Vísir - 12.07.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 12.07.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiöjan (3. hæð) Ritstjórar J Blaðamenn Slmls Auglýsingar* 1 1660 Gjaldkeri 5 llnur Atgreiðsla 33. ár. Reykjavík, mánudaginn 12. júlí 1943. 155. tbl. BANDAMENN TAKA 3 FLUGVELLI Cieogið á laiid a 160 km. strandlengjn. ar hersveitir hafa tekið a. m. Amerískar og: kanadisk- k. tvær horgir. Möndullinn segir frá 2 árangursl. landgöngutilraunum Hersveitirnar liafa náð öruggri fótfestu, en bardagar eru vart byrjaðir ennþá. Einkaskeyti til Vfsis. London í morgun. Allar fregnir frá í gær og nótt benda til þess, að minna hafi orðið um varnir hjá ítölum og Þjóðverjum en bandamenn gerðu ráð fyrir, þegar innrásin var ráð- gerð. Hersveitir Eisenhowers hafa allsstaðar getað brotizt í gegnum strand- virkjabelti þau, sem urðu á vegi þeirra og þess er ekki getið, að það hafi verið nein- um vandkvæðum bundið nema á einum stað. Þar tókst þó bráðlega að brjóta varnir fjandmannanna á bak aftur og síðan var sókninni haldið áfram upp á land. Þetta var á suðausturhorni Sikileyjar, á Passero-höf ða og þar uppi á landi er borgin Pakino, sem er í höndum Breta og Kanadamanna. í fyrstu var haldið, að bandamenn hefði gengið á land á vesturfctrönd Sikiley.jar, enda var sagt frá því í fyrstu fregnum þaðan, að þar hefði verið ráðizt til uppgöngu. Síðan var ekki minnzt á það, að bandamenn hefði lent þar, en í gærkveldi skýrði þýzka útvarpið frá því, að bandamenn hefði reynt að set.ja lið á land milli Mai'sala og Trapani, en komið hefði verið í veg fyrir þá land- göngu. Þjóðverjar segja líka, að annari landgöngutilraun hafi einnig verið hrundið. Var liún gerð á austurströnd eyjarinnar, ekki langt frá Syrakúsu. Að öðru leyti eru möndulveldin ekki marg- orð um þessar nýju liernaðaraðgerðir. Þau segja að vísu, að italskar og þýzkar hersveitir eigi í hörðum bardögum við bandamenn, en að öðru leýti segja þau ekki liversu vel þeim gangi. Bandaríkjamenn gengu með- al annars á land lijá borginni Gela, sem er 80—100 km. fyrir vestan Passero-liöfða. Tókst þeim að komast í gegnum gaddavirsgirðingarnar á strönd- inni án þess að mikil mótspyma væri veitt, en þegar komið var upp á land gerðu möndulher- sveitir skriðdrekaáhlaup á þá. Því var hrundið af stórskotaliði því, sem Bandaríkjamenn voru búnir að koma á land og með að- stoð herskipanna, sem vernd- uðu landgönguna. Náðu þeir á vald sitt tveim flugvöllum þama, öðrum á ströndinni og hinum spölkorn uppi á landi. Kanadamennirnir, sem gengu á land fyrir austan Bandaríkja- menn, ásamt Bretum, komust á land án þess að eftir þeim væri tekið og varð lítið um varnir viðast. Á einstaka stað urðu all- snarpar viðureignir, en livergi svo að það tefði framsókn land- gönguliðsins. Bretar gengu á land öðru megin á Passero-skaga en Kan- adamenn liinum megin. Þegar þeir mættust á honum miðjum stefndu þeir norður til járn- brautarinnar sem liggur með allri strönd eyjarinnar. Þar náðu þeir borginni Pakino á vald sitt og flugvelli hjá henni og auk þess litlum lendingar- stað, sem ekki er hægt að nota fyrir nýtízku flugvélar nema með miklum breytingum. íbúa- tala Pakino er um 20.000 . 