Vísir - 08.10.1947, Blaðsíða 8

Vísir - 08.10.1947, Blaðsíða 8
Næturvörður: Laugavegg Apótek. ■— Sími 1618. Næturlæknir: Sími 5030, — wn Lesendur ero beðnir að athuga að smáauglýs- i n g a r eru á 6. síðu. — Miðvikudaginn 8. október 1947 Innbrotsþjófar dæmdir. Sakadómari hefir mjlega kveðið upp dóm yfir inn- brotsþjófum. þeim sem brut- ust í haust inn í Dósaverk- smiðjuna og gerðu tilraun til þess að opna peningaskáp með logsuðutækjum. Innbrot þetta var framið aðfaranótt 9. sej)t. síðastl. í Dósaverksmiðjuna, og var gerð tilraun til þess að opna peningaskáp með Iogsuðu- tækjum, en sú tilraun mis- lieppnaðist. Litlu var stolið. Rétt á eftir hafði lögregl- an hendur í hári tveggja manna, er játuðu á sig inn- brotið. Annar þessara manna var færeyskur, en hinn ís- lendingur. Dómur féll í máji þessara manna 30. sept. síðastl. Var Islendingurinn, Sigurður Kristinn Helgi Jóliannesson, til lieimilis i hragga nr. 58 i Þóroddsstaðaliverfi dæmdur i 7 mánaða fangelsi, en Fær- eyingurinn Johan Martin .To- hannesson, einnig til heim- ilis í Þóroddsstaðahverfi, dæmdur i 6 mánaða fangelsi. Þeir voru báðir sviftir kosn- ingárétti og kjörgengi og dæmdir til greiðslu skaða- hóta fyrir spjöll í Dósaverk- smiðjunni. — Frá S.Þ. Framh. af 1. síðu. sk'pt, en það mun mæta and- úð annara þjóða, sem sjá fram á það, að þá muni liefjast þar sami leikurinn og nú fer fram á Indlandi. Seg- ir einn stjórnmálafrttaritar- anna, sem fylgist með þing- inu, að þarna fari Rússar að eins og Hitler forðum, þegar hann fór eftir orðtakinu: „Deildu og drottnuðu.“ Þeir geri nefnilega ráð fyrir því, að auðvelt verði að koma við áróðri, ef landinu verð- ur skipt og allt fer í hál milli hluta þess. Vefnaðarvöru- kaupmenn óá- nægðir. Nýlega var haldinn fund- ur í félagi vefnaðarvöru- kaupmanna og var þar rætt um skömmtunina. Tillögur varðandi skömmt- una voru samþykktar á fund- inum. Efni þeirra er á þá leið, að vefnað’arvörukaup- menn telja fyrirkomulag skömmtunarinnar mjög ó- heppilegt og benda í því sambandi á, að það sé næsta 1 hlálegt, að láta sömu skömmtunarreiti gilda fyrir J vefnaðarvörum og búsáhöld- um. Enn fremur telja þeir ó- heppilegt, að stofnauki nr. 13 skuli gilda sem innkaupa- heimild fyrir alklæðnaði karla eða kvenna eða barna, en verðgildi þess er mjög mismunandi. Launþegatí VJL ramlenaia sanusingum, i Launþegadeildir Verzlun-1 mannafélags Reykjavíkur hafa framlengt samningum við atvinnurekendur innan félagsjns ,úm einri mánuð. j Uppsagnarfrestur sainn-1 ingsins var útrunninn 1. okt. s. 1., en liefir nú verið frarn- lengdur þar til 1. nóvember n. k., eins og þegar er sagt. Framh. af 1. síðu. manndráp og líkanismeið- ingar. Þann 29. sept. s.l. kvað sakadómari upp dóm í þessu máli og með þeim úrslitum, að fl.ugmaðurinn Jóhannes Markússon var sýknaður af ákærunni, þar sem talið var ósannað af liverju slysið hefði stafað, og þar á meðal að; ósannað væri að slysið hefði stafað af óætni hans. iMyfundisr „Öldunnar." Aðalfundur Skipstjóra- og stýrimannaf élagsins „Ald- an“ var haldinn laugardag- inn 4. okt. síðastl. Á fundinum var stjórn fé- lagsins endurkjörin, að þvi undantelcnu að Guðmundur Sveinsson, sem verið hefir gjaldkeri þess í 12 ár, haðst undan endurkjöri. Núver- andi stjórn félagsins er skip- uð þessuin mönnum: Guð- hjartur Ólafsson, formaður, Kjartari Árnason, gjaldkeri og Jónas Sigurðsson ritari. