Vísir - 03.04.1936, Blaðsíða 3

Vísir - 03.04.1936, Blaðsíða 3
VISIR Hafa Ameríkmnenn flleymt dfriöar- skuldunum? Þann 15. des. síðastl. féll í gjalddaga afborgun á skuld Englands við Bandaríkin. (Alls nemur skuldin £ 897.534.000, en afb. tvisvar á ári £ 23.500.000). Bandarikin lánuðu Englending- Um þessa upphæð í striðinu — ekki þeim sjálfum lil afnota heldur í þeim tilgangi, að Eng- lendingar lánuðu bandamönn- um peningana. Það var kænsku- bragð að nota Englendinga scm inilligöngumenn, þvi að á þann hátt hugðu Bandaríkin, að þau niundu fá skuldina greidda. En þeim skjátlaðist. Englendingar neila að borga og hera því við, að þeir liafi ekkert fengið greitt af sluildinni. Hér fer á eftir útdráttur úr grein um þetta mál eftir hinn kunna enska blaðamann,C.V.R. Tliompson, sém nú dvelst í Bandarikjunum. — —o— — Hraðlestin frá Indiana brunar inn á járnbrautarstöðina í New York. Út úr lestinni slígur frú Grace Oswalt, gömul vin- gjarnleg kona. Auðsjáanlega er hún þreytt eftir hina löngu ferð. Hún nær sér í bíl og ekur til hótels i einum skýjakljúfanna. — Þetta var um jólaleytið. — Sólarliring síðar var nafn frú Oswalt feitletrað á fremstu siðu allra stórblaðanna. Hún birti þjóð sinni ákveðnar og skorin- orðar tillögur í erfiðu vanda- máli. Það var málefni friðarins, sem henni lá á hjarta; hún vildi Irvggja heimsfriðinn og sam- eina þjóðirnar i eina bræðra- lagsheild. En þetta lilaut að út- heimta mikið starf og skipu- lagning þess kostaði offjár. Þetta var frú Oswalt mæta vel Ijóst. En hún var ekki i vand- ræðum með þá lilið málsins. Bandarikin lánuðu öðrum þjóð- oin stórfé í stríðinu. Nú ætti að inríneimta þessar skuldir og lála fúlguna renna í friðarsjóð. Tillögur þessar voru ekki teknar mjög liátíðlega á æðri stöðum. „Hvernig á að þvinga skuldaþjóðirnar til að borga?“ spurðu menn. Ilið. langa ferðalag frú Oswalt 'var samt ekki alveg árangurs- laust, því að tillögur hennar mintu lieiminn á stríðsskuld- irnar, mintu þjóðirnar á það, að 15. dcsember var gjalddagi £23.500.000 afborgunar frá Eng- lendingum, mintu þær á það, að þennan dag liafði féhirðir Bandaríkjanna lieðið árangurs- taust eftir skildingunum. Vandamál stríðsskuldanna eru með öðrum orðum ekki úr sög- unni. Alþýða manna í New-York var húin að steingleyma stríðs- skuldunum. Eg hefi ekki heyrt á þser minst mánuðum saman. 1 fyrra var sifelt verið að tala um þær. Ef eg t. d. leyfði mér að finna að neðanjarðarbraut- Unum, þá var mér svarað ör- v*ntingarfullum rómi: „Já, hversvegna borgið þið eklci skuldir ykkar?“ Ef eg fór i samkvæmi, þá voru þar jafnan uienn, sem ekki settu sig úr heri að skamma liina ólieið- virðu Englendinga. ; En nú er þetta ekki lengur svo. Fólkið vissi aldrei livað um var að ræða í raun og veru og 11 á hefir það fengið nóg annað liugsa: Ítalíu, Abessiníu, °lí U r e f s i a ð g e rð i r, forsetakosn- 'ngarnar næsta ár o. fl. mál, Schi betur eru til þess fallin, að ,la^a xskoðun á“ en stríðsskuld- m. En vitanlega eru þeir enn þá nokkurir, sem muna eftir 15. des. Þeir sem