Morgunblaðið - 09.01.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ júlí 1916 þegar hún var hernum- in og flutt til Englands, sanngjarn- ar skaðabætur íyrir vinnutjón og annan kostnað, er af hernáminu leiddi. — í nefndarálitinu um þetta mál áætlar nefndin að skaðabæturnar muni ekki fara fram úr 20 þús. kr. því að 85 farþegar af 104 séu þegar búnir að gera skaðabóta- kröfu fyrir rúmum 16 þús. kr. Kaup á vöruflutningaskipl. Samgöngumálanefnd leggur til að landsstjórninni veitist heimild að kaupa 1500—2000 lesta kaup- far til vöruflutninga milli íslands og útlanda og taka lán í því skyni eftir því sem þörf krefur. í ástæðum fyrir þessari tillögu getur nefndin þess að þessi ráð- stöfun sá einkum gerð með Amer- íkuferðir fyrir augum. Vélbátur Skaftfellinga. Gísli Sveinsson leggur til að heimila veitingu 5000 kr. styrks til vélbáts Skaftfellinga í viðbót við þær 5000 kr. er hann hefir á núgildandi fjárlögum. Deildartundir í gær. í Efri deild var afgreidd tilN. d. við 3. umræðu heimildin til að auka seðlaútgáfu íslandsbanka. í Neðri deild var afgr. tii E. d. frumv. um kaup á strandferða- skipi og útgerð þess á kostnað landssjóðs. — Þingsályktunartill. um einkasölu landssjóðs á stein- olíu var afgr. til E. d. Um þingsályktunartill. viðvíkj- andi afskiftum bankastjóra af póli- tík urðu allmiklar umræður er enduðu með að flutningsmenn tóku tillöguna aftur. Stephan G Stephansson boflið heim. Ungmennafélögin í Reykjavík, Hið islenzka stúdentafélag, Stú- dentafélag háskólans, Lestrarfé- lag kvenna Reykjavíkur, Menta- skólafélagið Framtíðin, Verzlunar- mannafélagið Merkúr og Sam- bandsstjóm U. M. F. í. hafa tek- ið höndum saman til að gangast fyrir því að bjóða skáldinu Step- hani G. Stephansson hingað í kynnisför á komanda vori, og safna því fé, er til þess þarf. Heflr tíu manna nefnd, valin af fulltrúum þessara félaga, sent út fjársöfnunarlista til alþýðu manna með þessum formála: Stephan G. Stephansson er eitt af frumlegustu skáldum þjóðar vorrar, víðsýnn, djúphygginn og orðspakur. Sum kvæði hans eru snildarverk. Hann fór tvítugur til Vesturheims 1873, og hefir dvalið þar síðan. Hann er al- þýðumaður og hefir jafnan unnið Smurningsolían cylinder og lager, sem vér seljum, er viðurkend að vera sú bezta og jafnframt ódýrasta eftir gæðum, sem til landsins flyzt. — — Mótorbátaeigendur ættu sjálfs sín vegna að reyna oliuna. — — Reynslan er bezt. ASGL G. ÖUNNLAUGSSON & Co. hörðum höndutn fyrir sér og sín- um. Þó heflr hann lagt þann skerf til bókmenta vorra, er seint mun fyrnast, því að hann hefir auðgað þær bæði að efni og formi. Þjóð vorri, landi og tungu ann hann heitt, sem kvæði hans bezt sýna. — Landar hans í Vestur- heimi hafa á ýmsan hátt vottað honum þökk sína, en íslenzka þjóðin hér heima hefir ekki enn sýnt honum neinn vott virðingar sinnar né þakklætis. Kvæðin hans falla henni í skaut, og mætti ætla, að henni væri kært að sýna á einhvern hátt þökk sína í verki. Um leið og Morgunblaðið flyt- ur þessa fregn, vill það láta í ljós ánægju sína yfir því, að menn skuli nú ætla að hefjast handa um það, að bjóða hingað heim »8jóla Klettafjalla*, óskmegi íslands vestan hafs. Vonum vér, að öll íslenzk alþýða sýni það nú í verkinu, hvers hún metur þennan mikla mann og mikla skáld, og leggi allir eitthvað af mörkum til þess að för hans hingað geti orðið honum sjálfum og íslandi til sem mestrar ánægju. Skorum vér á ykkur öll: Frænka eldfjalls og íshafs, sifjí árfoss og hvers, dóttir langholts og lyngmós, sonur landvers og skers að bregða nú við hið hvatasta og leggja ykkar skerf í heim- boðssjóðinn. Gjaldkeri heimboðs- nefndarinnar er Helgi Bergs, Þing- holtsstræti 27. Þeir sem það vilja, geta komið til Morgunblaðsins með fjárfram- lög sín. Tekur það þakksamlega á móti öllum gjöfum til heim- boðssjóðsins, hvort sem þær eru litlar eða stórar. að leggja fram aðalskerfinn til þess að koma slíku hæli á fót. Oll sveit- ar- og sýslufélög ættu líka að leggja fram sinn skerf og enn mætti safna fé með frjálsum samskotum. Maður að nafni J. H. Arnason, sem nú á heima á ísafirði, hefir um mörg ár borið þetta mál fyrir brjósti. Fyrir hálfu þriðja ári fór hann til Vesturheims tii þess að kynnast þar