Tíminn - 21.06.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.06.1963, Blaðsíða 6
t / Bátarnir voru í óða önn að búa sig norður á síld- veiðar úr höfninni á Akra- nesi, þegar fréttaritari Tím- ans var þar á ferð um dag- inn, og smellti hann þá af nokkrum myndum. Hér til hliðar er mynd af Hafsteini Jóhannssyni á skipi sínu, Eldingu. Hafstein þekkja allir skipstjórar og skip hans, Eldingu, því að hann hefur oft komið þeim til hjálpar, ef net hefur flækzt í skrúfu eða eitthvað ann- að komið fyrir. Þá er kall- að í Eldingu, sem kemur eins og elding, og Hafsteinn og félagi hans fara niður í djúpið í froskmannabúning um sínum og gera sitt til þess að skipið geti haldið áfram för og veiðum. Eld- ing er nú komin norður og hefur sjálfsagt nóg að gera, ekki síður en þeir, sem við síldina fáet. Efri þrfdálka myndin er svo af Sigrúnu AK. Helgi Ibsenson, skip- stjóri stendur hjá, en nokkr Framhald á 15. sí6u. SLÁTTUR HÓFST FYRIR HEL6INA MB-Reykjavík, 19. júní. í blaðinu í dag var sagt frá því, ?ð sláttur væri hafinn á Keldum í Mosfellssveit. Nú er blaðinu kunn ugt um, að' sláttur hófst á a. m. k. •veimur stöðum fyrir helgina. Jakob Einarsson, bóndi á Norður- Reykjum, sló dagsláttu á laugar- aaginn og meira í dag. Slægjan var ágæt, enda þótt hann bæri ekki sérlega snemma á. Yngvi Antons- son, bústjóri á Bessastöðum sló Valur efstur í stiga- keppninni Það er mjótt á mununum í stíga keppninni um Reykjavíkurstytt- una svokölluðu, en um hana keppa öll reykvísku knattspymufélögin innbyrðis — og eru þá reáknuð samaniögð stig úr öllum flokkum I öllum mótunum. Eins og stigin eru í dag, hefur Valur forustuna. með 43 stig — næst kemur Fram með 41 stig, þá KR með 39. Þar fyrir neðan kemur Vikingur með 17 stíg og Þróttur með 12 stig. í þau fimm skipti, sem keppnin um Reykjavíkurstyttuna hefur far ið fram, hefur Fram unnið hana fjórum sinnum og KR einu sinni. — Allar líkur em á því, að keppn- án í ár verði jafnari og tvísýnni en nokkru sinni fyrr. aálitla spildu, um hektara, á laug ardaginn og var þar ágæt slægja. Hann mun hafa borig á strax upp úr páskahretinu. ÍSLANDSGLÍMAN UM HELGLNA 53. ísJandsglimiam verður háð í íþróttahúsinu á Hálogalandi föstu daginn 21. júní og hefst kl. 21. Þátttaka er góð að þessu sinni. 11 keppendur eru skráðir til keppn- innar og em þeir frá 5 félögum. Meðal þeirra er Ármann Lárasson, sem sigrað hefur í Íslandsgrím- unni undanfarin ár. Keppt er um Grettisbeltið, sem fyrst var keppt um árig 1906. KR sendir nú keppendur til glímumóts í fyrsta sinn í mörg ár. Era þaö fyrrverandi félagar ér Ungmennafélagi Reykjavíkur, sem hófu æfingar á vegum KR á s.l. vetri. Er það ánægjuefni að KR skuli hafa endurvakið glímudeild í félaginu, sem eitt sinn átti marga ágæta glímumenn. Skráðir þátttakendur í íslands- grímunni eru þessir: Fr^ Glímufélaginu Ármanni: — Guðmundur Freyr Halldórsson og Lárus Lárusson, Frá KR: Guð mundur Jónsson, Elías Ámason og Garðar Erlendsson. Frá UMFR: Hannes Þorkelsson og Sigtryggur Sigurðsson. Frá UMF Breiðablik, Kópavogi: Ármann Lárusson og Ingvi Guðmundsson. Frá UMF Saanhygð: Guðimundur Steindórs- son og Steindór Steindórsson. Glímudeild Glímufélagsins Ár- manns sér um framkvæmd íslands- gjímunnar að þessu sinni. Skátamót í Botnsdal f sumar, 4.