Vísir - 11.11.1918, Blaðsíða 1

Vísir - 11.11.1918, Blaðsíða 1
FREGNMIÐI FRÁ DAGBLÖÐUNUM Vopnahlé komið á! Uppreist i Þýskalandi! Það er opinbcrlega tilkynt að vopnahlé milli bandamanna og Þjóðverja hafi komist á [kl. 11 í morgun (11. nóv.) og var það til- kynt í Parísarborg með mörgum fallbyssuskotum og afskaplegum fagnaðarlátum. I Þýskalandi er alt í uppnámi, I skeyti frá Khöfn, er hingað kom í dag, segir svo: — Kiel ásamt flotanum og borgirnar Flensborg, Aabenraa, Ro- stock, Liibeck, Tönder, Sönderborg, Altona, Bremerhafen, Wilhelms- hafen, Cuxhafen og Warnemiinde er í höndum uppreistarmanna. Þýsku varðmennirnir við landamæri Jótlands hafa strokið yfir til dönsku varðniannanna. Aukið herlið heldur enn reglu í Berlín. Uppreisnin i algleymingi. Loptskeytastöðin í Nauen tilkynnnir í morgun, að stöðin sé á valdi „lieraianna og verkamannaráðsins þýska“ og bendir það til þess að Berlín sé nú einnig á valdi uppreistarmanna. Khöfn 8. nóv. Sambandslögin veröa tekin til umræðu í ríkisþinginu á mið- vikudaginn (18. nóv.) Inllucnsan í Kaupmannahöfn er í rjenun en öllum varúðar- ráðstöfunum er þó enn haldið áfram. Félagsprentsmiðjan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.