Vísir - 12.03.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 12.03.1918, Blaðsíða 2
VxSIK HLUTA-ÚTBOÐ. Samkvæmt ályktun, er gerö var á aöalfundi Kalkfélagsins í Reykja- vík, sem haldinn var þ. i. mars þ. á., var ákveöiS á stjórnfarfundi þ. 3. þ. m., aS auka hlutafé félagsins, svo a5 þaS gæti tekiö til starfa á komandi vori. FélagiS hefir trygt sér námuland þaS í Esjunni, er kalk var unniö úr fyrir ca. 30 árum síSan, og sem reyndist vel þá, eins og ganga má úr skugga um meS þvi aS skoSa ýmsa húsgrunna hér í bænum frá þeim tíma. ViS frekari rannsókn er félagiS hefir látiS fram fara, hefir þaS otvírætt sýnt sig, aS kalkiS er bæSi mikiS og gott. FélagiS lét á síSastliSnu hausti byggja kalkofn fyrir neSan aSalnám- una, en vegna óhagstæSrar veSráttu vanst ekki tími til frekri fram- kvæmda, enda var og fé'þaS aS þrotum komiS, er safnaS hafSi veriS í upphafi til þessa undirbúnings. MeS því aS félagiS lítur svo á, aS hér sé um mikiS þjóSþrifafyrirtæki aS ræSa, og þar sem hins vegar allar horfur eru á aS kalkvinslan verSi sérlega arSvænleg, þá hefir félagsstjórnin ákveSiS aS færa nú út kví- arnar, og byggja þráöbraut frá námunni, til flutnings á kalkinu niSur gil þaö er aöalnáman er í, og reisa hús fyrir neSan námuna fyrir verka- fólk og efni, til þess aS geta byrjaS reglulega kalkvinslu í sumar. Til þess aS hægt se aS taka til starfa meS von um góSan árangur, þarf félagiö aS auka hlutafé sitt upp í 30.000 kr., þannig, aS auk eldri hluta, er ætlast til aS teknir verSi 20.000 kr. í nýjum hlutum. Samkvæmt því gefst hér meS þeim, er áhuga hafa á þessu málefní. kostur á aö skrifa sig fyrir samtals kr. 20,000 - tuttugu þúsund krónum - í hlutafélaginu KalkfélagiS í Reykjavík. Gjaldkeri félagsins, hr. GuSm. BreiSfjörS, tekur á móti hlutaloforöum, og ennfremur verSur lagSur fram listi í Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar, er menn geta skrifaS sig fyrir hlutum á. Hver hlutur er ákveöinn mmst 50 kr., og áskilur félagsstjómin sér rétt til þess aS draga úr framboSnu hlutafé, ef menn skyldu rita sig fyrir meira fé samtals, en óskaS er eftir. Hins vegar verSur féS ekki innkallaS nema því aS eins aS öll upphæSin fáist. Hr. GuSm. BreiSfjörS gefur þeim er þess óska, upplýsingar um á- ætlaSar tekjur og gjöld félagsins yfir fyr'stu rekstursmánuSina. HlutaútboS þetta Iiggur frammi dagana 12.—26. mars þ. á., og veröa hluthafar boSaSir á fund aS þeim tíma liSnum. Reykjavík, 11. mars 1918. I stjórn Kalkfélagsins í Reykjavík. Lárus Fjeldsted Gudm. Breiöfjörö Einar Erlendsson (formaður). (gjaldkeri). (ritari). Magnús Th. S, Blöndahl. Jón Halldórsson. Loksins hefir þá stjómin ráð- ist í það, að kalla saman auka- þing. En mörgum finst, að úr því það var ekki gert fyrr, þá hefði nú eins mátt láta það drag- ast til venjulegs þingtíma, í júlí. Krafan um aukaþingið var orðin allákveðin og almenn löngu áður. Þó skelti stjómin skoll- eyrum við henni og bar því við, að bændur ættu ekki heiman- gengt um hávetur og að yfir- leitt væri engin ástæða til að kalla þingið saman. — En hver er þá breytingin, sem nú er á orðin ? Er b æ n d u m hentugra að koma til þings í aprílmánuði en febrúar eða mars ? Er ekki vor- ið einmitt