Morgunblaðið - 29.07.1916, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.1916, Blaðsíða 1
^rtstjórnarsími nr. 500 flORGDNBLADIB 3. Argangr 264. tölrablað Ritstjóri: Vilhjálmnr Hnscn, ísafoldarprentsmiöja Afgreiðslnsimi nr. 500 8101 Reyk]'avíkur . |bio Biograph-Theater Talsími 475. program i fivoté! Nýlegur lystivagn, ^°rMólaður, með góðum aktýgjum, ^st nu til kaups með tækifærisverði. Ritstj. visar á. J®ö tækifærisverði ^st nú til kaups landsspilda ca. 15 aSsUttur að stærð, öll umgirt. Ritstj. vísar á. ^Qauvais Leverpostej er bezt. 1f. u. m. Knattspyrnufél. Valur. Æf- ing í kvöld kl. 8 ^__Mætið stundvislegal símfregnir. fréttaritara ísaf. og Morgunbl.) Kaupmannahöfn 27. júlí. l^Gtar ha^a Poz- s«ar hata tekið Erzin- ið A® Portugal er kom- 1 vesturvígstöðvanna. Simfregnir. Vestmanneyjum í gær. Píkkk Var ' 8ær haldið uppboð á Sls6rra !Uln Brillouins. Var hið 8ú j1jJVerksmiðjan) selt á 9550 kr., . . hið ........................... ^itu , ®lnna á 3500 krónur. A sköttu Vilir nhmikið af ógoldnum Í5nh 0 ’ Svo að kaupverðið er í veru talsvert hærra. Baðhúsið. Það er ekki nema örstutt síðan Baðhúsi Reykjavíkur var lokað um vikutíma til þess að gert væri þar við ýms tæki og það málað alt að innan — og er það ekki nema gott og blessað. En það er að koma æ greinilegar í Ijós, að Baðhúsið full- nægir ekki kröfunurn, sem nú eru gerðar til þess. Það er orðið alt of lítið, aðsóknin á vissum tímum dags- ins er svo mikil, að fólk, sem ein- hverra hluta vegna hefir ekki tíma til þess að bíða, verður að hverfa á burt, án þess að hafa fengið bað. Klefarnir eru nær ætíð í notkun, að minsta kosti bæði kvölds og morg- an. Er þetta annars gleðilegur vottur þess, að hreinlæti er að batna — menn þvo sér oftar um skrokkinn en áður mun hafa tíðkast. Það er eftirtektarvert, að fyrir að eins nokkr- um árum gat baðhús ekki þrifist í höfuðstaðnum, og félag það, sem átti Baðhúsið áður bærinn keypti það, mun hafa fremur barist í bökkum, en grætt fé á böðunum. Fólk er að vakna til meðvitundar um það, að það er engu síður nauðsynlegt að þvo skrokkinn en t. d. hendur og andlit. Hvorttveggja er jafnnauð- synlegt fyrir heilsuna. Það gefur að skilja, að með auk- inni aðsókn að Baðhúsinu verður rúmið of lítið. Það verður að út- vega fleiri baðker og fleiri steypi- baðsklefa verður að gera. En spurn- ingin verður þá, hvort sé hyggilegra og hentugra, að stækka gamla húsið við Kirkjustræti eða byggja nýtt bað- hús á einhverjum hentugum stað í bænum. Það mál þarf grandgæfilega að rannsakast áður ákvörðun er tekin. Er vonandi, að bæjarstjórnin ráði máli þessu ekki til lykta án þess að athuga það vel. í fljótu bragði virð- ist ómaksminna að stækka gamla húsið og bæta þar við nokkrum klef- um. En það er mjög vafasamt, hvort sú leið er hin hentugasta. Það er kunnugt, að Baðhúsið okkar fullnægir ekki heldur þeim kröfum hvað þæg- indi snertir, sem erlendis eru gerðar til opinberra baðstofnana. Menn nota það hér af því annars er ekki kostur, ef menn á annað borð vilja fá sér bað. En vér efumst ekki um, að ef bygt yrði nýtízku baðhús og eitthvað dálitið meira tekið fyrir hvert bað, en tíðkast hefir hingað til, þá mundu menn fegnir lúta þeirri verðhækkun. Með öðrum orðum: Það er mikið spursmál, hvort ekki yrði hentugra á sínum tima að reisa nýtt nýtizku baðhús með öllum þæg- indum nútímans, selja þar »betri« og dálítið »dýrari« böð, en láta gamla Baðhúsið halda sér eins og það er nú — með ódýrum almenn- um böðum. Vér hyggjum, að þetta sé hin rétta leið til þess að full- nægja öllum kröfum. Víst er það, að eitthvað verður að gerast i þessu máli bráðlega, því að Baðhús Reykjavíkur er orðið alt of lítið. Húsbændur og hjú. Það var símað til mín í gær til að spyrja mig eftir stúlku, er verið hafði vinnukona hér á heimilinu, og eg sagði