Alþýðublaðið - 21.01.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.01.1950, Blaðsíða 1
% og íhaldið sameinast Þrír kommúnistar og tveir íhalds- menn kosnir í stjórn íélagsins ÍHALDIÐ OG KOMMÚNISTAR hafa nú gert með sér bandalag í Verkalýðs- og sjómannafélagi Ólafsfjarðar, cg með þeirri samvinnu tekizt að ná stjórn félagsins í sínar hendur. Hefur íhaldið þarna gengið inn á, að kommúnisti yrði formað- ur félagsins, og að samtals séu þrír kommúnistar og tveir ílialds- Bamfaríkin vilja nú sijórnmálasam- band við Spánverja DEAN ACHESON, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hef- ur skýrt frá því í Washington, að Bandaríkjamenn séu nú til- búnir að styðja tillögu um það, að sameinuðu þjóðirnar endur skoði samþykkt sína, þar sem meðlimir voru hvattir til að slíta stjórnmálasambandi við Spán. Hann kvað þessa ákvörð un ekki viðurkenningu á stjórn arfari Spánar, heldur þeirri staðreynd, að ekki séu borfur á brevtingu þar í landi. Þá sé ósamræmi í því að hafa stjórn- málasamband við Austur-Ev- rópuríkin, en ekki Spán. Spánska stjórnin kom í gær samap á fund í Madrid til að ræða þessa ákvörðun Banda- ííkjanna. Vishinsky neifar ásökunum VISHINSKY, utanríkisráð- herra Rússa gaf í nótt út yfir- lýsingu í Moskvu, þar sem hann neitaði þeirri ásökun Achesons, að' Rússar væru að innlima stór landssvæði af Norður-Kína, Utanríkisráð- herra kommúnistastjórnarinn- ar í Kína, Chou En-lai, er kom- inn til Moskvu, en Mao-Tse- tung er þar enn þá við samn- inga. Lie áhyggjufullur VIRÐING sameinuðu þjóð- anna hefur aldrei verið minni en nú, sagði Trygve Lie í New York í gær. Hann lýsti áhyggj- um sínum út af Kínamálunum og kvað baráttuna um völdin þar í landi ekki mega hefta Etörf sameinuðu þj^Sanna. menn í stjórninni. ------il-----------------4 Fylgi flokkanna rnjög jafnt í Englandi BREZK BLÖÐ hafa gert skoðanakönnun fyrir brezku kosningarnar, og skýrir „New Cronicle“ frá því, að íhalds- flokkurinn hafi nú heldur bet- I ur, en fylgi flokkanna virðist mjög jafnt. Blaðið segir, að fyrir sjö mánuðum hafi íhald- íð haft 10% meira fylgi, en nú aðeins 2,5% meira. Vinsældir jafnaðarmanna hafi verið mest ar í byrjun ársins 1947, en síð- an þá hafi jafnaðarmenn held- ur unnið á íhaldið. Brezki samvinnu- flokkurinn styður jafnaðarmenn BREZKI samvinnuflokkur- inn hefur nú gefið út kosn- ingastefnuskrá sína, og lýsir flokkurinn þar fullkomnum stuðningi við jafnaðarmenn og stefnu þeirra. ---------+ GEORGE ALLEN, hinn nýi sendiherra Bandaríkjanna í Júgóslavíu, kom til Belgrad í gær. Varð flugvél hans að sveima klukkustund yfir flug- vellinum, áður en hún gat lent, vegna hríðarveðurs. Það er athyglisvert að fá slíkar fregnir utan af landi á ( sama tíma sem Morgunblaðið reynir að halda því fram, að | sjálfstæðismenn séu einu sönnu andstæðingar kommún- , ista í landinu. En þessi sam- vinna íhalds og kommúnista j er aðeins endurtekning á göml- um leik, því að það var fyrst og fremst íhaldið, sem studdi kommúnista til valda í verka- lýðshreyfingunni og það virð- ist enn þá ekki hika við að gera við þá bandalag og taka sæti í stjórn stórra verkalýðs- félaga með þeim. Bandalagið á Ólafsfirði kom í ljós á rúmlega 60 manna- fundi, sem haldinn var í félag- inu þar á miðvikudagskvöld. Var kommúnistinn Kristinn Sigurðsson kosinn formaður félagsins, en fráfarandi for- maður er jafnaðarmaðurinn Gunnar Steindórsson. Svo nákvæmlcga var bandalag kommúnista og íhaldsins skipulagt, að þegar einn óánægður kommúnisti stakk upp á kommúnista á móti íhaldsmanni, kusu hin- | ir kommúnistarnir á fund- inum íhaldsmanninn, en ekki sinn eigin flokksbróð-1 ur, til þess eins að standa við gerða samninga við í- lialdið. Árshátíð Alþýðu- flokksins í Hafn- arfirði