—7. júlí verður hald- ið skátamót í Botnsdal fyrir skáta af Suðvesturlandi. Eru það Akra- nesskátar, sem standa fyrir mót- 'inu, samkvæmt beiðni Bandalags isl. skáta. Tjaldbúðasvæðinu verður skipt i þrennt: Drengjabúðir, kvenskáta búðir og fjölskyldubúðir. í fjöl- skyldubúðunum geta eldri skátar dvalið ásamt fjölskyldu sinni, ým- ist allt mótið eða hluta af því. — Þátttökugjald fyrir hverja fjöl- skyldu er kr. 50.00, matur ekki inni falinn, en brauð, mjólk og fisk ^erður hægt að kaupa á staðnum. Mótsgjald fyrir skáta er kr. 200,00, innifalið mjólk, brauð og kex, ein kjötmáltíð, fiskmáltíð og skyr, einnig olía og svo móts- i merkið. Dagskrá mótsins er í stór- um dráttum þannig: Fimmtudag 4. júlí. Komig á j mótsstað eftir hádegi og tjöld i reist, mótsetning og varðeldur um V völdið. Föstudag 5. júlí. Skátaíþróttir fyrir hádegi, en gönguferðir á ýmsa staði í nágrenninu. Um kvöld :ð verður varðeldur og síðan næt- urleikur. Laugardagur 6. júlí. Leikir f.h. en eftir hádegi keppni í skáta íþróttum. Kl. 16,30 hefjast heim- sóknir almennings, og er óskað eftir því að fólk komi ekki á öðr- um tímum Fara þar fram ýmis hópsýningaratriði. Kl. 20,30 verð- ur aðalvarðeldur mótsins. Þennan dag verður einnig heimsóknardag- ur fyrir ljósálfa og ylfinga. Sunnudag 7. júlí. Skátamessa f.h. en mótinu slitið kl. 16.00 og halda skátar heim fljótlega eftir móts- slit. Botnsdalur er annálaður fyr- ir fegurð og kunna skátar vel að meta það, því að þetta er í þriðja sinn sem Akranesskátar standa fyrir slíku móti þar. Þátttökutil- kynningar þurfa að berast sem fyrst til Sig B. Sigurðssonar á Akranesi. Sími 512 og 599. Verzlanir K. Þ. breyta um svip ÞJ-Húsavík, 4. júní, 1963. í VETUR hafa farið fram gagin- gerar breýtingar á þremur búðum í aðaJverzlunarhúsi KÞ á Húsa- vík. Fyrir nokkru var Jám- og glervörudeild opnuð eftir breyt- f-nguna og var þá búið að færa hana í mjög nýtízkulegt horf. — Viðskiptamenn geta sjálfir gengið að hillunum og skoðað allar þær vörar, sem á boðstólum erar NýlenduvörudeiJd og kjötbúð, sem áður voru tvær búðir, hefur verið breytt í eina kjörbúð og var hún opnuð í síðastliðinni viku. Að baki búðarinnar hefur verið kom ið fyrir frystigeymslum og kæli- klefum fyrir matvörar og í búð- inni sjálfri eru kæliborð, sem við skiptamenn geta gengið að og af- greitt sér vörana sjáJfir. Kjöt og ýmsar aðrar matvörur eru í gagnsæum umbúðum og er mismunandi magn í hverri ein- ingu. Húsmæður eru mjög hrifnar af hve þeim er með því fyrirkomu lagi gert auðvelt að velja sér það, sem þeim hentar bezt hverju sinni. ÖIl er búðin björt og glæsileg yfir að líta. 6 T í M I N N, föstudagurinn 21. júní 1963,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.