í lijarta sínu eru fjandmenn Englendinga liafa ekki gleymt stríðsskuldunum. „Sendum flotann eftir pening- unum“, er viðkvæði þeirra, eða „tökum Bermuda“, „bönnum enskum skipum að koma inn á amerískar hafnir“ og ýmislegt í þessa átt. — Meðal menta- manna eru nokkurir sem álíta, að England liafi snuðað Banda- rikin. Eg liefi talað við ýmsa þeirra: menn, sem hafa haft tröllatrú á Englendingum og vænst alls þess besta af þeim — þeir hafa sagt mér, að þeir hafi orðið fyrir sárum von- brigðum, þegar England borg- aði ekki, og þeim hafi fundist likt og þeir hafi verið rændir af sinum besta vini. En þessir. menn cru i algjörðum minni- hluta. —• i Stjórn fjármálanna i AVas- liington liefir sent Englandi reikninginn, svona rétt forms- ins vegna. Fjármálamennirnir gera sér samt áreiðanlega litlar vonir um, að fá hann greiddan. (Sennilega finst þeim það held- ur ekki skifta svo mjög miklu máli, því að upphæðin væri livort sem er rokin út i veður og vind, áður en þeir vissu af). En til þess að „lieiðarleikinn“ fái sína viðurkenningu, þá fær litla Finnland, sem ávalt hefir borg- að, lofsyrði og loforð um nýja ameríska sendiráðshöll í Hels- ingfors. Það má geta þess, að einn eða tveir senatorar vilja gripa til róttækra ráðstafana vegna van- skilanna og einstaka láta sér detta í lmg nýtt fyrirkomulag greiðslunnar eða endurskoðun samninganna. — Þrátt fyrir alt sýna tillögur liinnar góðu sveitakonu, að enn er hópur manna, sem ckki hefir gleymt 15. desember. Það er bændafólkið úti á sléttunni. New-York og Wasliington-búar geta gleymt stríðsskuldunum, heimurinn hrósar Englending- um fyrir ákvörðun sína, en al- menningur úti á „landsbygð- inni“ mun ávalt minnast þess, að það sé slæmt „þegar skuldir taki sér frídag“. Herskylda í Austorríki. Litla bandalagið telur austurrísku stjórnina liafa brotið St. Germain-friðarsamningana og sendir Þjóðabandalaginu mótmæli. — Fara Ungverjar að dæmi Austurríkismanna? Oslo 2. apríl. í Ungverjalandi komanúfram raddir sem verða liáværari með hverjum degi, að ef Austurríki taki upp á því að auka vígbún- að sinn, þá muni Ungverjaland að sjálfsögðu gera hið sama. (NRP. — FB.). ) Osló, 2. apríl. — FO. Austurriska stjórnin tilkynti, er sambandsþingið kom saman á miðvikudag, að hér eftir yrði allir karlmenn á aldrinum 18— 42 ára að gegna herþjónustu eða öðrum störfum i þjónustu ríkis- ins. i Litla bandalagið telur Austur- riki með þessu liafa brotið í bág við ákvæði friðarsamninganna og hefir ákveðið að senda þjóða- bandalaginu mótmæli. Tiu ára afmæKsMað SPEGILSINS kemur út á niorgun, laugardag, 24 bls. á 1 krónu. IWert eintak af blaðinu er um leið ha]ipdrættisnúmer, og er aðaivinningurÍHn til sýnis í glugga Bókaverslunar Sigfúsar Eymnndssonar. Sölu- hörn afgreidd allan laugardaginn í Bankastræti 11 (bókabúð- inni); verða að hafa sölumerki. Hafnarfjarðarbörn .afgreidd í Verslun Þorvalds Bjarnasonar. Flugmálin. Hafa ensku og frakknesku flugfélögin hætt við áformin um reynsluflugferðir með viðkomu á ís- landi? — Norðmenn vilja koma sér upp