Vísir - 09.08.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 09.08.1918, Blaðsíða 2
\ VfSlR. Áígraiðils bkísÍH* i Áð&Utjtss- 14, opia frá kl, 8—8 á byerjum degi. Skrifatoía S, sama et&S. Sími 400, P. 0. Box 867. RitstjöriBK til viðtal# írá ki. 2—6. Prenismiðjtn ft Langaveg 4 eitni 136. Auglýgfegtm veitt íaðtt&ks I LesiáC' íijörnuBsi sftir ki. 8 £ kröldin. Auglýsiag&veið: 50 anr. hve* ere dálka i Btærri augi. 5 aura orð. i BM&augiýsingaa aeð öbiaytta letri. Einokun. Framh. Á þvi, sem hér hefir verið 3agt, sést það ljóslega, sem raun- ar er alkunnugt af reynslu allra þjóða, að öll einokun leiðir til okurverslunar. Og þó að menn vildu réttlæta landseinokun með því, að allur ágóðinn renni í landssjóð, þá er það engin rétt- læting, vegna þess hve ranglát- ar slíkar skattálögur eru, þar sem þær verða því meiri sem eyðslan er meiri, án tillitis til tekna. Það væri þó nokkuð öðru máli að gegna um landseinokun á munaðarvörum, ef sömu vöru- gæði væru trygð. En þar kem- ur einmitt fram annar aðalgalli einokunarinnar, sem sé sá, að þegar enga samkepni • er að ótt- ast, þá er ekkert hirt um vöru- gæðin. Þess vegna eru munað- arvörur einmitt allra vörutegunda óhentugastar, til þess að hafa landseinkasölu á, vegna þess að gæðamunurinn er svo gifurlegur á betri og lakari tegundum. Rússneska brennivínið er, eins og áður er sagt, alræmt, og lítið betra orð fer a£ franska tóbak- inu. Þess vegna er franskt tó- bak líka varla til á erlendum markaði. Það er óseljanlegt út úr landinu. Það var reynt fyrir nokkrum áram að fá markað íyrir það í Englandi, en mistókst algerlega. Franskur hagfræðingur, Yves Gruyot, hefir sagt að Frakkland tapi hundruðum miljóna á ári á því að hafa ríkiseinokun á tó- baksiðnaðinum, sem fer svo hörm- ulega i höndum ríkisins, að fimm sinnum fleiri menn myndu hafa atvinnu við hann, ef verslunin væri frjáls. 3?að þarf nú auðvitað varla að gera ráð íyrir því, að stórkost- legur tóbaksiðnaður rísi upp hér á landi, en þó er hætt við því að landið græddi ekki mikið á tóbakseinokun, því að vafalaust myndi tóbakssmyglunin fljótlega komast i algleyming og mundi hún síst eiga erfiðara uppdráttar en áfengissmyglunin, og alt eftir- lit með herni verða miklu erfið- ara. En þessir gallar einokun- arinnar, sem koma svo ljóst fram Friðarskilmðlar. _______________ Brensluspíritus 70 aura peliun. Hvergi ódýrara. Talsími 586. I fj arveru minui frá 8. ág. — 4—5 sept. gegnir Jón læknir Kristjánsson læknis- störfum mínum. Stefán Jðnsson. Talsímanúmer 649 B heiir Hannes Ólafsson & Co. Greitisgötu 1. Dugl sláttumaður óskast í hálfsmánaður tíma. IXéitt IsLetixp. Uppfýsiiigar gefur Meyvant Siguröseon Grrettisgötu 46. Simi 353 B. i tóbaksversluninni frönsku, myndu einnig koma fram, um hvaða vörutekundir sem væri að ræða. Þar við bætist, að vör- urnar yrðu yfirleitt dýrari, áu tillits til álaguingarinnar. Þegar enga samkepni er að óttast, hlýt- ur hvötin til að ná ódýruminn- kaupum að sljófgast, en jafn- framt kemur tilhneigingin til að kaupa lakari tegundir. Af þessu leiðir, að þeir, sem varanna eiga að njóta, tapa því jafnvel marg- faldlega, sem verslunin græðir, vegna þess að varan verður bæði dýrari og verri eu í frjálsri sam- kepni. Eftir þá reynslu, sem menn hafa fengið a£ einokuninni, hlýt- ur menn að íurða á því, að nokk- ur rödd skuli láta tii eín heyra í þá átt að koma henni