Vísir - 10.07.1945, Blaðsíða 1

Vísir - 10.07.1945, Blaðsíða 1
Frásaga af ferðalag- inu með Esju kemur í blaðinu á morgun. Viðtal við Thor Thors sendiherra. Sjá 3. síðu. 35. árg. Þriðjudaginn 10. júlí 1945 154. tbl. Ætluðu að gera í Sviþjóð. Strandaði á hervæðingu Svía. Lundúnablaðið Daily Telegraph skýrir frá því, að fundizt hafi ýmisleg skjöl í kanzlarahöll Hitlers í Berlín, og enn fremur sé það sannað af gögnum, er fundizt hafa í fórum her- foringjaxáðsins þýzka, að Hitler hafi fyrirskipað inn- rás í Svíþjóð í febrúar 1942 áður en ráðizt var á Rússland. Eftir skjölunum að dæma, var þýzki flugher- inn alveg tilbúinn á flug- völlum í Noregi og Dan- rnörku. Enn fremur höfðu verið boðin út 45 þýzk her- fylki til þess að taka þátt í innfásinni. Én vegna her- útboðs Svía hættu Þjóð- verjar við þessa ráðagex-ð sína. Aðeins sex stríðs- glæpamenn dæmdir eftir síðasta stríð. Meðal þess, sem banda- menn ætla að gæla, að komi ekki fyrir aftur, er að stríðs- glæpamenn verði ekki lög- sóttir eftir þetta stríð eins og stríðið 1914—18. Eftir það stríð voru aðeins senxtán menn sóttir til ábyrgðar, en bandamenn gerðu þá kröfu, að miklu fleiri yrðu dregnir fyrir dóm- ara. En þeir fólu þýzkum réltum að fai’a með mál þeirra, seín leiddi lil þess að einungis 16 menn voi-u á- dæmdir og einungis 6 þeirra dæmdir til hegningar. Sakamál bandamanna á hendur stríðsglæpamönnum munu ef til vill hef jast í þess- um mánuði. Svíar framleiða gerfigúmmí. Svíar eru fyrri nokkuru byrjaðir framleiðslu á gerfi- gúmmí, sem þeir nefna „Svedopren“. Vinna tvær verksmiðjur að framleiðslu þessari og er framleiðsla þeirra samtals 1600 smálestir árlega. Nægir það engan veginn fyrir þörf- unum, því að t. d. 1938 fluttu Svíar inn 14.000 smálestir af gúmmí. „Svedopren“ heitir eflir hinum fi’æga vísindamanni, próf. Theo Svedberg, senx hlotið liefir Nobelsverðlaun fyrir störf sin. Er gúmmí þetta mjög gott og stenzt m. a. mjög vel áhrif oliu. (SIP). Stórárás á flugvelli við Tokyo Myndir frá Esju-ferðalaginu: VanAcker kemur enn frá Leopold Nú er talið sennilegt að úr- slit fáist í stjórnmálavand- ræðurn Belgíumanna í þess- arj viku. Van Acker er kominn úr þriðju ferð sinni til Salzburg og er álitið, að hann hafi sagt konungi í þessari ferð, að þjóðin þoli ekki að bro leng- ur við þessa óvissu og öng- þveiti það, sem skapast við hana. Deilur konungs við flokkana valda því, að þjóð- in getnr ekki beitt sér af al- efli að þvi að endurreisa at- vinnuvegina. Blaðomenn í Brússel sima, að þrjózka konungs við að segja af sér, muni ekki ein- ungis æsa þjóðina gegn hon- um, Iieldur yfh'leitt • gegn allri ætt lxans. Kaþólskir menn vilja nú, að þjóðarat- kvæðagreiðsla verði látin fram f.'ira um það, hvort Leopold eigi að vera eða fara. Jóhann Svarfdælingur beygir höfuð sitt Á fundi i sambandi úlvegs- manna i Noregi kom það í ljós að nazistar hefðu lagt undir sig sjóð þess að upp- Jiæð 6 milljónir kx-óna. Yngsti farþeginn, óskírð dótt- ir Tove og Gunnars Böðvars- sonar verkfræðings. Þelr gerðu 43 milljarða byssu- kúlna. Bandaríkjamenn sáu 40 þjóðum fyrir hergögnum og skotfærum á síðasta ári. í skýrslu, sem gefin liefir verið út af nefnd þeirri í Bandai’íkjunum, sem sér um hergagnaframleiðsluna, er skýrt frá þvi, að til þessara þjóða hafi alls farið 43.000.000.000 byssnkúlur (fyrir riffla og hríðskota- byssur), 1.000.000.000 kúlur i fallbyssur af ýmsum gerð- um, 17.000.000 rifflna og skammbyssna, 3.000.00 vél- byssna, tæplega 600.000 fall- byssur og sprengjuvörpur og 3.5 milljónir allskonar bíla, þar á