flughöfnum á Grænlandi, en Danir eru slíkum fyrirætlunum mótfallnir. — Norsk blöð gröm í garð Dana. Danisýningu héldu þau Ilelene .Tónsson og Eigikl Carlsen að Iiótel Borg s. 1. þriðjudag, með aðstoð um 150 nemenda sinna frá því í vetur. Almenn hrifning var meðal á- horfenda, sem munu liafa verið um 600. Sýningin var í 36 þátt- um og sýndu bæði unglingar og börn og munu þeir yngstu ekki hafa verið eldri en 3 ára Um sýninguna í heild má það segja, að hún liafi tekist vel og sumt ágætlega og var það auð- séð að mikil rækt og ástundun hefir verið lögð við alla lcenslu af liálfu kennaranna. Skólann hafa sótt í vetur um 250 nem- endur og sýnir sá mikli fjöldi nemenda liversu vinsælir dans- kennarar þau Helene Jónsson og Eigild Carlsen ejru. í vor munu þau fara til útlanda, þar sem þau eru ráðin til að dansa, en munu jafnframt kynna sér alla nýjustu dansa áður en þau koma aftur lieim í liaust og byrja kenslu á ný. Krösus. ! Kaupmannahöfn, 1. april. Einkaskeyti FÚ. Samkvæmt símskeyti frá Paris til danska blaðsins Social Demokraten, hafa bæði ensku og frönsku flugfélögin hætl við þá fyrirætlun að koma upp flugleið yfir Allantshaf með viðkomu á Islandi. Brear byrja nú i sumar tilraunaflug i stór- um stíl yfir suðurleiðina, með viðkomu á Bermudaeyjum. Er talið, að skoðun Lindberghs, sú að lieppilegast sé að hafa við- komu á íslandi, sé að tapa fylgi meðal sérfræðinga. Norslca hlaðið Nationen flyt- ur nýlega grein þar sem það hvetur stjórnarvöld Noregs til þess að vinna rösklega að þvi, að komið verði á föstum flug- ferðum um norðanvert Atlants- af, með endastöð í Osló. Segir blaðið, að Norðmenn eigi að fara að koma sér upp flughöfn- um á Grænlandi, og hafi til þess fullan rétt, án þess að sækja um leyfi Dana til þess. j Kaupmannahöfn, 1. apríl. Einkaskeyti FÚ. Dagbladet í Osló ræðst í dag með liörðum orðum á dönsku stjórnina og sakar hana um, að hún sé að eyðileggja flugmála- fyrirætlanir Norðmanna, með því að krefjast þess, að Pan- American Airways hafi enda- stöð í Kaupmannaliöfn, ef eitt- hvað verður af flugi um Græn- land. Daugaard Jensen, formað- ur í grænlensku stjórninni, lætur í ljós opinberlega, að þessi ummæli séu algerlega út í loft- ið, þar sem Pan-American Air- ways hafi ekki fram að þessu farið fram á annað en að mega gera rannsóknir á Grænlandi, og koma þar við á tilraunaflug- ferðum. , Þá mótmælir liann liarðlega jicirri fuílyrðingu norska blaðs- ins Nationen, að Noregur hafi rélt til þess, að byggja flug- hafnir á Grænlandi. Kvennaheim. Hallveigarstaðir h.f. heldur aðalfund í kvöld ld. 8y2 í Oddfellowhúsinu, uppi. — Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður skýrt frá því, liverjar liorfur eru á að liægt verði að byrja á byggingu Iiúss- ins nú á næstunni. Hluthafar munu efalaust vilja fylgjast með gang'i þess máls frá bvrj- un og því fjölmenna á fundinn. Hjúskapur. I dag verða gefin saman í hjónaband af séra Garðari Svavarssyni á Berunesi, ungfrú Sigríður Sigurðardóttir og Ant- oníus Ólafsson frá Skála. Næturlæknir er i nótt Halldór Stefánsson Lækjargötu 4, sími 2234. Næt- urvörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. Útvarpið í kveld: 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,45 Fréttir. 