2000 skip. Það hefir nú verið sagt frá ^því, að bandamenn hafi notað um 2000 skip við innrásina og cru þá taldir með lendingarbát- ar og herskip. Fáeinum skipum hefir verið sökkt, en engu stóru. Þrátt fyrir allmikið brim tókst allsstaðar slysalaust að komu liðinu á land, og þegar búið var að koma framvarðasveitunum á land, var byrjað að skipa upp bílum, skriðdrekum, birgðum og allskonar útbúnaði. ítalir segjast hafa sökkt þrem- ur skipurn við suðurströnd Sik- ileyjar og hafi tvö þeirra verið samtals 13.000 smálestir að stærð. Auk þess segjast þeir hafa laskað mikinn fjölda smærri skipa. Svifflugur og fallhlífa- hermenn fyrst. Það hefir nú verið skýrt frá þvi, að innrásin var raunveru- lega hafin nokkurum klukku- stundum fyrr, en fyrst var ætl- að, því að herlið, sem var flutt í svifflugum til Sikileyjar eða látið varpa sér i fallhlífum úr flutningavélum, var byrjað hernaðaraðgerðir nokkuru áður en flotinn byrjaði að setja lið á Iand. Klukkan 10 á föstudags- kveld flugu margar stórar flug- vélar inn yfir suðurströnd Sikil- ej'jar. Þær drógu svigflugur, sem fluttu herlið og Jiegar kom- ið var yfir fyrirfram ákveðna slaði, voru svifflugurnar losaðar aftan úr vélflugunum, sem snéru heimleiðis. Svifflugurnar lentu kl. 10.10 og mennirnir stukku úr þeim, sameinuðust í stærri hópa og héldu til þeirra staða, sem þeim var ætlað að taka. Kl. 11.20 voru fallhlífa- hermennirnir látnir svífa til jarðar. Eyðilegging samgönguæða. Þessar sveitir höfðu mjög mikilvægt hlutverk að vinna. Þær áttu að skapa glundroða að baki varnastöðva möndulher- sveitanna, sprengja upp brýr rjúfa síma- og raflínur og ná föngum, sem gæti gefið mikil- vægar upplýsingar um fyrir- komulag varnanna á eynnþ Þegar landganga hófst fyrir alvöru klukkan þrjú um n.ottina voru Jjessar fyrstu sveitir búnar að vinna hlutverk sitt og á leið til strandar, til þess að ganga í lið með öðrum sveitum. Komust þær flestar lieilu og liöldnu til strandar. Mikilvæg loftárás. Yfirherstjórnin í Norður- Afríku hefir ekki enn gefið neinar verulegar upplýsitigar um aðstöðuna og má vera, að það dragistn nokkuð enn. Ein orsökin er sú, segja skeyti frá herstöðvunum, að það er ekki víst, livort möndulherinn veit það enn hvað sókn bandamanna líður allsstaðar. I árásinni á Taormina á Sikiley á föstudag var nefnilega aðalbækistöð möndulsins á eynni jöfnuð við jörðu og sömuleiðis shrtstöð borgarinnar. Bandamenn sendu hvorki mera né minna en 100 — hundrað — Liberator-vélar til að eyðileggja þessar bygging- ar og sést af Jjví, hversu mikil- vægt þeir töldu Jiað verk. Með Jjví að vera of opinskáir gæti bandamenn lijálpað mönd- ulveldunum meira en þeim þykir rétt eins og nú stendur. Bardagar varla byrjaðir ennþá. I fregnum frá Norður-Afríku eru menn varaðir við þvi að vera of bjartsýnir, þótt innrás- in liafi byrjað svo vel. Segja ])ær að enn liafi bandamenn aðeins átt í höggi við ítalskt setulið, sem hafi litla sem enga æfingu, en hafi ekki enn orðið varir við aðallið Þjóðverja og ítala. Það geti hinsvegar ekki dregizt lengi VEIZLA í AÐALBÆKISTÖÐ HERSINS. Frá vinstri: Mr. Leland Morris, herra ríkisstjórinn, Stimson ráðherra, Key hershöfðingi, Vilhj. Þór utanríkisráðherra. 