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa voru eftirtalin mál tekin fyrir á fundinum og rædd. Friðun Faxaflóa, rétt- ur íslendinga til Grænlands og mistök, sem félagið telur liafa orðið á rekstri Sildar- verksmiðja rikisins undan- farið ár, þó sérslaldega síð- astl. sumar. Gerðar voru ályktanir um þessi mál og munu tillögur um þau verða fluttar a næsta Farmanna- og fiski- mannasamhandsþingi, sem haldið yerður hér i Reykja- vík 10. þ. m. Kosnir voru fulltrúar frá félaginu til þess að sitjaj þingið og urðu þessir ménn fyrir valinu: Hálldór Ingi- marsson, Guðbjartur Ólafs-| son, Ingvar Einarsson, Brvn- jólfur Jónsson, Jónas Björns- son og Jón Sæmundsson. Tillögum til þingsályktunar rignir yfir Alþingi. Fjórum úfbýft a gær. í gær var fjórum tillögum til þingsályktunar útbýtt á Alþlngi og f jalla þær um hin fjarskyldustu efni. Tvær þessarra tillagna eru frá Jónasi Jónssyni og fjallar önnur um ráðstafanir gegn dýrtíðinni, en hin urn skipu- lagða markaðsleit fyrir lirað- frystan fislc í Ameriku. J. J. har fram sömu till. á síðasta þingi. I tillögu frá Katrínu Thoroddsen er skorað á stjórnina að fella úr gildi hinar nýju skömmtunarregl- ur, en Einar Olgeirsson vant- ar úpplýsingar um rannsókn- ir, sem fram eiga að liafa farið við Þjórsá í surnar. Markaðsleit. í tillögu J. J. um þelta seg- ir, að margir þingmenn hafi orðið fyrir vonhriðum af því, ALÞINGI Víðtækar breytingar ger á brezku stjórninni. Allvíðtækar breytingar hafa verið gerðar á brezku stjórninni, en þó hefir ekki enn verið gefin út ítarleg til- kynning um skipun hinnar nýju stjórnar. Brezka útvarpið, sem greindi frá þessu í morgun, sagði, að víst væri um það, að Shinwell myndi nú. taka við embætti liermálaráð- Ixerra, en hann var áður elds- befur göúou. Nýtt tímarit er að hefja göngu sína ura þessar mund- ir og heitir Stefnir. Það er gefið út af Lands- sambandi islenzkra útvegs- nianna og prentað á Akra- nesh Efni fju’sta tölublaðs er þetta m. a.:. Upphafsorð eftir rilnefndina, Ástand og horf- ur, Félagatala L. I. U., Um markaðsmál eftir Jóhannes G. Helgason, Sanmingur milli L. I. Ú. og sjómannafélag- anna í Reykjavik og Hafnar- firði, Aðalfundur L. í. Ú. og fleira. Ákveðið hefir verið, að út- varpsumræður fari fram á Alþingi næstkomandi mánu- dagskveld. Umræðuefnið verður til- laga ti! þingsálylctunar frá Einari vlgeirssyni, sem skýrt liefir verið frá hér í blaðinu. Fjallar hún um þátttöku Is- lands i Parísarráðstefnunni, sem (rúbræður E. 01. liafa fengið skipun um að vera á móti. Mun Einari hafa verið skipað að bera till. fram, eins og félögum bans í Prag var bannað að fara til Parísar og verður vafalaust fróðlegt áð lievra mál