Vísir - 01.03.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 01.03.1939, Blaðsíða 3
V IS I R Skátahðll verðnr reist hár í bænum Sumarbústaðurinn. verða dugandi kona og hverjum dreng til þess að verða dugandi maður, er þannig, að hver liugsandi íiiaður hlýtur að vilja styðja skátafélagsskapinn í sínu veglega starfi. Við væntum þvi þess, að hæjarbúar hregðist vel við, er skátarnir nú bjóða þeim liappdrættismiða sína. F. h. Bandalags íslenskra skáta Helgi Tómasson. Henrilc Thorarensen. F. h. Kvenskátafél. Reykjavikur Ásta Þorgrhnsdóttir. Guðrún Stefánsdóttir. F. li. Skátafélags Reykjavíkur Björgvin Þorbjörnsson. Axel L. Sveins. Leifur Guðmundsson. Skátap hefjast handa um að koma séi* upp veglegu húsi, lielst á næsta ári og hafa stofnað til kappdrættis i því skyni. Húsnæðisvandræði Iiafa haml- að mjög starfi skátanna undan- i'arna vetur. Þeir liafa orðið að hafast við lúngað og þangað í lrálfgerðum útiliúsum og kjall- aralierbergjum. Þó lætur nærri, að þessir 1000 piltar og stúlkur, sem eru í skátafélögunum hér í bænum, liafi örðið að borga um 3000 krónur á ári i húsa- leigu. í haust síðastliðið horfði til algerðra vandræða með hús- næði fyrir yngstu félagana, en fyrir velvild hæjarráðs Reylcja- vikur hefir verið bætt úr þvi nú nýlega. En til þess að lenda ekki á ný í vandræðum, er þeir, sem nú eru i yngstu flokkunum, koma inn i skátaflokkana, hafa skátafélögin ákveðið að koma sér upp veglegu liúsi, helst nú á næsta ári. Þar eiga bæði kven- skátar og drengjaskátar að geta fengið viðunandi liúsnæði. Hús ]>etta á að vera til æfinga og fundalialda fyrir alla skáta- flokka hér í Reykjavík ,auk þéss verður þar aðsetur fyrir handalagsstjórnir skátanna. — Skátar utan af landi er dvelja hér í bænum fá þar fundarher- bergi til eigin afnota, þar verður starfræktur foringjaskóli fyrir pilta og stúlkur. Einnig munu verða í hinu fyrirliugaða húsi lestrarsalur og vinnustofur, þar sem skátarnir læra allskonar liandavinnu, er seld verður í sérstakri skátaverslun, er einnig verður í húsinu. Þegar fram í sækir verður ef til vill komið á fót í skátahöllinni kvöldskóla fyrir skáta. Húsbyggingasj óður íslenskra skáta hefir þegar verið stofnað- ur og liafist handa um ýmiskon- ar fjársöfnun fyrir hann. Með- al annars hafa skátarnir fengið leyfi til að hafa happdrætti um vandaðan sumarbústað er þeir eiga, „Arnarból“ í Mosfells- sveit. Bústaðurinn er að fast- eignamati 9500.00 króna virði og stendur á eignarlóð. Sumar- bústaðurinn er mjög vel hygður og er auðvelt að komast þang- að héðan úr bænum með stræt- isvögnum. Dregið verður í happdrættinu þann 1. júní n. k., svo að vinn- andinn geti haft not af hústaðn- um nú í snmar. Skátarnir byi'ja nú þessa dagana að selja happ- drættismiðana, sem kosta eina krónu. Hugsjón skátanna, að vilja hjálpa liverri stúlku til þess að Samningar Hreyfi’s og bifreiðaeigenda. Fyrir nokkru kusu bifreiða- stjórar í Hreyfli nefnd, er semdi um kjör þeirra og kaup við bif- reiðaeigendur. Yoru það aðeins smávægilegar kjarabætur, sem bifreiðastjórar ákváðu að fara fram á. Nefndin hafði þó ekki fult umhoð til að ganga frá samn- ingunum og æsktu þá bifreiða- eigendur þess, að