Vísir - 29.07.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 29.07.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Páísson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. haeð) Ritstjórar Blaðamenn Slmii Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S iinur Afgreiðsla 33. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 29. júlí 1943. 170. tbl. Roosevelt forseti „Ékkert forðar stríðsglæpa- mönnum frá refsingu Búsiar sækja eon á. Rússar tóku í gær járnbraut- arbæinn Stanovoj Kolonets sem er um 15 km. frá Orel á Kursk- járnbrautarlínunni og hafa nú myndað þröngan innsta hring um borgina, sem er opin til vesturs, eftir járnbrautinni til Briansk, en sú járnbrautarlína liggur undir stórskotahrið Rússa og er Þjóðverjum þvi ónýt sem undanhaldsleið. Opið, sem Þjóð- verjar halda enn til vesturs, er orðið mjög þröngt, tæpir 40 kílómetrar. Kosningarnar í S.-Afríku Smuts heldur velli. Bráðabirgðatölur úr kosn- ingunum í Suður-Afríku sýna, að allt útlit er fyrir að Smuts hershöfðingi muni halda velli. Sambandsflokkur hans hefir þegar fengið 65 þinm. kosna, verkamenn 7 og aðrir stuðn- ingsflokkar hans 9, en flokkar I»eir, sem sameinazt hafa undir forystu dr. Malan og vilja að S.-Afrika hætti striðsþátttöku, hafa ekki fengið nema 16 menn á þing. Talningu er ekki lokið í öllum kjördæmum. Smuts var endurkosinn í kjördæmi því, sem hann hefir setið á þingi fyrir í 19 ár. Allir ráðherrarnir voru endurkosnir með miklum meirililuta. Hæg framsókn á Sikiley. Möndulherinn í norðaustur- horni Sikileyjar verst nú hraust- lega liandan liinnar rammgerðu víglínu sinnai'. ' Ameriski 7. herinn er kom- inn til San Stefano á norður- ströndinni og sækir enn fr^m. Flugberir bandamanna hafa gert árásir á Milazzo, sem er innan viggirðinga möndulhers- ins. Kanadaherinn sækir fram á miðhluta vígstöðvanna gegn harðri mótstöðu. Brezki 8. lierinn heldur uppi stórskotahríð á varnarlínu Þjóð- verja við Cataniu. Loftherinn hefir ráðizt á nokkra staði á Suður-Ítalíu, þar á meðal Reggio. Ráðizt hefir verið á skip möndulsins á Eyja- hafi, Engar flugvélar týndust. 3000 skip fluttu 160.000 maiiii* til Nildleyjar. Innrásin skipulögð íyrir misseri, ■ i , , M sagði llooscvelt í ræðu sinni I nótt »Fyrsti brestnr í möndlinusn....« ROOSEVELT FORSETI gaf í ræðu sinni i nótt yfirlit yfir hernaðarástandið og kom víða við. Minnti liann hlustendur í upphafi ræðu sinnar á það, að hann hefði fyrir þremur misserum sagt þjóð- inni, að hernaðarsinnarnir í Berlín, Róm og Tokíó hefði komið stríðinu af stað, en hinar frjálsu sameinuðu þjóðir ættu eftir að binda enda á það: Nú hefði fyrsti bresturinn komið í hernaðarsamvinnu möndulveld- anna. Italía væri að heltast úr lestinni, eftir að banda- menn hefði beint sameinuðum herstyrk sinum og yfir- burðum í lofti, á landi og sjó, að réttu marki á réttum tíma. Roosevelt upplýsti að inm-ásin i Sikiley hefði verið skipulögð fyrir 6 mánuðum, og hefði 3000 skip tekið þátt í fyrstu innrás- inni, en þau fluttu 160.000 menn, 14.000 flutningatæki, 600 skriðdreka og 1800 fallbyssur ýmissa stærða. Ekkert hlé hefði verið á flutningum, og hefði skipin jafnharðan snúið við aftur til Túnis til að sækja meiri vistir og hergögn og fleiri hermenn. Þótt Mussolini hafi nú sagt af sér, þá mun það ekki bjarga honum frá ábyrgð gerða sinna. Enginn stríðsæsingamanna mun geta umflúið dóm sinn, sagði Roosevelt. Við fasista var ekki hægt að semja. ítalska þjóðin hefir nú hrint þeim ófagnaði af höndum sér. En þótt friðar verði leitað, munu bandamenn ekki veita aðra skilmála en skilyrðislausa