.06.1963, Blaðsíða 2
Vestur'bæ j ars-undlaujginTii fyrir nokkru. ViS birtum þá mynd af Theodóru Þórðardóttur og sögð um að sundbolimir hefðu verið frá Kanters, en Iþað var misskiln ingur, því að þeir voru allir frá Sportver. — Á myndinni næst Thelcnu er María Ragnarsdóttir í rauðum sportbúningl, einnig úr helanc a-t ey g j uef ni. CORYSE SALOME SNYRTIVÖRUR Föt frá Sportveri Þess var getið fyrir nokkru ihér í Tímanum, er Sportver hédt tízkusýningu á sundbolum og ýmsum sportfatnaði á skemmt un í Hótei Sö'gu. Ekki var þá rúm til að birta nema eina mynd þaðan, og verður hér með bætt úr því. Sportver er ungt og grósíkumikið fyrtrtæki, sem fram Ieiðir, léttar, hentugar og skemmtilegar flfkur handa ungu fólkl, og hverjum sem er. Hér á myndunum er svartur sportbún- ingur og biktnihaðföt ásamt frottébaðislá. Buxumar og blúss- a«n em úr svartri belancateygju og við búninginn er notaður stór og skemmtilegur hattur. Bikini- baðfötin eru úr strigaefni, mtslit, og frottébaðkápan, sem stúlkan er í utanyfir, er einnig fraonleidd hjá Sportver, og er þetta í fyrsta skipti, sem þann ig flitour eru framleiddar hér, en þær eru mjög vinsælar hjá ung- um stúlkum. Náttfötin og undirkjóllinn á stærri myndinni eni frá Bonnie, og fást í flestum kvenfataverzl- unum bæjarins. Áberandi var, að öll þessi • undirföt vom í fjólu- bláum litum. Á myndinmi neðist tii vinstri "er Thelma Ingvarsdóttir í sund- bol frá Sportveri, og tilefnið er sundmót KR, sem haldið var í Valhöll heitir ein af glæsi- legri snyrtivöruverzlunum bæjarins og snyrtistofum, og eru þar eingöngu seldar franskar snyrtivörur er nefn- ast Coryse Salome, mjög góð- ar vörur, en seldar við vægu verði. fslenzkar stúlkur eru venjulega ekki iengi að til- einka sér þær vörur, sem bæði eru góðar og ódýrar, og mun það heldur ekki hafa brugðizt í þessu tilfejli. Coryse Salome snyrtivörurnar eru einhverjar þær viðurkennd- ustu í Frakklandi og bera flest einkenni franskrar framleiðslu. Umbúðir eru allar léttar og smekklegar, hægt er að fá hvaða tízkufyrirbrigði sem er og tízku- liti, og úrval'ið er það mikið, að hver kona getur fundið það, sem hæfir hennar séreinkennum eða vandamálum. Og þessar vörur eru ekki ein- göngu seldar í Frakklandi, held- ur í öðrum Evrópulöndum, Norð- urlöndum og í Afríku ,svo að eitthvað sé nefnt. í sambandi við það, að nýbyrjað er að selja snyrtivörurnar hér, er hér eig- andi Coryse Salome-fyrirtækis- ins ásamt skólastjóra snyrtiskóla þess, sem haldmn erj. vjffun#*- irtækisins { París. Hun heitiý frk. Martin og leiðbeinir ■HmÝess ar mundir íslenzkum stúlkum um um andlitssnyrtingu og fleira þess háttar í Valhöil. Snyrtiskólinn, sem hún veitir forstöðu, útskrifar bæði snyrti- dömur og afgreiðslustúlkur í verzlanir, því að Coryse Salome- fyrirtækið vill leggja áherzlu á það, að mennta afgreiðslufólk sitt vel, það er ekki nóg, eins og frk. Martin segir, að geta rétt viðskiptavininum vöruna yfir búðarborðið, það verður að vita eitthvað uim gæði hennar og gerð. í ráði er að senda nokkrar stúlkur héðan á þennan skóla í París, en ein af þeim snyrtidöm- um, sem nú vinnur í Valhöll, Gerður Gunnarsdóttir, hefur þeg ar útskrifazt úr skólanum. Frk. Martin sýndi blaðamönn- um snyrtingu fyrir nokkru og sagði um leið ,að hún væri alveg undrandi á því hve kvenfólkið hér væri laglegt og hefði góða húð, þó að hún væri stundum dá- lítið þurr. Það hefði verið búið að láta mikið af því við hana, hve sænsku stúlkurnar væru lag- legar, en