vitanlega satt um kosti hennar og bresti, en vel má vera, að það »lagist« svo í meðferðinni síðar, að aðrir hvorir gleymist alveg, og mér verði svo eignuð einhliða — og því röng — lýsing hennar. Til min kom hún fyrir það, að mér voru eingöngu sagðir kostirnir; vís- vitandi þagað um aðalbrestinn, »svo hún kæmist að heiman í góða vist«, að sagt var á eftir til afsökunar. Út af þessu og ýmsri annari reynslu minni með vinnufólk, fór eg að hugsa um, hvað það væri æskilegt, að húsmæður og verkakonur sæu um í sameiningu útgáfu prentaðra eyðublaða fyrir vottorð um vinnu- konur og vetrarstúlkur; — vinnu- menn mættu vera með, ef þeir væru ekki víðast hvar úr sögunni að mestu leyti. Á þessum eyðublöðum þyrftu að vera prentaðar spurningar, sem hús- ráðendur svöruðu, og stúlkurnar fengju svo blöðin með sér, þegar þær hafa vistaskifti. Mætti þar t. d. spyrja um: Kann hún vel til eldhúsverka? Er hún barngóð ? Er hún geðgóð ? Er hún þrifin? o. s. frv. Kæmist slík venja á, væri það meir en lítið hagræði fyrir allar hús- mæður. Þær þyrftu þá ekki »að kaupa köttinn í sekknum«, eins og oft gerist nú, þegar þær eru að ráða til sín vinnukonur eftir einhverjum munnlegum meðmælum eða engum. Allur þorri húsbænda mundi gæta sannleikans, þegar svara bæri skrif- legum ákveðnum spurningum; og þá síður hægt, sem nú er altítt, »að panta sér meðmælu, munnleg eða skrifleg, þar sem fullmikið er gert úr kostunum, en vendilega þagað um ókostina. Naumast trúi eg þvi að óreyndu, að þorri verkakvenna mundi taka þessu illa. — Öllum duglegum og vönduðum stúlkum mætti væra kært að eiga heimtingu á slikri umsögn húsbænda sinna, enda gætu margar slíkar góðar umsagnir verið þeim meir en litils virði til að geta valið um heimili og fengið hátt kaup, — Sömuleiðis mundi þetta verða mikil kvöt augnaþjónum, sóðnm og skap- NÝJA BÍÓ Fátækir og rikir Sjónleikur í þrem þáttum leik- inn af ágætum norskum og dönskum leikendum, svo sem: S. Fjeldstrup, Philip Bech, Gerda Ring o. fi. vörgum til að bæta ráð sitt, þvi að annars fengju þær hvergi inni sem matvinnungar hvað þá meira. Verkakvennafélagið mun að sjálf- sögðu vilja stuðla að háu kaupi verkakvenna, enda er ekkert um það að segja, ef sanngirni er gætt. En vel færi á, að það stuðlaði jafnframt að því að lyfta og göfga stétt sína og vildi styðja hvert það málefni, sem orðið gæti góðum verkakonum til maklegrar styrktar og sóma en hinnm til hvatningar — eða refsingar, ef þær sjá ekki að sér. Þegar eg kom hingað til bæjarins fyrir 2S árum, heyrði eg hálfmentaða gárunga nota orðin vinnukona og griðkona (»griðka«), sem hnjóðsyrði, eins og þær væru einhverjar '»lægri verurc, eða lauslátir veslingar, sem að ósekju mætti véla til »skamm- degisástac. Eg veit ekki hvort talið er svipað enn í gárungahópum þessi bæjar, en sé svo, þá mega slikir náungar blygðast sín, og ættu skilið, ef þeir verða einhvertima húsráðendur, að fá lökustu vinnukonurnar, eða öllu heldur væru uin hríð í sporum vinnukvenna hjá slæmum húsbænd- um. Eg hefi reynt hvilíkur feiknamunur er fyrir húsráðendur og börn á góðum og vondum vinnukonum, man og frá æskuárunum svipaðan mun á vinnumönnum, — og því vil eg að á kæmust þessar prentuðu umsagnir um vinnufólkið. — En að likindum geta sumar vinnukonur borið um svipaðau mun á húsmæðr- unum, og því þótti mér ekkert und- arlegt, er verkakvennafundur í Ala- borg 1914 fór fram á, að vinnukonnr gæfu húsmæðrum sínum skriflegan vitnisburð, _ svo að stúlkur gætu fremur varað sig á lökustu húsmæðr- unum. íslenzkar verkakonur mega gjarnan min vegna taka upp þann sið, en I svipinn finst mér hitt ætti að koma á undan: ákveðnar, skrif- legar umsagnir á prentuðum eyðu- blöðum um öll vinnuhjú, þvi að þau eru sum heimilisblessun. og önnur heimilisktoss. 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.