hans. mem áslaad á Beykfa- ney tismálaráðherra. Ennfremur er það vitað, að J Arthur Henderson telcur við embætti flugmálaráðherra af Noel Balcer. Attlee forsætisráðherra geklc á konungsfund í gær og 'afhenti honum liinn pýja ráðherralista, en eins og fyrr greinir, er ekki frekar kunn- Jugt um skipan hans að öðru Ieyti. Framh. af. 4. síðu. með gerðum forráðamanna sinna og gera þeim ljósan vilja sinn í málefnum hæjar- ins. Reikningur Reykjavikur- kaupstaðar er opinbert plagg, sem skrifstofa borgarstjóra lætur áf hendi ókcypis, svo að kjósendur geti kynnt sér hag bæjarfélagsins. Næstu daga verður vikið að nokkrum einstökum lið- um í rekstri bæjarins. Hótel Winston á Regkja- víkurflugvellinum hefir ver- ið lokað, og ætlunin er að leigja það út. Nær virðist hafa verið að reyna að leigja það svo fljótt, að það gæti starfað óslitið, því að lokun þess hefir vald- ið vandræðum. Þ. 2. þ. m. kom t. d. sænsk flugvél hing- að, meðan unnið var að af- greiðslú annarar flugvélar. Veðúr var vont og gátu far- þegar ekki hafzt við annars staðar en i bílskúr slöklcvi- stöðvar vallarins. Slikt er vitanlega fyrir neðan allar hellur og til háborinnar skammar. að ekki tókst að selja fiskinn allan til Rússlands fyrir hið liáa verð, sem síðasta þing ábyrgðist sjómönnum. Nú sé hinsvegar svo komið, að Is- lendingar verði að fá flestar nauðsynjar sínar vestan um haf, en slík viðskipti sé að stöðvast af dollaraskorti. Verði þvi að ganga áð þvi liiklaust að skapa okkur marlcaði vestan hafs. Dýrtíðin. Till. er um að stjórnin safni með aðstoð sendisveita okkar erlendis gögnum í Englandi og Norðurlöndum um kaup og kjör verkamanna o. fl. í þeim löndum, verðlagi innan- lands og svo framvegis, sem finna megi með meðaltali á kaupgjaldi og launum í land- inu, svo og meðalverð á framleiðsluvörum okúar. Skömmtunin. I tillögu K. T. er þess kraf- izt, að núgildandi slcömmtun- arreglur verði úr gildi felldar og nýjar settar í staðinn, sem sé réttlátari, svo að tekið sé fullt tillit til þarfa þeirra, sem varningsins þurfa að neyta. Þá vill hún og að skömmtunarkerfið sé sem hagkvæmast í framkvæmd og þeir, sem sé sérstaklega þurfandi, njóti aukaskammta eftir þörfum. Þjórsá. Einar Olgeirsson krefst þess, að ríkisstjórnin gefi skýrslu um mælingar og rannsólcnir, sem hann telur, að kunni að hafa verið gerð- ar við Þjórsá í sumar og hvað þær hafi leitt í ljós. Þá vill hann og fá að vita, livort nokkur sanmingur hafi ver- ið gerður við félag það, sem rannsóknirnar framkvæmdi, en E. O. segir, að það muni vera brezki aluminiumhring- urinn, sem þar á hlut að máli. »................ Afhendir em- bætfisskilríki. Hinn nýi sendherra Breta, sem við tekur af Sir Gerald Shepherd, afhenti forseta embættisskilríki sín í gær. Nýi sendiherrann heitir Charles William Baxter. Af- lienti hann skilríki sín að við- stöddum utanríkisráðherra og ýmsum gestum, en að þeirri atliöfn lokinni snæddi sendiherrann, kona hans og dóttir, liádegisverð með for- setahjónunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.