Tíminn - 29.05.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.05.1964, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR, 28. maí. NTB-Nýju Delhi. — Líkami Jawaharial Nehru var í dag brenndur á bakka hins heilaga fljóts Jumna að indverskri sið- venju og verðnr askan sótt af fjölskyldu hans eftir 24 klst. Er sorgardagarnir 12 eru liðn- ir, verður öskunni dreift yfir heilaga staði. NTB-London. — Nehru var hylltur af blöðum og stjórn málamönnum um víða veröld í dag. Portúgölsku blöðin gagn- rýndu hann þó, og kölluðu ihann „ræningjann frá Goa1', og skrifuðu, að hann yrði allt- af viðbjóðslegur maður í aug- um Portúgala". NTB-Kennedyhöfða. — Ómönnuðu líkani af banda- ríska tungifarinu Apollo var í dag skotið upp með Satum I. eldflaug frá Kennedyhöfða á Florida. Tilraunin tókst vel. NTB-London. — Bretar and mæltu í dag þeirri fullyrðingu Sovétríkjanna að könnunarflug Bandaríkjanna yfir Laos væri brot á Genevesáttmálanum um Laos frá 1962. NTB-Nicosia. — Kýpurbúar víða á eyjunni fóru i hópgöng- ur í dag til þess að láta í Ijósi andúð sína á Bretum, en brezk ur sjóhermaður var nýlega handtekinn fyrir að selja tyrk neskum mönnum vopn. NTB-Blackpool. — Formað- ur brezika Verkaenannaflokks- ins, Anthony Greenwood, sagði í dag,' að hugsanleg verka- mannastjórn myndi þjóðnýla jám- og stáliðnað landsins. NTB-Mannheim. — Franz von Papen, varaforsætisráð- herra Hitlers, vom í dag dæmd ellilaun að upph. 8. þúsund kr. á mánuði. Honum hafði áð- ur verið synjað um þessi elli- laun vegna nazistafortíðar sinn ar. NTB-New York. — Frakkar hafa orðið að loka sínum hluta heimssýningarinnar í New York vegna fjárskorts. NTB-New York. — Harold Wilson, leiðtogi brezka Verka- mannaflokksins, varaði í dag Richard Nixon, fyrmm vara- forseta USA. við því að tala um að láta stríðið í S.-Vietnam ná einnig til Norður-Vietnam. NTB-Miami. — Fjórir Kúbú- búar, semn ákærðir voru fyrir að starfa fyrir bandarísku leyni þjónustuna (CIA), voru skotu ir í Havana á þriðjudaginn. NTB-Cheadle Hulmd. — Þrír létu lífið og 20 meiddust í dag. þegar lest fór út af teinunum við stöðina i Cheadle Hulmd f Norðvestur-Englandi. Flestir farþeganna vom börn. Kvennaskólinn á Laugalandi í Eyjafirði kemur árlega tll Akureyrar til að skoða verksmiðjur KEA og SÍS þar á staðnum. Fer að mestu til þess helll dagur. KEA veitlr hópnum hádegisverð á Hótel KEA. Á MYNDINNI sést hluti kvennaskólanema vlð einn af vefstólunum í Gefjun, sem Hallfríður Sigurðardóttir stjórnar. (Ljósm.: GPK). Hverfistigi í nýrri verzlun á Akureyri í dag, þriðjudaginn 26. maí, oipnuðu Vefnaðarvörudeild K.E.A. og Herradeild K.E.A., verzlun í nýjum húsakynnum. Vefnaðarvörudeildin hefir ver- ið til húsa í Hafnarstræti 91 í 34 ár, en er nú flutt í Hafnar- stræti 93 ásamt Herradeildinni, sem fyrst um sinn mun deila með henni þessari verzlunarhæð. Verzlunarplássið er á annarri hæð hússins og er 2,70 ferm. að stærð. rúmgott og vistlegt. Auk þéss mun á næstu