Alþýðublaðið - 29.01.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.01.1950, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 29. janúar 1950 Bærinn og sfofnanir hans fil húsa á þrjáfíu sföðum! ---------+--------- Til að þjóna hagsmunum húsabrask- ara „einstaklingsframtaksins“ hefir íhaldið svikizt um að byggja ráðhús. ---------«.—------- BÆJARSTJÓRNARÍHALDIÐ hefur svikizt uxn að byggja ráðhús í Reykjavík með þeim afleiðingum, að bær- inn og stofnanir hans eru nú til húsa á þrjátíu stöðum! íhaldið hefur áhuga fyrir ráðhúsi við sérhverjar bæjar- stjórnarkosningar, en að þeim loknum leggst það á leti- bekkinn og sofnar. Gunnar Thoroddsen og Birgir Kjaran hafa reynt að afsaka þennan fáheyrða slóðaskap báejarstjórnaríhaldsins með því að halda því fram. að bærinn hafi ekki komið ráðhússbyggingunni enn í verk af því, að hann sé svo önnum kafinn við að byggja yfir fátæklingana. Þetta er svívirðileg blekking. Bæjarstjórnar- ílialdið dæmir fátæklingana til þess að búa í brögg- um, saggakjöllurum, skúrum og hanabjálkakytrum. En útsvörin á bæjarbúum hækka ár frá ári, meðal annars vegna þess mikla kostnaðar, sem af því leiðir, að skrifstofur bæjarins og stofnana hans eru dreifðar í leiguhúsnæði víðs vegar um borgina, en mest allt þetta húsnæði mætti að sjálfsögðu nota til íbúðar, ef ráðhúsið væri komið upp. Ráðhúsið myndi þannig spara bænum stórfé árlega. Bæjarbúar tapa stórfelldum fjármunum vegna núverandi skip- unar þessara mála, en húsabraskarar „einstaklings- framtaksins“ græða sem því nemur, og bæjarstjórn- aríhaldið er kjörið til að þjóna hagsmunum þeirra. Slíkar eru staðreyndirnar um fjármálastjórn Reykja- víkurbæjar. En bæjarstjórnaríhaldið er svo blygðunar- laust, að það hælir sér af syndum sínum og glöpum og svarar rökstuddri gagnrýni með heimskulegum blekk- ingum. Anna Guðmundsdótfir: Hvað hefur bæjarstjörnarfhaIdið gerf fyrir börnin og unglingana! Sfórkosfleg þörf á aukinni hú mæðrafræðslu í bænum EIN af hinum mörgu tillög- um varðandi bæjarmálin, sem Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík samþykkti og sendi bæjarráði núna 1 vetur, var til- lagan um nýjan húsmæðra- skóla á Reykjavík. Það er ekki vanzalaust, að hér f höfuðborginni skuli vera til aðeins einn lítill húsmæðra- skóli. Mun hann á ári hverju geta útskrifað um 100 stúlkur með sæmilegri menntun á þessu sviði, því ekki er hægt að telja 6 vikna kvöldnámskeið sem húsmæðramenntun, þó eitt- hvert gagn megi hafa af slíku. Utanbæjarstúlkur hafa líka sótt þennan skóla að sögn. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands giftust 1948 1200 persónur á landinu. Sízt er of mikið að ætla að þriðu hlut- inn þar af giftist hér í Reykja- vík, eða um 400 konur. Þar með er sýnt að aðeins fjórða hluta af húsmæðraefnum hér í Rvík er gefinn kostur á að fá sæmi- legan undirbúning fyrir lífs- starf sitt — húsmóðurstarfið. Nú er svo komið í atvinnu- málum þjóðanna, að hver starfs grein krefst sérmenntunar. Þau fáu störf, sem krefjast einskis undirbúnings eða sér- menntunar, eru lítið metin. Og ef fjögurra ára iðnskóla- rsám þarf til þess að læra að bylgja hár og snyrta, hversu mun þá ekki þurfa undirbún- ing og menntun undir eitt vandasamasta og fjölþættasta starf þjóðfélagsins, starf hús- móðurinnar. Því er haldið fram, að aðal- ástæðan fyrir því hve erfitt er að fá stúlkur til að sinna hús- störfum sé sú, að til þeirra j starfa séu gjarnan teknar i stúlkur upp og ofan, sem enga I kunnáttu eða menntun hafa til j að bera á því sviði, því sé þetta í einskis vert og einskis metið I starf. Þess vegna ber hverju bæj- ar- eða þjóðfélagi, sem vill hag og heill heimilanna, að auka almenna menntun í heimilis- störfum, með lengri og styttri námskeiðum og keppa að því 1 sérstaklega, að hver einasta I húsmóðir geti átt kost á því að 1 fá sem fullkomnasta menntun í sínum mörgu starfsgreinum. Við konur hér í Reykjavík verðum ?