munaðarleysingjahælum og aflaði sér þar margskonar upplýsinga um þau og þekkingar á starísemi þeirra. Ferð- aðist hann víða og leitaði álits manna um það hvort þaðan mundi nokkurs styrks að vænta, ef reynt yrði að koma á fót barnahæli hér á landi. Urðu undirtektir góðar og byrjuðu þrjú félög þegar með þvi að leggja til hliðar nokkurt fé sem stofnunar- sjóð fyrir hæli þetta. Segir hann að vænta meigi styrks bæði frá Lönd- um og brezkum borgurum. Auðvitað er ekki rétt að gera mikið úr því, og bezt að við gæt- um komist af án annara bjálpar. En það ætti þó eigi að verða til þess að draga það á langinn, að gott mál- efni komist í framkvæmd, að við íslendingar séum svo stærilátir að við viljum eigi þiggja liðveizlu ann- ara, þegar hún er af góðum huga boðin. Hr. J. H. Arnason hefir ákveðið að gera það að lífsstarfi sínu, að berjast fyrir því, að slíkt barnahæli komist á fót hér á landi og er fús til þess að vinna að því án nokk- urs endurgjalds. Hefir hann í hyggju að ferðast um alt landið og flytja þetta mál fram fyrir þjóðina og leita samskota handa hælinu. Er slíkur áhugi virðingarverður og von- andi að hann verði svo sigursæll, að hælið verði reist innan fárra ára. Barnahæli. 1 öllum löndum hins mentaða heims eru stofnanir, sem veita fá- tækum og munaðarlausum börnnm uppfóstur. Hér á landi er ekkert slikt hæli til og væri þess þó sannar- lega þörf. Er hörmulegt til þess að vita, að börn skuli þurfa að hrekjast á sveit og lenda ef til vill á mis- jöfnum heimilum, þegar foreldrar þeirra falla frá. Er þetta svo þýð- ingarmikið uppeldismál, að eigi má láta það liggja lengur í láginni. Og auðvitað er það landsjóður, sem á Vatnsleysi. Það er nú orðið svo alvanalegt hér í bæ, að maður fái ekkert vatn, að flestir eru hættir að kippasér upp við það til muna. Menn hafa líka átt von á því að breyta mundi skjótt um til batnaðar þegar hinn nýi vatnsgeymir í Rauðar- árholti væri fullger. En vatns- leysisdögunum fjölgar stöðugt — dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð eru sum hús- in hér í bæ vatnslaus. En eigi fara þau þó á mis yið það að greiða vatnsskattinn. Er von að mönnum I Syndir annara ■ verða leiknar ilðnaðarm.húsinu miðv.d. io. jan. m kL 8- ■ I Tekiö d móti pOntunum i Bókverzl. J»a- íoldar nema þd daga ttm leikid er. Pd eru aðg.miðar teldir t Iðnó. — Pantana té vitjað fyrir kl. S þann dag tem leikið er sárni það, að þurfa að gjalda fé fyrir það vatn, sem þeir aldrei fá. Það er nú orðið alvanalegt að sjá vatnsburð á götum bæjarins, líkt og var hér i fyrri daga áður en vatnsleiðslan kom. Verða hús- freyjur nú oft að ganga hús úr húsi og beiðast vatns — eða öllu heldur leita vatns, því að sú píla- grímsganga getur stundum orðið ærið löng. Og þá er þetta eigi síður leíðinlegt fyrir þá, sem eru þó svo heppnir að hafa vatn, að til þeirra er stöðugur straumur vatnsbetlara. Getur vel verið að bráðum fari svo, að hér myndist sérstakar vatnsbúðir — að þeir sem hafa vatn, geri sér atvinnu að því að selja Gvendarbrunna- dropann hinum, sem ekki fá neitt af honum heim til sín. Og er það ekki nema eðlilegt að menn vilji hafa eitthvað fyrir átroðning sem þeir verða fyrir vegna vatnsins En hvað á þetta lengi að ganga? Hvenær er safnþróin í Rauðarár- holti fullger? Eða hefir þegar verið hleypt í hana, en vatnsmagn Gvendarbrunna avo lítið að það’ nægi eigi handa bænum? Borgari. Þegar Franz Jósef var grafinnn. Þegar lik Franz Jósefs var flutt til grafhvelfingarinnar í Kapuciner- kirkjunni, fór þar fram, samkvæmt gamalli þjóðarvenju, atvik það, er nú skal greina: Á undan kistunni voru borin blys og staðnæmdist líkfylgdin við kirkju- hliðið, sem var lokað. Yfirbryti keisarans gekk þá fram, knúði hurð- ina með staf sínum og bað um að opna hana. Presturinn, fem innan við hfcrð- ina var, spyr án þess að opna: — Hver er þar? — Hans hátign og allra náðug- asti keisari Franz Jósef. — Hann þekki eg ekki, svaraði presturinn. — Keisarinn í Austurríki og kon^ ungur Ungverjalands. — Hann þekki eg ekki. 1 þriðja skifti barði brytinn að dyr* um. — Hver vfll fá að komast innf spyr presturinn. — Syndugur maður, bróðir vor Franz Jósef. Þá var kirkjuhliðið opnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.