dögum tilbúið pláss í kjallara hússins fyrir teppasölu. Flestöllum varningi er fyrir komið á lausum borðum og „eyj- um“ til þess að viðskiptavinirnir eigi sem bezt með að skoða hann. Húsnæði þetta hafði áður Fata- verksmiðjan Hekla. Teiknistofa S.f.S. gerði teikn- ingar allar í sambandi við breyt- ingarnar, en Stefán Halldórsson byggingameistari, stjórnaði fram- kvæmdum. Jón A. Jónsson, mál- arameistari, sá um málningu en Húsgagnavinnustofa Ólafs Ágústs- sonar smíðaði og setti upp búðar- innréttingar. Að öðru leyti önn- uðust verkstæði og fyrirtæki K. E.A., framkvæmdir. Framhald á 15. sföu. LEIÐABÆKUR KOMNAR UT ÍBÚÐ ÁGÚSTS UNDIR HAMAR JK-Reykjavík 28. maí. Á mánudaginn kl. 10:15 heldur borgarfógeti uppboð á húseign- inni Drápuhlíð 48, sem er skráð eign Ágústs Sigurðssonar verka- manns, og er uppboðið haldið vegna kröfu Jóhannesar Lárusson- ar hdl. um greiðslu á 129 þúsund krónum, auk vaxta og kostnaðar. Eins og öllum er kunnugt, hafa mikil málaferli og blaðaskrif spunnizt af þessum viðskiptum Ágústs og Jóhannesar, og hafa þessi mál verið meginefni tveggja vikublaða hér í bæ, mánuðum saman. ESKIMÓA- BYGGÐIR FRIÐAÐAR Aðils, Kaupmannahöfn, 28. maí. Danska dagblaðið, Berlingske Tidende, skýrir frá því í gær, að á vegum danska þjóðminjasafns- ins verði gerður leiðangur til Grænlands í sumar, sem eigi að Ijúka við að grafa upp fyrstu kristnu kirkjuna á Grænlandi, Þjóðhildarkirkju, og kirkjugarð- in í Brþttuhlíð. Leiðangur þessi á einnig að athuga leifar af fslend- ingabyggðum og gamlar Eski- móabyggðir í Julianeháb með til- liti til endurbyggingar og lagfær- ingar. Einnig er ætlunin að frið- lýsa þær 2000 Eskimóábyggðir, sem nú eru á Grænlandi. Allar leifar af íslendingabyggðum, sem finnast í Grænlandi, eru friðlýst- ar, og nú er ætlunin að friðlýsa einnigEskimóablyggðirnar. Byrjað Framhalö é 15 siðu Kvartmilljón myndir Aðils, Kaupm.höfn. 28. maí. DANSKA landmælingastofnun in mun í sumar ljúka við allsherj ar loftmyndatöku af Grænlandi Stofnunin hefur kornið upp nokk- urs konar bækistöð í Kanada cg þaðan hafa Ijósmyndarar flogið yfir Grænland síðustu fjögur ár- in. í sumar hefst síðasta starfsár- ið í þe9sari bækistöð. Loftmynda taka þessi er liður í kortlagningu Grænlands og hófst fyrir 25 árum. Á þessum árum hafa verið teknar myndir af öllu Grænlandi, nema landísnúm, en það er svæði jafn- stórt allri Vestur-Evrópu og af því hafa verið teknar 25.000 Ijós- myndir. Úr þessum myndum verð ur unnið kort í stærðarhlutföllun um 1:250000. FB-Reykjavík, 28. maí. ÚT ERU KOMNAR tvær leiða- bækur, önnur leiðabók Strætis- vagna Reykjavíkur en hin er Leiðabók með áætlunum einka- leyfisbifreiða um Iand allt, og giídir hún frá 15. maí S. I. til 14. maí næsta árs. Leiðabókina um áætlanir ein'ka leyfis- og sérleyfisbifreiða gefur Póst- og símamálastjórnin út, og kostar bókin 15 krónur. f henni er að finna allar uplýsingar um ferðir bifreiðanna, hverjir flytji Reyna aö bjarga moskus-stofni