uppgjöf. Við höfum sýnt, hvers við erum megnugir. Á Sikiley hatar fólkið okkur ekki, þvi að við komum fram af mannúð. Við förum ekki að dæmi mönd- ulherjanna, sem svelta fólkið i herteknu löndunum. Fólkið á Sikiley fær að liafa uppskeru sína i friði, þvi að ekki stelum við lienni. Það fær nú i fyrsta sinni í mörg ár að lifa lífinu á þann hátt sem það kýs, án ótta við harðstjórn. Það er nú eftir að ráða niður- lögum Hitlers og Tojo. En þeir munu hopa, þótt síðar verði. Tveir lávarðar kynntir í lávarðadeildinni brezku. Sir Arcliibald Wavell mar- skálkur, sem nýlega var tekinn í lávarða tölu og tók sér nafnið lávarður af Cyrenaica, var í gær kynntur lávarðadeildinni hrezku. Fer sú athöfn fram með töluverðri viðhöfn. Dar- \vin flugmarskálkur, sem stjórnaði hrezka flughernum í orustunni um Bretland, var kynntur deildinni við sama tældfæri. Harðnamli atök i í Kyrrahafi. Amerikunienn nálgast nú Munda. Flugvélar þeirra gera harðar árásir á þessa bækistöð Japana. Aðrar flugsveitir gera í sífellu árásir á stöðvar Japana á norðurhluta Salómonseyja og i Nýju-Guineu. Bandamenn munu við ekkert sætta sig, annað en algeran fullnaðarsigur. Síðustu frcllir Þjóðverjar hafa loks tilkynnt að þeir hafi orðið að rýma úr Bolkov, viku eftir að Rússar til- kynntu að þeir hefði tekið borg- ina. Bolkov, sem er fyrir norð- an Orel, féll á fimmtudaginn var. Eftirmaður Maiskis sem sendiherra í London verður Fédor Gusej, sem verið hefir sendiherra Sovéts í Ottawa í Kanada. Alitið er að Maiski muni hafa þýðingarmikið verk að vinna í Rússlandi, þegar til viðræðna um endurreisn eftir stríðið kemur, sakir kunnugleika síns á brezkum stjórnmálum og áliti almennings. Bandamenn hafa tekið 4 borg- ir á Sikiley. Kanadaherinn hefir tekið Leonforte á miðri eynni og Ameríkumenn Polina, Castel- buono og Gangi á norðurströnd- inni. Viðsjár á Balkan. ítalski sendifulltrúinn i Buda- pest hefir afhent ungversku stjórninni orðsendingu ítölsku stjórnarinnar, þar sem gerð er grein fyrir hernaðarafstöðu ítala. Er gizkað á, að í orðsend- JUgunni sé skýring á því, hvers- vegna ítalir sjá sig tilneydda að kalla eitthvað af Balkanher sín- iim heiin. Fregnin um fall Mussolini hef- ir vakið uppreistarmenn um all- an Balkanskaga til nýrra dáða, enda minnkar nú mótstaða inn- lendra yfirvalda, sakir liræðslu þeirra við ósigur. I Grikklandi liefir brotizt út allsherjarverkfall. Her var kvaddur á vettvang til að bæla niður verkfalið, og kom til hlóð- ugra bardaga. Fregnir eru af skornum skammti. MÖNDULFORINGJAR í FANGABÚÐIR. Þessir möndulherforingjar komu nýlega til Englands sem stríðsfangar: Costa hershöfðiiigi, Colombo, kapteinn, Manoin- elii hcish., Boschi hersh., Aporti hersh. og von Hulsen ofursti (talið frá vinstri til hægri). ITALIA I HERS HÖNDUM. Ntjörnin fær við ekkert ráðið. BAD0GL10 HEFIR EKKI TEKIZT að ráða við uppreistarhreyfinguna á ítalíu. Hún magnast stöðugt, og kröfur almennings um frið verða æ háværari. Á fáeinum stöðum hefir herlið fengizt til að , bæla niður óeirðir. Andstaða gegn stríðinu er hörðust ' í Milanó, hinu forna hreiðri fasismans. Þar kom til ' átaka milli fasista og múgsins og herlið skai*st í leikinn. ’ Flutningaverkamenn gerðu verkfall, og strætisvagnar > borgarinnar voru stanzaðir. Hei*stjórnin hefir tekið , strætisvagnana í sínar hendur. Það var einnig i Mílanó, að fólk safnaðist saman á götunum og hyllti bandamenn. Herinn réðist að þeim mannfjölda með handsprengjum og sundraði' hópnum. Amsir aðal-Ieiðtogar fasista, þar á meðal fyrrverandi aðalritari flokksms Farinacchi, hafa verið