Vísir - 19.05.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 19.05.1952, Blaðsíða 1
42. árg. Mánudaginn 19. maí 1952 111. tbl. Elísabet fær sér skemmti- snekkju. - Einkaskeyti frá A.P. — London í gær. Konimgsfjölskyldan brezka hefir nú pantað fyrstu skemmtisnekkjuna sína í 53 ár, en hún verður ekki full- gerð fyrr en árið 1954. Smíði slíks skips var fyrirhuguð fyrir stríð, en féll niður af eðlilegum ástæðum á stríðs- árunum. Verður snekkjan smiðuð hjá skipasmíðastöð þeirri, er smíðaði „Drottn- ingarnar“, hafskipin miklu. Hún verður um 4000 lestir, 380 fet á lengd og 55 á breidd, hraðinn 21 míla á klst. Hún mun kosta um milljón punda, og verður breytt í spítalaskip, ef stríð brýzt út. met ús' atnerískw fluff* i. Slóð efftif fflugmennina sásl h|á þvi. Laust fyrir hádegi bárast þær fregnir frá leitar- flokkum þeim, sem eru á Eyjafjaliajökli, að fundist hefði lítilsháttar brak úr fiugvéiiimi og hjá hví hefðu sézt fótspor, sem ætlunin var að fylgja. Það var ieitar- flokkurinn undir stjórn Árna Stefánssonar, sem parna var á ferð, og tiikynnti þetta til fiugvélar, sem var á fiugi yfir jöklinum og sendi tiíkynningu þegar áfram hingað. Stolið rúmlega 70 þús kr, úr læstum peningaskáp. Sögulegir bílaþjófnaðir í nótt. Um helgina voru framin mörg innbrot og þjófnaðir hér í bænum. Á einum staðnum var stolið yfir 70 þús. kr. í pening- um, annarsstaðar miklu af skartgripum og loks var stolið 3 bifreiðum. I fyrrinótt var brotizt inn í verzlunina Fálkann á Lauga- vegi með því að brotin hafði verið rúða í hurð á bakhlið hússins, en hendi síðan smeygt inn um rúðuna og smekklásinn opnaður. Úr verzluninni var innan- gengt upp á loft, en þar eru skrifstofur fyrirtækisins.Skrif- stofuhurð hafði verið sprengd upp og síðan sprengdar upp hirzlur þar inni og rótað til í þeim. Ennfremur hafði verið farið í peningaskáp með því að meitlað hafði verið gat á fram- hlið hans og hann síðan opn- aður. í skápnum voru samtals 72 þús. kr.; af þeim átti fyrir- JFwndur Sjálf* siceðisfélag- aunu. Sjálfstæðisfélögin haida fund í Sjálfstæðishúsinu í kvöid og ræðir Olafur Thors formaður Sjálfstæð- isflokksins um forsetakosn- ingar. Skorað er á Sjálf- stæðismenn að f jölmenna á fundinn, sem hefst klukkan 20,30. tækið 30 þús. kr., en gjaldkeri þess átti sjálfur 42 þús. kr. Voru peningar þessir allir í reiðu fé. Reynt hafði verið að sprengja upp aðra hurð á ganginum á sömu hæð, en hætt við það aft- ur. Húsvörðurinn í húsinu kvaðst hafa heyrt eitthvert dump um tvöleytið um nóttina, og leit þá út um glugga, en sá ekkert at- hugavert. Um helgina var farið inn í trésmíðaverkstæði, sem er til húsa í Skipholti 7. Þaðan var ekki saknað neins nema eins vinnuslopps, sem er brúnn að lit. Á laugardagskvöldið var brotizt inn í kjallaraherbergi á Hverfisgötu 114 og stolið það- an 670 krónum úr læstum skáp í herþerginu. Lögreglan hefir handtekið tvo menn er hún grunaði um að vera valdir að þjófnaðinum og hefir annar þeirra þegar játað á sig þjófnaðinn. Brotizt var í nótt inn í skraut- gripaverzlun Georgs E.Hannah á Barónsstíg með því að kastað var steini í sýningarglugga verzlunarinnar og hann brot- inn. Að því búnu'lét þjófurinn greipar sópa í glugganum og tók 2 karlmannsarmbandsúr, 4 kvenarmbandsúr, armband, hálsfesti, tvenna eyrnalokka og Silfurskál. En maður nokkur sá til mannsins, sá þegar hann braut rúðuna og stakk á sig hlutun- um úr verzluninni. Og það sem betra er, hann þekkti þjófinn og gerði lögreglunni aðvart. Litlu síðar fann lögreglan þjófin með þýfið niðri í bæ og handtók hann. Maður þessi heitir Baldur Gissurarson til heimilis að Snorrabraut 40. Þá var þremur bifreiðum stolið hér í bænum í nótt. Var lögreglunni tilkynnt um hálf fjögur leytið í nótt, að bif- Framh. a 4. síðu. Talið sennilegt að mennimir geti verið á lífi uppi á jöklinum. Ekki er talið útilokað að áhöfn amerísku björgunarflugvél- arinnar kunni að vera á lífi, einhversstaðar á Eyjafjallajökli. í gær fann leitarflokkur er fór upp jökulinn að norðvestan loftnetsbút áfastan flugdreka, en slíkur útbúnaður er notaður við sendiiigu neyðarskeyta. lÍQsningafftondir á BfaBiu. Kosningar standa fyrir