nefndin fengi slíkt umhoð. Að þvi vildi félag- ið ekki ganga og ákvað, að vinnustöðvun skyldi hefjast þ. 4. þ. m., ef ekki liefði náðst samningar. Hafa svo farið fram sanm- ingaumræður undanfarna daga og í gærkveldi var samnings- uppkastið lagt fyrir fund i Hreyfli. Er það að heita má samhljóða fyrra samningnnm. Einu ákvæði bætti fundurinn í gærkveldi í samninginn, nefni- lega að allir bifreiðastjórar væri ráðnir fyrir fast mánaðarkaup, en á einum stað i samningnum liafði hifreiðastjórum verið heimilt að ráða sig upp á 200 kr. mánaðarkaup og 10% af því, sem inn kom fyrir keyrsl- una. Prjón asto fan Iðunn Fimm ára afmæli. í gær átti Prjónastofan Iðunn fimm ára afrnæli og í því til- efni var blaðamönnum boðið þangað til að skoða vinnustof- urnar og fatnað sem þar er unr.in. 1— Eigandi prjónastofunn- ar, Viktoría Bjarnadóttir, er vestfirsk að ætt, og hefir alið mestallan aldur sinn vestur í Barðastrandarsýslu. Árið 1929 eignaðist hún fyrstu prjónavélina sína, og þegar hún fluttist hingað til bæjarins fyrir nokkurum árum, vann hún fyrir sér með því að prjóna fyrir fólk, en svo kom hún upp prjónastofu í Lækjargötu 6, og hafði þá eina stúlku í þ jónustu sinni en tvær prjónavélar. — Kortlagning1 Scoresbysnnds. Geodætisk Institut í Dan- mörku mun á þessu ári hefja kortlagningux á Scoresbysundi í A.-Grænlandi. Þó er ekki talið víst, að liægt sé að Ijúka kort- lagningunni á þessu ári, því að svæðið, sem hér um ræðir, er um 60 þús. ferkm. Leiðangurinn fær að líkind- um skipið Godthaab til umráða, en auk þess verður ein af flug- vélum flotans með í förinni. — (Sendiherrafregn). Á vinnustofu í Iðunn. Eigandir.n, Viktoría Bjarnadóttir, lengst til hægri. Von bráðar kom í ljós, að eftirspurnin eftir vörum frá Prjónastofunni Iðunni varð það mikil, að Viktoría varð að bæta við stúlkum, og loks var hús- næðið líka orðið of lítið. Þá flutti hún á Hverfisgötu 4, en síðar á Laugaveg 7, þar sem liún er nú. Á þessum 5 árum hefir fyrir- tælcið dafnað svo vel, að nú starfa þar níu stúlkur, sem prjóna á sex vélar. Auk þess er þar ein þrlþráðavél og ein jað- arsaumavél. Á síðastliðnu ári voru prjónaðar 4000 flíkur úr íslensku efni eingöngu fyrir ut- an allar þær flíkur, er unnar voru úr útlendu efni. Mánaðar- leg sala nemur 4—5 þúsund kr. og þó er einungis selt til heild- sala. Sölumenn prjónlessins, G. Helgason & Melsted hafa reynst mjög duglegir. Þarna er yfirleitt alt prjónað, sem hægt er að prjóna á prjóna- vél. íslenska bandið hefir mest- megnis farið í drengja- og sjó- mannapeysur, því það er of gróft fyrir fíngerðara prjónles. Eftirspurn eftir vörum prjónastofunnar hefir, eins og áður er sagt, verið geysi mikil, svo mikil, að það hefir ekld verð liægt að fullnægja eftir- spurninni. Að það liefir ekld verið hægt stafar af vélavönt- un, ekki að eins þar á prjóna- stofunni, heldur líka hjá ullar- verksmiðjunum, því þær geta ekki afgreitt nógu mikið band. Má það liastarlegt heita, þegar Gömlu vefstólarnir í Gólfdreglagerðinni. ekki fæst einu sinni gjaldeyrir fyrir iðnðarvörum til eflingar isíenskum iðnaði og úr íslensku efni. I sambandi við þetta má geta þess, að Viktoría hefir með dugnaði sínum, áliuga