Vísir - 15.07.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 15.07.1914, Blaðsíða 1
I Ferðalöe: og sumardvalir í sveit takast best ef meun nesta sig í Nýhöfn. Miðv.d. 15. júlí 1914. EM Reykjavfkur biograph theater. Slmi 475. Mikill og fagur sjónieikur í 3 þáttum eftir Björn Björnsson. Leikinn af 1. flokks norskum og dönskum leikendum. * Aöalhlutverkin: Björn Björnsson - Bodil Ipsen. Adam Poulsen - And. Egede Nissen. Alfr. Möller - Victor Neumann' Fagur og áhrífamikill viðburður. Myndin sýnd aöeins fáa daga. Komiö því tímanlega. fí U R BÆNUM Gamla Bíó sýnir þessa daga nýja mynd Leiksviðsbörn eftir Björn Björnsson (son skáldsins Björnstjerne Bj.) Myndin er leikin af »Dania Biofilm Co.« í Khöfn. Stendur Gyldendals forlagið á bak við þetta kvikmyndafjelag og hefur þegar látiö leika mörg af rit- verkam eínum, og munu menn hjer brátt eiga kost á að sjá ýms þeirra. — Dania Biofilm hefur tryggt sjer ýmsa hina bestu krafta meðal danskra og norskra leikara og fáum viö nú að sjá heilan hóp þeirra á mynd- inni L e i k s v i ö s b ö r n. Hr. Björn Björnsson sem er í miklu áliti sem leikari í Noregi, leikur sjálfur eitt aðalhlutverkið. Þá leika og Bodil Ipsen, And. Egede Nissen, Adam Poulsen og Victor Neumann og leika öl! með afbrigðum vel. — Það er skemtilegt að fá nú tækifæri til að sjá mörg ný andlit á kvik- myndunum, því að maður getur þreyst af því að sjá einlægt sömu Ieikendurna. Annars hefur Gamla Bio altaf góða tilbreytingu í mynd- um sínum. R. Misprentas! hefur undirf’yrir- sögnin fyrsta í alþingis-frjettum í gaerkveldi. þar á að standa Ef ri- deild. Síðdegisblað kemur líklega ekki út í dag. ÍHfRÁ ÚTLðNDUMgf Hmisir Pjetirssoiar iii Eiopress slysið. Nl. Viö handfönguöum okkur eftir . rimlunum nokkur fet, til þess aö stefna á yfirbyggingu nokkra, er l>ar var upp úr dekkinu á miðju skipþ er tæki af okkur falli'S, og syo rendum viö okkur niöur og hittpni beint á hana; lentmn þar 1 'lrúgu, en meiddumst mjög lítiö, eöa að minsta kosti vissum viö ekkert af þvi þá. Skriöum svo meö þessari yfirbyggingu svo sem tvo faðma, og rendum okkur svo aftur niður. Jeg fyrst og Tilly hjelt aftan í mig. Þar niðri undir vatn- inu stöðvuðumst við á manni, er lá þar við siglutrje, er stendur á skakk upp úr dekkinu. Þar rjett fyrir neðan og svo sem tvo faðma úti í vatninu, var báturinn, er við höfðum sjeð, og menn í tugatali aö svamla í vatninu og reyna að komast aö honum og upp í hann. Þar lá kaðalsendi úr skipinu og fram að bátnum, er af tilviljun hafði dottið út, er bátarnir voru aö hrynja af skipinu. Dreif jeg mig því yfir manninn, greip í kað- alinn og henti mjer út í vatnið til bátsins. Jeg fór næstum í kaf i vatnið, en einhvernveginn náði jeg í reka og svo í bátshliðina. Varð jeg jress j)á fyrst var, að Tilly hafði mist af mjer og sat eftir við siglutrjeð. Jeg sá, aö jeg kæm- ist ekki til baka að svo stöddu, og haföi mig ]dví upp í bátinn, er nú var orðinn fullur — þröngskip- aður af mþnnum, — þó alstaðar í vatninu í kring væru fleiri aö reyna að komast upp í; og einn í bátnum var að reyna að varna mjer að komast upp í. Strax og jeg var kominn upp í bátinn, sá jeg, að ef klifrað væri upp í siglu- trjeð, er Tilly stóð við, væri hægt að láta sig falla niður