Morgunblaðið - 19.01.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1917, Blaðsíða 1
Amtrískur SsgldAkur mjög- mikiö úrval, ódýrastur f Vsiðarfæraverzl. Liverpool. Karlm. alullarpeysur og einnig færeyskar peysur, eru nú komnar í Austurstræti 1. Ásg. G. Guunlaugsson & Co. í. S. í í. S. í. Aðalfundur Iþróttafélags Raykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 24. þ. m. kl. 9 siðdegis í Iðnó (uppi). D a g s k r á samkvæmt lögum félagsins. Stjórmn. t 0. 0. P. 725839. Fallna stúlkan Þessi afbragðsmynd verður vegna fjölda áskorana Sýnd attur i kvðld. Látið ekki þetta síðasta tæki- færi til að sjá reglulega góða mynd ónotað. Árshátið Verkmannafélagsins Dagsbrun verður haldin d Bárubúð laugardag 20. þ. m. kl. 8 síðd. og s u n n u d a g 21. s. m. kl. 7 sd. Nánar á götuauglýsingum. Nefndin. Mótorskip til sölu Afhendist í Noregi 1. maí. Upplýsingar gefur Arni S. Beðvarsson, Pósthússtræti 14. Hásetafélagsfundur i kvöld, 19. jan. kl. 6 í Bárunni. Ariðandi félagsmál á dagskrá. Krafist verður framvegis að menn sýni félagsskírteini sln við inngang- inn. Stjórnin. Leggingar allir litir og mikið úrval, komu með íslandi til J. Aall Hansen, Þingholtsstræti 28. K. í. D. I Fundur í kvöld kl. 81/*. Allar stúlkur, þótt utanfélags séu, eru velkomnar. Verðlaun Carnegies. Carnegie, auðmaðuriun mikli stofn- aði sjóð, er veita skyldi verðlaun fyiir hreystiverk og ósérhlífni þá er háska ber að höndum. Að því er vér bezt vitum hefir hr. cand. theol. S. Á. Gislasou fyrstur manna beint athygli forgöngunefndar þessa sjóðs að íslandi, og hafa ekki fáir menn fengið þaðan verðlaun fyrir milli- göngu hans, eða fyrir hans aðstoð. Nú síðast hafa verðlaun verið veitt þrem mönnum í Vestmann- eyjum, fyrir góða framgöngu þá er hið sorglega vélbátsslys varð þar í fyrra. Hefir ekkjunni Geirlaugu Sigurðardóttur verið veittar 1800 kr., ekkjunum Ólöfu Guðmundsdóttur og Guðlaugu Hieronymusdóttur 800 kr. hvorri. Arni Finnbogason formaður fékk silfurmedalíu. Ennfremur hefir Guðmundi Ey- þórssyni, verkamanni hjá Hafnar- gerð Reykjavikur, verið veittar 300 krónur í verðlaun fyrir vasklega framgöngu þá er hið sorglega siys varð hér á höfniuni í vor. Skipatjón Þjóðverja. Það er haft eftir þýzkum kapteini, Schröder að nafni, að 152 þýzk kaup- för hafi verið skotin i kaf eða farist á tUndurduflum síðan ófriðurinn hófst. Báru þau samtals 452,000 smálestir. 267 skip, sem bera að samtöldu 807,000 smálestir hafa bandamenn geit upptæk og nota nú í sína þágu. 621 kaupfar, samtals 2,341,000 smá- lestir, eru kyrsett í hlutlausum höfn- um. I Þýzkalandi sjálfu eru 490 kaupför, sem bera samtals 2,400,000 smálestir. Með öðrum orðum, Þjóðverjar hafa mist 7,5% af verzlunarflota sínum, 13,4% er í höndum bandamanna, 39,i% er 1 hlutlausum höfnum, en 40% að eins eru heima í Þýzkalandi. Gildra. Skipstjóri á hollenzku gufuskipi segir þessa skringilegu sögu: Eg var á skipi mínu í Biskayjaflóa þegar loftskeytamaðurinn fékk loft- skeyti á ensku er hljóðaði svo: Bjarg- ið okkurl — og svo lega skipsins, sem loftskeytið var sent frá. — Eg stýrði skipinu þegar á staðinn, en þegar þangað kom var þar ekkert brezkt skip, heldur þýzkur kafbátur. Varð kafbátsforinginn leiður yfir því, að hafa ómakað hollenzkt skip til sin og símaði þegar aftur: Þér þurfið ekki að bjarga okkur. Við vildum fá Breta til þess. nýjn bíó_________ Stóri gimsteinninn Stórkostlegur leynilögreglusjón- leikur í þrem þáttum, leikinn af amerískum leikendum. Það getur tæpast áhrifameiri ieik heldur en þar sem sýnd er viðureign hinnar fögru jung- frú Grace og Armands greifa við þorparann fames Heriot — forsprakka glæpamannafélagsins »Hauskúpan< — — Myndin er leikin í Suður-Afr., N.-York, Parfs, London. Myndin stendur yfir 1 ‘/a kl.st. Tðlusett sæti. Mótorbátur ca. 20—28 tonn, éskast til kaups eða leigu. Væntanlegir seljendur eða leig- jendur snúi sér til Jóns Þórðarsonar, ísafoldarprentsmiðju. Hringurinn heldur stóra hlutaveltu í Good-Templarahúsinu í Hafnarfirði laugardaginn 20. þ. m. kl. 8 síðd. Dans á eftir. Kaupið Morgunblaðið. Vinna! Ur óprentuöu bréfí frá Jónas Lie. -------Jæja, nú eru jólin liðin og nú verða menn aftur að spýta í lóf- ana og hefja vinnu að nýju. Ann- ars get eg ekki hugsað mér neitt skelfilegra, heldur en. það, ef maður væri dæmdur til þess að vera iðju- laus, til dæmis að ganga með hend- ur i vösum i heilt ár. Eg ímynda mér, að helvíti sé það, að guð dæmi mann til þess að vera iðjulaus-------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.