Tíminn - 26.06.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.06.1964, Blaðsíða 1
wm BÍLALEIGUR Á ÖDRU HVERJU GÖTUHORNI! KJ-Reykjavík, 25. júní. Það eru ekki ýkja mörg árin síðan engin bíialeiga var til á landi voru, en nú eru þær orðnar æði margar, eða 30 ,talsins, og virðast dafna val. Blaðið hefur gert könnun á íjölda bílaleigubílanna hér á landi, og munu þeir vera ná- lægt þrjú hundruð. Þar af eru hér á suðvesturhorni landsins 240 bílaleigubílar, eða þar um bil. Stærsta bílaleigan er með um 70 bíla, litla evrópska bíla. stóra ameríska og svo fjalla- bíla. Flestar eru mun smærri í sniðum, sérstaklega hinar nýju, og sumar hverjar aðeins með örfáa bíla. En fyrirtækin eru þrjátíu talsins i Reykja vík og í kaupstöðum víðs veg- ar um landið. Fjöldi bílanna er svipaður og í fyrra, en þó hafa orðið nokkrar breytingar hjá ein- stökum bílaleigum, fjölgað hjá sumum, en fækkað hjá öðrum. Þróunin virðist vera sú, að stærri leigurnar eflast og bæta við sig bílum, en þær minni minnki sín umsvif. Þetta er raunar eðlilegt, þar sem bíla- leigubilar þurfa mikið eftirlit, og t. d. er lögboðin skoðun á þeim á þriggja mánaða fresti. Um vertíðarlokin var tölu- vert líf í viðskiptunum hjá bílaleigunum, og núna er aft- ur að færast líf í þessi við- skipti. Yfirleitt er ekki tekið á móti pöntunum með mjög íöng- um fyrirvara, nema um sé að ræða erlenda- ferðamenn. Ein bílaleigan er hætt að taka á móti pöntunum fyrir verzlunar mannahelgina, en mest er ann ríkið um helgar. Leiguskilmálar eru með ýmsu móti, en þó mun leiga (Framhalö á 12. siðu) Þessar bílaleigur auglýsa daglega. Þær eru um 10 talsins. sn önnur. |V;j • **' Millibilsástand í húsnæðismálum KH-Reykjavík, 25. júní í samtali við Eggert Þorsteinsson formanjt Húsnæðismálastofn- , í dag, kom það m.a. fram, að nú ríkir eins konar milli- bilsástarrd um lánaveitingar stofnunarinnar og er alls óráðið. hvers þeir mega vænta, sem byrjaðir eru að byggja og eiga inni umsókn hjá stofnuninni eða hafa hugsað sér að sækja. Eggeri Þorsteinsson sagði, að 1 rauninni væri aðeins tvennt full- komlega ljóst núna um fram- kvæmd >aga þeirra, sem samþykkt voru í vetur um meiri réttindi skyldusparenda og hærri lán. Annað væri það, að þeir húsbyggj endur, sem fengið höfðu full lán| fyrii 1. apríl sííðastl., geta ekki átt von a hækkun, og hitt það, aði þeir, sem byrja að byggja eftirj næstu aramót, munu njóta for- takslausia forrettinda skylduspar- j enda tii hámarksláns, sem þá 'verður 280 þús. og 25% hærra.j I hafi þeir sparað 50 þús. eða meira. j ÍÞeir, se;ii hafa lent þarna á milli,; geta hins vegar ekki fótað sig áj .neinni reglugerð, og er algjörlega lóleyst mál. hvernig með þá verð- I ur farið Sagði Eggert, að vei kæmi til mála. að hafa þarna eins konar uöppu þannig að þeir íengju i a 221 pús. eða eitthvað slíkt Þetta verður ákveðið við samningi nýrrai reglugerðar fyr- ir Húsnæðismálastofnunina ) haust lil pessa heíur verið gildandi ákvæði . lögum að skyldusparend- ur ættu að öðru jöfnu forgangs- (Framhald á 12. síðu). MESTISILDARAFLISUMARSINS Sigla norður FB-Reykjavik, 25. júní. Nú er ástandið orðið þairnig fyrir austan, að þangað þýðir vart fyrir sfldarskipin að fara vegua löudunarbiðar, og á Rauf- arliöfn bíða 8 skip löndunar. í nótt og gær fengu rúmlega 60 sfldarskip samtals um 62 þúsund mál, sem er mesti síldaraflinn KLÁFURINN TIL EFTIR 3 VIKUR FB-Reykjavík, 25 júní. Myndina tók HE inni við Tungnaá fyrir skömmu. Þar var unnið að krafti við kláf ferjusmíðina og búið að reisa vinnupallana, sem notaðir vcrða við turnsmíðina. Turnarnir verða 10 metra háir, en brúarhafið sjálft er 80 metra langt. Verkið hefur gengið vel að undanförnu, sam- kvæmt upplýsingum frá Vega- málaskrifstofunni, og er búizt við, að því ljúki um miðjan júlí. í gær var kláfurinn fluttur inn eftir, en hann er um það bil 3x4,5 metrar að stærð. Upphaflega hafði verið ákveð ið að setja kláfferjuna á Tungnaá á Haldi, en í vor var horfið frá þvi, og kláfurinn settur nokkuð ofar. Bændur. sem höfðu ætlað sér að flytja fé sitt á afrétt yfir ána í kláfn um voru ekki sérlega hrifnir af þessari breytingu, þar eð öll aðstaða þeirra var við rlald. Nú þarf einnig að brúa á. sem er á leiðinni upp eftir, því að öðrum kosti gæti orðið ófært á stundum upp að kláfn um. Brúarsmiðirnir verða um 20 talsins í sumar, en yfirsmið ur ei Jónas Gíslason. á einuin sólarliring í sumar, og fara flcst þessara skipa vestur um og til Siglufjarðar eða Eyja- fjarðarhafna. í gær og í dag hafa 15 skip komið til Raufarhafnar með síld, en í kvöld biðu enn 8 skip lönd- unar, og var búizt við, að ekki ýrði hægt að byrja að landa úr þeim fyrr en einhvern tíma í kvöld eða nótt. Þegar lönduninni lýkur, verður verksmiðjan búin að taka á móti 112000 málum. Sjldveiðin var góð i dag, enda ágætis veður á miðunum, og höfðu 12 skip tilkynnt afla sinn til Raufarhafnar um kvöldniatar leytið og var aflinn 8550 mál. Forsetinn yfir íslandi hefur gefið út bráðabirgðalög, þar sem afnuminn er forgangsréttur fastra viðskiptavina Síldarverksmiðja ríkisins um löndun hjá verk- smiðjunum, og hafa nú öll skip sama rétt til löndunar, bæði þau sem eru í föstum viðskiptum og ÞEIR SEM BYRJA AÐ BYGGJA EFTIR NÆSTU ÁRAMÓT FÁ HÆKKUNINA, EN ÓVÍST ER UM ÞÁ, SEM BYRJA FYRR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.