meðal 100.000 skrið- drekar. Bretar veröa að fresta her námi síns iiluta Beriínar. Getái ekki Íiett ébúanu. Brezka hernámsstjórnin, sem þó er komin til Berlínar fyrir nokkurum dögum hefir ekki ennþá tekið við yfir- stjórn þess hluta borgarinnar, sem henni er ætlað að her- setja. Fréttaritari brezka út- varpsins í Berlín gerði þetta að umtalsefni í útvarpi frá Berlín i gær ög sagði að ástæðan fyrir því að Bretar liefðu ekki tekið við ennþá, væri að þeir liefðu engin matvæli né eldéneyti til handa þeim 900 þúsundum sem byggju á yfirráðasvæði þeirra. Rússar hafa séð þeim fyrir matvælum. Hingað til hafa Rússar séð þessu fólki bæði fyrir mat- vælum og eldsnpyti enda eru þau héi*uð i umráðasvæði þeirra sem aðallega hafa birgt höfuðborgina upp af þessum lífsnauðsynjum. — Dimbelby segir að Rússar rnuni tregir til þess að fæða Þjóðverja á hernámssvæði Breta eftir að þeir hafi sleppt af þeim hendinni. i Eiga að búa að sínu. Ætlunin er að ekki verði flutt matvæli sem neinu nemi til Þýzkalands heldur verði framleiðsla landsins að nægja Þjóðverjum í þvi til- liti. Bretar verða þess vegna ekki tilbúnir lil þess að taka' við hernámssvæði sínu fyrr en framleiðsla Þjóðverja vei’ður komin í það horf, að þeir geti fætt borgarbúa á liei’námssvæði þeirra. Sami matar- skammtur alISgtaðar. Ákveðið hefir verið með samningi milli liernámsað- ilja, að sami matarskammt- ur verði á öllum hernáms- svæðunum. Flugstöðvaskip iaskast. Japanskar sjálfsmorðs- flugvélar réðust fyrir skömmu á nokkur flug- síöðvarskip er voru í hern- aði hjá Saki-eyjum. Fimm flugvélum, sem þátt tóku í árásunum, tókst að komast að skipunum og Iaska þau nokkuð. Skipin, sem fyi’ir tjóni urðu, voru Victorius og Ulustrious, sem bæði eru 23 þús. smálestir að stærð. 17 menn biðu bana i árásunum og 30 sæi’ðust. 8 flugvell- ir gereyði- lagðir. írásis á Nagoya og Osaka í gær. ||úmlega eitt þúsund flug- vélar frá flugstöðvar- skipum gerðu í morgun hrikalega árás á flugvelli við Tokyo. í fréttunum fx-á London nxorgun segir að flugvélar þessar sem bækistöðvar sin- ar hafi haft á flúgstöðvar- skipum liafi farið til árása. snemma í „moi’gun og liafi markmið þeiri-a aðallega verið að eyðileggja flugvelli í Tokyo og nágrenni liennar. Einnig áttu þær að ráðast á ýmsar aðrar hernaðarstöðv- ar. í fyrstu fréttum af á- rangri þessara árása segii’ að minnsta kosti 8 flugvell- ir hafi algerlega verið eyði- lagðir og hafi þær einnig: valdið miklu tjóni á sam- göngu leiðum. k önnur árás á sama sólarhring. Þetta var önnur stói’árás- in á Japan á einum sólar- hringi í gær réðust 700 risa- flugvirki á fimm mestu her- - gagnaframleiðsluborgir Japans. Meðal- annars var X’áðist á Nagoya og Osaka sem oft hafa orðið fyrir á- rásum áður. Flugvirkin vörpuðu niður miklu magni af sprengjum og var tjón- jð talið gifurlegt. Tokyo skýrir frá loftárásum. í útvarpi frá Tokyo er ennfremur skýrt frá loftá- rásum bandamanna meðal annara árásum á Kiushu og ýmsar borgir á Honshu, sem ekki voru nefndar í tillcvnn- ingum bandamanna. Loftárásir á smá- horgir á Japan. Undanfarið hafa banda- ménn aðallega beint árás- um sínum gegn ýmsum minni iðnaðarborgum Jap- ana og segja hernaðarsér- fræðingar urn það, að það sé engu síður áríðandi vegna. |xess að iðnaðarkerfi .Tap- ana sé þannig byggt upp að ýnisar smærri borgir fram- leigi eingöngu sérstakar teg- undi-r hergagna og sé þesst vegna jafn mikilvægt að eora árásir á þær. Ekkert skipanna laskaðist svo, að það kæimst ekki af sjálfsdáðum til hafnar'. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.