ð krefjast þess, að þegar á þessu ári verði hafizt handa um undirbúning bygg- ingar nýs húsmæðraskóla. Meirihluti bæjarstjórnar hefur sofið á málinu. Þess vegna treystum við honum ekki til framkvæmda í skólamálum reykvískra húsmæðra. Alþýðu- flokkurinn hefur jafnan barizt fyrir aukinni húsmæðrafræðslu hér í bæ semt annars staðar á landinu. Þar bera óræk vitni margar tillögur hans í bæjar- stjórn Reykjavíkur fyrr og síð. Framhald á 11. síðu. KOSNINGABLEKKINGAR j íhaldsins eru nú í algleymingi. Stór myndabók er borin inn á hvert heimili og dreift á vinnu- Ktaði í bænum. Myndirnar eru að nokkru af því, sem alþýðan í bænum hefur með samtökum r.ínum knúið íhaldið til að framkvæma, en að verulegu leyti eru myndirnar af ýmsu því, sem andstöðuflokkar í- haldsins hafa barizt fyrir, en íhaldið svæft. Það þykir mikils um vert að teikna ýmsar hug- myndir fólksins, gera mynda- mót af ýmsu því, sem það hef- ur dreymt um, og lofa fram- kvæmdum; um efndirnar skipt- ir minna máli. Eitt mikilvægasta hlutverk konunnar sem móður og hús- móður er uppeldi barnanna. Það er því eðlilegt að við kon- urnar athugum hvernig meiri- hluti bæjarstjórnarinnar hefur búið að yngstu borgurunum. Hvernig ar aðstaða alþýðu- konunnar sem móður og hús- móður í þessjxm bæ? Hvernig hefur íhaldið í bæjarstjórninni hugsað um þessa stóru starfs- stétt? Það kemur okkur að litlu liði þó að byggðar séu skýja- borgir fyrir kosningar og bún- ar til af þeim myndir, ef fram- kvæmdirnar vantar. Engan þarf að undra þó að við fylgj- umst með því hverjir það eru, sem bera fram raunhæfar til- Lögur til úrbóta á því vand- ræðafyrirkomulagi, sem alls staðar ríkir þar sem íhaldið ræður. Fyrir hverjar kosningar hef- ur íhaldið lofað leikskólum, barnaheimilum og leikvöllum; eftir kosningar hefur þetta gleymzt, nauðsynlegustu þarfir yngstu borgaranna hafa verið fyrir borð bornar, leikvellir I barnanna eru gatan með öllum j þeim hættum og óhollustu, sem j henni fylgir. Vöggustofur, dag- heimili og leikskólar í réttu , hlutfalli við fólksfjölda mundi I létta margri áhyggjustund af , mæðrunum vegna þess að móð- irin gleymir ekki hættum göt- unnar þó að forráðamönnum bæjarfélagsins förlist um þær rninni. Á þeim fáu leikvöllum, sem j til eru, ríkir mesta ófremdará- I stand, gæzlan er svo illa laun- j uð, að nær enginn fæst til að j taka það starf að sér, sem fær er til þess að gegna því, enda verður að líta á það sem auka- starf launanna vegna. „Ég verð að svíkjast um til þess að vinna fyrir mínum lífsnauðsynjum,“ cagði ein gæzlukonan við mig. Út yfir tekur þó þegar börnin stálpast, þau mega ekki lengur vera á leikvöllunum, og eiga | . I þar ekki heima, hringiða borg- arlífsins sogar þau til sín. Ég hygg að flestar mæður þekki á- hyggjurnar vegna unglinganna. Hvar eru skemmtistaðir unga : fólksins? Kaffihús með áfengi á hverju borði eru ekki uppeld- isstofnun, sem við teljum æski- íega. Sælgætis- og tóbaksbúðir ; á næsta götuhorni við skólana eru ekki þær uppeldisstofnan- ir, sem við mæðurnar óskum eftir og þjóðfélagið þarfnast. Æskulýðsheimili á vegum bæj- arins er ekki til. Við gleðjumst vfir framtaki skátafélaganna, íþróttafélaganna og annarra díkra samtaka, sem stofna og reka heilbrigð félagsheimili, þar sem æskan getur komið caman, en við vitum að þörf- inni er ekki fullnægt, og við vitum að bæjarstjórnaríhaldið