400þús. manna rússnesk- ur her i hættu hjá Kursk. Þjóðwerjar flaafa reliið 50 lini. ffleyg' í varnir Iliissa. ýzka útvarpið birti í gær þá fregn, að 400.000 manna rúss- neskur her væri í yfirvofandi hættu á miðvígstöðvunum, í námunda við Kursk. Hefir útvarpið þessa fregn frá Stokk- hólmi þar sem hún var birt í einu blaðinu frá fréttaritara þess. í London. að til mikilla átaka komi og þá muni verða ógurlegt blóðbað. Lundúnablöðin í morgun leggja áherzlu á, að landgangan á Sikiley sé aðeins fyrsta sporið i fyrirætlun bandamanna, en sé Jxi einliver mesta sameiginleg | sókn á sjó og landi, sem sögur fari af. Flugmálaritari „Daily Herald4, leggur aðaláherzluna á töku flugvalla, en hermálaritari „Times“ leggur jafnmikla á- herzlu á að hægt verði að hafa öruggar hafnir. Bendir hann einnig á að eftir að farsællega hafi tekizt landgangan, hefjist ákaflega örðugur kafli i hern- aðinum, en það er að koma skipulagi á alla aðflutninga hersins. I ritstjórnargrein í „Times“ segir svo: „Innrásin í Sikiley er upphaf endurlausnar I Evrópu“. Sídaistu fréttir SytðknsiOiðaði kotgit á vii bandiaia Herstjórnartilkynning Eisen- howers var seint á ferðinni í dag, enda var margt um feita bita, þegar hún kom. Segir hún frá því, að Syrakúsa, Licato og 8 aðrar borgir sé á valdi banda- manna. Virðist því allur suðaustur hluti eyjarinnar á valdi þeirra. Óstaðfestar fregnir herma, að mikil orusta sé hjá Ragusa, sem er 20—30 km. frá suðaustur- odda Sikileyjar. ítalir höfðu til- kynnt í gær, að stór hópur fall- hlífahermanna léki lausum hala fyrir vestan Ragusa og væri verið að uppræta hann. Frh. á 2. síðu. SV-Kyrrahafið: Japanskur floti stefnir til Nýju- Georgiu. Munda»völiunnn einangradur. Japanskur floti er á leið suð- ur til Nýju-Georgiu og má bá- ast við sjóorustu á þeim slóðum innan skamms. Gert er ráð fyrir því, að þessi Rússar hafa kannazt við það, að Þjóðverjar liafi getað rekið um 50 kílómetra langan fleyg inn í varnir þeirra milli Byel- gorod og Kursk, og hafi rúss- neskar hersveitir haldið uppi árásum á hann æ siðan, en ekki getað útmáð liann sakir þess að Þjóðverjar senda æ meira lið til að halda stöðvum sinum þarna og reyna jafnframt að vikka floti muni eiga að koma liðs- auka og birgðum til Vila á Kol- oinbangara-eyju, því að Japanir eru svo illa settir á Nýju- Georgiu, að þeim verður vart hjálpað þar úr þessu. Kolomb- angara er rétt hjá Nýju- Georgiu, aðeins Kula-flói á milli. Bandaríkjaliersveitirnar á N.- Georgiu liafa nú alveg einangr- að Munda-flugvöllinn. Á laug- ardag komust þeir á veg, sem lá frá flugvellinum til einu hafn- arinnar, sem Japanir hafa enn á valdi sínu og með Jjví að slíta sambandi Jiar á milli er liðið á flugvellinum algerlega einangr- að. Gert er ráð fyrir þvi, að um 10.000 manna lið sé á eynni og hlýtur það að falla eða verða liandtekið. fleyginn til beggja handa. Hersveitirnar skiptast á að taka staði, J>orp og aðrar stöðv- ar, sem veita eitthvað skjól, fimm eða sex sinnum dag hvern, en alltaf er árásunum haldið áfram og skeytir hvorugur um tjón. í fregnum Þjóðverja í gær, segir að þeir eigi við tvenns- lconar örðugleika að stríða á þessum vígstöðvum, vegir sé vondir og þoli ekki þungaum- ferð og landslag erfitt. Þúátt fyrir J)að vinni þeir á og nái Rússar engum árangri í gagn- árásum sínum. Á laugardag segjast Þjóðverj- ar bafa eyðilagt 193 skriðdreka óg liafi þeir þá eyðilagt rúmlega 1700 rússneska skriðdreka og brynvarða bíla á einum sex dög- um. Á sama tíma ségjast þeir hafa skotið niður 1179 flugvélar, en J>ar sé eingöngu átt við vélar, sem menn bafi séð farast, Jiví að mikill fjöldi hafi komizit inn fyrir viglínur Rússa áður en Jjær hröpuðu til jarðar. Fangar hafa verið teknir mjög margir, segja Þjóðverjar og taka fram að á einum stað hafi 10.000 föngum verið safn- að saman annan dag orustunn- ar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.