Vísir - 22.11.1918, Blaðsíða 1

Vísir - 22.11.1918, Blaðsíða 1
Rilttjiri »g eigsEái J&R0S MÖUs'iti Afgreiðsla i AfiUSTRÆTl 14 SIMI 400 miái in * Föstuásgisn 22 nÖTeœbeir 1918 808 tbl Loftskeyti. Breskar fregnir 20. nóv. Bandamenn brósa sigri. Her bandamanna er nú hom- inn til Mefcs, Bryasel og Antwerp- en og hefir honum verið fagn- að ákaflega af íbnunum. Petain marskálkur, yfirhers- höfðingi franska hersins, var í broddi fylkingar, er 10. her Frakka hélt inn í Metz. Mangin hershöfðingi hafði orðið fyrir slysi og í hans stað hafði Leconte hershöfðingi stjórn hersins á hendi. Allir ibúar borgarÍDgar komu á móti hersveifcum Frakka og fögnuðu komu þeirra einum rómi. Á þann hátt sýndi höfuðborgin J Lothringen, sem nú hefir verið hertekin í 47 ór, eftirminnilega trygð sína til Frakklands. í Elsass var frönsku hersveit- unum engu siður tekið i Colm- ar. í Belgíu er ekkert láfc á fagn- aðarlátum íbúanna þar sem l>jóð- verjar fara um á undanhaldinu. Snemma á þriðjudaginn kom Al- bert konuDgur til Antverpen og hrepti undursamlegar viðtökur. Konungshjónin eru væntanleg til Bryssel þ. 25. nóvember. Fangarnir ko'n’a rá Þýskalandi. Herfangar, hermenn og borg- arar úr löndum bandamaDna, sem verið hafa í JÞýskalandi, eru í stórum hópum á öllum vegnm á leiðinni til Frakklands. TiU þús- undir manna eiu á leið til Paris- ar. Margir þeirra eru hörmulega á sig komnir, andlega og líkam- lega. En öllum kemur þeim sam- an um það, að engir fangar hafi sætt eins illri meðferð í Pýska- eins og breskir fangar. iir bresku -augarnir, sem nú njóta hjúkrunar hjá Banda- rlkjamönnum, som eru á leið aust- ur að Rín, hal'a hræðilegar sög- ur að segja af meðferðin'' BÓr. Þeir hafa veiið sveltir i x mánnði og neyddir til að vinna, en oarðir með byssuskeítum ef þeir hlýddu ekki. Þeir fengu alírei bréf að heiman og engar fregnir frá umheiminum. Hérmeð tilkynnist vínum og vandamönnum. að maður- inn minn, bakarameistai;i .lörgen Emil Jensen, andaðist í nótt að heimili sínu, Bergstaðatræti 29. Reykjavík 21. nóvember 1918. Ragnheiður Jensen. Det bekendtgöres herved, at Paul Rosenkilde afgik ved Döden d. 14. November 1918. Begravelsen for- gaar Söndag d. 24. Novbr. Kl. 1 fra Domkirken. Reykjavík d. 21. Novbr. ’18. Paa Forældres og Söskendes Vegne Hans Venner. Jarðarför Kritlbjargar sálugu Gunnarsdóttur fer fram frá dómkirkjunni, Laugardaginn 23 nóvember kl. 2 e. m. Fyrir hönd aðstandenda Stefán Jóhannsson. Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að okkar hjartkæra dóttir, Kristín Guðmundsdóttir, andH"1 .o heim- ili slnu, Lawgaveg 76, þann 10. þ. m. Jarðarförin fer fram mánudag 25. þ. m. . byrjar kl. 10»/, f' m. Þorbjörg Steinadóttir. Guðm. GíslaSon Jarðarför bjónanna Jóns Jónassonar og Ingveldar Jóns- dóttur, frá Veslra-Miðfelli á Hvalfjarðarströnd, fer fram laug- ardaginn 23. þ. m. og hefst frá dómkirkjunni kl. 10 f. h. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að Hólmfríður Friðfinusdóttir andaðisb 16. þ. m. að heimili sínu, Bræðrabst. 3. Reykjavik 20. nóv. 1918. Jóhanna G. Stolansdóttir. Ástbjörg Jónsdóttir. Guðbj. Ólafsson. -J Frá Tyrkjum. Tewfik pasha, fyrv. sendiherra Tyrkja í London, er orðinn stór- vesir oghefir myndað nýja stjórn vinveitta bandamönnum, Enver og Talaat pasha fóru frá Konstantinopel í síðustu viku með þýskum tundurspilli. Frá Checko-Slovökum. Professor Masaryk befir verið kosinn fyrsti forseti lýðveldis Checko-Slovaka. London 21. nóv. Afhending þýsku herskipanna. Fyrsfcu þýskukafbátarnir komu(l gær) í fjórum deildum og voru fimm í hverri og tvö flutninga- skip með hverri deild. Þegar síð- ustu kafbátarnir voru komnir inn á milli bresku tundurspillanna, sem lágu í röðum til beggja hliða, fcóku breskar kafbátaskipshafnir ar við þeim. Gengu þá þýsku skipshafnirnar fram á þilfar kaf' bátanna, en þær bresku aftur á. Breskur sjóliðsforingi stýrði fyrsta kafbátnum i höfn i Harwich, en þýsku fyrirliðarnir stýrðu hinum. Þýsku foringjarnir skrifuðu und- ir yfirlýsingar nm, að bátarnir væru að öllu leyti í besta lagi og síðan voru hvítir fánar dregn- ir á stöng á skygnisturni þeirra og „ræningjaskipunum“ síðan siglt undir breskum fánum til hafnar og lagt þar í lægi fjórum og fjórum saman. Að því búnu voru þýsku skipshafnirnar flutt- ar aftur út i Hutningaskipin, sem áttu að flytja þær affcur til Þýska- lands. (I skeyti frá 20. nóv. er sagt að hin stærri skip, sem Þjóðverj- ar eigi að Játa af hendi, hafi átt að afhenda í gær, 21. nóv.) Tirpits rakar sig! Björn Björnson (sonur Björn- stjerne Björnson, Þjóðverjavinur mikill) sem nú er nýkominn frá Borlín, heíir sagt frá þ\í f við- ta’i við „Verdens Gang“ og hef- ir það eftir rnanni einum í ut- anrikLsráðuneytinu þýska, að Tir- pilz yfirtiotaforingi Þjóðverja hafi íyrir nokkrum dögum látið raka af sér alt skeggið! „Skeggið hans hið mikla fóll um leið og tefna hans beið ósigur8.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.