liandteknir. Er ekki vitað, hvort þeim eru bornar sakir á hrýn eða hvort nauðsynlegt hefir þótt að ’vernda þá i gegn hatri lýðsins. Itölsku blaðamennirnir An- saldo og Gayda („málpípa Mussolini“) eru meðal þeirra háttsettu fasista, sem handtekn- ir hafa verið. y í Mílanó berjast fastistar við herinn. Herliði var skipað að hreinsa aðalbækistöðvar fasista- flokksins, þegar reglugerðin um upplausn flokksins var gefin út, en flokksmenn hjuggust til varnar. Fjórir fasistaleiðtogar Jiöfðu verið drepnir, þegar sið- I ast fréttist. Hvar er Benito? Ýmsum getum er að því leitt ennþá, livar Mussolini muni vera niður kominn. Segja sum- ar fréttir að hann sé kominn til Spánai', aðrar að hann hafi ver- ið handtekinn, þegar hann var að reyna að flýja til Sviss, en trúlegust, er sú frétt, sem herst frá Madrid, og telur hann vera hafðan i gæzlu í stórhýsi milli Róms og Ostia. „GEFIZT UPP!“ Askorun til Ítalíukonungs og ítölsku þjóðarinnar var útvarp- að frá aðalstöðvum Eisenhow. ers í Tunis. Var skorað á þjóð- ina og yfirvöld að gefast upp og hætta hernaðaraðstoð við Þjóð- verja til að forða frekara tjóni en orðið er! Bent var á hversu drengilega bandamenn liefði komið fram við Sikileyjarbúa. Það skilvrði var gert að.öllum herföngum handamannaþjóða yrði skilað aftur, en á móti lieitið því, að ítalskir fangar skyldu sendir heim. Var sérstaklega varað við því að framselja Þjóðverjum herfangana. Þessi áskorun tekur af öll tvi- mæli um það, að ítalir hafi heð- izt friðar, því að vitanlega myndi ekki sliku vera útvarpað, ef friðarumleitanir hefðu þegar hafizt, eins og flugufregnir hafa hermt hvað eftir annað í gær og í morgun. Brezkar flugvélar gerðu í nótt harða árás á Oschersleben, 150 Itm. suðvestan við Berlín. Amerísk flugvirki gerðu í gæi’dag loftárásir á CaSsel, Magdeburg og fleiri staði i Mið- Þýzkalandi. Sægur þýzkra or- ustuflugvéla réðist gegn þeim og kom til harðra bardaga. Virkin skutu niður 60 þýzkar orustuflugvélar en 23 þeirra komu ekki heim. Mikill árangur varð af árásinni, segja flug- menn. I loftárásunum vörpuðu Bandaríkjamenn niður fjölda flugrita, þar sem Þjóðverjar voru minntir á orð Roosevelts, að árásirnar myndu fara sifellt harðnandi, þar til Þýzkaland gæfist upp. Brezkar orustuflugvélar flugu til verndar virkjunum á heim- leið og skutu niður 9 orustu- flugvélar þýzkar. Á þrem sólarhringum hafa verið gerðar sex loftárásir á Hamborg, og var sú síðasta miklu hörðust. 2300 smálestum sprengja var varpað niður á 45 minútum, en 18 flugvélar týnd- ust. Loftmyndir frá Hamborg, sem teknar voru í loftárás flug- vii-kja á þriðjudag, eru birtar í Lundúnahlöðunum í morgun. Sýna myndirnar, hvar sprengj- ur springa, og má greinilega sjá gamlan reykjarmökk yfir boi-g- inni, en hann stafar frá fyrri árásunum tveim. í gær réðust orustuflugvélar og léttar sprengjuflugvélar : Bieta á ýmsa staði í herteknu löndunum, Belgíu, Hollandi og Frakklandi. ★ Hættumerki voru gefin í London i nótt. Engar sprengjur féllu á borgina, en þýzkar flug- vélar ollu nokkru tjóni i Austur- Angtiu. lækkar til muna. Viðskiptaráðið hefir ákveðið að núgildandi grunntaxti múr- ara fyrir ákvæðisvinnu skuli lækka frá og með 3. ág. n. k. um 30% í múrvinnu utanhúss og um 20% í múrvinnu innan- húss. Hinn lækkaði taxti felur í sér greiðslu fyrir handlöngun. Ef verksali leggur til handlöngun við grófhúðun lækkar taxtinn enn um 20%, en við finhúðun, flislögn og aðra fínvinnu um 5%. Múrurum er óheimilt að taka hærri greiðslu fyrir ákvæðis- vinnu en verðlagsnefnd ákveður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.