Aðils, Kaupmannahöfn, 28. maí. MAGISTER Christian VIBE. sem vinnur hjá jarðfræðistofnun Grænlands i Danmörku, muu halda með vísindaleiðangur til Austur-Grænlands 10. júlí n. k. — Tilgangurinn er sá, að sækja þang að Moskusuxa, sem síðan á að flytja aftur til Vestur-Grænlands. Samkvæmt upplýsingum magist- ers Vibe hefur loftlagsbreyting á Austur-Grænlandi haft alvarleg á- hrif á Moskusuxastofninn, þannig Síld til Bolungarvíkur KRJÚL-Bolungarvík, 28. maí. TVEIR bátar hafa komið hing- að með síl.d síðustu dagana. — f fyrradag kom Guðmundur Péturs með 200 tunnur og í gær kom Sólrún með 800 tunnur, síldin var veidd við Suðvestanvert landið Fór hún öll í bræðslu og var hcr um að ræða smásfld. Allir stærri bátarnir eru farn- ir að búa sig undir .sumarsfldveið arnar, en trillum er óðum að fjölga. Veiði hjá handfærabátum hefur verið allsæmileg að undari- förnu fyrir vestan. Tíðarfar hefur verið mjög sæmi legt eða gott að undanförnu og | sauðburður hefur gengið vel hjá I bændum. Hyggja þeir gott til sum ! arsins. að á fáum árum hcfur þeim fækk að úr 40.000 niður í 5.000. Á meðan loftslagið í Austur Grænlandi hefur breytzt til hins verra fyrir Moskusuxana, þá hefur loftslagið í Vestur-Grænlandi breytzt til hins betra fyrir þá. — Fyrir tveimur árum voru 13 Mosk usuxar fluttir á svæðið fyrir sunn an Syðri-Straumfjörð í Vestur- Grænlandi, en þá hafði magister Vibe veitt í Austur-Grænlandi. — Þessi dýr lifa nú góðu lífi, þar sem þau eru. Nú er ætlunin að tryggja tilveru grænlenzka Mosk- usuxastofnsins með því að flytja fleiri dýr yfir á Vestur-Grænland. Að þessu sinni ætlar magister Vibe einnig að ná 13 dýrum, sem síðan munu dveljast í dýragarðin j um í Kaupmannahöfn yfir vetur- inn, en verða flutt til Vestur-Græn lands næsta vor. póst, þar er gjaldskrá um hóp- ferðaalcstur, sagt frá hverjir hafa hópferðaréttindi, lög utn skipulag fólksflutninga með bifreiðum eru í bókinni, reglugerð um skipulagn ingu fólksflutninga með bifreið- um, og að lokum vegalengdir i kílómetrum. Leiðabók Strætisvagna Reykja- víkur kostar 10 kr. og veitir allar upplýsingar um ferðir og fyrir- komulag strætisvagnanna í borg- inni. Síðasta sýning á Sunnudeginum SÍÐASTA sýning á gamanleikn um Sunnudagur í New York, verð- ur á laugardagskvöld kl. 20,30. — Þetta leikrit var frumsýnt í janú- ar s. 1., leikstjóri var Helgi Skúla- son, en leikendur þau Guðrún Ás mundsdóttir, Erlingur Gíslason, Gísli Halldórsson, Margrét Ólafs dóttir, Brynjólfur Jóhannesson og Sævar Helgason. — Ráðgert er að fara með þetta leikrit í leikför út á land í sumar. Varðberg á Skaga VARÐBERG á Akranesi efnir til kvikmyndasýningar í Bíóhöll inni n. k. laugardag hinn 30. maí og hefst sýningin kl. 2 e. h.. Sýnd ar verða þrjár kvikmyndir, allar með íslenzku tali, þar á meðal verðlaunamyndin „Ofar skýjum og neðan“, sem hlotið hefur 5 kvikmyndaverðlaun 2 T f M I N N, föstudagur, 29. mal 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.