sá tími ársins, sem bændur mega síst að heiman vera? Yorið er aðalhættutíminn fyrir bændur og bústofn þeirra. Lá er oft og einatt mest undir því komið hver á heldur. Þetta er svo alkunnugt, að því þarf ekki að lýsa. Og til ferðalaga er tíminn, sem valinn hefir verið, sá allra ohentugasti. Það getur þvi ekki verið af umhyggju fyrir bændum eða öðrum þingmönn- um, sem stjórnin hefir dregið að kalla þingið saman. Ekkert hefir heyrst um það, hvað það só, sem stjórnin ætlar nú að leggja fyrir þingið og ekki var miklu meiri ástæða til að leggja fyrir það fyr. Ekkert nýtt vandamál nefnt i sambandi við þinghaldið, En hvers vegna hefir stjómin þá ekki kallað þing saman fyrr, eða hvers vegna ekki þá dregið það til venjulegs þingtíma? Stjórnin var hrædd við sínar eigin gerðir. Hún var hrædd við landsverslunar-skakkafölliu og sykurhneyxlið. Hún vissi það, að hún hafði virt vilja þingsins og fyrirskipanir um stjórn og fvrirkomulag á lands- versluninni að vettugi og að landið hafði beðið stórtjón af því. Þess vegna þorði hún ekki að kalla þing saman, fyr en nokkuð væri liðið frá því, að hin nýja þrímenningsstjórn hafði tekið við landsversluninni. Á hinn boginn voru kröfurnar um að þing yrði kallað saman tafar- laust orðnar svo almennar, að stjórnin þorði heldur ekki að daufheyrast algerlega við þeim. Henni mun hafa fundist „voðinn orðinn jafn á báða bóga“. Óhætt er að fullyrða það, að aldrei hafi þess verið beðið með jafnmikilli eftirvænting og nú, að þing yrði kallað saman. Menn vita það, að fjárhagslegt og stjómarfarslegt sjálfstssði lands- ins getur verið að miklu leyti undir þvi komið, hvað þingið gerir. Og fyrst og fremst undir því, hvort það lætur núverandi stjórn sitja að völdum eitt árið enn eða fær öðmm hæfari mönn- um stjómina í hendur. — Þ a ð er aðalmálið sem fyrir þinginu liggur. Ef þingmönnum er það ekki ljóst, þá geta þeir eins vel setið heima. Stjómin hefir margsýnt það, að hún er ekki vaxin þeim vanda, sem hún hefir tekist á hendur. Það er óþarft að fara nú á ný að rekja allan skakkafallaferil hennar og einstök axarsköft. Og um meðferð einstakra þingmála þýðir ekki að ræða, og allra síst um mesta vandamálið, fánamál- ið, meðan ekki verður vitað hvort stjórnin verður þannig skipuð framvegis, að nokkur von só um sæmilega lausn þeirra í hennar höndum. Erlesd myMt Kh •/, Bask. Pó«tb Sterl.fi. 15,77 16,00 16,00 Frc, 58,78 62,00 62,00 DolL 3,83 3,60 3,60 Ovitahjal Frónsins í siöasta tölublaSi „Fróns“ birt- ist grein, sem ekki má láta ómót- mælt. í fyrstu greininni í blaðinu er komist svo aS oröi, aö ekki megi „skapa þá f ö 1 s k u trú niöur í Danmörku, aS vér íslendingar stöndum skiftiv" i fánamálinu. „Og vér fuIlyrSum", segir blaSiö, „aö það séu örfáir menn í þessu landi, sem ekki vilja fylgja þessari stefnu fram.“ — En í næstu grein á eftir er einmitt hampað þessari „f ölsku trú" og því haldið fram, að það séu að eins nokkrir menn í land- inu, með nokkurn hluta þjóöarinn- ar aS baki, sem viiji berjast fyrír sjálfstæSi þjóSarinnar, sem ekki geti unaö því, aö hún lúti erlendu valdi, sem vilja láta sjálfstæSismál- in skipa öndvegi og e n 11 s é þ a ð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.