í bátinn, ef hjálpað væri að taka á móti, og væri það eina tækifærið fyrir Tilly að komast af, að reyna það. Hrópaði jeg því það sem jeg gat og veifaði höndunum til hennar; strax og hún sá, aö jeg komst upp í bátinn/var eins og nýtt líf færðist í hana, og annaðhvort datt henni það sama í hug og mjer, eða varð einhvernveginn vör við, hvað jeg var að segja og benda, og klifraði hún því upp rána, sem er eins og ritsimastaur; ]íar var þá kominn skipsmaður í sömu svipan, og náði hún í hann og bað hann fyrir guðs skuld að hjálpa sjer; en hann hristi hana af sjer, en tók hennar ráð, aö klifra upp staurinn og. stökkva. Fór hún á eftir honum og komst nógu langt og stökk — og náði jeg í hana ’um leið og hún kom niöur. Það var voðakalt í vatninu og nóttin nokkuð köld, og skalf jeg því æði mikið; en náði mjer ])ó í raft, er flaut í vatninu og fór að reyna að hjálpa til, að koma bátn- um frá skipinu, er auðsjeð var aö mundi velta um þá og þegar og ofan á okkur. Tilly náði í ár upp úr bátnum og fjekk mjer, og gjörðum við nú fjórir eða fimm í bátnum alt sem viö gátum til að komast frá skipinu —- ýttum og rjerum. Og rjett á eftir valt skip- i.ö með hægð niður, og alt laus- legt hrundi af alt í kringum okk- ur, og fólk í tuga- eða jafnvel hundraðatali valt niöur í sjóinn. Hávaðinn var voöalegur, því gufu- ketill í skipinu hefir vist sprungiö um leið. Eitthvað náði í árina í höndunum á mjer og tók hana af mjer. Báturinn lyftist upp af Vatnsganginum, en kastaöist dá- lítiö frá um leið, svo viö vorum sloppin í bráðina. Þá tókum við eftir andvörpum og stunum við fæturna á okkur niðri í bátnum, og lá þar kona niðri í botninum á bátnum, í vatni og var náttúr- lega bæði staðið og legið ofan á henni. Við Tilly gátum togaö hana upp. — Svo var farið að reyna að róa til skipsins, er rekist hafði á Empress, sem lá þar ekki mjög langt frá. En nú var það hörmulegasta eft- ir, því maður varö að krækja aft- ur og aftur hjá fólki, er var all- staðar i vatninu, og sem hefði strax sökt bátiium, ef það hefði náð i hann. En allir hrópuðu til manns, að hjálpa sjer fyrir guðs skuld. Báturinn var of hlaðinn eins og var (um 50 manns í honum), og gekk því seint aö komast aö skipinu, en svo tókst það þó á endanum og náðum við tveir í.kað- al, er fleygt var til okkar, og hjeldum bátnum við skipshliðina 1 meðan farið var upp kaðalstiga, i er rent var niður til okkar. y Strax og jeg kom upp á skip- ið, fór jeg úr náttklæðunum, er voru rennandi blaut, og fór að reyna að nudda mig, til að ná úr ‘ mjer skjálftanum, og tókst það fljótt, því það varð brátt nógu heitt inni í kompunni, þar sem við vorum, þó flestir væru naktir (kvenfólkið var í annari kompu), ’ því plássið var lítiö, þar eð þetta var ekki fólkflutningaskip. Eftir litla stund var komið með vatnsfötu og brennivinsflösku, og öllum gefinn einn drykkur. Svo fórum við, sem betur vorum á okkur komin, að reyna að lífga þá við, er ekki gátu staðið eöa hreyft sig. Það voru að eins þrír, er meö lífsmarki komu, er dóu. Við vorum í þriðja bátnum, en fimm í það heila, er lentu aö skip- inu; — tveir annarstaðar. Tilly var einlægt á ferðinni, að reyna aö hjálpa til, og nugga þá, sem máttlausir og stirðir voru, því hún var eins róleg og ekkert