í kvöld ALÞÝÐUFLOKKURINN í Hafnarfirði heldur árshátíð sína í kvöld klukkan 8,30 í Alþýðuhúsinu við Strand- götu. Skemmtunin hefsft með sameiginlegri kaffidrykkju. Einar Sturluson óperusöngv ari syngur einsöng, og loks verða ræður fluttar. Á eftir verður stiginn dans til kl. 2 eftir miðnætti. Alþýðuflokksfólk er hvatt til þess að fjölmenna í hóf- ið og taka með sér gesti. Allt stuðningsfólk A-listans í Hafnarfirði er velkomið meðan húsrúm leyfir. Skemmfi- og úfbreiðslukvöid FUJ í Lisfamannaskálanum ,---—■■■■■■♦ FÉLAG UNGRA JAFNAÐARMANNA gengst fyrir út- breiðslu- og skemmtikvöldi í listamannaskálanum næstkom- andi mánudagskvöld. Mun hljómsveit leika og nokkur skemmti- atriði vérða, en auk þess flytja nokkrir ungir jafnaðarmenn ör- stuttar ræður. Nánari tilhögun verður auglýst í blaðinu á morgun. Skúli vill skattleggja íbúðir í Reykjavík, en sleppa sínu eigin síórhýsi fyrir norðan! -------4------- ÞAÐ ER NÚ á almanna vitorði, að Skúli Guðmuhds- son samdi frumvarp framsóknarmanna um „stóríbúða- skatt“, sem Rannveig flutti án þess að lesa yfir. Samkvæmt þessu frumvarpi Skúla mun allmikill skattur verða lagður á mikinn hluta íbúða í Reykjavík, þar á meðal sumar íbúðir í verkamannabústöðum og sam- vinnubústöðum. Hins vegar myndi frumvarpið, ef að lög- um yrði, ekki leggja eyris skatt á myndarlegt stórhýsi, sem Skúli Guðmundsson hefur sjálfur reist sér norður í Húnavatnssýslu! Skúli vill þannig að önnur lög gangi yfir sjálfan hann en þá landsmenn, sem búa í kaupstöðum. Slífa Ameríkumenn stjórnlálasam- bandi við Búlgaríu? --------------- Eru Rússar að hrekja vestræna sendi- menn frá ölkim ieppríkjunum? ..-»------- AMERÍSKA UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ tilkynnti í gær, að bandaríkin mundu slíta stjórnmálasambandi sínu við Búlg- aríu, ef Búlgarir ekki taka til baka kröfu sína um að sendi- herra Bandaríkjanna verði kallaður heim frá Sofíu. Enn frem- ur krefjast Bandaríkjamenn þess, að Búlgarir taki aftur ákær- ur sínar á hendur amerísku sendisveitinni, sem fram komu í réttarhöldum Kostovs. Stjórnmálafréttaritari brezka útvarpsins túlkar þessa við-1 burði þannig, að Rússar virðist nú stefna eindregið að því að hrekja alla fulltrúa vestur- j landa frá leppríkjunum, og einangra þau þar með að fullu. Ákvarðanir um kröfur Búlg- ara á hendur Bandaríkjamönn- um séu án efa teknar í Moskvu og þessi þróun því hluti af stefnu Rússa. í gær bárust frekari fregnir af hreinsuninni í Búlgaríu, sem vakið hefur mikla athygli, þar sem fjölmargir meðlimir miðstjórnar búlgarska komm- únistaflokksins og ráðherrar hafa verið reknir úr flokknum. Þykir ljóst, að jafnvægi milli leiðtoga flokksins sé ekki fund Ið enn, og standi yfir togstfeita milli þeirra. Enn fremur er á það bent, að erfiðleikar í at- vinnulífi Búlgara kunni að eiga nokkurn þátt í þessari síð ustu hreinsun. ..........» .. ■ Verkalýðsféiag Dal- víkur segir upp samningum VERKALÝÐSFÉLAG DAL- VÍKUR hefur sagt upp samn- ingum við atvinnurekendur. Ganga samningarnir úr gildi 1. marz. Alþýðuflokkurinn heidur trúnaðar- mannafund á morgunjtl. 3 SAMEIGINLEGUR FUND- UR hverfisstjóra og annarra áhuga- og trúnaðarmanna Alþýðuflokksins verður haldinn á morgun kl. 3 eft- ir hádegi í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fundurinn hefst með sameiginlegri kaffidrykkju, og eru flokks- menn beðnir. að mæta vel og stundvíslega. 1500 króna gjöf í helicopfersjóð Slysa- varnafélagsins 1 SLYSAVARNADEILDIN Björg Eyrarbakka hefur nýlega afhent Slysavarnafélaginu kr. 1.500.00 að gjöf í Helicopter- cjóð Slysavarnafélags íslands. Ennfremur hefur félaginu bor- ist kr. 1.000.00 að gjöf frá ó- í nefndum manni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.