20,15 Bækur og menn (Villij. Þ. Gíslason). 20,30 Kvöldvaka: a) Guðm. Finnbogason landsbóka- vörður: Áslaug i hörpunni; b) Jón Sigurðsson skrifstofustjóri: Frá Magnúsi Ketilssyni sýslum.; c) Þórbergur Þórðarson rithöf. Þjóðsögur; d) Hestagöngur á Austurfjöllum (Jón Jónsson Gauti); e) Jón Lárusson kvæða- maður: Rímnalög. — Sönglög'. Útvarpið árdegis á morgun: 7,45 Morgunleikfimi. 8,00 Enslcukensla. 8,25 Dönsku- kensla. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veð- urfregnir. Axei Strörrij prentari í Félagsprentsmiðj- unni, á sextugsafmæli i dag. Hann er fæddur i Sölvesborg í Svíþjóð 3. apríl 1876; byrjaði þar prentnám 13 ára gamall og á því á þessu ári jafnframt 47 ára starfsafmæli. Hann hefir dvalið hér um 20 ára skeið við Osló, 2. apríl. — FÚ. Aukin seðlaútgáfa Noregs- banka. Morgenhladet boðar, að lil- lögur um aukinn seðlaútgáfu- rétl Noregsbanka verði bráðlega lagðar fram. (NRP. — FB.). I.O.OF. 1= 11743872= 9.0. Veðrið í morgun: í Reykjavik 2 stig, Bolungar- vík —2, Akureyri —12, Skála- nesi —5, Vestmannaeyjum 2, Sandi —3, Kvígindisdal -—5, Hesteyri 0, Gjögri —4, Blöndu- ósi —7, Siglunesi —5, Raufar- höfn ,—3, Skáluni —2, Fagra- dal —4, Papey 1, Hólum í Hornafirði —1, Fagurhólsmýri 1, Reykjanesi 3. Mestur hiti hér í gær 6 stig, mest frost 1 stig. Sólskin 3,2 st. Yfirlit: Há- þrýstisvæði um Norðursjóinn, ísland og Norður-Grænland, en lægð við vesturströnd Græn- lands á hreyfingu norður eftir. Suðvesturland: Hæg suðaustan- átt. Skýjað en viðast úrkomu- laust. Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland, norð- austur land, Austfirðir, suðaust- urland. Stilt og bjart veður. Skipafregnir. Gullfoss og Lagarfoss eru i Kaupmannahöfn. Goðafoss er í Hamborg. Dettifoss fer vestur og norður í kveld kl. 8. Selfoss fór frá Gautaborg í gær áleiðis lríngað. Brúarfoss fer til Breiða- fjarðar og Vestfjarða kl. 10 í kveld. M.s. Dronning Alexandr- ine er í Reykjavík. Fer áleiðis til útlanda annað kveld. G.s. ís- land kom til Kaupmannahafiv ar kl. 7 í morgun. B.v. Þorfinn- ur (áður Kópur) kom í morgun með 40 tn. Tveir franskir togar- ar komu inn í gær. Segja skips- menn aflaleysi ínikið. Esja fer í strandferð i kveld. Skeljung- ur kom í morgun. Snæfell fór r gær með efni i fisktrönur út um land. Skíðafæri er nú ágætt á Hellislieiði. Fór Skíðafélagið þangað í morgun í þriðju ferð sína í yfirstandandi viku. Hvalfjarðarferð félagsins, sem ráðgerð var á sunnudaginn, er frestað um óákveðinn tima. Gengið í dag: Sterlingspund .........— 22.15 Dollar ................— 4.48 100 rilcismörk .... — 180.12 — franskir frankar — 29.62 — belgur ............— 75.79 — svissn. frankar . — 146.10 — lírur .............— 37.10 —- finsk mörk .... — 9.93 — pesetar ..........— 61.92 — gyllini ..........