hefði skeð ; og er mjer óhætt að segja að það voru ekki nemi tveir aðrir kverimenn, af þeim, sem komust aQ er komu fram eins ró- lega og eolilcga og hún. Eftir nokkurn tíma náði jeg í borödúk með öðrum manni (seinna sinn hvor), en Tilly náði í regn- kápu garm; og með það eitt klæða komumst við í land seinna. En fyrst vorum við látin í annan bát, er sendur var út til að hjálpa, og lenti hann okkur í Rimouski nokk- urri stund eftir sólaruppkomu. Veðrið var heldur gott og sólskin, enda kom það sjer vel fyrir alla, því flestir að heita mátti voru naktir. Þar vorum við drifin upp í vagna, eftir svo sem tuttugu min- útur og keyrt með okkur svo sem hálfa aöra mílu heim að litlu sveitahóteli. Fólkiö var alt saman franskt, og skildi mjög fátt af því nokkuð í ensku; en það gjöröi alt sem það gat, aö láta öllum líða sem best eftir vonum. Klukkan eitt- hvaö um hálftólf um daginn kom- umst við í búð og fengum föt, er við konmm í hingað; náttúrlega var þaö bara tilviljun, ef nokkuð ( af þeim passaði. C.P.R. fjelaðið ~ hafði ávísað, að alt fólk, er af skipinu kæmi, mætti fá sjer föt til að klæðast eins og það þyrfti. Fastar ferðir milU Reykja- víkur og Þingvalla byrja að öllu forfallalausu næstkom- andi laugardag, þ, 18. þ. m.--------Farið verður fyrst um sinn laugardaga, sunnu- daga og mánud., frá Reykja- vík kl. 9 f. h. og kl. 4 e. h., og frá Þingvöllum kl. 12 hád. og kl. 7 e. h. Nánari upplýsingará skrif- stofu fjelagsins. Ungmenna- fjelagarl Samfundur í kvöld, margt skemmtilegt á dagskrá. Fjölmennið! Eftir hádegið, kl. um þrjú, lcom járnbrautarlest til að flytja okk- ur til baka til Quebec; komum hingað kl. að ganga níu um kveld- ið. Og fyrsta og annars farrýmis farþegar voru teknir hingað á hótel þeirra; en þriöja farrýmis fólkið drifið út í skipið Corsican, er lá hjer við bryggjuna. Svo voru okkur gefnar ávísanir á búöir hjer, til að fá okkur þar fatnað, sem við gætum verið í, og í gærkveldi vorum viö öll aftur komin í föt, er líta skaplega út. Það hefir ver- ið farið ljómandi vel með okkur síöan hingað kom, og getum við fengið hvað sem þeir hafa til hjer á hótelinu. Og $5.00 í peningum fengu þeir mjer í gær til bráöa- birgða. En svo vitum við ekki enn þá, hvað meira þeir ætla aö gjöra fyrir okkur. Þá er ])essi raunasaga á enda.— Hörmungunum og kvölunum er ómögulegt að lýsa; enda vil jeg reyna aö hugsa sem allra minst um það. Þaö er varla hægt, að hugsa sjer þaö. Þaö liðu aö eins fjórián mínútur frá því skipin rákust á, þar til Empress var solckin, svo elckert sást eftir af henni, nema ruslið, er flaut i kring, og fólk- ið, er var að berjast við dauðann í vatninu. Jeg er búinn að heyra svo margar raunasögur frá þeim, sem eftir lifa, að það væri nóg i heila bók, og þar eð jeg er ekkert hræddur um, að jeg gleymi nein- um af þeini, eða af því, er skeði þessa nótt, — þá skrifa jeg þjer ekkert meira af því aö sinni. Nú eftir á, er maður hugsar um það, er raunalegast, hvað . lítiö maöur gat gjört til að hjálpa öör- um. Eina lmggunin er ,að vita til þess, aö maður ruddi engum úr vegi til að fá aö lifa sjálfur. Jeg skrifa þjer aftur nokkrar línur, ef jeg kem ekki beint heim hjeöan. Þinn bróðir Hannes.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.