Vísir - 27.10.1918, Blaðsíða 1

Vísir - 27.10.1918, Blaðsíða 1
Ritxtjóri o( ei(M£ JAEII MÖLIiER 3tVI 117 Afgreiðsla i A Ð ALSTRÆTl 14 SIMI 400 8. árg. SannadagÍHB 27, októbcr 1918 m Gamla Bio m Lifi \\mMM afar skemtilegur og efnis- nkur sjónleikur í 4 þátt- um leikið af hinum frægu ameríkönsku leikurum Jnliu Dean og Howarð Hicknan. X=y V 2—9. Sjónleikar 1 Iðnó sunnudaginn 27. þ. m. kl. 8 siðdegis: „Bónorð Semings" og „6estnrinn“ Eftir Illnga svarta. Aðgöngumiðar yerða seldir í Iðnó i dag kl. 4—7 fyrir hækk- að verð, og á mbrgun kl. 10—12 og eftir 2, fyrir venjulegt verð. SJÁ götuauglý'sliigar. 292. tbl. NÝJA BÍO mmm Gimsteinahvarfið á Grand HótcsJ, Spennandi leynilögreglusjón- leikur. Myndin er tekin eftir sönnum viðbarði, sem hér er látinn fara fram í stórborginni Los Augeloi. TABERG. Hrifandi fögur landslagsmynd. Fernis -- Törreise (Sicoativ) fæst hjá Sören Kampmann. Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum að jarðar- för okkar hjartkæru móður og tengdamóður er ákveðin mánudaginn 28. þ. m. og hefst með húskveðju kl. II1 /a á heimili hinnar látnu, Laugaveg 46 B. Börn og tengdabörn. Allur viðgerðaskófatnaður sem, búið var að veita móttöku á skósmíðavinnustofunni í versl. „Yon“, verður næstu daga af- hentur á Laugaveg 18 B. Söðlasmiðabáðia Simi <3 16. V. B. K. Nýkomið: Fataefni. Frakkaefni. Kápuefni. Regnfrakkaefni. Gardínuefni. Lakalérept þríbr. Kvensokkar, ullar og bómullar. Kvennbolir. Kvennsvuntur. Millipils, lastings og moiré. Vandaðar vörnr! Ódýrar vörnr! Verslunin Björn Kristjánsson. Loffskeyti. Nýtt svar væntanlegt frá Þjóðverjum. Berlín 26. okt. Þó að AVilson forseti hafi á- kveðið að leggja friðarumleitan- irnar þessu næst fyj ir bandamenn sína, þá telur þýzka stjórniu þó nauðsynlegt nú þegar að skora á hann að láta uppi vopnahlós- okilmálana. Orðalag svarsins er enn óákveðið. Fullkomið þingræði í Þýskalandi. Kanslarinn á að bera ábyrgð á öllum stjórnaratböfnum þingsins. Berlin 26. okt. Vorwaerts skýrir frá efni frum- varpa þeirra, sem íyrir þinginu liggja, um breytingar á stjórnar- skipunarlögum ríkisins, og þar a meðal eru ákvæði um, að rikis- kanslarinn skuli hafa traust þings- ins og bera ábyrgö gagnvart þmg- inu á öllum stjórnarathöfnum keisarans. Kanslarinn og umboös- menn hans bera ábyrgö á öllum stjónarathöfnum sínum gagnvart sambandsráðinu og þinginu. Kanslarinn skal meöundirrita skipun og afsetningu allra sjóliðs- foringja og annara embættismanna flotans. Hermálaráöherrann með- undirritar á sama hátt skipun allra embættismanna landhersins og ber ábyrgð gagnvart þingi og sam- bandsráöi. Veröur þannig alt framkvæmda- vald ríkisins í höndum stjórnar, sem ber fulla ábyrgð, og þar með einnig skipun og afsetning' æðstu herforingja. Sókn bandamanna. London 26. okt. Her Breta hefir umkringt Val- enciennes að norðan og sunnan. Þar fyrir sunnan hafa Bretar n&ð járnbrautinni milli Valenciennes og Avesnes á sitt vald á 8 mílna kafla. í miðvikudags- og fimtudagsorust- unum tóku Bretar 9000 fanga. Frakkar hófu í gær áhlaup gegm fleyg þýska hersins milli Oise og Serre. Þeir sóttu fram á 8 rnílna svæði við Souche og 17 mílna svæði við Aisne og tóku 3500 fanga og ruddu sér braut inn í Hundinglinu Þjóöverja á ýmsum þýðingarmiklum stöðum. Milli Sis> sonne og Chateau Porcien var bar- ist alla nóttina og náðu Frakkar þar öflugum stöðvum, sem Þjóð- verjar gerðu 1917 og sóttu fram um 3 kilómetra á 7 kilóm. svæði. Þar fyrir austan hafa Frakkar einnig sótt talsvert fram. Þjóðverjar og Tyrkir í enskum loftskeytum er sagt frá því, að tyrkneskar hersveitir í Litlu-Asíu hafi gert uppreist og hlaupist úr her Tyrkja. Og nýlega á þetta uppreistarlið að hafa ráö- ist á járnbrautarlest, sem í voru margir þýskir herforingjar. Voru Þjóðverjar þessir dregnir út úr vögnunum og húðstrýktir og'sum- ir skornir á háls, en sumir þeirra komust undan og leituðu vemdar bretskra herfanga, sem voru í járnbrautarlestinni, og er slíkt ó- venjulegt. Austurríkismenn, sem í lestinni voru, sættu engum mis- þynningum, þvi að Týrkir álíta að Þjóðverjar hafi gint þá í ófrið- inn, eins og sig. Atkvæðagreiðslaa nm sambanðslögin. í Eyjafjarðarsýslu voru greidd 533 atkvæði með lögunum og 34 á móti. í Suður-Þingeyjarsýslu 504 með 57 á móti. í Norður-Þingeyjarsýslu 175 með, en 26 á móti. í Snæfellsnessýslu 618 með en 20 á móti. RaDgt hafði Vísi verið skýrt frá atkvæðatöiunni í Skaftafells- sýsluhreppunum tveim. Þar voru atkvæðin samtals 98 og öll með lögunum. Nú eru að eins þrjú kjördæmi eftir, sem atkvæði hafa ekki ver- ið talin í. Það eru: Barða- strandasýsla, Norður-ísafjarðar- sýsla og Norðu.r Múlasýsla og auk þeirra nokkur hluti Vestur- Skaftafellssýslu. Taiin atkvæði eru nú 12119 og þar af 858 á móti lögunum og eru það 7 af hundraði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.