Tíminn - 16.06.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.06.1964, Blaðsíða 1
Regnið bætti sprettu en réði ekki við uppblástur og sandfok HF-Reykjavík, 16. júní. Á langardaginn byrjaði að rigna á SV-landi eftir þriggja vikna þurrk. Rigning þessi var bændum mjög kærkomin, því að af völd- nm þurrksins hefur grasspretta tafizt mjög, en nú fer henni von- andi eitthvað fram. Annað vanda- mál, sem þurrkurinn orsakaði, var sandblástur, og stóð sandstrókur- Inn yflr öllu Suðvesturlandi aust- an af söndum og af uppblásturs- svæðunum á afréttum Árnessýslu. Það létti því mörgum, þegar byrjaði að rigna á laugardaginn, en sá böggull fylgdi skammrifi, að svo til ekkert rigndi á Landi í Rangárvallasýslu, Gaulverjabæj- arhreppi og í efstu sveitum Hruna mannahrepps. Þessar sveitir eru á mörkum afréttanna og má þvi Framh á bls 3 Myndin er af nýstúdentum M. P. er þeir höfSu sett upp kollana. Tímamynd-GE) 330 NÝSTÚMNTAR í ÁR HF-Reykjavík, 16. júní. í dag útskrifuðust 211 nem- endur frá Mcnntaskólanum i Reykjavík, en alls útskrifast í vor 330 stúdentar af öllu land- inu. 73 frá Menntaskólanum á Akureyri, 21 frá Menntaskólan um á Laugarvatni og 25 úr Verzlunarskólanum í Reykja- vík. Dúxinn í Menntaskólanum í Reykjavík varð Jakob Yngva- son með fyrstu ágætiseinkunn 9,62. MR var í dag(slitið við há- tíðlega athöfn í Háskólabíói, en nemendafjöldinn er orðinn svo mikill, að ekki er fært að halda skólaslitaathöfnina í skólahúsinu sjálfu. Rektor setti athöfnina með ræðu og sagði þar m. a., að á næsta hausti mundi nýbyggingin fyrir ofan gamla skólann verða tekin í notkun og mundu þar verða sex rúmgóðar kennslustofur og í kjallaranum yrði verkstæði og matstofa. Þrátt fyrir þetta yrði að nota Þrúðvang enn næsta vetur, þar sem fyrsti áfangi hins nýja menntaskóla við Litluhlíð verður ekki til fyrr en haustið 1965. Nemendur í MR í vetur voru 903 að tölu, 305 stúlkur og Framhald á 3 síðu ENGIR SÍLDAR- KÓNGAR í ÁR? FB— Reykjavík, 15. júní Nú hefur verið ákveðið, að í sumar verði ekki birtar afla- tölur einstakra báta, og byggist þessi ákvörðun á tilmælum frá Samgöngumálarðuneytinu til Fiskifélags íslands, en Sjós'lysa reefnd hefur gert þetta að til- lögu sinni. Byggist þetta án efa á því, að ekki verði eins mikið meta kapp í veiþunum, þegar menn vita ekki, hve mik inn afla hver einstakur bátur Jiefur fengið. En um leið verð ur vicanlega erfiðara fyrir á- hugameren að fylgjast með afla óskabátanna sinna. Á miðnætti á laugardag höfðu borizt á land samtals 154.262 mál og tunnur. í dag og gær var bræla á síldarmiðunum, og lágu mörg skip í vari. Á Raufarhöfn lágu inni um 20 skip, en 7 skip biðu þar iöndunar. Allar þrær síld arbræðslunnai eru fullar, og aðeins hægt að landa jafnóðum og hólfin tæmast aftur. Bræðsl an er nú búin að taka á móti um 75 þús málum. Frá því á laugardag hafa komið þangað 17 skip með rúmlega 12000 mál Fjögur skip hafa landað í Neskaupstað í dag samtals 2250 málum Bræðslan er búin að taka á móti um 5000 málum, og byrjar væntanlega að bræða á fimmtudaginn. Fyrsta tunnu- skipið kom hir.gað um helgina með síldartunnufarm. Minnsta skip KJ-Reykjavík 15. júní. það er belra að huga vel ai öllu áSur en farið er i sjóferð, og hér á myndinni fyrlr ofan er Eiríkur Kristófeisson fyrrverandi skipherra og forstjórar Olíufé- lagslns þelr Jéhann Gunnar Stet ansson (t. v.) og Vilhjálmur Jóns son (t.h.) um borð í olíubátnum Lágafelli á laugardaginn. Eirj>- ur vár að leggja af stað msð bát <nn norður á SiglufjörS, en Lá]a fell mun fyigja síldarflotanum '• sumar og sjá bátunum fyrir brennslu og smurningsolíum. Ei rfkur sagðisf aldrel hafa farlð Eiriks! með minna sklp, og það vae.i svo sannarlegr- hressandi að fara á sjóinn og sfgla norður á Sig'u- fjörð. Lágafe'l er 7 lestlr, smið- aður i fyrra, cg Stefán Hörgdal vélstjórl verður með bátinn < sumar. SKYNDIHAPPDRÆTT! SUF ÖG FUF - Gerið skil ó skrifstofunni rjarnargötu 26 sem allra fyrst. Opið kl. 9-121. h., 1- 630 og 8-10 e. h. Símar 1 55 64 og 1 29 42. Umboðsmenn úti á landi eru hvattir til að panta nú þegar viðbótarmiða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.