Vísir - 27.01.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 27.01.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 32. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 27. janúar 1942. Ritstjóri 1 Blaðamenn Síml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S llnur Afgreiðsla 3. tbl. Charchill fer fram á transtsyfirlýsiDgn. Þrigrgrja dagra nmræðnr b^rjaðar- i neðrl málsiofunni. rrrrnrmiiTT CHINA I m 111 n 11111 U. S. FLYERS TO GUARDBURMA ROAD Chungking FRENCH INDO- CHINA Soigon f & Tokyo i^JAPAH AMERICAN CITIZENS WARNEDTO LEAVE Pacific Oceon PHILIPPINE © ......ss Singopijre MboRNEO GUAM U. S. LAND, SEA COMMANDERS MEET <wSf«UNDS IND\^ Dorwin NEW GUINEA OBRITISH RUSH REINFORCEMENTS © JAPS MANEUVERING ©TROOPS ORDERED TO BATTLE STATIONS jPfc JAP WARSHIPS MANEUVERING ©STATE OF EMER- GENCY DECLARED ©DUTCH MOBILIZE AIR FORCE V11 Sydney.fi' Þetta kort sýnir vel staðaafstöðu í Austur Asiu og suðvest- urhluta Kyrrahafsins. Sést m. a.: Nýja Guinea og Nýja Bret- land (t. h. við N.-Guineu), þar sem Japanir hafa ráðist á lánd. Frá N.-Guineu til Ástralíu eru aðeins 100—200 mílur, svo að búast má við því, að Japanir náðist þar inn ef þeir geta, enda óttast Ástraliubúar innrás. Ástralia er mjög strjálbýl, svo að þar geta fallhlífarhermenn gert mikinn óskunda. Japanir hafa þegar lært þá árásaraðferð og nota hana vafalaust, ef þeir freista innrasar í Ástralíu. Hvers vegna l'ór hann ekki þá ? Churchill forsætisráðherra hóf umræður um styrjaldarmál- in í neðri málstofunni í dag. Gert er ráð fyrir þriggja daga umræðum og boðaði Churchill, að stjórnin ætlaði að fara fram á traustsyfirlýsingu málstofunn- ar, og verður tillaga lögð fjnrir hana þegar í dag. Churchill sagðist hafa sann- færst um þetta, eftir að hann kom frá Bandaríkjunum, að rétt væri að taka ákvörðun í þessa átt. Hann ræddi nokkuð gagnrýni þá, sem stjórnin hefir orðið fyrir í blöðum, og fregn- ir, sem komist hafa á kreik er- lendis um, að aðstaða stjórnar- innar hefði veikst. Churchill sagðist því algerlega samþykk- ur, að umræðumar væru sem frjálslegastar og yrðu engar hömlur lagðar á þingmenn — þeir gætu gagnrýnt gerðir Árásum á skipalest Japana á Macassar- sundi haldið áfram. Gífurlegt skipatjón Japana. í gærkveldi var tilkynnt, að árásunum á skipalest Japana á Macassarsundi væri lialdið á- fram. Að minnsta kosti 10 skip- um hefir verið sökkt — senni- lega 15 — og 17 skip hafa lask- ast. Þremur stórum herflutn- ingaskipum hefir verið sökkt í sprengjuárásum og einu með tundurskeyti. Bandaríkjaher- skip hafa sökkt 4 herflutninga- skipum og einu herskipi, og hol- lenzkur kafbátur einu. Meðal herskipanna, sem laskast hafa, eru 1 stórt beitiskip og 5 önnur og túndurspillar. — Meðal flug- vélanna, sem gerðu árásirnar, eru amerisk „fljúandi virki“, og hafa þessar stóru sprengjuflug- vélar bækistöðvar i hollenzku Austur-Indium. —- Skipatjón Bandamanna og flugvélaljón i þessari orrustu er mjög lítið. Einn amerískur tundurspillir varð fyrir lítilsháttar skemmd- um, en hollenzkur flugbátur var skotinn niður. — Það er allt og sumt. Árásir liafa verið gerðar á japönsk herskip og-flutninga- skip við austanverðan Malakka- skaga, en ekki kunnugt um á- rangurinn enn sem komið er. Á Malakkaskaga. Bretar hörfa enn hægt und- an á Malakkaskaga. Lofthern- aður færist i aukana. Japanar hafa hertekið Batu Pahat. Birma. Bandamenn hörfa einnig undan í Suður-Birma. —- Það var tilkynnt í Rangóon í gær, að Wavell, yfrhershöfðingi, hefði komið til Rangoon nýlega og rætt þar við landsstjórann og yfirmenn hers og flota, Um