Morgunblaðið - 18.01.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.1917, Blaðsíða 1
Fimtudag: 4 argangr Ritstjórnarsími nr. 500___________j Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. I_____________________Isaí'oldarprentsmiðja___________j_______Afgreiðslusimi nr. 500 Blöl Reykjavtknr IgjQ ai**| Biograph-Theater Talslmi 475 Af glapstigum (Bort fra Synden). Akaflega spennandi sjónleikur í 4 þáttum. Aðalhlutverkið leikur hia heiras- fræga italska leikkona Mlle Marie Carmi, hin sama sem lék aðalhlutv. i hinni égætu mynd »Svaróklædda hefndar- konan«, sem sýnd var í Gl. Bió i fyrra. Tölus. sæti kosta 60, alm. 40. Börn fá ekki aðgang. 1. F. U. M. Stálví rar, V ír mamiia, Kaðlar, Tjörutó, bezt og ódýrast í Veiðarfæravarzl. Liverpool. Indriði Helgason seyaisfirði útvegar alt tem að rafstöðvum lýtur svo sem: Vatnsturbinur, vind- mótora, rafmagnsvélar (Dynamos) og rörleiðslur; hefir alt af fyrirliggj- andi birgðir af innlagningaefnl, lömpum, eidunaráhöldum og ofnum. Útvega enn fremur: vatnsleiðslupípur, vatnssalerni, baðker, baðofna (fyrir rafm., gas eða steinolíu, nýtt modell) þvottaker og alt þ. b. Alt frá beztu verksmiðjum í Noregi, Ameríku og Sviss. Athygli skal vakin á því, að sökum flutningsörðugleika er nauðsyn- iegt að panta þær vörur, sem ekki eru birgðir af, með nægum fyrirvara. Upplýsingar og tilboð ókeypis. nújn bíó_________ Stóri gimsteinninn Stórkostlegur leynilögreglusjón- leikur f þrem þáttum, leikinn af amerískum leikendum. Það getur tæpast áhrifameiri leik heldur en þar se.n sýnd er viðureign hinnar fögru jung- frú Grace^ og Armands greifa við þorpafánn James Heriot — forsprakka giæpamannafélagsins • Hauskúpan* — — Myndin er leikin í Suður-Afr., N.-York, Parfs, London. Myndin stendur yfir i1/^ kl.st. Tölusett sæti. * A. D. fundur í kvöld kl. 8l/g Allir ungir menn velkomnir. Jarðarför miður minnar elskulegu fer fram frá Laufisvegi 4 föstudag inn 19. þ. m. kl. ll*/2. Dóttir hinnar látnu. Mótorbátur ca. 20—28 tonn, óskast til k a u p s eða I e i g u. Væntanlegir seljendur eða leig- jendur snúi sér til Jóns Þórðarsonar, ísafoldarprentsmið j u. Jarðskjálfti á ítaliu Fréttaritari »Tageblatts* símar þá fregn frá Lugano, að ógurlegur jarð- skjálfti hafi orðið í Abruzzi-hérað- inu í Ítalíu hinn 4. þessa mánaðar. Olli hann miklu tjóni í þeim borg- um er harðast urðu úti i jarðskjálft- unnm miklu, árið 1915. Borgirnar Avezzano, Pescina og Azelli, sem þá lögðust alveg i rústir, en hafa verið endurreistar siðan, hafa orðið fyrir miklum skemdum af þessum jarðskjálfta. í héruðunum Aquilla, Chieti og Frosiguore, olli jarfskjálft- inn einnig miklum skemdum og stóð hann þó eigi lengur þar en íáeinar sekúndur. Mikill ótti hefir gripið íbúana, en allar nánari fregnir um tjónið af iíarðskjálftanum eru enn ókomnar. Jarðskjálftarnir miklu 1915 voru um líkt leyti árs — um miðjan janúarmánuð — og heimsóttu hin sömu héruð. Borgin Avezzano hrundi að grunni og fjöldi þorpa þar í grend. í Avezzano voru þá um 11 þús. ibúa og fórst rúmlega helmingur þeirra, en þar og í hér- aðinu þar umhverfis, biðu 25 þús- undir manna bana. Er það sá ógur- legasti jarðskjálfti, sem nokkru sinni hefir orðið i Italfu, enn ægilegri heldur en hinu mikli jarðskjálfti i Messina árið 1908. BaDdaríkjamenn og