dyr- um á Italíu næstkomandi sunnu dag. Voru kosningafundir víða haldnir í gær og m. a. var 75.000 manna útifundur haldinn í Rómaborg. Lögreglan dreifði 3000 manna liði nýfasista. Reyndu þeir að ganga fylktu liði um göturnar. Prin v í’sbbsbs 23 sSníkit' bbí 32. Prins tefldi fjölskák í Hafn- arfirði í gær, vann 19 skákir, gerði 8 jafntefli, en tapaði 5. Báðar einvígisskákimar við Guðjón fóru í bið. Þar hefir Guðjón vinningsmöguleika í fyrri skákinni, en jafnteflis- möguleika í þeirri síðari. Talið er víst að útbúnaður þesi geti einungis verið úr týndu vélinni, og gera menn sér nú vonir um, að ef til vill kunni mennirnir fimm að vera á lífi. í dag munu margir leitarf lokkar leita auk flugvéla, sem fljúga munu yfir jökulinn, ef veðúr leyfir. Eins og skýrt hefir verið frá áður í blaðinu hefir ekkert til amerísku flugvélarinnar spurzt síðan kl. 14,35 á föstudag, er hún var send til aðstoðar ame- rískri flotaflugvél, sem var með bilaðan hreyfil. Vart varð við flugvélina í Múlakoti og Merkurbæjum og samkvæmt því virtist hún stefna í línu á Goðastein, sem er hátindur Eyjafjallajökuls. Er flugvélin svaraði ekki kall merki frá Keflavíkurflugvelli, var strax send önnur björgun- arflugvél frá Keflavík, en hún varð að snúa við aftur vegna slæmra veðurskilyrða. Flugumferðarstjórnin leitaði allra upplýsinga um ferðir flug- vélarinnar, sem saknað var. Jafnframt var flugbjörgunar- sveitinni tilkynnt hvernig kom- ið var. Brá hún þegar við og sendi nokkrar bifreiðar með hjálparsveitina austur. Tveir leitarflokkar höfðu bækistöð að Stóru-Mörk, en einn á Þorvalds eyri. Lögðu þeir strax á jökul- inn er austur kom. í birtingu á laugardag var jökullinn hulinn í dimmviðri, enda slydda og hríð og veðurofsi svo mikill að varla var stætt og varð því að hverfa frá leitinni í svip. Ráðist til uppgöngu á ný. Um fimmleytið á laugardag lögðu leitarflokkarnir, sem höfðu bækistöð í Stóru-Mörk upp að nýju, með tjöld og við- leguútbúnað og gerðu ráð fyrir að dvelja á jöklinum þar til er birti. Hafði Landssíminn lagt leitarflokkunum til talstöðvar fyrir bifreiðar og gönguflokka, énda kennt sveitinni meðferð þeirra. Voru leitarflokkarnir stöðugt í sambandi við bifreiðar sveitarinnar, sem aftur höfðu fjarskiptasamband við Gufu- nes og Hornafjörð. Þessir leitar- flokkar komu aftur til byggða í gærmorgun og hafði annar flokkurinn orðið að skilja tjöld sín eftir á jöklinum vegna ó- veðurs. Meðan þessu fór fram var frekari undirbúningur hafður með höndum á Keflavíkurílug- velli, og var þaðan sendur belta bíll í gær, en áhöfn hans eru tveir menn frá herliðinu og tíu manna leitarflokkur frá flug- björgunarsveitinni. Var lagt af stað á bifreiðum frá Stóru Mörk en erfitt reyndist að koma henni upp fyrsta hjallann og var þá leitað fyrir sér í Syðstu- Mörk og gekk þá allt greiðlegar og var bifreiðin komin upp á jökulröndina seinni hluta dags í gær og var þá ætlunin að halda rakleitt upp á hájökulinn. Björgunarflugvélar hafa komið frá Nýfundnalandi og Evrópti til Keflavíkurflugvall- ar og voru þær flugvélar að minnsta kosti tilbúnar að hefja leitarflug. Hafði birt lítið eitt á jöklinum, en lágjökullinn var hulinn þoku. Þrjár smáflugvél- ar björgunarsveitarinnar flugu austur, en gátu ekki aðhafzt sökum óveðurs. Póstferðir hregtast. Nokkrar breytingar hafa orð- ið á póstferðum í bili sökum skömmtunar á flugvélabenzíni. Fyrst um sinn fer Gullfaxi til Bretlandseyja og Kaupmanna- hafnar á mánudögum og kem- ur aftur á þriðjudögum. í þess- ari viku er aukaferð, því að Gullfaxi sækir danska leikflokk inn á miðvikudaginn. Norður- landapóstur kemur með amer- ískri flugvél á laugardögum og Ameríkupóstur kemur á fimmtudögum milli 11 og 12. Gullfoss fer til Leith og Kaup mannahafnar þann 24. maí og Drottningin 27. Eldfter í oliu- geymfum í Texas Mikill eldur geysaði í lok fyrri viku í borginni Corpus Christi í Texas. Kviknaði í olíugeymum og leit um tíma út fyrir, að eldur mýndi granda aliri borginni. — Fyrir afburða dugnað slökkvi- og hjálparliðs tókst að hindra útbreiðslu eldsins. Tjónið er á- eetlað yfir 1 millj. dollara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.