land- varnirnar. Thailand. Miklir eldar komu upp i hafn- arhverfum Bangkok og mið- hluta borgarinnar í loftárás bandamanna í fyrrinótt. stjórnarinnar að vild, en yrðu að sjálfsögðu að gæta þess að forðast að gefa neinar hernað- arlegar upplýsingar, sem óvin- unum getur orðið stoð í. Að öðru leyti væri ekki um neinar hömlur að ræða, og myndu fá- ar þjóðir eða engar eiga stofn- anir, sem þing Breta, þar sem frjálsar, gagnrýnandi umræður fara fram á mesta hættutíma ægilegrar styrjaldar. ChurchiII minnti á, að Hess flaug til Bretlands af því, að hann var sannfærður um, að ef hann gæti haft tal af vissum mönnum, væri hægt að losna við Churchillklíkuna fyrir fullt og alllt. Eg fer ekki fram á, i sagði Churchill, að neinn þing- maður hlífi mér við gagnrýni. . . ChurchiJI sagði, að í móti hefði blásið um skeið, mikil mis- tök hefðu orðið, bæði í her- stjórn og á vígvelli, og enn virð- ist syrta að. ChurchiII ræddi því næst allítarlega ákvörðunina um að hjálpa Rússum og kvað það, sem gerzt hefir sanna, að rétt var að styðja þá. Eg harma, að við gátum ekki stutt þá enn betur. Að svo búnu ræddi Churchill horfurnar annars staðar. Rúm leyfir ekki að geta ræðunnar ítarlegar í dag. i Bandaríkja- herlið komið til Norður- Irlands. Tilkynnt var í London í gær- kveldi, að herlið frá Bandaríkj- unum væri komið til Norður- írlands. — Stimson, hermála- ráðherra, skýrði frá þessu í Washington í gær. — Síðar í gærkveldi var lýst komu Banda- ríkjaliðsins. Sir Archibald Sincl- air, flugmálaráðherra, bauð her- mennina velkomna, fyrir hönd Breta. — Það er kunnugt, að hér er um mörg þúsund her- menn að ræða, sem hafa verið þjálfaðir í vélahernaði. í Lond- on er nú minnt á það, að í heims- styrjöldinni héldu Þjóðverjar lengi vel, að Bandaríkjaher I siðari fregnum segir, að það hafi verið ameriskur kafbátur, sem hæfði flugvélaskipið tund- urskeyti. Flugvélaskipið er tal- ið liafa sokkið. Seinustu fregn- ir herma, að upp undir 40 skip Japana á Macassarsundi hafi orðið fyrir sprengjum eða tund- lyskeytum. Um % þessara skipa mun hafa sokkið. Að minnsta kosli 6 beitiskip hafa laskast. — Amerískur tundurskeytabátur hefir sökkt 5 þús. smálesta Jap- önsku skipi við Filipseyjar. — Sami tundurskeytabátur hefir áður sökkt japönsku skipi. myndi aldrei komast til vígvalla Evrópu, en samt voru 2 milljón- ir hermanna fluttar yfir Atlants- haf, án þess nokkur hermaður færist. Nú héldu Þjóðverjar, að í Bandaríkin myndu ekki senda her til Evrópu, vegna styrjald- | arinnar við Japan. Þrátt fyrir það eru fyrstu hersveitirnar komnar, nákvæmlega fimm vik- um eftir að Roosevelt undir- skrifaði heimildarlögin um, að senda. . mætti Bandaríkjaher hvert sem hans kynni að reyif- ast þörf, og tæpum sjö vikum eftir að Bandaríkin og Japan voru komin í stríðið. — Banda- ríkin eiga nú 4 sinnum fleiri herskip, en í apríl 1917, og helm- ingi fleiri kaupskip. Ráðstefnunni í Rio slitið í dag. Vestmenn ánægðir yflr árangrinum. Ráðstefnunni í Rio de Janeiro verður slitið í dag. Menn eru yf- irleitt mjög ánægðir vestra yfir þeim árangri, sem náðst hefr. Ráðstefnan hefir m. a. eamþykt yfirlýsingu þess efnis, að mælt er með að öll Vesturálfufylki sliti stjórnmálasambandi við möndulveldin og hefir undir- skrift slíkrar yfirlýsingar þegar farið fram. Þegar hafa 17 lýð- veldi Vesturálfu ýmist sagt möndulveldunum stríð á hend- ur eða slitið stjórnmálasam- bandinu við þau. Þá hefir náðst samkomulag um framleiðslu vegna styrjaldarinnar, siglinga- og flutningamiál, og enn er þess að geta, að samþylctur hefir ver- ið Rio-sáttmáli, en svo er hann nefndur, en hann byggst iá sama grundvellli og hin svo nefnda Atlantshafsyfirlýsing Roosevelts forseta og Churchills. í öllum vesturálfuríkjunum er mikið rætt um árangurinn og telja menn hann vonum betri, og er einkum Iögð áherzla á, að eining meðal þeirra þjóða, sem Vesturálfu byggja, hafi aldrei verið meiri en nú. Bækistöð Hitlers flutt frá Smolensk? Því liefir verið opinberlega neitað í Berlin, sem haldið hef- ir verið fram í brezkum fregn- um, að Hitler hafi flutt bæki- stöð sína til Minsk. 