og atorku komið annari iðnstofnun á lagg- irnar, en það er gólfdreglagerð, sem Bjarni Holm sonur hennar veitir forstöðu. Hóf liún starf sitt í maímánuði k.l., og þar er einnig eftirspurnin meir en hægt er að framleiða. Verður þar, vegna vélaskorts, að notast við gamla og úrelta vefstóla, 2 —3 að tölu, sem gera fram- leiðsluna miídu dýrari en ella þyrfti að vera, ef fullkomnar vélar væru fyrir hendi, — en einnig þar strandar á gjaldeyr- isleyfunum. Efnið í gólfdreglana er að öllu leyti spunnið hér heima, litað og ofið. Ennfremur býr Gólfdreglagerðin til góKteppi úr íslensku og útlendu efni, sem reynst hafa mjög prýðilega. Prjónastofan Iðunn og Gölf- dreglagerðin eru merkileg iðn- fyrirtæki, sem sýna hvort- tveggja í senn, Iivernig hægt er að ryðja nýrri iðngrein braut, eins og t. d. gólfdreglagerðinni, en jafnframt hve átoírka, ár- vekni og trú á starfið geta kom- ið miklu til leiðar, jafnvel þó fé sé ekki í fyrstu fyrir hendi. Verða módelflugusmíði kend við barnaskólana? Model-svifflugfélagið hefir opnað sýningu í Þjóðleikhúsinu (inngangur um norðurdyr) og sýnir þar smíðisgripi meðlima sinna. í gær komu skólanefndir barnaskólanna f jögra og skóla- stjórarnir til að skoða sýninguna, og hafa þessir aðilar það nú til athugunar, hvort ekki sé hægt að hafa modelflugusmíði, sem hándavinnugrein í skólunum. Það væri hið heillavænlegasta ráð, ef horfið væri að því. Fyrir ári síðan var Model- svifflugfélagið stofnað með um 160 meðlimum. Það reyndist altof stórt, vegna þess, að flytja þurfti inn alt .efni til starfsem- innar. Voru ekki til næg verk- efni fyrir félagsmenn og það dofnaði yfir félaginu, þangað til það var endurreist i nóvember með 20 félögum. Eru þeir flest- ir 10—15 ára, en einn er þó átta ára og stjórnarmeðlimirnir eru eldri. í stjórn eru nú: Helgi Filipus- son, formaður, sem jafnframt sér um kensluna, Guðm. Eiríks- son, varaform., Brynj. Ólafsson ritari og Ásbjörn Magnússon, gjaldlceri. Helgi hefir lært svifflug í Þýskalandi og fer þangað aftur í næsta mánuði til þess að taka kennarapróf i modelsmíði. Á sýningunni eru 25—30 mo- del og m. a. eitt af þeirri gerð, sem heimsmet á í modelflugi, 5 klst. 55 mín. Heitir sú gerð „Der grosse \Vinkler“. En hér yrði altof langt upp að telja hinar mismunandi gerðir modela og kosti þeirra og afrek. Sýningin verður vænt- anlega opin í hálfan mánuð, kl. 1—10 daglega. Foreldrar og aðrir ætti að leggja leið sína þangað þessa dagana, skoða sýningarmunina og spyrja sjálfa sig, hvert þetta sé ekki rétta leiðin til þess að forða unglingunum frá sollin- mu og aðgerðarleysinu og til ]>ess að ala upp i þeim aga, þol- inmæði og handlagni? Ármenningar fara í skíðaferð í kvöld kl. 8, upp að Lögbergi, ef veður leyfir. Tilkynnið þátttöku fyrir kl. 4, í síma 2165. K. F. U. JVL A. D. Fundur annað kvöld kll 8V2. Félagsinenn fjölmennið. Allir karlmenn velkomnir. —- Skrif tar- kensla. Nokkrir nemendur geta komu ist að. — Guðrún Geirsdóttir, Sími 3680. Nfr iBrsk-islenskBf [iitasðinninoBr. Skíöamét á Vaðikeiði. Akureyri í gær. Skiðanefnd Iþróttaráðs Akur- eyrar gekst fyrir skíðakepni á Vaðlalieiði síðastl. sunnudag. Formaður skíðanefndarinnar er Herm. Stefánsson, íþróttakenn- ari, hefir kent sldðagöngu í vet- ur með ágætum árangri. Á sunnudag var kept í brekkuskriði, 2500 m. með 55 m. falli, og svigi 500 og 300 m. í brekkuskriði fóru svo leik- ar: 1. Júlíus Magnússon (Ak.) 2:41.7 mín. Magnús Árnason (Ólafsf.) 