Vísir - 09.08.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 09.08.1946, Blaðsíða 2
V I S I R Föstudaginn 9. ágúst 1946 FRAMFÁRIR OG TÆKNI Gerfivnrur á stríðsárunum. Það er ekki ofsögum sagt af því, að styrjaldarár komi mörgu misjöfnu af stað. Meðan á Evrópustyrjöld- inni stóð liafa í Svíþjóð verið framleiddar hvorki meira né ininna en 155 tegundir af gerfikaffi og 55 af te, eftir því sem blöðin í Stokkhólmi isegja. Það liefir a'ð visu ekki verið eins auðvelt að gera .gerfitóbak og gerfikakaó, en engu að síður hefir það ver- ið reynt og tekizt furðanlega, •enda var slík gerfiframleiðsla nauðsynleg vegna mikillar <eldu á þessum vörum. Voru isamtals framleiddar 20 teg- nndir af tóbaki, en 6 af ka- kaó. Yfir 60 tegundir af gerfi- eggjum liafa verið á hoðstóL inn og hefir megnið af þeiin verið unnið úr mjólk. Gerfi- fituefni eru talin 43 og gerfi- ikryddtegundir 31. Tilraunir iiafa verið gerðar til þess að framleiða gerfi-kjöt og' liafa •þær tilraunir alls ekki verið sárangurslausar. Á árunum 1940 og 1941, þegar mésta ikjíiteklan var í Sviþjóð var það ekki svo sjaldgæft fyrir- jjrigði að sjá auglýsingar lik- ar þessari: „Hér fæst fyrsta flokks viðar-kjöt.“ Þetta kjöt sem hér um ræðir er unnið ’úr trjátegundum og þykjr ;all-sæmilegt, þó Iivergi nærri ■eins gott og „alvöru-kjöt“, •enda hvarf það strax af unarkaðinum þegar hitt kom iiftur. Þetta nokkurs konar igerfi-kjöt er ríkt af eggja- livítuefnum og B-vítamíni. Flest gerfikaffiefnin inni- íiéldu yfirleitt alls konar ícorntegundir og baunir, en einnig sykur, kartöflur, igrænmeti, akarn, kastaníu- Jinotur, fíkjur og kaffibætis- rófur. í gerfi-eggin, sem not- Rið voru til baksturs var not- íið nokkurs konar liör-sæði, isem innihélt plöntulím. ‘J-LpplaLauf og villirósalauf var ákaflega hentug efni í gerfite, og kókoshnetur þóttu stfbragð til að sjóða gerfi- ssúkkulaði úr. (SIP). 1 háskólanum í Illinois var f ramleidd gerfi-mannshúð. Efnafræðisleg meðferð gerði timbur næstum eins hart og stáL Gerfieldsneyti var fram. leitt úr jarðarávöxtum. Pró- fessor Ernest Berl, stafs- inaður tæknistilraunastofu Carnegie stofnunarinnar, framleiddi kol og olíu úr kolaefnasamböndum í græn- aneti. General Motors luku undirbúningi undir fram- 'Jeiðslu á „triptane“, sem er íjórum sinnuin aflmeira en 100-octane bensín, hið afl- mesta, sem fram að því hafði verið framleitt. Gas-túrbínur voru reyndar í flugvélum, og i'áðgert var að smíða slíkar aflvélar fyrir eimreiðar. „Vélheili66 „Vélheili“,. eða öðru nafni sdgerlega sjálfvirk reiknivél, var fundin upp af Hovvard H. Aiken, sjóliðsforingja. Hafði hann unnið að vél- inni í sex ár. Leysir hún verkefni, sem áður tók marg- ar vikur að vinna að, á fá- ginum klukkustundum. Sviar búa fi! raýja jeppa-híla f Svíþjóð er nýbyrjuð fram- leiðsla á jeppabíl, sem þyk- ir ákaflega hentugt farartæki og mun eiga ntikla framtíð fyrir sér. Jeppi þessi getur hraðast farið 95 km. á klst. Þessi bif. reiðategund er framleidd í Volvo-verksmiðjunum, sem eru fullkonmustu bifreiða- verksmiðjur Norðurlanda. Þessi sænska jeppa-gerð er mjög frábrugðin þeirri engil- saxnesku, enda er bifreið jiessi beinlínis smíðuð, með jað fyrir augum að nola liana í Sviþjóð. Jeppinn er 2100 kíló á jiyngd, yfirbyggingin úr stáli og rúmar sex menn i sæti. Hann er útbúinn nýtizku þægindum, eins og hitatæk'j- uln og útvarpi. Fjórhjóladrif er á bílnum og fjór-skipting' fram. Hjólöxlarnir eru af al_ veg nýrri gerð, sem ekki hef- ir verið notuð á aðra bíla. Eru þeir stinnir og ekki eft- irgefanlegir, en þrátt fyrir það eru þeir fullt eins góðir og sveifjuöxlarnir, svoköll- uðu. Á stríðsárunum framleiddu Vo 1 vo bifreiðaverksm iðj u rn- ar ákaflega mikið af hernað- arbifreiðum. Meðal þessara hernaðarbifréiða eru t. d. hinir gríðarstóru 14-tonna bílar, sem kallaðir hafa ver- ið „ortistuskip á landi“. Þetta „orustuskip" er sérstaklega útbúið til þess að draga hin- ar nýju, miklu loftvarnabvss- ur, sem liafa hlaupop 10,5 cm. i þvermál. Byssa þessi, ásamt öllu sem henni tilheyr- ir, skotbyrgðum