á aftur. En, það eru margir menn svo gerðir, að þeir geta ekki ógrát- andi til þess hugsað, að aðrir g r æ ð i. Menn sjá svo miklum ofsjónum yfir' „kaupmannsgróð- anum“, ö f u n d i n er svo mögn- uð, að menn vilja jafnvel vinna það til að leiða einokunarbölv- unina yfir landið aftur, til þess Ferðakoffort gott, óskast til kaups. A. v. á. að koma í veg fyrir það að ein- stakir menn græði á verslun. Það er þetta skrílslega hatur til kaupmannanna, sem landlægt hefir verið hér á landi síðan á einokunartímunum, sem gert hefir það að verkum, að heill flokkur í landinu hefir tek- ist það á hendur. að skera upp herör gegn frjálsri verslun og á allan hátt reynt að skerða at- vinnufrelsi kaupmannanna. Það er auðvitað, að einhverjar leiðir verður að finna til þess að afla landssjóðnum tekna. Én það er ekkert áhorfsmál, ef um það tvent er að velja, að leggja tolla á vörur eða að lögleiða lands- einokun á fleiri eða færri vöru- tegundum, að fara þá heldur ur tollaleiðina, þó að dýr sé og ranglát. C i v i s. Snemma í julí var þess getið í símskeytum til blaðanna, að í þýskablaðinu ,Yossisehe Zeitung' hefði birst grein, þar sem skýrt væri frá því, að hvaða friðar- skilmálum Þjóðverjar myndu vilja ganga. í dönskum blöðum, sem hingað eru komin, er skýrt nán- ar frá efni greinarinnar og full- yrt, að hún sé í samræmi við vilja þýsku stjórnarinnar og birt í samráði við hana, sem upphaf umræðu um friðarskilmála milli ófriðarþjóðanna í upphafi máls síns segir rit- stjórinn, að ekki þýði að svo stöddu að ræða hugsjónir þær, sem ráðandi eigi að verða í fram- tiðinni í ríkjaskipun heimsins, eins og Wilson forseti gerði. Fyrst verði umræður að hefjast um það, hvernig eigi að ráða ó- friðnum til lykta, ákveða landa- mæri og ræða skiftingu nýlend- anna. 3?vi næst segir hann að friðarskilmálar Þjóðverja verði á þessa leið: Nvlendur Þjóðverja verða þeim afhentar aftur; Belgía verður endurreist sem fullkomlega óháð og sjálfstætt ríki; allar eignir, sem teknar hafa verið af borg- urum miðveldanna í öðrum lönd- um verður að afhenda aftur. Bret- ar verða skilmálalaust að verða á burtu úr þeim löndum Tyrkja, sem þeir hafa lagt undir sig Og einuig úr Persiu. Egyptaland verður eins og það var fyrir ó- friðinn. Samninga verður að gera um, að ítússar megi fara ferða sinna um Hellusund, og verða þeir samningar gerðir af þeim ríkjum sem Iiggja að Svarta- hafi. Ennfremur segir haun að Þjóð- verjar verði að ganga að því, að friðarsamningarnir við Rússa verði endurskoðaðir. Landamæra- þrætur, sem annars eru uppi milli einstakra rífeja, verða þau að semja um sín á milli. Þann- ig verður Þýskaland — eftir að þýski herinn hefir verið íiuttur úr þeim hluta Frakklands, sem nú er á Þjóðverja valdi — að semja um landamærin milli Frakk- lands og Þýskalands, þannig að báðum megi vel líka. Á ssma hátt verða Austurríki og ítalia og Austurriki ogSerbiaað semja sín á xnilli, án íhlutunar annara. Þó að gera megi ráð fyrir því, að bandamenn telji þetta ekki neitt glæsilega friðarskilmála, þá er þó víst að Stórþjóðverjarnir munu ekki siður láta sér fátt um íinnast. En sagt er að blað þetta, Yoss. Zeit., hafi einkum verið málgagn Kuhlmanns, fyrr. utan- ríkisráðherra og þar sem hann er nú „fallinn“, þá verður ekk- ert vitað um það, hvort stjórnin er nú sama sinnis. En Kuhl-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.