2:55.3 m. 3. Jón Egilsson (Ak.) 2:55.3 m. 4. Gisli Magnússon (Ak.) 3:01.2 min. Þátttakendur voru alls 24 í þessari grein og duttu allir nema fimm. í 500 m. svigi — tveim sam- anlögðum — urðu hlutskarp- astir: 1. Magnús Árnason 1:53.1 min. 2. Ól. B. Guðmundsson (Skagaf.) 1:5.2. 3. Bragi Brynjólfsson (Ak.) 1:58.2. Þarna voru 14. keppendur. 1 300 m. svigi voru keppend- ur 12: 1. Úlfur Ragnarsson (Laug- arv.) 1:13.6 mín. 2. Hösk. Steinsson (Ak.) 1:19.1. 3. Ásgrímur Stefánsson (Ak.) 1:20.7. Færi var slæmt, annars hefir sldðafæri verið með afbrigðum hér nju-ðra síðan um áramót. Jakob. FB. 27. febrúar. Utanríkismáladeild forsætis- ráðuneytisins tilkynnir: Samningsumræðum þeim milli Noregs og Islands, er hóf- ust í Oslo í haust, hefir verið haldið áfram dagana 22.-27. febrúar og hefir lokið með því, að undirritað var nýtt sam- komulag þ. 27. febrúar, sem kemur í stað samkomulagsins frá 17. september 1932, um að- stöðu norskra síldveiða við Is- land og innflutning á söltuðu Is- lensku kindakjöti til Noregs. Samkomulagið verður bírf samkvæmt nánari ákvörðun rík- isstjóma beggja landanna. BREYTINGAR Á NORSKU STJÓRNINNI. Oslo 28. febrúar. Dagbladet gerir í dag aS um- talsefni væntanlegar breytingar á skipun ríkisstjórnarinnar i vor. Telur blaðið að Bergsvik f j ármáláráðherra muni fara frá og í hans stað verði tekinh i stjórnina Ödegaard stórþings- maður. Nygaardsvold mun éfcki eftir endurskipulagninguna gegna öðru embætti en fbrsætis- ráðherraembættinu. — Ýmsar breytingar á emhættaskipun i stjórnardeildum verða einnig gerðar. NRP—FB. BæjcfF Veðrið í morgnn. 1 Reykjavík o st., heitast í gær 2, kaldast —5 st. Sólskin í gær 4.2 st. Heitast á landinu í morgtrn 3 st^ í Eyjum, FagurhólsmýriógReykjæ- nesi; kaldast —3 st., á HoirnL — Yfirlit: Djúp og víðáttumiTdl tEgð um 900 km. suður af R’eykjanesí, á hægri hreyfingu í norSattstur. —- Horfur: Suðvesturland',. Faxaflói: Vaxandi austanátt, storihur undan Eyjafjöllum. með kvöldinu. Úr- komulaust. Skipafregnir. Gullfoss var í Ólafsvík í morgun. Goðafoss er í Reykjavík. Brúarfoss er á leið til London. Dettifoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss er' á leið til Austfjarða frá Leith. Sfel- foss er á útleið frá STgfufirðL Farþegar með Gullfossi frá Reykjavík vestur og- nOrSur: Jón Lárusson og frú, Einar GuS- finnsson, Ól. Th. Sveinsson, Sæm. Þórðarson, Björn (Bjarnason, Sig- fús Bergmann, Knut Ottosted, Marino Kristjánsson, PastorBoots, frú AuSur Frímannsdóttír, Ósk Ól- afsdóttir, Björn Blöndal, tolleftir- litsm., Davíé Einarsson, Sig. Stein- þórsson kaupfélagsstj., Haukur Helgason. Húsasmiðir. Á fundi sínum >. 23. febr. veitti bygginganefnd eftirtöldum mönn- um viðurkenning til a'S standa fyr- ir húsasmíSi hér í Reykjavíkr Guðm. Halldórssyni, trésmið, Ljós- vallagötu^ 18, og Sig. Guðmunds- syni, trésmið, Bræðraborgarstíg 53-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.