hún sagði. að þær væru ekkert samanborið við þær ís- lenzku, hér væru líka svo marg- ar sérkennilegar týpur. En þrátt fyrir það, yrðu íslenzku stúlk- urnar að nota snyrtivörur í hófi og á réttan hátt, því ekki væri ráð nema í tíma væri tekið. Það væri of seint að fara að nota andlitsvötn og mýkjandi krem, þegar húðin væri orðin gömul og hrukkótt. Auðvitað er svo mikið undir þvi komið, að vita nákvæmlega hvers konar vörur eiga við húð- tegund einstaklingsins, og um það getur fólk fengið upplýsing- ar hjá snyrtidömunum í Valhöll og frk. Martin, meðan hún dvelst hér. KVENNASÍÐA TÍMANS Glanhaskapur Vissir þættir f þjóðhátíðar- ræðu Ólafs Thors, forsætisráð- herra, voru sem undirbúnimgur þess, að fsflendingar genigu I Efnahagsbandalag Evrópu. Kallaði forsætisráðhernainn það „minnimáttarkennd“ og „óþjóð legt“ vanmat, að óttast það, að útlendingar gætu náð yfirráð- um yfir helztu atvinnugreinum og auðlindum íslendángia, og margir vildu því fara að öllu með gát, hvað snertir sam- skipti við erlendar þjóðir og og setja eðlilegar hömlur á réttindi útlendinga hér á landi. Slíkan boðskap leyfir forsætis- ráðherra íslands (fæddur Jens- en) sér að flytja í hátíðarræðu á fæðingardegi Jóns Sigurðs- sonar. Þetta minnir á ræðu menntamálaráðhenans á 150 ára afmæli Þjóðminjasafns fs- lands, er hann sagði, að bezta ráðið til að halda sjálfistæðinu væri að fóma því, þar sem kæna smáríkis hlyti að dragast aftur úr hafskipi stórveldabandalag- anna. Undir þenman söttg tók svo MongunWaðið í gær með því að ráðast að þeim, sem gætilega vilja fara í þessum efnum, og kaliar þá einangrunarsinnia. Kemst Mbl. m.a. svo að orði: „Þetta em orð í tímia töluð (þ.e. ummæli Ólafs Thors, for- sætisráðherra); að undanförnu hiafa heyrzt raddir run það, að við fslendingar ættum að ein- angra okkur frá öðrum vest- rænum mennimgarþjóðum.“ Loftleiðir Nýlega er Iokið aðalfundi Loftleiða. Hagur fyrirtækisins stendur með miklum Móma. Eiga forystumeun..félagsÍjaa og hið ágæta starfslið þakkir al- þjóðar skilið fyrir giftusamt starf, er ber hróður þjóðarinn- ar víða um heim oig skilar drjúgum tekjium í þjóðarbúið, þjóðinni allri til haigsældar. 18,6 milljón króna hagnaður var á rekstri félagsi.ns á síð- asta ári. Loftleiðir eru nú hæsti útsvarsgreiðandi í Reykjavík og samtals munu stoattgreiðslur félagsins af tekj- um ársins 1962 nema um 10 milljónir króna. Hjá félaginu vinna nú 455 manns, og er auknimg frá 1961 129 manns, og sést bezt af því hvílík gróska er í starfseminni. Á sl. ári skil- aði félaigið gjaldeyri til ís- lenzkra banka að upphæð kr. 55 milljóiuir. Bak við þennan góða árang- ur er htíigkvæmni, dugnaður og áræði forystumanna félagsins. „Áttvísir á tvennar álfustrend- ur“ bafa þeir „lagzt í víking“ í nýrri oig nýtízkulegri merldngu þeirra orð, því megintekju- stofn félagsins er af erlendum flugfarþegum. Loftleiðir hafg. sannað, að fslendingum er ekk- ert ómögulegt, ef kjarkurinn er nægur eg réttum úrræðum beitt á grundvelli þekkingar og reyiuislu. Framrstt hönd fslendingar gætu enn mjög aukið tekjur sínar af erlend- um ferðamönnum. Einkum með því að laða erlenda ferfa- menn hingað. Það verður ekki fcleift að gera, nema aðstaða öll hér heima til móttöku ferða- manna verði stórlega bœtt frá því, sem nú er. Á aðalfundi Loftleiða var bent á nauðsyn þess að eflia verulega aðstöðu Pramhald é 13. s(8u. T f M 1 N N, föstudagurinn 21. júní 1963.____ 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.