62 ára í dag. McArthur, hershöfðinigi Bandaríkjamanna á Filipseyj- um, er 62 éra í dag. Roosevelt forseti hefir sent honum skeyti og óskað honum til hamingju og um leið þakkað honum djarf- lega framgöngu og alls liðs hans, sem nú hefir barist vikum saman gegn ofurefli liðs. Frá hæstarétti: Frá hæstarétti................ Mánudaginn 12. janúar var kveðinn upp dómur í hæstarétti í málinú Guðbjörg Ólafsdóttir gegn Stefáni Þorlákssyni. Mála- vextir eru þeir, að 26. apríl 1940 varð áfrýjandi fyrir bifreið stefnda og lilaut hún mikil meiðsl af. Höfðaði hún mál til skaðabótagreiðslu • og krafðist kr. 11.920.00 í bætur. Stefndur krafðist sýknu, með því að hann taldi áfrýjanda eiga alla sök þess, að hún varð fýrir bif reiðinni. Málsúrslit urðu þau, að hvor sakai'aðilja var talinn eiga sök að hálfu á slysinu og fekk áfrýjandi sér dæmdar bæt- ur, kr. 4.460.00 og kr. 900.00 i málskostnað fyrir báðum dóm- um. Hrm. Sigurgeir Sigurjónsson flutti málið af hálfu áfrýjanda, en hrm. Th. B. Líndal af hálfu stefnda. Þormóður Eyjólfsson, efsti maður á lista Framsókn- ar á Siglufirði, var strikaður svo víða út, að hann fór niður i 3. sæti, og náði ekki kosningu. Sýnist einhver innanflokksórói standa þar á bak við, Blökkumannariki eitt i Suð- ur-Ameríku kom sér upp dá- litlum herafla. Ekki þótti her- lið þetta álitlegt, það var illa vopnum búið og raunar meira til sýnis en gagns, en það sem merkilegast þótti við her þenna, sem alls var um þúsund mannns, var það, að offísérarnir voru miklu fleiri en hinir óbreyttu hermenn. Alþýðufliökkurinn minnnir óneitanlega talsvert mikið á þetta Suður-Ameríska herlið. Það, sem merkilegast er við þenna flokk, sem kennir sig við alþýðuna er það, að í lionum er tiltölulega mildu minna af al- þýðufólki en i nokkrum öðrum i stjórnmálaflokki í landinu. All- I ur kjarni þessa flokks eru menn í háum stöðum, bankastjórar, forstjórar, skrifstofustjórar og allskonar „stjórar“. —x— Fylgið hefir hrunið af Al- þýðuflokknum, ekki síst fyrir þá sök, að slíkt djúp liefir verið staðfest milli offiséranna og liinna óbreyttu liðsmanna. Þetta var sérstaklega eftirtekt- arvert á þcim árum, er atvinnu- leysið svarf fastast að almenn- ingi. Alþýðuflokkurinn gekk til stjórnarmyndunar með Fram- sóknarflokknum suinarið 1934 undir kjörorðinu: „Vinnu lianda öllum“. Efndirnar urðu þær, að atvinnuleysi alls almennings margfaldaðist næstu árin, en samtímis tryggðu allir broddar flokksins sér feit, vel launuð og virðuleg embætti, auk alls konar bitlinga og fríðinda. Ef rétt væri að tala um hreinrækt- aðan yfirstétlarflokk hér á ís- landi, væri það fyrst og fremst Alþýðuflokkurinn. —x— Alþýðuflokkurinn er um þess- ar mundir ákaflega hreykinn af Stefáni Jóh. Flokkurinn var líka hreykinn af Stefáni Jóh., þegar hann kom úr heimsókn sinni til dúsbræðranna á Norð- urlöndum haustið 1937 og til- kynnti með miklum fögnuði, að kommúnisminn á Norður- löndum væri þurrkaður út. Flokkurinn var enn hreykinn af Stefáni Jóh., þegar hann fá- um vikum síðar var kominn á bæjarstjórnarlista