friðurinn. Svo sem áður hefir verið getið, sendi Wilson Bandaríkjaforseti Bret- um og Þjóðverjum »nótu«, og fór þess á leit að þeir hvor um sig létu uppi á hvaða grundvelli þeir mundu vilja semja frið nú þegar. í Banda- rikjunum þótti mörgum sem nótan væri of vinveitt Þjóðverjum og virð- ist svo sem þingið í Washington hafi og þá skoðun. Þar var mál þetta til umræðu á fundi laugardag- inn 6. janúar og var þar samþykt með megni atkvæða að skora á ófrið- arþjóðinnar að birta friðartilboðin en fundarmenn voru fráhverfir anda friðarnótunnar, sem Wilson hafði sent. Einn þingmanna, sem fylgdi Wil- son að máli, gat þess að það væri saonfæring fjölda góðra manna í Bandarikjunum að ófriðurinn gæti ekki haldið áfram, án þess að Banda- ríkin lentu i honum. En þeirri ógæfu vildu flestir firra landið. Annar þingmanna gat þess að auðvitað væri ætíð hætt við að Banda- ríkin kæmust inn í hildarleikinn. Þau gætu ekki til lengdar gert sig ánægð með, að vera beðin fyrir- gefningar, þegar rétti Bandarikjanna væri traðkað. Er hér vitanlega átt við kafbáta- hernað Þjóðverja, sem þráfaldlega hafa sökt skipum Bandarikjamanna og öðrum skipum, sem Bandaríkja- þegnar hafa verið á. Landar erlendis. Haraldur Si^urðsson frá Kallaðar- nesi hélt hljómleik í Kaupmanna- höín hinn 5. þessa mán. Er það í fyrsta skifti sem hann lætur Kaup- mannahafnarbúa heyra til sin. Um hljómleikinn segir »Politiken«: Hér var óvenjulega vel af stað farið. Hinn ungi íslendingur, sem á heima í Dresden og er lærisveinn Rappoldi, sýndi það eigi að eins að hann er þegar listfengur »Klaver«- leikari, en í hiuum vandasömu hlutverkum svo sem eins og Schu- manns Etuder, Brahms Intermezzi i A. E. og C. Moll og Rhapsodien i H.-Moll og Beethovens Sonate, Op. III i C-Moll, voru tilþrifin svo ágæt hjá honum að menn geta vænst eigi lítils af honum i framtíðinni. Það var þróttur, fegurð, nákvæmni og góður skilningur i leik hans. Hann var þó ekki alveg laus við hik, en það spilti ekki leik hans yfirleitt — og það mnn áreiðanlega lagast. Hvert sæti var skipað í hús- inu og menn tóku leik hins unga og efnilega listamanns með miklum fögnuði. Sá sem þetta ritar er Axel Kjerulf, sonur Charles Kjerulf, og er hann engu síður vandlátur heldur en fað- ir hans. Má Haraldur þess vegna og allir vinir hans, vera ánægðir með dóminn. Flotaaukning Bandaríkjanna. Bandaríkin ætla nú að smiða 42 ný herskip. Eru þar á meðal 10 orustuskip. Fjögur þeirra eru nú þegar í smíðum, þrjú eiga að vera smíðuð i vetur og þrjú á árinu 1918. En þær breytingar voru gerð- ar nú í þinginu að hafa þessi ósmið- uðu orustuskip stærri en til var ætl- ast áður, eða 40 þúsund smálestir. Tilgangurinn er sá að gera skipin öruggari bæði til varnar og sóknar, með þvi að bæta við þau nýjum fallbyssum. Skip þau, sem eru i smíðum, hafa hinar nýju 16 þuml. fallbyssur, en að eins 8 þeirra. Jafnstór skip, sem hafa 14 þuml. fallbyssur, hafa 12 þeirra í aðal- skotviginu. En með því hafa orustu- skipin 40 þús. smálestir, geta þau haft 12 16 þuml. fallbyssur i aðal- skotviginu. Verða skipin á þann hátt stórum öruggari til vígs. — Af öðrum skipum, sem á að smíða, má nefna einn vígdreka, þrjú strand- varna-beitiskip, fimtán tundurspilla og auk þess átjáu kafbáta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.