Vísir - 17.04.1918, Blaðsíða 1

Vísir - 17.04.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri og eigendi JAKOB MðLLSR símí m Afgreiðsla í AÐ ALSTRÆTI 14 SIMI 400 w VXSIR 8. ávg, MiðTíkuinginn 17. apríl 1918 103 tbl. Býnir í kvöld hina fallegu mynd Palads-leikhússins: Bálið (ítala Film). Sjónleikur í 3 þáttum: Neistinn — Bálið — Askan. Aðalhlutv. leikur: Pina Menichelli, fræg og falleg ítölsk leik- kona, án efa sú fegursta sem hér hefir komið á sjón- arsvið. Mynd þessi er fá- dæma spennandi og sýnir hvernig hin unga töfrandi greifafrú notar fegurð sina, og hve iéttúðugt hún skemt- ir sér í sumarleyfi sínu í hinni aðdáanlega fallegu náttúrufegurð í Ítalíu. Töls. sæti kosta 85 og 70 a. 'Börn innan 16 ára aldurs fá ekki aðgang. 'ermingarföt nýkomin til .1 til sölu. Að eins til kaupmanna. A. v. á. Sandisveinn óskast til snúniga. Luðvig Audersen Kirkjustræti 10 Símskeyti írá fréttaritara „Visis“. Khöfn, 16. apríl árd. Frá London er símað, að Neuveeglise sé fallin aftur, en öllum öðrnm stöðvnm hafi verið haldið. Frá Paris er simað, að Foch sé skipaður „generalissimus". Frá Berlin er símað, að öll þýsku blöðin áliti að Czernin hafi sýnt röggsemi og gert rétt í því að segja af sér, þar eð Kari keisari hafi leynt utanríkisráðuneytið þvi, að hann reit bréíið til Sixtus prins. Friðarkröfnr Þjóðverja fara harðnandi. Miðflokknrinn (Centrum) krefst landvinninga og skaðahóta. Frá Gautaborg ex* simað, að sjóorusta hafi staðið milli Breta og Þjóðverja í Kattegat. Khöfn 16. apríl, árd. Llöðin i Austurríki harma það mjög, að Czernin hefir orðið að láta af ráðherraembætti, en vona að hann taki aftur við því, þegar hinn rétti tími er kominn. Frönsku blöðin miklast af þvi, að Foch hefir verið skip- aður Bgeneralissimus“ alls bandamannahersins og segja að hann hafi hiö yfirgripsmesta alræðisvald og að ákvörðunum Hans verði í engu haggað. “ NÝJA BIO Pax æterna eða Friður á jörðu. Yerður sýnd í kvöld og næstu kvöld. Aðgöugumiða má panta í síma 107 og kosta: Fyrstu sæti 2 00, önnur sæti 1.50, þriðju sæti 1.30 NB. Allar pantanir verða afhentar í Nýja Bíó frá kl. 7—8 daglega Leikfélag Reykjavikur. Frænka Charleýs verður leikin íniðvikxxclog- (V7/. april), ,kl. 8 síðdegis,- AlþÝöuB^’ning-. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó á þriðjudagin frá kl. 4—8 siðd. með álagi, og á miðvikud. frá kl. 10 árd. með venjulegu alþýðusýningaverði. „Njáll“, vélskipið nýja (stærð um 500 smálestir), sem bygt var í Danmörku fyrir þá Magnús Magnússon skipstjóra, Jón Ólafsson skipstjóra, Matthías Þórðarson fiskifélágsráðunaut og Jón Sigurðs- son skipstjóra, liggur nú hér á íteykjavíkurhöfn, Það hefir tvo Bolinders mótora; 80 hestöfl hvor, og mun það vera stærsta mótorvél, sem sétt hefir verið i islenskt skip. Má nærri geta, að þeir er sáu um smíði skipsins, hefðu valið aðra mótortegund, ef þeir hefðu ekki álitið að Bolinders sé ábyggi- legasta og besta vélin, því skipið er hið vandaðasta í alla staði. Nokkra Bolinders bátamótora, 2 cyl. með hreyfanlegum skrúfu- blöðum, get eg selt með lægra verðinu sé eamið við mig nú þegar, og er hægt að afgreiða þá tafarlaust. Stærðirnar eru 30, 40, 50, og 65 h. a. C3r. IHSlX’UáLSSS, Reykjavík. Einkasali á íslandi fyrir Bolinders mótorverksm., Stockh. og Kallball. 7 Allskonar vólar íyrir járn- og tr-jesmiðaverlistseði frá bestu verksmiðjum Svíþjóðar svo sem J. & C. G. Bolinders Mek. Verkstads A/B., og B. A. Hjorth & Co., A/B., og ýmsum fieiri við- urkendum sænskum verslunarhúsum, útvega eg með verksmiðjuverði. að viðbættum flutningskostnaði. Fullkomnir verðlistar til sýnis væntanlegum kaupendum. Gr. Eix-iliss, Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.