og mann- afla, er um 25 tonn á þyngd. Risa-bíllinn liefir aðeins sex lijól og' er útbúinn sérstökum hemlum og hjólvindum sem notaðar eru til l>ess að koma bílnum áfram þar sem mjög erfitt er yfirferðar, vegna forarleðju eða annars sliks farartálma. \'olvo bifreiðaverksm iðj - urnar hafa smíðað margar aðrar nýjar bifreiðategundir, en j:ær tvær, sem hér að framan hefir verið niinnst á, og enn fremur dráttartæki, sem notuð eru til að draga smærri fallbyssur og annan þungaflutning. Undir venjulegum kringum- stæðum mundi stúlkan á myndinni ekki geta tekið þéssa olíutunnu svo léttilega upp. En amerískir verkfræð- ingar eru farnir að nota alu- mmiumtunnur, til þess að flugvélar — t. d. þær, sem fljúga milli Ivína og Indlands og þar um slóðir — geti flutt fleiri í einu. þessar tunnur vega aðeins 21 pund, móts við 80 punda stáltunnur. — Ódýr flugvél. Flugvél, sem er smíðuð með það fyrir augum að hún verði mjög ódýr í rekstri og hentug til farþegaflutnings á stuttum flugleiðum, hefir verið tekin í notkun í Banda- ríkjunum eftir stríð. Eru jiað Locldieed flug- vélaverksmiðjurnar, sem munu annast smiði á þessum flugvélum. Þessi nýja flugvél hefir blotið nafnið „Saturnus 75“. Hún hefir töluvert vængja- haf og er öll smíðuð úr málmi. Getur iiún borið 14 farjiega ásaml tveggja manna áhöfn og farangri. Hún er búin tveim 525 hestafla hrevflum, meðalbraðinn er um 320 km. á klukkustund, og liún gelur flogið án við- komii 2600 km. með átta far- þega áhöfn. Þessir kostir 'gera flug- vélina mjög hentuga þar sem ekki er mikið að gera, segja framleiðendur. Búizt 4 nfjar Austin Mlreiðar. Austin bifreiðaverksmiðj. urnar í Englandi hafa til- kynnt að þær muni framleiða fjórar gerðir af bifreiðum á næstunni. Gerðir þessar munu liafa átta, tíu, tólf eða sextán best- afla vélar. Ekki hefir félagið lálið neitt o.pinskátt um verð þessara bifreiða, því stjórnin liefir ekki ákveðið neina bif- reiðaskatta ennþá, sem koma til greina eftir stríðið. Bifreiðin, sem liefir tólf hestafla vélina, mun verða mjög eftirsótt sem fjöl- skyldubifreið. Eru í lienni sæti fyrir fimm manns, auk rúms fyrir farangur. Allar gerðirna'r hafa 4 dyr, en minni gerðirnár hafa aðeins fjögra „cylindra“ vélar. Sextán heslafla bifreiðarn- ar verða heldur fullkomnari en liinar. í jieim verða út- varpstæki, loftræsting og sjálfvirkur „tjakkur“. Þá liafa allar gerðirnar verið endurbæltar að ýmsu leyti. Til dæmis hefir > stýris- útbúnaður verið endurbættur mikið, og ýmislegt, er skap- ar meira öryggi. Stærsta kolaeimreið í heimi. f verksmiðju einni í Banda- ríkjunum er nýlega lokið smíði stærstu eimreiðar, sem rekin er með kolum. Eimreiðin er liin fyrsta af lultugu og fimm, sem járn- brautarfélag eitt lætur smíða. Hún’er meira en 6000 liest- öfl og er ætluð til liraðferða,1 bæði með farþega og varning. Þrýstingur í drifi er 290 pund. Eimfeiðin getur tekið 42 smál. af kolum og 80 smál. af vatni. Á árinu var fundið ráð til að stöðva hættu á tauga- veiki í Evrópu og Malaríu i löndum við Kyrrahaf. DDT lúsameðalið, sem herinn ræður yfir, stöðvaði taugaveiksfaraldur í Neapel og gerði eyju i Kyrrahafinu örugga gegn farsóttum, þ. á. m. malaríu. Er eyjan 2590 hektarar að stærð, og var DDT dreift yfir hana úr flugvélum. er við miklum markaði fvrir jiessa flugvél í Evrópu, og annars staðar þar sem slíkra flugvéla er þörf. Framleiðsla á þessum flugvélum mun liefjast eins fljótt og mögu- legt er. — WýjaAta (fetí £tu4ehaker — Hér birtist mynd af fyrsta Stude-baker-bílnum af 1947 gerð, sem nú er fullsmíðaður. Studebaker verksmiðjurnar eru um það bil að hefja framleiðslu þessara bíla. Ódýrar plastic regnslár á börn VERZL.I 538$ E.s. „Lublin" fer frá Reykjavík um 17. ágúst til HULL og hleður þar síðast í ágúst. E.s. „Reykjafoss" fermir í ANTWERPEN um næstu mánaðarmót. E.s. „Lagarfoss" fer héðan um miðja næstu viku til Kaupmannahafnar með viðkomu í Leith. Skipið fermir í Kaupmannahöfn og Gautaborg um næstu mán- aðarmót. H.f. Eimskipafélag Islands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.