— 304.41 — tékkósl. krónur — 18.88 — sænskar krónur — 114.36 — norskar krónur — 111.44 — danskar krónur — 100.00 Gullverð ísl. krónu er 49.36. Mjólkursamlag Kjalarnesþings opnar i dag skrifstofu í mjólkurstöð sinni við Hring- braut. Skemtifundur Ferðafélag íslands er á Hótel Borg kl. 8y2 í kvöld. Ávarp. til alþingis og ríkisstjórnar íslendinga: [Sökum þess að ávarp það er Iðnaðarmannafélag Akraness, sendi alþingi og ríkisstjórn lief- ir bæði i rikisútvarpinu og i dag- blöðunum ekki verið nákvæm- lega rétt flutt, þá vildi eg undir- ritaður biðja yður, lir. ritstjóri að ljá þvi rúm í dagblaði yðar Visi. Akranesi, 30. mars 1936. Jóhann B. Guðnason, formaður.l prentiðn og hefir ávalt sýnt sér- slaka alúð og' vandvirkni í starfi sínu. Hann liefir verið hið mesta karlmenni á yngri árum, enda heldur liann ennþá óskertum starfskröftum sínum og lífs- fjöri, sem liann á til að bera í ríkum mæli. — Ström er kvænt- ur íslenskri konu og eiga þau þrjú börn. — Samverkamenn lians munu þakka honum marg- ar ánægjulegar samverustund- ir með þvi að lialda honum sam- sæti í kvöld. G. fram að byggja sér ný heimili bæði út við sjó og inn til dala, þá getur þjóðin ekki verið án þess að flytja inn nægilegt efni til húsagerðar, bæði til nýbygg- inga og til viðhalds eldri bygg- ingum. Þvi vill félagið levfa sér, að skora á háttvirt þing og rikis- stjórn, að hlutast lil um, að séð verði fyrir því, að svo miklu leyti sem mögulegt er, að iðn- aðarmenn í landinu geli fram- fleytt sér og f jölskyldum sinum og unnið eftir getu og þörfum þeirra, er vinnu þeirra vilja kaupa. i Virðingarfylst, Akranesi, 7. mars 1936. F. h. „Iðnaðarmannafélags ; Akraness“ Stjórnin. Á fjölmennum fundi i Iðnað- armannafélagi Akraness, er haldinn var 21. febrúar s. 1., var rætt um yfirstandandi kreppu og atvinnuleysi í iðnaði, er staf- ar mikið af óhagstæðum versl- unarjöfnuði. Hinsvegar vill félagið levfa sér, að benda háttvirtu alþingi og rikisstjórn á þær mjög alvar- legu afleiðingar, er slafa af mjög takmörkuðum innflutn- ingi hráefna til iðnaðar í land- inu, svo sem til húsagerðar, er liafa mun í för með sér stór- kostlegt tjón á atvinnu iðnað- armanna og verkamanna. Þá hlýtur það og að skapa verð- hækkun slíkra vara, og þar af leiðandi hækkandi liúsáverð, er hlýtur að skapa hækkandi liúsa- leigu. En það er sú verðhækkun, er harðast kemur niður á stórum, fátækum fjölskyldum, bæði fjárhagslega og heilsufarslega. Eigi íslendingar að halda á- iiliiance Francaise efnir til dansleiks i Oddfell- owhöllinni mánudaginn 6. þ. m. til heiðurs herskipinu ,L’Ailette‘ og einnig til að kveðja franska sendikennarann, Mlle Petibon. Dansleiluirinn hefst kl. 9, en kl. 11 verður kveldverður (Souper) fram borinn. — Verð fyrir að- göngumiða er kr. 6,50 og þar í er kveldverðurinn innifalinn. — Þeir sem vilja taka þátt i þessu eru beðnir að vitja aðgöngu- miða í Versl. Paris, helst á morgun (laugard.). Til Viðeyjar fer Ferðafél. íslands skemti- ferð á sunnudag n. k. kl. 1. Far- miðar fást í Bókaversl. Sigf. Ey- mundss. til kl. 7 annað kveld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.