hefur ekki brennandi áhuga fyrir æskulýðsheimilum; ef svo væri myndu þau vera til. Enda varðar svartasta íhaldið ekk- ert um menningarmál borgar- anna. Ómenning er vatn á myllu öfgaflokka og sérrétt- Lndafólks. í krafti hennar er hægara að blekkja, æsa upp, trylla og villa sýn um hvað er rétt og hvað rangt. Skólar bæjarins eru tvísettir og meira til, lofaðir skólar ó- byggðir, þrátt fyrir óeydd fjár- festingarleyfi, og margumtalað- an ágætan fjárhag bæjarfélags- ins. Óhemju fé er varið í þá fáu skóla, sem byggðir hafa verið, til þess að hafa mikilfeng íegt anddyri eða fegra útlitið; ón engu fé er varið til þess að koma á fót verklegum deildum við skólana. Á fáu er þó meiri þörf nú eftir breytingu þá, sem orðið hefur á fræðslulögunum. Rekið er hér bæjarbókasafn, útibú til útlána eru til; lítið virðist hafa farið fyrir áhuga bæjarstjórnarmeirihlutans um að fá bókasafninu viðunandi húsnæði, og eru engar lesstofur sem heitið geti í sambandi við það né útibúin. Ekki myndi þó úr vegi að gefa bókelskum ung- lingum færi á því að sitja við lestur á slíkum stofum, því að húsnæði alþýðuheimilanna í bænum eru ekki af þeirri stærð, að þar sé næði fyrir marga fjöl- skyldumeðlimi. Gumað er af stuðningi við íþróttafélögin og vitanlega hef- ur smábrot af útsvarstekjum bæjarfélagsins gengið til þeirra; en betur má, ef vel á að vera til þess að unglingarnir geti eytt tómstundum sínum á œfingavöllum, eða við innan- hússæfipgar þeirra. Ekki hefur enn bólað á al- menningsþvottahúsum, sem eru þó hin mesta nauðsyn í Málarasveinafélag Reykjavíkur áðaifundur félagsins verður haldinn í Tjarnarcafé uppi sunnudag- inn 5. febrúar 1950 kl. 1,30 e. h. Funarefni: Aðalfundarströf. Stjórnin. mörgu tilliti. Með hagkvæmri staðsetningu þeirra og skyn- samlegum rekstri í samræmi við beztu fyrirmyndir myndu þau létta margri húsmóður starf hennar og spara henni ííma og áhyggjur, auk þess sem bau eru gjaldeyrissparandi. •—• Fleira má nefna, en þetta næg- ir til að minna á vanrækt mál, tem snerta uppeldi æskunnar í bænum og eru menningar- og hagsmunamál húsmæðranna í bænum. Reykvískar konur! Hvort finnst ykkur verðskulda frem- ur stuðning ykkar, raunhæft lifandi starf Alþýðuflokksins fyrir hagsmuna- og réttinda- málum alþýðunnar, eins og það birtist í lögum um verka- mannabústaði, lögum um al- mannatryggingar, orlofslögun- um, ýmis konár mannréttinda- töggjöf undanfarinna ára og í athafnalífinu með rekstri bæj- artogára, bæjarbíóa o. s. frv., — eða á hinu leytinu ofbeldis- hneigð kommúnista og einræð- isstjórn,. eða lýðskrum og lof- orða%vik íhaldsins. Ég er ekki í vafa um hvört hið kjósið fremur ef þið látið dómgreind ykkar ráða. Anna Guðmundsdóttir. Húsfyllir hjá Alþýðuflokknum í Keflavfk HÚSFYLLIR var á út- breiðslufundi Alþýðuflokksfé- laganna í Keflavík í Alþýðu- húsinu s.l. föstudag — hátt á þriðja hundrað manns. Fjórir efstu menn listans fluttu stuttar ræður, þeir Ragnar Guðleifsson bæjar- j stjóri, Jón Tómasson, Steindór Pétursson og Magnús Þorvalds- son, sem skipar baráttusæti A- listans í Keflavík. Auk þeirra töluðu alþingis- mennirnir Guðmundur í. Guð- mundsson og Gylfi Þ. Gíslason. Stuttar ræður fluttu Ásgeir Einarsson, Kristján Pétursson, Eggert G. Þorsteinsson og Valdimar Guðjónsson. Ræðumönnum var öllum tekið með dynjandi lófataki fundarmanna og sýndi fundur- inn greinilega vöxt og viðgang Alþýðuflokksins í Keflavík og að þeir eru ákveðnir í að koma fjórum mönnum í bæjarstjórn og tryggja þar með meirihlut- ann. Að loknum ræðunum var sýnd kvikmynd frá Suðurnesj- um og síðan stiginn dans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.