i Reykjavík með kommúnistunum Einari Olgeirssyni, Birni Bjarnarsyni og fleirum. —x— Stefán Jóhann liefir ekki unnið sér mikið til frægðar í rikisstjórninni. Helzta afreks- verk hans á seinni árum er það, að hann skyldi seint og siðar meir drattast til að segja af sér. Þetta hefir vafalaust verið mikil persónuleg fórn. Allir vita, hvað mikla áhelzlu kratabroddarnir hafa lagt á það, að eiga mann i rikisstjórninni. Með þvi móti hefir forráðaklíka flokksins gefað komið ár sinni vel fyrir borð og þótzt bærilega tryggð. En hvers vegna sýndi Stefán Jóhann þessa rögg af sér nú? Hann hefir oft áður haft miklu meira lilefni til að fara úr rík- isstjórninni, án þess að haggast. Alþýðublaðið segir að þetta sé vegna gerðardómslaganna. En hvers vegna fór Stefán Jóh. yf- irleitt i þjóðstjórnina 1939? Al- býðuflokkurinn bar þá ásamt öðrum fram frumvarpið um verðfellingu á íslenzkri krónu. Við þingkosningar 1937 hafði flokkurinn haft það sem aðal- kosninganúmer að berjast gegn verðfellingu. Með verðfelling- unni voru laun allra kaupþega lækkuð um rúm 20% og verka- menn fengu þennan halla ekki horinn uppi nema að nokkrum hluta. Þetta er eina almenna launalækkunin, sem fram- kvæmd hefr verið liér á landi með valdboði og Stefán Jóliann og öll kratahersingin liefir til þessa dags verið að liæla sér af þessum „kúgunarlögum“. —x— Með gengislögunum var lög- kaupgjaldsins annnars vegar og bundið ákveðið hlutfall milli verðlagsins á kjöti og mjólk hins vegar. Átta mánuðum eft- ir að gengislögin voru sam- þykkt feldc Framsókn þvi fram- gengt, að ákvæðin um kjöt og mjólk voru tekin út úr gengis- lögunum. Allir vissu til hvers sá leikur var gerður. Hvers vegna sagði Stefán Jóhann þá ekki af sér? —x-— Haustið 1940 kom það í ljós, svo að ekki varð um villst, hver lilgangur Framsóknar hafði verið með því að fá gengislög- unum breytt. Þá hækkaði kjöt- verðlagsnefndin kjötverðið um 70%. Hvernig reyndist „mál- svari launastéttanna“ Stefán Jóh. þá? Jú, verkamenn fengu hæst 27% dýrtíðaruppbót. — Þegar á það var bent, að mis- ræmi væri í því, að verðlag á helztu nauðsynjavörum hækk- aði upp i 70% samtimis því, sem dýrtíðaruppbótin var hæst 27 procent, svaraði fornulSur kjölverðlagsnefndar, Páll Zóph- aniasson, því einu, að engum óbrjáluðum manni þætti kjöt- verðið nógu hátt! Þetta lét Stef- án Jóh. sér vel lynda. Ef Stefán Jóh. hefði borið hag launastéttanna eins fyrir brjósti haustið 1940 eins og hann þykist nú gera, var vissu- lega tilefni fyrir hann að létta á sér í ráðherrastólnum. En það vatnaði ekki undir liann. Hann sat eins og liann væri múr- og naglfastur í þessum tignarsessi. —x— Já, og livers vegna sagði Stefán Jðh. ekki af sér í haust? Hermann Jónasson lýsti því yfir, þegar liann settist aftur í ríkisstjórnina eftir nokkurra vikna föstur og bænaliald, að dýrtíðinni skyldi haldið í októ- ber-vísitölu. Nokkrum vikum siðar er mjólkin hækkuð um 15%, án þess að nokkur fram- bærileg ástæða væri borin fram fyrir þeirri ráðabreytni. Já, hvers vegna fór Stefán Jóh. ekki þá? —x— Stefán hefir stritast við að sitja. Hafi hann talið sig mál- svara launastéttanna i fikis- stjórninni hefir hann alltaf ver- ið að svíkja umbjóðendur sína. Ástæðan til þess, að hann stóð loks upp úr sætinu, er engin önnur en sú, að Alþýðuflokkur- inn þurfti á kosningabombu að halda, og þeim fannst Stefán Jóh. vel til þess fallinn að verða eins konar púðurkerling i þess- um kosningum. En sennilega eiga þeir eftir að komast að raun um að það er ekkert dynamit i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.